Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 JD'V 6 -ffíónd stuttar fréttir Vilja lögsækja Crichton Portúgalska rlkisflugfélagið TAP-Air Portugal hyggst lög- sækja bandaríska metsölurithöf- undinn Michael Crichton vegna nýjustu bókar hans þar sem fjall- að er um slakt viðhald hjá flug- félagi sem hann kallar Air Portugal. Crichton er einna þekktastur fyrir að hafa skrifað bókina Jurassic Park. í nýjustu bókinni, Airframe, er fjallað um dularfullt 10 þúsund metra hrap flugvélar. Segir í bókinni að við- haldsvinna hjá Air Portugal sé svo slök að hún hafi nær orsak- að alvarleg slys. Talsmenn Air Portugal segja að Crichton hafi annaðhvort notað nafn Air Portugal óafvitandi eða verið utan við sig. Eða hann hafi not- að nafhiö gegn betri vitund en Air Portugal leggur mikið upp úr viðhaldi og hefur gert sam- starfssamning við Air France þar um. Hætti við for- mála vegna nak- inna karla Díana prinsessa hefúr dregið til baka formála að myndabók tískukóngsins Gianni Versace um kóngafólk og rokk og ról. Ágóðinn af sölu bókarinnar á að renna í sjóð popparans Eltons Johns til eyðnirannsókna. Óttaðist Díana að konungsfjölskyldan yrði móðguð yfir aö vera á myndum við hliðina á myndum af hálf- nöktum körlum, þar á meðal knattspyrnustirninu Ryan Giggs. Díana ritaði formálann í góðri trú en leist ekki á blikuna þegar hún sá bókina í vikunni. Versace frestaði kynningarferð til London vegna bókarinnar til þess eins að gæta hagsmuna Díönu. Reuter Hlutabréfavísitalan: Sögulegt hámark Hlutabréfavísitalan náði sögulegu hámarki i kauphöllunum f London og Frankfurt í vikunni. Hún hefúr eitthvaö sigið aftur í London en held- ur reisn sinni í Frankfurt. Verðbréfa- salar í New York geta haldið áfram að gleðjast því enn má merkja nokkra hækkun frá fyrri viku. Bensínverðið tók nokkurt stökk niður á við á fimmtudaginn vegna minnkandi eftirspumar, 95 oktana bensinið fór hæst í 224 dollara tonnið en var komið niður í 218 dollara á fimmtudag. Verðið á 98 oktana bens- íni rokkaði úr 226 tU 228 doUurum í vikunni en fór niður í 222 doUara tonnið í fyrradag. Bensínið var alveg í takt við hráolíuna í þessum lækk- unum því hún fór niður í 22 doUara slétta úr tæpum 23 fyrr í vikunni. Verð á sykri hækkaði aftur eftir nið- ursveiflu en kaffið lækkaði eftir topp í síðustu viku. -sv Pólitísk ringulreið eftir að þingið setti forseta Ekvadors af: Þrír gera tilkall til embættisins Bandaríska klámmyndadrottningin Jenna Jameson var útnefnd besta klámleikkonan á árlegri verðlaunahátíð, Hot d’Or, sem haldin var í París í gær. Hér heldur hún á verðlaunum sínum og þakkar fyrir sig að sið Hollywood-leikara. Símamynd Reuter MikU ringulreið hefur einkennt stjórnmálaástandið í Ekvador eftir að þing landsins setti Abdala Bucaram forseta af á aukaþingfundi í fyrrinótt. Þingið samþykkti strax að þingforsetinn, Fabian Alarcon, yrði forseti tU bráðabrigða fram á næsta ár og sór hann embættiseið um nóttina. En Bucaram var aldeU- is ekki á því að sleppa valda- taumunum og hét því að hann skyldi gegna embætti út kjörtíma- bUið. Hefur hann haldið tU í forseta- höUinni sem gætt er af hermönnum. Lög um arftaka forsetans við þessar kringumstæður eru mjög óskýr og varaforsetinn, Rosalia Arteaga, ein- faldaði síður en svo stöðuna þegar hún gaf út tUskipun þess efnis að hún væri réttur forseti landsins. Þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöld var þessi sérkennUega kreppa um æðstu sfjóm Ekvadors óleyst. Engar mótmælaaðgerðir voru í höf- uðborginni Quito í gær en tveggja daga aUsherjarverkfaU og mótmæli tugþúsunda manna gegn stjórn Buc- arams neyddi þingið tfl að setja hann af. Bucaram er mjög umdeUur persónuleiki, kaUaður brjálæðing- urinn, og Ula liðinn fyrir afar harð- ar efnahagsaðgerðir með griðarleg- um verðhækkunum og fyrir að hygla frændum við embættisveit- ingar. Herinn í Ekvador, sem stjómaði landinu tU 1979, hvatti tU skjótrar lausnar á stjórnarkreppunni. Óvissuástand yrði ekki liðið af lýð- ræðislega þenkjandi hermönnum eða alþýðu manna eins og það var orðað. Yfirmenn hersins sögðu hann ópólitískan og að hann mundi ekki reyna að fyUa það tóm sem hefði myndast á valdastólum. En í yfirlýsingu sagði að lausnar vand- ans yröi ekki beðið lengi. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendisi Þú opnar dós og gæðin koma í Ijós! IÚtiloka vopnahlé írski lýðveldisherinn, IRA, hefur útilokað vopnahlé í bar- áttu sinni gegn breskum yfir- ráðum á Norður-írlandi þar tfl eftir bresku þingkosningarnar í mai. Völdu Helsinki BiU Clinton Bandarikjafor- seti og Boris Jeltsín Rúss- landsforseti hafa valið Helsinki sem fundarstað þegar þeir hitt- ast í síðari hluta mars. Rannsaka smygl í Breska ríkisstjórnin sagðist | hafa hafiö rannsókn smygl- hneykslisins sem nú skekur Sothehy’s uppboðsfyrirtækið í f: London. Er rikisstjórninni í | mun að tryggja trausta og heið- | arlega ímynd hins ábatasama listaverkamarkaðar í London. Ævilangt fangelsi Ejórtán ára breskur strákur var dæmdur í lifstíðarfangelsi fyrir að hafa barið níu ára I stúlku tU bana á jámbrautar- fj, teinum. Morðið var framið í fyrra og vakti mikinn óhug meðal Breta. Frusu á fjallaleið Tveir jagúarar, fasani og api frusu tU dauða í Úkraínu þegar ferðadýragarður festist á fjalla- leið. Óttast er að sömu örlög bíði fleiri dýra. Viija í myntbandalag Sænski seðlabankinn hefur e! lýst því yfir að Svíar eigi að vera með þeim fyrstu sem ger- ast aðilar að myntbandalagi í Evrópu 1999. Ræna fólki Talið er að aUs níu Japönum hafi verið rænt af útsendurum stjómvalda í Norður-Kóreu síð- astliðin ár, þar á meðal stúlku 1 sem hvarf fyrir 20 árum, þá sjö ára. Kosningar j íbúar Punjab-héraðs á Ind- landi gengu tU kosninga í gær | en húist var við að stuðnings- s men Shika færu með sigur. Setti þing Nelson Mandela, forseti Suð- ur-Afríku, | setti í fyrsta | sinn þing ; samkvæmt j nýrri stjómar- skrá landsins. Fá frelsi f Benjamin Netanyahu, forsætisráðhema Ísraels, sagði að öUum palest- | ínskum konum sem em í haldi ísraela yrði sleppt í samræmi við samningana við frelsissam- I tök Palestínumanna, PLO. Tónlistarstríð ILögreglan í Perú og skæm- liðar, sem hafa 72 gísla í jap- anska sendiráðinu í Lima, héldu sálfræðUegum hemaði sínum áfram og reyndu að æra hvorir aðra með háværri tón- list. Engin hindrun Helmut Kohl, kanslari | Þýskalandis, sagði að ekkert ríki utan Nató S gæti stöðvað ii stækkun þess í 5* austur en huga J; yrði að áhyggjum Rússa. Mótmæitu Þúsundir Albana, sem farið 3 hafa Ula á viðskiptum sinum við fjátfestingarsjóði, fóru um götur hafnarborgarinnar Vlore | og formæltu ríkisstjóminni. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.