Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Side 11
-f DV LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 ^íkustríð n sem þurft hafa að drepa fyrir máí- staðinn. Eins og gefur að skilja er Qöldi Vítisengla í fangelsi og hafa þeir stofnað með sér styrktarsjóð, svokallaðan „Defence Fund“ til hjálpar þeim, enda er setningin „Frelsum alla Vítisengla“ eitt af þeirra æðstu boðorðum. Samtals voru sex meðlimih í Bullshits vegn- ir af Vítisenglum á þessum árum auk 7 annarra sem komist höfðu í ónáð hjá englum vítis. Voðaverkin byrja Fljótlega eftir uppjörið mikla fór að bera á uppgangi klúbbs er nefnd- ist Dirty Drággles í Svíþjóð en mark- mið hans er að verða fyrsti Vít- isengla-klúbburinn þar. Reyndar höfðu þeir keppendur um titilinn eins og klúbbinn White Trash sem var klofningshópur frá Morbids sem seinna verður Banditos. Á næstu árum voru meðlimir Dirty Drággles ákærðir fyrir mörg voðaverk eins og morðtilraun á tveimur félögum í mótorhjólaklúbbnum MC Sinners og grófa líkamsárás á blaðamanninn Anders Westenius en hann hafði skrifað harðorðar greinar um mótor- hjólagengin. Eitt af hlutverkum til- vonandi Vítisengla-klúbba er að „hreinsa til“ fyrir þá í viðkomandi landi. Hlutverk þeirra er þá að banna öðrum klúbbum að nota sömu liti í merkjum sínum og Vitisengla og að banna notkun enskra heita, sérstaklega í nafni viðkomandi lands, en það fá þeir einir að nota sem eru til reynslu eða orðnir full- gildir Vítisenglar. Árið 1993 verða Dirty Drággles fyrsti klúbbur Vít- isengla í Svíþjóð. Næsta ár, 1994, fer að bera mikið á ofbeldi og það sérstaklega meðal svo- kallaðra stuðningsklúbba. Skotið er á höfuðstöðvar Morbids (seinna Banditos) í Helsingborg, og 23 ára áhangandi Vítisengla úr stuðnings- klúbbnum Rednecks er skotinn til ólífis á Roof Top Club í Helsingborg. Nokkrum mánuðum seinna er 34 ára Banditos meðlimur frá Danmörku skotinn í bakið á næturklúbbi í Vax- jö. Þá heldur klúbburinn Morbids upp á það að þeir séu orðnir Banditos í Svíþjóð. Við rassíu í klúbbhúsinu sama kvöld flnnast vopn og eru 6 meðlimir handteknir. Skömmu seinna fremur svo einn þeirra morð á samfanga i Berga- fangelsinu. Snemma á næsta ári, 1995, fer svo að bera á aukinni notkun allskonar vopna í átökum þessara klúbba og má þar t.d nefna skammbyssur, handsprengjur og flugskeyti af þeirri gerð sem notuð eru til aö granda skriðdrekum. Flugskeytum þessum hafði verið stolið úr vopnageymslum sænska hersins og hafa ekki öll kom- ið í leitarnar ennþá. í apríl særa meðlimir í Undertakers MC, finnsk- um styrktarklúbbi Banditos, Vítis- engil í skotbardaga í ffelsingborg. Flugskeytum er einnig skotið að bandamönnum Vítisengla í Finn- landi en þar er nokkurskonar griða- staður Banditos. Næstu tvö ár fara svo í hönd blóð- ugustu erjur slíkra hópa sem þekkst hafa, með þegar átta látnum. Ballið byrjar með laundrápi. Þróunin er rakin nánar á meðfylgjandi grafi. Skipulögð glæpastarf- semi vestanhafs í Bandaríkjunum og Kanada hefur sannast skipulögð glæpastarfsemi á vegum þessara klúbba. Auk þess hafa þeir verið viðriðnir framleiðslu og sölu eiturlyfja, vopnasölu, vændi, handrukkanir, skipulögð innbrot og morð. í Skandinavíu er svipað uppi á teningnum nema bara í minna magni. Bent hefur verið á barátta þeirra tengist hugsanlega yfirráðum yfir smyglleiðum og koma þar inn í hugsanleg tengsl þeirra við mafiur í Rússlandi og Póllandi. Um tengsl þeirra við ísland er það að segja að þau eru meiri heldur en umboðssala á konum til erótískra sýninga. Hver þau eru skal ósagt lát- iö, til að styggja ekki þá sem það til sín taka, en þau eru fyrir hendi þó að í litlum mæli sé. Hvort Vítisengl- ar eigi einhvemtíman eftir að ná fót- festu hér á landi mun framtíðin leiða í ljós. Áhrif stríðsins á mótor- hjólasamfálagið Óheppileg notkun orða og orða- sambanda meðal fjölmiðla og málsvara hins opinbera hafa leitt til almennrar vanþóknunar á mótor- hjólasamfélaginu á Norðurlöndum. Vanþekking fjölmiðla og slæmt orðaval hafa leitt til þess að skiln- ingur almennings er sá að „stríð“ geisi á milli alls mótorhjólafólks í Skandinavíu. Ekkert gæti verið fiarri raunveruleikanum. Reyndar er það hið almenna mótorhjólasam- félag sem hefur þjáðst mest vegna baráttu klúbba eins og Vítisengla, Banditos og Outlaws. Notkun skotvopna og flugskeyta innan um íbúðasvæði hafa auðvitað neytt framkvæmdavaldið til þess að bregðast á einhvern hátt við og ijöldi tillagna í þá átt hafa orðið til. Samt hafa EMA-löndin (Evrópska mótorhjólasambandið) á Norður- löndunum ekki stutt þá viðleitan hins opinbera þar sem þær eru byggðar á misskilningi og fáfræði gagnvart mót- orhjólafólki. í Danmörku hefur þingið sett á ný lög til að torvelda að- gang klúbbfé- laga að þeirra eigin húsnæði. Þótt að líklega sé meint vel með þess hátt- ar aðgerðum hafa lög þessi valdið hinum almenna klúbbfélaga sem hefur ekk- ert með útlagahópa að gera, vand- ræðum. í Noregi hafa þeir jafnvel gengið enn lengra. Nóvember síðast- liðinn var gefm út tillaga að lögum sem leyfa það að hægt sé að sækja heilan mótorhjólaklúbb til saka. Þannig væri það í reynd nóg að ein- hver félagi hans fremdi glæp til þess að allur klúbburin þyrfti að svara fyrir hann. Önnur tillaga er sú að banna notkun bak- merkja eða „colors". Á Norður- löndunum er löng hefð fyrir notk- un þeirra þannig að mótorhjólasam- félagið skilur ekki svona hugsunar- hátt og bregst illa við þessháttar til- lögum. Klúbbarnir hafa rökstuddan grun um að valdhafar geti ekki greint á milli venjulegra og ofbeldis- hneigðra mótorhjólaklúbba. 99 prósent löghlýðnir Þessir ofbeldishneigðu glæpa- klúbbar merkja sig með stolti 1%, en það er mjög mikilvægt að almenn- ingur og valdhafar skilji að 99% mót- orhjólafólks er almennur löghlýðinn borgari rétt eins og þeir sjálfir, með þá löngun eina að fá aö keyra mótor- hjólin sín í friði. EMA, sem Sniglarn- ir eru aðili að, hafa lýst sig and- snúna tengingu mótorhjóla við of- beldi og glæpi og því er það von þeirra að það verði ekki litið á það sem glæpsamlegt að eiga mótorhjóla- klúbb og vilja hjóla úti með vinum sínum. Hvort þaö sé framtíðin verð- ur tíminn að leiða í ljós. Njáll Gunnlaugsson Eftir flugskeytaárásina á höfuðstöðvar Vítisengla í Hasslarp í Svíþjóð. Oxeladín: Notkunarsvið: Oxeladín er hóstastillandi mixtúra og er mýkjandi við ertingu í öndunarfærum. Frábendingar: Gæta þarf varúðar við notkun hóstamixtúra hjá litlum börnum, því mikilvægt er að þau geti hóstaö upp slími og óhreinindum sem kunna aö setjast í öndunarfæri. Aukaverkanir: Ekki þekktar. Athugið: Lyfið inniheldur 7,9% alkóhól. Dexómet: Eiginleikar: Lyfið hefur hóstastillandi verkun í líkingu við kódein, en hefur ekki aðrar verkanir kódeins og engin ávanahætta fylgir notkun þess. Notkunarsvið: Dexómet er hóstamixtúra, sem hefur áhrif á hósta sem stafar af minni háttar ertingu í hálsi eða berkjum. Varúðarreglur: Um 3% einstaklinga geta ekki umbrotiö lyfið í lifur og geta þeir fengið verulegar aukaverkanir af venjulegum skömmtum. Lyfiö skal ekki nota lengur en í viku í senn. Aukaverkanir: Einstaka sinnum geta komiö fram útbrot. Einnig ógleöi og uppköst. Aö auki hefur verið vart við þreytu, svima, ofskynjanir og hjartslátt. Pektólín: Notkunarsvið: Pektólín er hóstastillandi mixtúra og verkar á ofnæmi. Aukaverkanir: Athugið að lyfiö hefur róandi verkun. Því ber aö vara viö stjórnun vélknúinna tækja samtímis notkun lyfsins. Tússól: Notkunarsvið: Tússól er hóstastillandi mixtúra. Aukaverkanir: Viö ofskömmtun geta komiö uppköst og truflun á jónavægi líkamans. Athugið: Lyfiö inniheldur 7,5% alkóhól. Skömmtun: Nákvæmar leiðbeiningar um skömmtun fylgja lyfjunum. Ekki má taka stærri skammta en mælt er með. Lesið vandlega leiðbeiningar, sem fylgja lyfjunum. Fástf apótekum og lyfjabúðum t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.