Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 Hagstætt státtarfélagsverð á áfangastaði Flugleiða: Grískur dómstóll hefur * (slendingar í Kaupmannahöfn: Kaupmannahöfn er vinsælust Ólöglegt verkfall úrskurðað að verkfall far- manna í landinu sé ólöglegt og hefur skorað á starfs- menn að snúa aftur til vinnu. Verkfall farmanna hefur nú staðið á aðra viku og haft víðtæk áhrif, enda eru siglingar fáum löndum nauðsynlegri en Grikkjum. Samstarf Tvö af stærstu flugfélög- um heims, American Air- lines og British Airways, hyggja á samstarf. Samstarf- ið felst fyrst og fremst í sam- vinnu á flugleiðum til og frá London. Samkeppni Eftir 45 ára einokun jap- anska flugfélagsins Nippon Airways á flugleiðum innan- lands þarf félagið loks að glíma við samkeppni. Sam- gönguráðuneytið í Japan afnam einkasöluleyfi flugfé- lagsins í byrjun ársins. Ódýrt tilboð Fyrir um 2000 krónur geta farþegar um borð í flugvél- um Continental Airways nú Í talað eins lengi og þeir vilja ■ í símann eða sent símbréf I (fax) eins og þeir vilja eða Íspilað tölvuleiki að vild án tímatakmarkana. Verkföll Truflun gæti orðið á lesta- ferðum í Frakklandi ef ekki leysist úr deilum um endur- skipulagningu á hinu ríkis- rekna lestakerfi landsins. Síðastliðinn miðvikudag trufluðu verkfallsaðgerðir um helming kerfisins. Upplyfting Ákveðið hefur verið að loka þjóðminjasafni Banda- ríkjanna (The National Museum of American Art) í Washington í tvö ár, frá og með janúarmánuði árið 2000, vegna viðgerða sem nauðsynlegt er að fari fram. Áformað er að varið verði um 2,5 milljörðum króna í verkiö. Hætt við flugvöll Yfirvöld í Taílandi til- kynntu í síðustu viku að þau væru hætt við áform um að gera nýjan alþjóðleg- an flugvöll við Bangkok, höfuðborg landsins. Gönguferðir landans á (slendingaslóðir í Kaupmannahöfn eru í hugum margra tákn um vorkomuna í borginni. Dv-mynd gva Síðastliðin 7 ár hafa ýmsir aðilar innan launaþegahreyfingarinnar gert samning um ódýr stéttarfélags- fargjöld til helstu áfangastaða Flug- leiða. 13. janúar síðastliðinn undir- rituðu fulltrúar aðildarfélaganna og ferðaskrifstofan Samvinnuferð- ir-Landsýn samning um ráðstöfun á 5.300 sætum og sala á fargjöld- unum hófst þann dag. Áfangastað- irnir eru Kaupmannahöfn, Ósló, Glasgow, Stokkhólmur, London, Lúxemborg, Amsterdam, París og Hamborg í Evrópu og Baltimore, Halifax og Boston í Bandaríkjun- um. Verðið á þessum ferðum er nán- ast óbreytt frá því í fyrra en meðal- talshækkun er 2%. Dæmi um aðild- arfélagsverð nú er far fyrir fúllorð- inn með sköttum á kr. 23.480 til Kaupmannahafnar, til Glasgow á kr. 20.100 og til Baltimore á 38.400. Þetta verð gildir ef miðar eru keyptir fyrir 7. mars. Ef miðarnir eru keyptir á tímabilinu 8. mars til 9. maí er verðið til Kaupmanna- hafnar 27.180, Glasgow 22.800 og Baltimore 44.500 krónur. Miöi fyrir fulloröinn til Amsterdam kostar rúmar 25.000 krónur ef hann er keyptur fyrir 8. mars. Fjöldi félaga Aðilar að þess- um samningi eru öll félög innan Al- þýðusambands ís- lands, Bandalag starfsmanna rikis og bæja, Bandalag háskólamanna, Samband ís- lenskra banka- manna, Lands- samband aldr- aðra, Farmanna- og fiskimanna- samband Islands, Kennarasamband islands, Félag ís- lenskra hjúkrun- arfræðinga, Blaða- mannafélag ís- lands, Vélsfjórafé- lag íslands, Stétt- arfélag verkfræð- inga, Stéttarfélag tæknifræðinga, Félag bókagerðar- manna, Prestafé- lag íslands, Verk- stjórasamband ís- lands, Félags ís- Halifax i Nova Scotia er einn nýrra áfangastaöa Flugleiöa vestanhafs. lenskra lyfjafræðinga og Félag að- stoðarfólks tannlækna. Kristín Sigurðardóttir, deildar- stjóri hjá Samvinnuferðum-Land- sýn, sagði að salan í þessar ferðir gengi mjög vel. „Kaupmannahöfn hefur alltaf verið eftirsóttasta borg- in og á þvi er engin breyting í ár. í Bandaríkjunum eru það ferðir til Boston sem eru hvað eftirsóttastar. Það er mikilvægt að minna fólk á að fyrra sölutímabilinu lýkur þann 7. mars og þá hækka fargjöldin um 3-4 þúsund krónur í flestum tilfell- um. Þrátt fyrir hækkimina er það lægsta verðið á markaðnum en samt sem áður er engin ástæða til að kaupa á hærra verðinu ef hjá því verður komist," sagði Kristin.- ÍS I Sækja Kaupmannahöfn hefur um ára- tugaskeið verið með vinsælli áfanga- stöðum íslendinga erlendis. Flestallir ferðamenn sem þangað sækja hafa gist á hótelum en nýr gistimáti er nú að ryðja sér til rúms. Ferðaskrifstof- an In Travel Scandinavia í Kaup- mannahöfn, sem býður fjölbreytta ferðaþjónustu í Danmörku, annar vart eftirspurn eftir ferðamannaíbúð- um frá íslendingum sem hyggja á sumarleyfisdvöl í Kaupmannahöfn á sumri komanda. ITS á íbúðir í nágrenni miðborgar- innar sem eru allar innréttaðar í samræmi við óskir og þarfir ís- lenskra ferðamanna. Islenskir starfs- menn hjá ITS eru til reiðu til að taka á móti fyrirspumum, beiðnum og öll- um gestum við komuna. Þannig gefst gestum tækifæri til að fá aðstoð og upplýsingar á móðurmálinu um ým- islegt er varðar veru þeirra í ibúð- inni og umhverfi hennar. Þegar óhöpp henda er einnig öryggi i því að geta leitað til íslendinga sem öllum hnútum eru kunnugir í Kaupmanna- höfn. íslendingaslóðir Koma farfugla og laufgun beyki- skógarins er kunnust vorboða í ferðamannaíbúðir Danmörku. Meðal íslendinga má segja að gönguferðir á söguslóðir ís- lendinga í Kaupmannahöfn séu ták- nið um komu vorsins í borginni. Árið í ár verður það fimmta í röð sem ITS skipuleggur þessar göngu- ferðir. Þátttaka í þeim hefur aukist ár frá ári og þær eru orðnar að skemmtilegri hefð sem njóta al- menns áhuga. I gönguferðunum er farið að ýms- um stöðum og byggingum sem tengjast sérstaklega sögu íslendinga í Kaupmannahöfn. Til dæmis er gengið að húsinu þar sem trappan alræmda batt enda á ferðir og feril Jónasar Hallgrímssonar skálds, húsinu þar sem Baldvin Einarsson bjó og að gömlu stúdentagörðunum. Einnig er aðalbygging háskólans á gönguleiðinni, Árnasafnið, að ótöld- um ýmsum krám þar sem landinn hefur verið reglulegur gestur fyrr og síðar. Gönguferðin endar ýmist í húsi Jóns Sigurðssonar eða á Kóngsins Nýjatorgi og tekur að jafnaði 2^2-3 klst. Hún hefst á Ráðhústorginu, nánar tiltekið á tröppunum við Ráð- húsið, kl. 11 á sunnudögum. Gengið verður alla sunnudaga í sumar, frá 11. maí til 14. september. -ÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.