Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Qupperneq 32
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997
Hagstætt státtarfélagsverð á áfangastaði Flugleiða:
Grískur dómstóll hefur
*
(slendingar í Kaupmannahöfn:
Kaupmannahöfn er vinsælust
Ólöglegt verkfall
úrskurðað að verkfall far-
manna í landinu sé ólöglegt
og hefur skorað á starfs-
menn að snúa aftur til
vinnu. Verkfall farmanna
hefur nú staðið á aðra viku
og haft víðtæk áhrif, enda
eru siglingar fáum löndum
nauðsynlegri en Grikkjum.
Samstarf
Tvö af stærstu flugfélög-
um heims, American Air-
lines og British Airways,
hyggja á samstarf. Samstarf-
ið felst fyrst og fremst í sam-
vinnu á flugleiðum til og frá
London.
Samkeppni
Eftir 45 ára einokun jap-
anska flugfélagsins Nippon
Airways á flugleiðum innan-
lands þarf félagið loks að
glíma við samkeppni. Sam-
gönguráðuneytið í Japan
afnam einkasöluleyfi flugfé-
lagsins í byrjun ársins.
Ódýrt tilboð
Fyrir um 2000 krónur geta
farþegar um borð í flugvél-
um Continental Airways nú
Í talað eins lengi og þeir vilja
■ í símann eða sent símbréf
I (fax) eins og þeir vilja eða
Íspilað tölvuleiki að vild án
tímatakmarkana.
Verkföll
Truflun gæti orðið á lesta-
ferðum í Frakklandi ef ekki
leysist úr deilum um endur-
skipulagningu á hinu ríkis-
rekna lestakerfi landsins.
Síðastliðinn miðvikudag
trufluðu verkfallsaðgerðir
um helming kerfisins.
Upplyfting
Ákveðið hefur verið að
loka þjóðminjasafni Banda-
ríkjanna (The National
Museum of American Art) í
Washington í tvö ár, frá og
með janúarmánuði árið
2000, vegna viðgerða sem
nauðsynlegt er að fari fram.
Áformað er að varið verði
um 2,5 milljörðum króna í
verkiö.
Hætt við flugvöll
Yfirvöld í Taílandi til-
kynntu í síðustu viku að
þau væru hætt við áform
um að gera nýjan alþjóðleg-
an flugvöll við Bangkok,
höfuðborg landsins.
Gönguferðir landans á (slendingaslóðir í Kaupmannahöfn eru í hugum
margra tákn um vorkomuna í borginni. Dv-mynd gva
Síðastliðin 7 ár hafa ýmsir aðilar
innan launaþegahreyfingarinnar
gert samning um ódýr stéttarfélags-
fargjöld til helstu áfangastaða Flug-
leiða. 13. janúar síðastliðinn undir-
rituðu fulltrúar aðildarfélaganna
og ferðaskrifstofan Samvinnuferð-
ir-Landsýn samning um ráðstöfun
á 5.300 sætum og sala á fargjöld-
unum hófst þann dag. Áfangastað-
irnir eru Kaupmannahöfn, Ósló,
Glasgow, Stokkhólmur, London,
Lúxemborg, Amsterdam, París og
Hamborg í Evrópu og Baltimore,
Halifax og Boston í Bandaríkjun-
um.
Verðið á þessum ferðum er nán-
ast óbreytt frá því í fyrra en meðal-
talshækkun er 2%. Dæmi um aðild-
arfélagsverð nú er far fyrir fúllorð-
inn með sköttum á kr. 23.480 til
Kaupmannahafnar, til Glasgow á
kr. 20.100 og til
Baltimore á 38.400.
Þetta verð gildir
ef miðar eru
keyptir fyrir 7.
mars. Ef miðarnir
eru keyptir á
tímabilinu 8. mars
til 9. maí er verðið
til Kaupmanna-
hafnar 27.180,
Glasgow 22.800 og
Baltimore 44.500
krónur.
Miöi fyrir fulloröinn til Amsterdam kostar rúmar
25.000 krónur ef hann er keyptur fyrir 8. mars.
Fjöldi félaga
Aðilar að þess-
um samningi eru
öll félög innan Al-
þýðusambands ís-
lands, Bandalag
starfsmanna rikis
og bæja, Bandalag
háskólamanna,
Samband ís-
lenskra banka-
manna, Lands-
samband aldr-
aðra, Farmanna-
og fiskimanna-
samband Islands,
Kennarasamband
islands, Félag ís-
lenskra hjúkrun-
arfræðinga, Blaða-
mannafélag ís-
lands, Vélsfjórafé-
lag íslands, Stétt-
arfélag verkfræð-
inga, Stéttarfélag
tæknifræðinga,
Félag bókagerðar-
manna, Prestafé-
lag íslands, Verk-
stjórasamband ís-
lands, Félags ís-
Halifax i Nova Scotia er einn nýrra áfangastaöa Flugleiöa vestanhafs.
lenskra lyfjafræðinga og Félag að-
stoðarfólks tannlækna.
Kristín Sigurðardóttir, deildar-
stjóri hjá Samvinnuferðum-Land-
sýn, sagði að salan í þessar ferðir
gengi mjög vel. „Kaupmannahöfn
hefur alltaf verið eftirsóttasta borg-
in og á þvi er engin breyting í ár. í
Bandaríkjunum eru það ferðir til
Boston sem eru hvað eftirsóttastar.
Það er mikilvægt að minna fólk á
að fyrra sölutímabilinu lýkur þann
7. mars og þá hækka fargjöldin um
3-4 þúsund krónur í flestum tilfell-
um. Þrátt fyrir hækkimina er það
lægsta verðið á markaðnum en
samt sem áður er engin ástæða til
að kaupa á hærra verðinu ef hjá
því verður komist," sagði Kristin.-
ÍS
I
Sækja
Kaupmannahöfn hefur um ára-
tugaskeið verið með vinsælli áfanga-
stöðum íslendinga erlendis. Flestallir
ferðamenn sem þangað sækja hafa
gist á hótelum en nýr gistimáti er nú
að ryðja sér til rúms. Ferðaskrifstof-
an In Travel Scandinavia í Kaup-
mannahöfn, sem býður fjölbreytta
ferðaþjónustu í Danmörku, annar
vart eftirspurn eftir ferðamannaíbúð-
um frá íslendingum sem hyggja á
sumarleyfisdvöl í Kaupmannahöfn á
sumri komanda.
ITS á íbúðir í nágrenni miðborgar-
innar sem eru allar innréttaðar í
samræmi við óskir og þarfir ís-
lenskra ferðamanna. Islenskir starfs-
menn hjá ITS eru til reiðu til að taka
á móti fyrirspumum, beiðnum og öll-
um gestum við komuna. Þannig gefst
gestum tækifæri til að fá aðstoð og
upplýsingar á móðurmálinu um ým-
islegt er varðar veru þeirra í ibúð-
inni og umhverfi hennar. Þegar
óhöpp henda er einnig öryggi i því að
geta leitað til íslendinga sem öllum
hnútum eru kunnugir í Kaupmanna-
höfn.
íslendingaslóðir
Koma farfugla og laufgun beyki-
skógarins er kunnust vorboða í
ferðamannaíbúðir
Danmörku. Meðal íslendinga má
segja að gönguferðir á söguslóðir ís-
lendinga í Kaupmannahöfn séu ták-
nið um komu vorsins í borginni.
Árið í ár verður það fimmta í röð
sem ITS skipuleggur þessar göngu-
ferðir. Þátttaka í þeim hefur aukist
ár frá ári og þær eru orðnar að
skemmtilegri hefð sem njóta al-
menns áhuga.
I gönguferðunum er farið að ýms-
um stöðum og byggingum sem
tengjast sérstaklega sögu íslendinga
í Kaupmannahöfn. Til dæmis er
gengið að húsinu þar sem trappan
alræmda batt enda á ferðir og feril
Jónasar Hallgrímssonar skálds,
húsinu þar sem Baldvin Einarsson
bjó og að gömlu stúdentagörðunum.
Einnig er aðalbygging háskólans á
gönguleiðinni, Árnasafnið, að ótöld-
um ýmsum krám þar sem landinn
hefur verið reglulegur gestur fyrr
og síðar.
Gönguferðin endar ýmist í húsi
Jóns Sigurðssonar eða á Kóngsins
Nýjatorgi og tekur að jafnaði 2^2-3
klst. Hún hefst á Ráðhústorginu,
nánar tiltekið á tröppunum við Ráð-
húsið, kl. 11 á sunnudögum. Gengið
verður alla sunnudaga í sumar, frá
11. maí til 14. september. -ÍS