Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 41 Náttúruvæn ferðaþjónusta: Gegn neikvæðri fjöldaferðamennsku Græn ferðamennska byggist á hugmyndafræði er skotið hefur rót- um víða um heim sem andsvar við neikvæðum áhrifum ijöldaferða- mennsku. Eyðilegging og hrun fá- gætra ferðamannastaða er byggjast á náttúru- og menningarauðlindum hefur vakið fólk til umhugsunar um gildi þess að vemda það umhverfí sem ferðamennskan byggist á. Jafn- framt leita ferðamenn í æ ríkari mæli eftir ákveðinni tegund af ferð- um sem bjóða nánari snertingu við lífið í landinu, náttúruupplifun og framandi menningarheima. Á grundvelli þessara sjónarmiða var ferðaskrifstofan Landnáma ehf. stofnuð en hún starfar undir for- merkjum grænnar, náttúruvænnar ferðamennsku. Aðstandendur henn- ar hafa kosið að nefna hana Land- námu, með tilvísun í elstu heimild um upprana íslendinga sem skráð er í Landnámabók. Landnáma er einkahlutafélag í eigu einstaklinga og fyrirtækja og stærsti einstaki hluthafinn eru Flugleiðir. Takmarkaður fjöldi Meðal þeirra þátta sem starfsemi ferðaskrifstofunnar grundvallast á er að byggja upp vistvænan rekstur innan skrifstofunnar, jafnframt því sem leitast er við að skipta ein- göngu við þjónustufyrirtæki sem til- einka sér umhverfisvænan rekstur. Ejöldi þátttakenda í hverri ferð er takmarkaður og ferðirnar eru skipulagðar meðal annars með það í huga að kveikja og dýpka áhuga og skilning ferðamannsins á ólíkum menningarheimum, náttúru og vís- indum. Landnáma mun fyrst um sinn Þaö er komin hefð fyrir því að Ferðahátíð Flugleiða sé haldin í Kringlunni. Ferðahátíð Flugleiða í Kringlunni: Búist við á annan tug þúsunda gesta Árleg Ferðahátíð Flugleiða verð- ur haldin í kringlunni sunnudaginn 9. febrúar. Jóhann Gísli Jóhannsson er verkefnisstjóri hátíðarinnar. „Ferðahátíðin stendur yfir á milli klukkan 13 og 17. Ferðahátíðin hef- ur verið haldin í áraraðir og þetta er held ég i 6. sinn sem hún er hald- in í Kringlunni. Hún hefur verið mjög vinsæl og oftast mæta á milli 10 og 15 þúsund manns. Fyrir tveim- ur árum vorum við mjög heppnir með veður en þá komu 17 þúsund manns,“ sagði Jóhann Gísli. Spennandi tilboð „Flugleiðabæklingur ársins verð- ur kynntur til sögunnar eins og alltaf á Ferðahátíð og þar verða mörg ný spennandi tilboð kynnt. í Kringlunni verður fjöldi erlendra ferðamannaráða sem kynna sína staði. Þau eru frá Danmörku, Ham- borg, Trier, Þýskalandi, Lúxem- borg, London og Stóra-Bretlandi, Glasgow, Halifax og Nova Scotia, Baltimore og Maryland, Frakklandi og Spáni. Þetta eru þeir staðir sem eru vinsælastir af áfangastöðum Flugleiða. Þama verða ýmis innlend fyrir- tæki tengd ferðaþjónustunni, trygg- ingcifélögin Visa, Eurocard og Trygging. Af ýmsum deildum Flug- leiða, sem verða kynntar, eru Saga Boutique, Vildarklúbburinn, innan- landsflugið og flugeldhúsið mun gefa fólki að smakka á sinni fram- leiðslu. í tilefni 60 ára afmælis áætlunar- flugs á íslandi verður kynnt saga Flugfélags Akureyrar (sem stofnað var 1937), Flugfélags íslands, Loft- leiða og síðar Flugleiða. Síðan verð- ur sýning í Suður-Kringlunni þar sem verða yfir 100 gamlar ljósmynd- ir og flögur myndbönd í gangi sem sýna söguna. Við munum selja happdrættis- miða á hátíðinni og allir ágóði af sölu þeirra rennur til styrktar íbúð- arkaupum Bamaheilla. Þar verða 10 millilandamiðar fyrir 2 í verðlaun og alls yfir 500 vinningar. Fjölmarg- ir erlendir aðilar verða einnig með getraunir og flugmiða í verðlaun. Það verður einnig mikið um skemmtiatriði, hljómsveit frá Hali- fax, Götuleikhúsið verður á svæð- inu, lúðrasveit og harmónikkuleik- ari til að skapa skemmtilega götu- stemningu. Ýmis fyrirtæki verða með tilboð á Ferðahátíðinni, Penn- inn með tilboð á ferðatöskum, Hans Petersen á myndavélum, Eymunds- son á ferðabókum og svo framvegis. Nýja kökuhúsið verður með danskt smorrebrod og franskar pönnukök- ur og þannig mætti lengi telja,“ sagði Jóhann. -ÍS Eyðilegging og hrun fágætra ferðamannastaöa, sem byggjast á náttúru- og menningarauðlindum, hefur vakið fólk til umhugsunar um gildi þess aö vernda það umhverfi sem feröamennskan byggist á. Mývatnssvæðið er nátt- úruperla sem umgangast verður með varúð. eingöngu bjóða skipu- lagðar ferðir með leiðsögn um ísland og á erlenda grund. Hins vegar er stefnt að meiri fjölbreytni í framboði í ná- inni framtíð. Skrifstofan hefur einnig aflað sér um- boðs til að selja ferðir með ferða- skrifstofum er- lendis sem sér- hæfa sig í göngu- og nátt- úruskoðunar- ferðum, ævin- týraferðum, menningar- ferðum og öðr- um þemaferðum. Til dæmis verða í boði þrjár mis- munandi ferðir um Reykjavík er gefa innsýn í sögu landnáms Ingólfs Arnarsonar, menningarsögu borg- arinnar, byggingarlist, sjávarútveg og vinnslu sjávarafurða og líf fólks- ins í borginni fyrr og nú. Einnig verða ferðir þar sem lögð verður áhersla á vistvænan landbúnað, kynningu á störfum bænda, ferðir með aðaláherslu á jarðfræði og sjáif- bæra nýtingu jarðhita. Hvalaskoðun og fuglaskoðun skipa stóran sess í ferðum Land- námu, ásamt því að lögð er áhersla á að kynna ferða- manninum land- ið sem mest úti í guðsgrænni nátt- úrunni í stað þess að sitja í rútu allan dag- inn. Costa Rica Costa Rica er fyrsti áfangastað- ur Landnámu er- lendis. Þangað verður boðið upp á ferð í lok febrú- ar og önnur ferð er á dagskrá um páskana. Costa Rica býr yfir óendanlegum fjöl- breytileik náttúr- unnar og varð eitt fyrsta ríki heims til að tileinka sér kenningar grænn- ar ferðamennsku. Um fjórðungur landsins fellur undir þjóðgarða og náttúruverndarsvæði. Þar kemst ferðamaðurinn í snertingu við hita- beltisfrumskóga, fjölbreytt dýra- og fuglalíf, virk eldfjöll, heitar jarðhita- uppsprettur og hreinar strendur. -ÍS -c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.