Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997
Fréttir
Hjón sluppu naumlega eftir að kviknaði I raímagnshitadýnu 1 rúmi þeirra:
Draumkona varaði okkur viö
hættu og bjargaði lífi okkar
- segir Sveinlaug Júlíusdóttir sem vaknaði rétt áður en eldurinn gaus upp
„Ég vaknaði allt í einu upp og
fann gríðarlegan hita í rúminu.
Ég hentist út úr rúminu og við
það vaknaði maðurinn minn.
Hann tók lakið af dýnunni og þá
gaus eldurinn upp. Það mátti ekki
tæpara standa og ef ég hefði ekki
vaknað þá hefðum við án efa
brunnið þama í rúminu," segir
Sveinlaug Júlíusdóttir en hún og
eiginmaður hennar, Hinrik Ás-
geirsson, voru hætt komin í svefn-
herbergi sínu að heimili þeirra í
Kópavogi aðfaranótt sl. þriðjudags
þegar kviknaði skyndilega í raf-
magnshitadýnu sem er í rúmi
þeirra hjóna.
þau hjónin höfðu snör handtök
og komu dýnunni fram í baðher-
bergið og undir sturtuna þar sem
þeim tókst að slökkva eldinn.
Dýnan er nokkurra ára gömul, að
sögn Hinriks, og þau hafa notað
hana í töluverðan tíma þar sem
Sveinlaug þjáist af slæmri gigt.
Hinrik segir að þau hjónin
hafi gætt þess að taka dýnuna
alltaf úr sambandi þegar hún er
ekki í notkun utan einu sinn að
það gleymdist en kom þá ekki
að sök. Hinrik bendir á að það
sé mikilvægt að fólk gæti þess
mjög að taka dýnumar úr sam-
bandi þegar þær era ekki í
notkun til þess að þær hitni
ekki um of.
Dreymdi hættuna
„Það merkilega er að mig
dreymdi hættuna og ég held að ég
hafi vaknað við það. Það kom
kona til mín í draumnum og
sagði að það væri hætta á ferð-
um. Ég er mjög næm og fmn oft á
Hjónin Hinrik Asgeirsson og Sveinlaug Júlíusdóttir með rafmagnshitadýnuna sem
kviknaði í aðfaranótt þriöjudags. Þau voru f fastasvefni en Sveinlaug segir að draum-
kona hafi birst henni og varað hana við hættunni. Þau rétt komust út úr rúminu áður
en eldur gaus upp úr dýnunni. DV-mynd ÞÖK
mér hluti áður en þeir gerast. Ég
tel að dratnnkonan hafi bjargað
lífi okkar þama,“ segir Svein-
laug.
„Við höfðum varla tíma til að
vera hrædd því þetta gerðist
svo snöggt en eftir á að hyggja
sér maður hversu litlu munaði
að illa færi. Ég vil benda fólki á
að fara varlega með þessa dýn-
ur og vona að þessi slæma
reynsla okkar þessa nótt verði
öðram víti til varnaðar," segir
Hinrik.
Rafmagnshitadýnan og lakið
eyðilögðust við eldinn og stórt
branagat er á þykkri dýnu sem
var þar undir. Hinrik segir að
mikill reykur hafi myndast í
svefhherberginu en engar reyk-
skemmdir sjáist.
-RR
Undirskriftasöfnun:
90% vilja
álverið
- segir einn aðstandenda
„Okkiu- hefur ofboðið málflutn-
ingur þeirra sem hafa verið að mót-
mæla álveri á Grundartanga. Und-
irtektir við málstað okkar sein vilj-
um fá álverið hafa verið gífúrlega
góðar,“ segir Jón Sigurðsson á
Akranesi, einn aöstandenda imdir-
skriftasöfnunar sem hófst í gær á
Akranesi og víðar í Borgarfjarðar-
héraði undir kjörorðinu - Álver, já
takk.
Undirskriftasöfnunin hófst í
versluninni Skagaveri á Akranesi,
en að sögn Jóns verða undirskrifta-
listar í flestum verslunum og bens-
ínstöðvum í héraðinu innan
skamms. Þá verður einnig safnað
undirskriftum í Borgamesi en söfti-
unin þar hefst í dag.
„Það era örfáir einstaklingar sem
aðhyllast sjónarmið á móti álverinu
sem sést best á því hversu fáir fóra
á fund ráðherra á dögunum af þessu
svæði. Yfirgnæfandi meirihluti, ég
fullyrði 90% fólks hér, mun segja -
Álver, já takk,“ sagði Jón Sigurðs-
son í samtali við DV. -SÁ
Opinber heimsókn íslensku forsetahjónanna til Noregs hefur vakið mikla athygli þar í landi. Hér eru Ólafur Ragnar
og frú Guðrún Katrín ásamt gestgjöfum á tónieikum Fílharmoníuhljómsveitar Ósióborgar í gær. DV-mynd GTK
Forsetaheimsókri
Kópavogur:
Halldór Ásgrímsson á ströngum fundum í Noregi:
Tvennt með
fíkniefni
Tónninn er að mildast
- formaður Norges Fiskerlag sáttfúsari en áður
Lögreglan í Kópavogi handtók í
nótt í bænum tvær manneskjur með
fikniefni. Við leit á þeim fannst eitt-
hvað af amfetamíni og hassi. Fólkið
var í fangageymslu í nótt en verður
yfirheyrt í dag. -sv
DV, Ósló:
„Tónninn í Norðmönnum er að
mildast en það þýðir þó ekki endi-
lega að samningar um Smuguna séu
á næsta leiti," sagði Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra eftir
langan fund með starfsbróður sín-
um, Björn Tore Godal, í gær.
Fundinum í gær lauk með að
ráðherramir urðu í mesta bróð-
emi sammála um að vera ósam-
mála og strandar enn á stærð hugs-
anlegs kvóta íslendinga í Barents-
hafi. Halldór ræddi í gærmorgun
við Oddmund Bye, formann Nor-
ges Fiskerlag, og fór að sögn Hall-
dórs vel á með þeim. Oddmund
stýrir heildarsamtökum norska
sjávarútvegsins.
Oddmund hefur verið eitraður
andstæðingur íslendinga í Smugu-
málinu og kallað þá þjófa og ræn-
ingja sem aldrei verði samið við.
„Hann hafði engin stóryrði í
frammi við mig. Við skýrðum báðir
okkar sjónarmið og það ber vissu-
lega mikið á milli en eins og ég segi
þá er tónninn mildari nú en áður,“
sagði Halldór.
Halldór og Godal voru spurðir
um hvort Noregskonungur og for-
seti íslands væra ekki komnir út
fyrir starfssvið sitt með ummælum
um Smugudeiluna. Hvoragum þótti
svo vera og töldu hvatningu þjóö-
höfðingjanna mikils virði.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
fyrir skömmu við norsku frétca-
stofuna NTB að Norðmenn skildu
ekki mikilvægi fiskveiða fyrir ís-
lendinga. Halldór neitaði aðspurð-
ur að taka undir þessi orð og sagð-
ist ekki hafa kynnt sér viðhorf
allra Norðmanna. Hann vissi hins
vegar um skoðum Godal utanrík-
isráðherra og gæti staðfest að
hann skildi mikilvægi fiskveið-
anna.
-GK
—
Þú getur svaraft þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Ji 1 Nal 2
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Á að hefja hvalveiðar á ný?
Stuttar fréttir
Ráðuneytið
vill skýringar
Éjármálaráðuneytið vill skýr-
ingar Eftirlitsstoftiunar EFTA á
því á hvern hátt útboð Hitaveitu
Reykjavíkur á vélum til Nesja-
vallavirkjunar bijóti gegn ákvæð-
um Evrópska efnahagssvæðisins.
Geðþóttainnheimta
Stimpilgjöld ríkisins á skulda-
bréf, hlutabréf og tryggingasamn-
inga brjóta í bága við stjómar-
skrá lýðveldisins, að mati fram-
kvæmdastjóra Verslunarráðs, og
era ólögleg. RÚV sagði frá.
Óvissa um járnblendið
Óvissa er um stækkun jám-
blendiverksmiðjunnar á Grand-
artanga þótt fimm dagar séu eftir
til aö tryggja næga raforku, verði
af stækkun. Norskir meðeigendur
vilja kosta stækkunina og eignast
hreinan meirihluta en íslenska
ríkið vill það ekki. Stöð 2 segir frá.
Meistarinn hættur
Þremur kjötverslunum Meist-
arans, sem opnaðar voru skömmu
fyrir jól, hefur verið lokað. For-
svarsmenn kenna einokunartil-
burðum Hagkaups og Bónuss um.
Stöð 2 sagði frá.
Skafrenningur í dag
Færð er þokkaleg á helstu vegum
um land aÚt. á Suðurlandi er tals-
verður snjór og færð getur þyngst
þegar líður á daginn því að spáð er
skafrenningi. Bylgjan sagði frá.
Segíst reyna
að lækka þá
Viðskiptaráðherra sagði við
Sjónvarpið í gærkvöldi að hann
ætlaði að reyna aö lækka laun
bankastjóra ríkisbankanna en
fregnir af síhækkandi launum
þeirra hafa vakið mikla athygli.
Magnesíum minnkar
mengun
Hugsanleg magnesíumverk-
smiðja á Suðumesjum, sem þjóna
mun bílaiðnaðinum, mun stuðla að
því að mjög dragi úr mengun gróð-
urhúsalofttegunda þar sem bílar
verði léttari og brenni minna elds-
neyti. Sjónvarpiö sagði frá.
Raufarhöfn mótmælir
Sveitarsfjóm Raufarhafiiar mót-
mælir áformum um arðgreiðslur
Landsvirkjunar til Reykjavíkur og
Akureyrar og segir þær skattlagn-
ingu á notendur. -SÁ