Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 28
;<q 36 FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1997 m&o nn Blóðið á hreyfingu „Ef þessar yfirlýsingar kveikja ekki upp í fólki og koma blóðinu á hreyfingu þá er bara hætt að renna blóðið í æðum þessarar þjóðar.“ Ögmundur Jónasson, form. BSRB, um viðbrögð VSÍ við hækkunum til seölabanka- stjóra, i DV. Tímaskekkja „Ég man ekki eftir því að hækkanir til þeirra hærri hafi ekki verið taldar tímaskekkja." Steingrímur Hermannsson seðla- bankastjóri, í Degi-Timanum. Dragbíturinn „Það er ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem er helsti dragbít- ur á skynsamlega kjarasamn- inga sem ættu að tryggja vax- andi kaupmátt launþega." Jón Baldvin Hannibalsson al- þingismaður, í Alþýðublaðinu. Ummæli Bíða þess að við misstígum okkur „Þau bíða þess að við misstíg- um okkur. Þegar það gerist er grátkórinn settur í gang.“ Ásbjörn Björgvinsson um við- brögð umhverfissamtaka ef við byrjum aftur hvalveiðar, í DV. Ekkert annað en öfund „Menn blása okkur upp bara af eintómri öfund og engu öðru. Við erum orðnir hundsvekktir á allri þessari umræðu í kringum okkur." Þorsteinn Þorvaldsson, for- maður Leifturs á Ólafsfirði, í Degi- Tímanum. Óhemjumikið er framleitt af bjór og hann er einhver vinsælasti drykkur í heimi. Bjór- og áfengis- framleiðsla Áfengi í ýmsu formi hefur fylgt manninum í gegnum ald- imar. Elsta ölgerð veraldar er Weihenstephan-ölgerðin í Freis- ing, nærri Miinchen, og var hún stofnuð árið 1040. Stærsta starf- andi ölgerð veraldar er Anheuser-Busch, Inc., sem er með höfuðstöðvar í St. Louis í Bandaríkjunum. Fyrirtækið á tólf bmgghús víðs vegar um Bandaríkin og selur yfir 10.000 milljón lítra af öli á ári. Ölgerð- in i St. Louis þekur rúmlega 40 hektara svæði. Þar er þó ekki stærsta bmgghús í heimi heldur er það í eigu Adolph Coors Co. í Golden í Colorado. Blessuð veröldin Stærsti áfengis- framleiðandinn Stærsti áfengisframleiðandi heims er Seagram Company Ltd. í Kanada. Sala þess nemur um 6 milljörðum dollara á ári. Hjá fyr- irtækinu starfa um 13.000 manns. Stærsta verksmiðjan þar sem skoskt viskí er framleitt er Shieldhall-verksmiðjan i Glas- gow. Þar er hægt að tappa skosku viskíi á 144 milljón flösk- ur á ári. Söluhæsta gintegundin í heiminum er Gordonsgin. Slydda eða rigning Um 350 km suður af Reykjanesi er nokkuð kröpp 970 mb lægð sem þokast í bili norðvestur. Norðaustur af Jan Mayen er 1015 mb hæð. Veðrið í dag í dag verður austan- og suðaust- ankaldi eða stinningskaldi. Slydda við austurströndina og slydda eða rigning við suður- og suðaustur- ströndina, en annars víðast þurrt, þó víða skafrenningur suðvestan- og vestanlands. Heldur hlýnandi. Á höfuðborgarsvæðinu er austan- kaldi og skýjað, dálítill skafrenning- ur og slydduél í kvöld og nótt. Hiti 1 til 2 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.56 Sólarupprás á morgun: 09.26 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.12 Árdegisflóð á morgun: 11.42 Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö -6 Akurnes slydda 1 Bergstaðir heiöskirt -7 Bolungarvík Egilsstaóir snjók. á síð.kls. 1 Keflavíkurflugv. skafrenningur -0 Kirkjubkl. skýjaö 1 Raufarhöfn slydduél 1 Reykjavík skýjaö 1 Stórhöföi slydduél 2 Helsinki snjókoma -5 Kaupmannah. rign. á síö.kls. 6 Ósló skýjaö -5 Stokkhólmur Þórshöfn alskýjaö 5 Amsterdam léttskýjaö 7 Barcelona heiöskirt 11 Chicago léttskýjaó -8 Frankfurt skúr á síö.kls. 9 Glasgow skúr á síö.kls. 5 Hamborg rigning 9 London skúr á síö.kls. 6 Lúxemborg skúr 7 Malaga heiöskírt 13 Mallorca skýjaö 10 Miami París 8 Róm þokumóöa 12 New York hálfskýjaö 1 Orlando skýjaö 16 Nuuk alskýjað -11 Vín skýjaó 8 Winnipeg snjókoma -17 Einar Karl Hjartarson hástökkvari: Það hefur aldrei verið nein alvara í þessu fyrr en í vetur DV, Akuieyri: „Ég byrjaöi að keppa í hástökki þegar ég var níu ára, en ég hef aldrei æft hástökk af neinni al- vöru fyrr en nú í vetur eftir að ég fór í Menntaskólann á Akureyri og Jón Sævar Þórðarson fór að þjálfa mig,“ segir Einar Karl Hjartarson, 16 ára Húnvetningur, sem setti glæsilegt íslandsmet drengja og unglinga í Laugardals- höll um síðustu helgi. Hann stökk 2,11 metra sem er glæsilegur ár- angur og fróðir menn fullyrða að fram á sjónarsviðiö sé komið mesta hástökkvaraefni hér á landi frá upphafí. Maður dagsins Einar Karl fæddist á Húsavík og bjó fyrstu árin að Stórutjömum í S- Þingeyjarsýslu en þá fluttu for- eldrar hans að Húnavöllum í A- Húnavatnssýslu þar sem þeir bjuggu þar til i haust. Þá flutti Einar Karl sig reyndar til Akur- eyrar þar sem hann stundar nám í menntaskólanum og æfir hástökk Einar Karl Hjartarson. DV-mynd gk í fyrsta skipti af alvöru undir handleiöslu þjálfara. „Ég hef oft keppt á héraðsmót- um og minni mótum heima, en það hefur aldrei verið nein alvara í þessu fyrr en í vetur. Pabbi sagði mér reyndar dálitið til en hann er íþróttakennari og var hástökkvari og á best 1,86 metra með grúfustílnum. Ég átti best 1,82 metra í upphafi síðasta vetrar en náði þá aö bæta árangur pabba og hef bætt mig um 29 cm síðan.“ Árangur Einars Karls skipar honum án efa á bekk með bestu jafhöldrum hans í Evrópu og jafn- vel þótt víðar væri leitað. En telur hann að hann geti bætt sig veru- lega í framtíðinni? „Já, ég held það. Ég var t.d. vel yfir 2,13 þegar ég setti metið en rak kálfana í og felldi. Ég á eftir að læra heilmikið varöandi alla tækni og vonandi á ég talsvert inni,“ segir Einar Karl hógvær. Það vekur athygli að Einar Karl stekkur berfættur innanhúss, hvers vegna? „Ég er vanur þessu. Þegar ég átti heima á Húnavöllum fylgdist ég vel með þegar eitthvað var um að vera í íþróttahúsinu þar og var fljótur að drífa mig þangað ef eitt- hvað var að gerast. Svo var ég bara drifinn í að stökkva og var þá berfættur.“ Varðandi önnur áhugamál en hástökkið segir Einar Karl að íþróttir beri hæst. „Ég hef mikinn áhuga á körfubolta og hef verið að leika mér í blaki með KA. Annars hef ég bara áhuga á öllum íþrótt- um og að skemmta mér eins og aðrir unglingar. -gk Myndgátan Lausn á gátu nr. 1734: Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi. DV Jóhanna Sveinsdóttir. I bak- grunninum eru verk eftir hana. Haust- myndir Sýning Jóhönnu Sveinsdóttur í Gallerí Listakoti hefur verið framlengd til 1. mars. Á sýning- unni eru einþrykk og myndir unnar með blandaðri tækni. Myndirnar eru unnar síðastliöið haust og ber sýningin yfirskrift- ina Haustmyndir. Sýningar Undir pari Um þessar mundir sýnir í sýn- ingaraðstöðunni Undir pari þýska listakonan Aeanne Lang- horst. Um sýningu sína segir Aeanna: „Ljótleiki breytist í feg- urö, fegurð í ljótleika. Mér líka andstæður og mótsagnir hvemig sem þær birtast. Ég skoða þær og athuga hvemig ég get nýtt mér þær.“ Undir pari er opiö fimmtudaga til laugardaga kl. 20.00-23.00. Fjórir leikir í úrvals- deildinni í kvöld verða leiknir fjórir leikir í úrvalsdeildinni í körfu- bolta. í Grindavík leika heima- menn við ÍR, KR tekur á móti Skallagrími frá Borgarnesi, Breiðablik leikur í Kópavogin- um gegn Keflavík og Haukar íþróttir leika í Strandgötunni gegn Þór. Einn leikur er í 1. deild kvenna í körfunni, Keflvíkingar leika gegn Breiðabliki. Allir leikimir hefjast kl. 20.00. 4 NÆSTA SOLUSTAÐ EÐA ÍÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5752

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.