Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 32
6 X 18^24] 28X39X43^ Qö (22 X 25X321 Vínningstölur miðvikudaglnn 12.2.97 E s Vlnnlngar Fjöldl vlnnlnga Vinningsupphxð l.tafé , 2 21.195.000 2.Safé' íjoW 0 632.538 3.Saft 1 212.140 4. t aft ,139 2.420 S. 3oft' íw'%77 210 Heildarvlnningsupphxð >4 íslandl 43.713.228 1.323.228 Vinningstölur 12.2/97 18) (19) (25) KIN FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 Saksóknari í Arizona: Haneshjónin ákærð Saksóknari í Arizona hefur gefið út ákæru á hendur hjónunum Connie Jean og Donald Hanes sem yfirgáfu Bandaríkin með litlu telp- una Zenith án vitundar móður hennar. Bill Fitzgerald, talsmaður saksóknarans í Arizona, sagði í samtali við DV i gær að hjónin séu ákærð fyrir afskipti af forsjá - al- varlegt brot sem varði við fangelsis- refsingu, hins vegar sé einnig mögu- leiki á skilorðsdómi. Fitzgerald sagði að beðið sé eftir að hjónin komi til Bandaríkjanna og muni þá ákveðið ferli fara í gang. Hjónin búa enn i Kópavogi en ^hafa gert samkomulag við íslensk stjómvöld um að yfirgefa landið fyr- ir l. mars. -Ótt Skriðufall: Sá björgin velta niður hlíðina „Mér var litið út um eldhúsglugg- w»nn og sá þá björgin koma veltandi niður hlíðina. Okkur varð auðvitað bilt við en sem betur fer stöðvaðist skriðan áður en hún kom að hús- inu,“ segir Sigurjón Eyjólfsson, bóndi í Eystri-Pétursey, en mikið skriðufall varð úr fjaUinu Pétursey í Mýrdal í gær. Mannhæðarhá björg stöðvuðust aðeins um 100 metra frá bæ Sigur- jóns, sem stendur undir fjallinu. Engin meiðsl urðu á fólki eða fénaði í skriðunni og engar skemmdir urðu á túni. -RR Kreditkortafyrirtæki: Allir mögu- leikar kannaðir Olíufélögin, Bónus, Húsasmiðjan og Byko hafa samkvæmt heimildum DV átt í alvarlegum viðræðum um stofnun kreditkortafyrirtækis. Fyr- irtækjunum þykir fýsilegt að kanna hvort hægt verði með einhverjum hætti að lækka þann kostnað sem kortanotkuninni fylgir, hvort sem það verður gert með stofnun nýs fyrirtækis eða sameiginlegum þrýst- ingi á þau kortafyrirtæki sem fýrir eru á markaðnum. Sumum þykir »sem ekki sé pláss fyrir eitt kortafyr- irtæki enn á markaðnum. Verið er að skoöa alla möguleika þessa dag- ana en ekkert fæst staðfest um gang mála. -sv L O K I Endurskoðendur Kjalarneshrepps um það bil að ljúka gagnavinnu fyrir 4ra ára tímabil: Fyrrum sveitarstjóri grunaður um fjárdrátt - lét af störfum síðastliðið vor að eigin ósk eftir að óreiða hafði komið fram Endurskoðendur Kjalarnes- hrepps eru um þaö bil að ljúka umfangsmikilli vinnu í kjölfar þess að fyrrum sveitarstjóri, sem lét af störfum síðastliðið vor, er grunaður um fjárdrátt á tímabil- inu frá 1992-1996. Ekki liggur fyr- ir enn þá hve háar fjárhæðir er um að ræða en samkvæmt heim- ildum DV er á þessu stigi talið að um sé að ræða á aðra milljón króna á umræddu tímabili. Sveit- arstjórinn fyrrverandi hefur á síðustu dögum fallist á að endur- greiða þá fjárhæö - fjármuni sem öruggt og ágreiningslaust er talið að sveitarfélagið eigi inni hjá honrnn. Engu að síður mun rann- sókn endurskoðenda halda áfram. Endurskoðendur hafa rætt um að mjög mikil óreiða hafl komið fram, s.s. fyrirframgreidd laun og fleira. Ákvörðun hefur ekki verið tek- in í hreppsnefnd um hvort fyrr- um sveitarstjóri verði kærður. Það ætti þó að liggja fyrir á næst- unni þegar endurskoðendur hafa lokið sinni vinnu að fullu. Engu að síður hefur verið rætt um að greiði sveitarstjórinn fyrrverandi þá fjármuni að fullu sem honum ber samkvæmt rannsókn endur- skoðenda þá muni málinu ljúka án afskipta lögreglu. í árslok 1995 kom upp veruleg- ur ágreiningur innan hrepps- nefndar vegna óreiðu og mis- færslur af hálfu sveitarstjóra með fjármuni og eignir hreppsins. Sveitarstjórinn lét síðan af störf- um að eigin ósk á vormánuðum 1996 og tók þá nýr maður við í hans stað. Það var síðan eftir að sveitarstjórinn fyrrverandi lét af störfum að grunur vaknaði um hinn meinta fjárdrátt. í hreppsnefnd er litið á málið sem „alvarlegt“ en fram að þessu hefur grunur leikið á um að hin- ar meintu misfærslur eða fjár- dráttur hafi farið fram í samskipt- um við ýmsa viðskiptamenn hreppsins. -Ótt Þaö sitja tveir sjúkraþjálfarar á þingi um þessar mundir og mun þaö ekki hafa gerst áður. Þetta eru þær Siv Friöleifs- dóttir og Guörún Sigurjónsdóttir, varamaöur Bryndísar Hiöðversdóttur. Þærtóku sig til og nudduðu axlir Jóns Krist- jánssonar, formanns fjarlaganefndar. Axlir manna hafa bilaö undan minna oki en fjárlögum ríkisins sem Jón hefur veriö meö á bakinu í bráöum tvö ár. DV-mynd Pjetur Bankastjóralaun: Getur trufl- aö kjaravið- ræðurnar - segir Steingrímur „Þessi umræða um laun banka- stjóra ríkisbankanna mun eflaust trufla eitthvað kjarasamningavið- ræðumar sem standa yfir. Það eru sjálfsagt einhverjir sem vilja nota þetta á þeim vettvangi. Ég veit hins vegar ekki betur en aö þessar upp- lýsingar hafi legið fyrir á hverju ári,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, bankastjóri Seðlabankans, í samtali við DV í morgun. Hann segir að Fijáls verslun hafi birt laun bankastjóra eftir skatta- tölum. Það sé heldur ekki langt síð- an að ríkisendurskoðandi var lát- inn skoða þetta og það komið fram á Alþingi. „Það er því ekkert nýtt í þessu. Ef eitthvað er nýtt þá er það að bankaráð Seðlabankans ákvað eftir margra ára bið að hækka laun seðlabankastjóra þannig að þau nálguðust laun bankastjóra hinna ríkisbankanna," sagði Steingrím- ur. Hann var spurður hvort við- brögðin í þjóðfélaginu við þessum upplýsingum um bankastjóralaun kæmi honum á óvart. Svarið var stutt og laggott. „Nei.“ S.dór - sjá nánar á bls. 4 Veðrið á morgun: Frystir um mestallt land Á morgun frystir um mest- allt land og þá verður vindátt austlæg eða breytileg. Reiknað er með minni háttar éljum um landið sunnanvert en áfram verður úrkomulaust á Vest- fjörðum og Norðurlandi. Veöriö í dag er á bls. 36 Opel Vectra Caravan f fynta slnn á íslandl Bílheimar ehf. Scevarhöfba 2a Síml:S25 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.