Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Page 13
FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1997 13 dv_______________________________________Fréttir Hagfræðistofnun Háskólans orðin stærsta stofnun skólans: Nærri ótakmarkaðir möguleikar á stækkun - segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri hagfræðistofnunar Háskólans: Tryggvi Pór Herbertsson, forstjóri hagfræðistofnunar Háskólans. DV-mynd Brynjar Gauti Sú fúllyrðing Tryggva Þórs Her- bertssonar, forstjóra hagfræðistofh- unar Háskólans, að auka þurfi launa- muninn hér á landi, hefur vakið mikla athygli. Nánast allt þjóðfélagið hefur um langt skeið talað um að launamunurinn sé of mikill. Tryggvi Þór er í forsvari fyrir stofnun sem hefur vaxið ótrúlega mikið á skömm- um tíma og án þess að hátt færi. Stofnunin að stækka „Það er rétt að stofnunin hefur verið að breytast og stækka á síð- ustu árum. Vöxtur stofnunarinnar liggur í auknum verkefnum fyrir opnar stofnanir og úttekt á hinu og þessu í þjóðfélaginu. Þá höfum við fengið mörg verkefni erlendis frá og fara þau vaxandi. Hjá hagfræðistofn- un vinna 15 sérfræðingar að rann- sóknarverkefnum, auk þess sem menn frá hagfræðiskor Háskólans koma að þeim líka,“ segir Tryggvi Þór í samtali við DV. Hann segir að starfið hafl verið að breytast nokkuð hjá stofnuninni þar sem erlend verkefni séu sífellt að aukast. Þannig fékk stofnunin rúm- ar 2 milljónir í erlenda rannsókna- styrki árið 1994, rúmar 3 milljónir 1995, rúmar 10 milljónir í fyrra og þegar liggja fyrir um 17 miUjónir í ár. Heildarveltan hefur vaxið úr 10 milljónum króna 1994 í um 40 millj- ónir króna í ár. Stór verkefni „Við erum með stórt verkefni í gangi núna sem er könnun á fram- leiðni ríkja við Norður-Atlantshafið sem byggja á fiskveiðum. Við feng- um 10 milljóna króna styrk til þess í ár og aðrar 10 milljónir á næsta ári og erum komnir með 5 milljónir á árinu 1999. Annað stórverkefni er samnorrænt en það er að rannsaka orkumarkaöinn í hverju landi fyrir sig. Sömuleiðis er stórt verkefni sem við erum að fara í fyrir Evrópusam- bandið. Það er að kanna fiskveiði- stjórnun og við könnum íslenska þáttinn í því verkefni. Síðan eru nokkur áhugaverð verkefni sem er svona 99 prósent öruggt að við fáum þótt ekki sé búið að undirrita samn- inga. Þá munu erlendar tekjur stofn- unarinnar vaxa stórlega frá þessum tölum sem ég nefhdi áðan því senni- lega verður veltan hjá okkur þá um 50 milljónir króna og að stórum hluta erlendar tekjur. Varðandi inn- lendu verkefnin þá hefur þeim fækk- að nokkuð en þau hafa hins vegar stækkað mikið. Hér áður fyrr vorum við að gera innlend verkefhi sem kostuðu svona 500 þúsund krónur en í dag byrjum við ekki á verkefni fyrr en fiármögnun upp á 2 milljónir króna er tryggð. Þar með getum við tryggt vandaðri vinnubrögð," segir Tryggvi Þór. Nýtur virðingar erlendis Enda þótt hagfræðistofnunin sé háskólastofnun vinnur hún sjálf- stætt og hefur sjálfstæðan fjárhag. Hún aflar sinna tekna sjálf og greið- ir allan kostnað af starfseminni. Tryggvi var spurður hver væri ástæðan fyrir þessum mikla upp- gangi hjá stofnuninni: „Ég tel að við höfum verið dugleg- ir að fara í erlent samstarf. Þá höf- um við einnig unnið okkur nafn er- lendis og menn eru mjög fúsir til að fara í samstarf við okkur. Hagfræði- stofnunin er í dag orðin stærsta og umsvifamesta stofnun Háskólans. Fyrir fáum árum var hún mjög lítil stofnun en hefur vaxið hratt. Sem dæmi um þá virðingu sem stofnunin hefur unnið sér erlendis má nefna að ég hef fengið atvinnuumsókn frá bandarískum manni sem er að út- skrifast með doktorsgráðu í Amer- íku. Hann vill hefja sinn starfsferil hér við hagfræðistofnunina," segir Tryggvi Þór. Hann var spurður hvort hann sæi fyrir sér að stofnunin gæti vaxið enn frá þvi sem nú er: „Hún getur stækkað, það er bara spurningin hvað við viljum verða stórir. Það er hægt að láta hana vaxa næstum því endalaust. Allir þessir Evrópu- og norrænu rannsóknar- sjóðir gera það kleift. Þá erum við komnir í samband við amerískan rannsóknarsjóð sem allar likur eru á að við fáum verkefni frá. Ég tel hins vegar heppilegt að stofnunin verði ekki of stór. Ég tel að 15 sérfræðing- ar í fullu starfi og velta upp á 50 milljónir króna á ári sé æskileg stærð. Verði stofnunin stærri fer stjórnunarþátturinn að taka svo mikið til sín og yfirbyggingin verður svo mikil. Ég sé fyrir mér í framtíð- inni að íslensk stjórnvöld fari að móta sambærilegar stofnanir í aukn- um mæli. Það eru fjöldamörg atriði i islensku þjóðfélagi sem þarf að skoða og gera úttekt á. Bara svona sem dæmi má nefna öll þessi Evr- ópumál og tengingu okkar við EES- samninginn. Það vantar úttekt fyrir ísland á Evrópumyntinni og Schengen-samkomulaginu. Hver er kostnaðurinn af því og hver er ábat- inn? Svona mætti ýmislegt nefna,“ segir Tryggvi Þór. Kynslóðareikningar Hann segir að nú standi til að fara í skoðun og úttekt á langtíma- verkefni fyrir ísland. „Þar má nefna hagvöxtinn og að koma upp kynslóðareikningum. Varðandi kynslóðareikninga sjáum við hvernig skattbyrðin leggst á kyn- slóðir. Þegar við tölum um kynslóð- ir er miðað við fimm ára bil. Þá get- um við skoðað vel samhengið milli þess að fá úr ríkissjóði og að greiða skatta í ríkissjóð. Við sjáum hver verður nettó-mismunurinn. Þá er hægt að taka upp hagstjórnarstefnur til þess að jafna hlut kynslóðanna. Við tókum þetta upp sjálfir en ég veit að fjármálaráðuneytið hefur mikinn áhuga á þessu verkefni, án þess ég viti hvort það ætlar að koma að því,“ segir Tryggvi Þór. Hann segir að ástæðan fyrir því hve hljótt hefur verið um þessi mál sé sú að þeir hafi ákveðið að vera ekki í sviðsljósinu. Stofnunin hafi lent í leiðindaumræðu fyrir tveimur árum um landbúnaðarmál og matar- verð á íslandi og rekstur bankastofn- ana. „Okkur þótti umfjöllunin um þessi mál ómakleg í okkar garð. Og í því sambandi vil ég benda á að OECD gerði úttekt á íslenska banka- kerfinu og þar varð niðurstaðan ná- kvæmlega sú sama og hjá okkur tveimur árum fyrr. Það er hlustað á OECD en ekki okkur. Og með matar- verðið gerði tölfræðideildin hjá ESB og Þjóðhagsstofnun úttekt á því og niðurstaðan varð mjög svipuð og hjá okkur. Það er erfitt fyrir stofnun eins og okkar að standa í deilum um svona mál. Við getum ekki skellt fram órökstuddum fullyrðingum eins og pólitíkusar geta og gera í fjöl- miðlum bara til að slá ryki í augu al- mennings," segir Tryggvi Þór Her- bertsson -S.dór Hyundai Sonata 2000 ‘94, 5 g., 4 d., grár, ek. 34 þús.km. Verö 1.290.000 Renault Clio RT 1400 ‘93, ssk., 5 d., grár, ek. 25 þús.km. Verö 880.000. Konubíl Saab 9000 CS ‘92, 5 g., 4 d„ gullsans. ek. 115 þús. km. Verö 1.380.000 Toyota Corolla 1800 ‘94, 5 g„ 4 d„ dökkgr. ek. 29 þús. km.Rafm. í öllu, líknarbelg. álf. Verö 1.250.000 Subaru Legacy 2200 ‘92, 5 g„ 5 d„ hvítur, ek. 104 þús.km. Rafdr. rúöur, crusecontrol. Verö 1.260.000 Ford Taurus 3000 ‘93, ssk., 5 d„ silf- urgr. ek. 59 þús. km. Verö 1.650.000 Góður staögr. afsláttur Grand Chevrolet Orvis ‘95, ssk„ 5 d„ dökkgr. ek. 43 þús. km. Verö 3.790.000 m/öllu. Gullfall. bíll Opel Astra station 1400 ‘95, 5 g„ 5 d„ vínr. ek. 68 þús. km. Verö 1.130.000 Góöur staögrafsl. MMC Galant 2000 ‘91, ssk„ 4 d„ vínr. ek. 106 þús. km. Verö 970.000 MMC Pajero langur '88, 5 g„ 5 d„ dökkgr. ek. 156 þús. km. Verö 880.000. Skoda Favorit LX ‘95, 5 g„ 5 d„ blár, ek. 9 þús. km. Verö 530.000 MMC Lancer GLX 1600 ‘90, ssk„ 4 d„ grár, ek. 125 þús. km. BÍLASALAN Braut hf. Borgartúni 26 S. 561-7510 og 561-7511 Fax 561-7513 Hafði alltaf trú á laginu - segir Björgvin Halldórsson eftir sigur í Dublin DV, Suðurnesjum: „Það var mjög gaman að taka þátt i þessari keppni. Ég hafði alltaf trú á laginu og þess vegna söng ég það í Dublin. Það sannaði sig heldur betur þar og ég er feginn að það náði þessum áfanga á erlendri grund,“ sagði Björgvin Halldórs- son söngvari við heim- komuna frá írlandi 10. febrúar. Björgvin bar sigur úr býtum í söngvakeppninni Cavan Intemational sem haldin var á stóra sveita- setri i útjaðri Dublin á Björgvin með sigurlaunin í Leifsstöð við heimkomuna á laugardagskvöld, 8. febrú- mánudag. DV-mynd ÆMK ar. Hann söng lagið If It’s Gonna End in Heartache þar en fyrir tveimur árum söng hann það einnig í Evrópu- söngvakeppninni. Sigur- laun Björgvins voru stór- glæsileg kristalsskál frá Cavan. Söngvarar frá tíu lönd- um tóku þátt í keppninni með 16 lög og sagði Björg- vin að fimm þeirra hefðu verið mjög góð. Dóm- nefndina skipuðu menn frá fimm löndum, Þýska- landi, Egyptalandi, Frakklandi, Englandi og írlandi. -ÆMK HERRAR munið valentínusardaginn, 14. februar. Þú færð undirfötin hennar hjá okkur. V.n oiz Þú Laugavegi 66 sími 551 2211 [ ÍIIII

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.