Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 Fréttir Launahækkanir bankastjóra, ráöherra, alþingismanna og embættismanna: Dæmi um allt að 52 prósenta launahækkun Það er ekki að furða þótt fólk hafi hrokkið við þegar svar við fyrirspum Jóhönnu Sigurðardóttur um laun bankastjóra ríkisbankanna voru birt á þriðjudag. Þetta hefði þó ekki átt að koma þeim á óvart sem fylgdust með og muna þær hækkanir sem forseti ís- lands, ráðherrar, alþingismenn, for- seti Hæstaréttar, biskup og ýmsir fleiri embættismenn fengu í septem- ber 1995. Enda þótt laun bankastjóra hafi hækkað langmest hækkuðu ýms- ir mjög ríflega í september 1995. Á þvl samningstímaili aðila vinnu- markaðarins, sem rann út um síðustu áramót, sem var 22 mánuðir, hækk- uðu laun verkafólks um rúmar 22 þús- und krónur eða um rúmar 1.000 krón- ur á mánuði. Laun bankastjóra Seðlabankans hækkuðu um 52 prósent síðustu 6 árin eða um 165 þúsund á mánuði og eru nú 481 þúsund krónur á mánuði. Hér er um meðailaun að ræða. Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað um 27 prósent á síðustu 6 árum eða um 110 þúsund krónur á mánuði og eru nú að meðaltali 518 þúsund krónur á mánuði. Aðalbanka- sljórar hafa hærri laun. Laun bankastjóra Búnaðarbankans hækkuðu um 34 prósent síðustu 6 árin eða um 137 þúsund krónur á mánuði og eru nú að meðaltali 536 þúsund krónur á mánuði. Þá er ekki talinn með bíll, bíla- styrkur, dagpeningar á ferðalögum og risnukostnaður bankastjóra allra bankanna. Auk þessa hafa bankastjórar allt að 250 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í stjómum fyrir bankana. Fyrir rúmum tveimur árum, eða í september 1995, hækkaði Kjaradómur laun eftirtalinna aðila. Laun forseta íslands hækkuðu um 66 þúsund krónur á mánuði eða úr 336 þúsundum í 400 þúsund krónur á mánuði. Laun forsætisráðherra í september 1995 voru 323 þúsund krónur. Hann fékk 62 þúsunda króna hækkun og er því með 385 þúsund krónur á mánuði. Aðrir ráðherrar höfðu á þessum sama tíma 300 þúsund krónur i mán- aðarlaun. Þeir hækkuðu mn 55 þús- und krónur og eru því með 350 þús- und krónur á mánuði. Forseti Hæstaréttar hafði 278.064 70.000 kr. | >6.000 krónur í mánaðarlaun. Hann fékk 26.416 króna hækkun og því era mán- aðarlaun hans nú 304.480 krónur. 60.000 Aðrir hæstaréttardómarar höfðu 252.786 krónur á mánuði. Þeir fengu 24.014 króna hækkun og eru því með 276.800 krónur á mánuði. Umboðsmaður Alþingis hafði 213.596 krónur í mánaðarlaun. Hann fékk 63.204 króna hækkun og er því með 276.800 krónur í mánaðarlaun. Ríkissaksóknari hafði 250.800 krón- ur á mánuði. Hann fékk 26.000 króna hækkun og er því með 276.800 krónur á mánuði. Ríkissáttasemjari var og er með sömu laun. Ríkisendurskoðandi hafði 224.426 þúsund krónur í laun á mánuði. Hann fékk 21.324 króna hækkun og er því Launamunur í landinu - mánaðarhækkun launa hjá ýmsum stéttum frá 1995 - 50.000 — 40.000 *o 3 C E 30.000 63.204 55.000 26.416 24.014 3 C 'S 20.000 10.000 26.000 28-104 21.324 3 1.000 g < 1 < c ■o E s 'S c o. £ cc ‘•fTrai Hækkun bankastjóralauna 180.000 kr. - síöustu sex árin - 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 með 245.750 krónur á mánuði. Biskup íslands hafði 213.596 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hann fékk 28.104 króna hækkun og er því með 241.700 króna mánaðarlaun. Dómstjórinn í Reykjavík var með og er með sömu laun og biskupinn. Aðrir dómstjórar höfðu 199.158 krónur í laun á mánuði. Þeir fengu 19.342 króna hækkun og eru því með 218.500 krónur í mánaðarlaun. Umboðsmaður bama og héraðs- dómarar höfðu 192.511 krónur á mán- uði. Fengu 18.389 króna hækkun og eru því með 210.900 krónur á mánuði. Alþingismenn höfðu 177.993 krónur á mánuði, fengu 17.007 króna hækkun og eru því með 195.000 krónur í þing- fararkaup. Þar að auki fengu þeir 40 þúsund króna sérstaka kostnaðar- greiðslu á mánuði auk hinnar al- mennu kostnaðargreiðslu sem þing- menn fá. -S.dór Fjórir með fíkniefni Fikniefhadeild lögreglunnar í Reykjavík réðst ásamt almennu lögregluliði til inngöngu i ibúð i Breiðholti á mánudagskvöld vegna sterks gruns um að þar væri flkniefni að fmna. Grunur lögreglunnar reyndist réttur því í íbúðinni fundust 20 grömm af amfetamíni og nokk- ur grömm af hassi. Fjórir ungir menn voru handteknir á staðn- um og sitja þeir í fangageymsl- um lögreglunnar. Þeir hafa allir komið áður við sögu lögreglu vegna flkniefnamála. -RR Dagfari Bankaleynd aflétt Það er engin bankaleynd yfir launum bankastjóra ríkisban- kanna. Ekki lengur að minnsta kosti eftir að Jóhanna Sigurðar- dóttir bað Finn Ingólfsson banka- málaráðherra að forvitnast um laun þeirra. Finnur gerði eins og Jóhanna bað og upplýsti á þingi að bankastjóramir hefðu þokkaleg laun. Það átti svo sem ekki að koma neinum á óvart. En það var eins og við manninn mælt, allt varð vitlaust vegna launanna og hækkana sem karlarnir hafa náð sér í undanfarin misseri. Það kom í ljós að bankastjórarn- ir hafa svona öðm hvom megin við hálfa milljón í laun á mánuði. Lægstir era seðlabankastjórarnir, þá landsbankastjórarnir og efst tróna þeir sem stýra Búnaðarbank- anum. Það munar þó ekki nema um 50 þúsund krónum að meðaltali á þeim lægstu og hæstu. Þess utan hafa bankastjórarnir nokkrar aukasporslur á mánuði og nemur sú þóknun frá 50 til 250 þúsundun- um króna á mánuði. Þetta er smotterí, eins og að sitja í stjóm- um fyrir hönd bankanna og fleira. Sumir hefðu nú haldið að í þeim störfum fælist meðal annars vinna bankastjóranna en svo mun ekki vera. Það sem kom raunar mest á óvart í þessu er að uppgefin laun bankastjóranna skuli ekki vera hærri en raun ber vitni. Ef rétt er munað hafa skattframtöl banka- stjóra sýnt að laun a.m.k. sumra þeirra væm nær milljón krónum á mánuði en hálfri. Þar hafa verið taldir upp nokkrir frægustu banka- stjórarnir. Nú kann að vera, af því að bankamálaráðherrann sýnir Jó- hönnu aðeins meðaltöl, að ein- hverjir hálfdrættingar dragi aðal- bankastjórana niður. Þvi sýni þingskýrslan aðeins þessa óveru. Jóhanna virðist eitthvað vantrúuð líka því hún ætlar að biðja um nýja skýrslu um viðbótartekjur banka- stjóranna. Þá kann að vera að hið rétta komi í ljós og bankastjórarn- ir standi undir nafni sem hátekju- menn. Hér hefur ekki verið tíundað að bankastjórar hafa ríflegan lífeyris- sjóð og fá auk þess fina jeppa til umráða og styrki til að aka þeim. Miðað er við að þeir keyri jeppana sína eitthvað nálægt 100 km á dag og má vel vera að svo sé. Sá akstur slagar að vísu hátt upp í það sem sumir atvinnubílstjórar aka á dag en það kann að vera að langt sé á milli staða þar sem hinir ýmsu stjórnarfundir era haldnir. Svo sanngirni sé í frásögninni, þegar talað er um að mánaðarlaun- in séu hálf miiljón en ekki heil, má ekki gleyma því að bankastjórar þurfa oft að skreppa til útlanda að erinda fyrir bankann sinn. Þegcir þeim dettur það í hug er bankinn svo elskulegur að greiða öll út- gjöld, ferðir, gistingu og fæði, en þess utan fá bankastjóramir fulla dagpeninga á ferðum sinum. Hver ætti svo sem að sjá ofsjónum yflr því? En sérkennilegt má það vera hjá Jóhönnu að biðja um þessar upp- lýsingar einmitt nú þegar kjaravið- ræður standa sem hæst og deilt er um hvort verkafólk eigi að fá 50 eða 70 þúsund krónur á mánuði. Það mátti hún vita að einhverjir fengju hnút I magann við talnalest- urinn. Era bankastjóramir ekki meira og minna allir gamlir félag- ar Jóhönnu af þingi eða ríkis- stjómum? Hvað er hún að abbast upp á þessa góðu drengi þótt þeir fái vel launuð störf þegar líður undir lok starfsævinnar? Seðlabankastjórar munu hafa fengið 130 þúsund króna hækkun á mánuði vegna þess að þeir voru langt á eftir öðram bankastjórum. Er nema sanngjamt að þeir fái eitt- hvað svipað og félagarnir í Lands- bankanum og Búnaðarbankanum? Þarf að gera mál úr svona lítil- ræði? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.