Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 11 Fréttir Sólarhringsváktir við hafhir leggjast niður nk. mánudag: Ekki hægt aö lofa fíkniefna- lausu íslandi nema róttækar breytingar verði í tollgæslu - segir Sveinbjörn Guðmundsson, yfirmaður hjá Tollstjóraembættinu „Það er deginum ljósara að það þarf róttækar breytingar á tollgæslu í landinu. Fyrr er ekki hægt að lofa fíkniefnalausu islandi 2002 eins og ráðamenn stefna að. Við höfum vissulega áhyggjur af ástandinu en við viljum gefa þessu möguleika. Það er verið að fara inn í nýja vinnutilhögun og það þarf auðvitað tima til að sjá hvemig þetta gengur upp,“ segir Sveinbjöm Guðmunds- son, aðaldeildarstjóri hjá Tollstjóra- embættinu í Reykjavík, vegna breyt- inga sem em þar i burðarliðum. Sólarhringsvaktir við hafnir í Reykjavík verða formlega lagðar niður nk. mánudag. Engir tollverðir verða þá á fastri vakt við hafnir en Sveinbjöm segir að í staðinn verði venjuleg dagvinna og mjög tak- markaðar bakvaktir. Sveinbjörn segir að það verði að koma í ljós hvemig nýja vinnutilhögunin muni reynast en það verði mjög erfitt að framfylgja henni almennilega við núverandi aðstæður. Sveinbjöm segir að mikilvægt sé að fá nýjan og tæknilegri tækjabún- að og auk þess þurfi að bæta við mun fleiri tollvörðum. Endurskipu- lagning á vinnutilhöguninni hefur tafist mjög, að sögn Sveinbjamar. Margir tollverðir hafa hætt störfum hjá embættinu undanfarin ár vegna niðurskurðar. Sveinbjöm segir að engir tollverðir hafi verið ráðnir í staðinn fyrir þá sem hættu. Verður mjög erfitt „Það þarf að mörgu að hyggja í eftirlitsþættinum og við erum að undirbúa hann. Það þarf að endur- nýja mikið af tækjabúnaðinum. Það verður að segjast eins og er að allur er þessi tækjabúnaður okkar orðinn gamall og sumt af honum á heima á fomminjasafni. Það sem við þurfum em nýjar tölvur, fjarskiptatæki og leitartæki til að gera okkur kleift að stunda almennilegt eftirlit. Það er ljóst að þetta verður mjög erfitt. Það em verkefni fram undan sem em stór í sniðum og krefjast aukins mannafla og búnaðar. Það verður auk þess að gera ráð fyrir ýmsum tímabundnum afTóllum, eins og veikindum og sumarfríum. Það nægir ekki að ráða tóma afleys- ingamenn því menn þurfa reynslu og þjálfun. Sveinbjörn Guðmundsson, aöaldeildarstjóri hjá Tolistjóraembættinu í Reykjavík, segir aö það þurfi róttækar breyt- ingar á toligæsiu tii aö hægt veröi aö fylgjast almennilega meö höfnum og koma í veg fyrir innflutning á fíkniefn- um og ööru. Sveinbjörn segir að fyrr sé ekki hægt aö lofa fíkniefnalausu Islandi áriö 2002 eins og margir ráðamenn stefna aö. DV-mynd BG Hægt að hækka kaup- taxtana umtalsvert - segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB DV, Akureyri: „Ég er sannfærður um að það er hægt að hækka kauptaxta verulega án þess að verðbólguhjólin fari af stað, ef sjálftökuliðið heldur sig á mottunni," sagði Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, á opnum fúndi um stöðu kjaramála sem haldinn var á Akureyri. Ögmundur lagði áherslu á að launataxtakerfið þyrfti allt að hækka umtalsvert. „Ætli menn geri sér grein fyrir því, t.d. þegar við erum að ræða kröfugerð Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, hverjir hæstu taxtar þar á bæ eru. Þeir eru í kringum 80 þúsund krónur? En vita menn hver meðaldagvinnulaun skrifstofukarla á Reykjavíkursvæð- inu eru? Þau eru 147 þúsund krón- ur. Síðan eru menn að segja að það sé ekki hægt að hækka taxtana um- talsvert, og ég er ekki að tala um taxtana í bönkunum sem eru út úr öllu korti.“ Ögmundur benti á að kaupmáttur taxtalauna sé nú nýlega orðinn sá sami og var við upphaf þjóðarsáttar 1990. „Það hafði þá gerst í verð- bólgubálinu árið áður að kaupmátt- urinn hrapaði um 15%. Við skulum ekki gleyma því hvaða stærðir við erum að tala um. Við erum að tala um fólk með laun sem eru svo lág að drjúgur hluti launafólks þarf að leita félagslegrar aðstoðar til að ná endum saman. Þetta er fyrsta deild Þórarins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra VSÍ,“ sagði Ögmund- ur. -gk Það er í raun svo lítið sem höfum getað gert undanfarin ár því það er svo mikið af gámum og vörum sem kemur hér inn. Það hefur ekki ver- ið hægt að skoða almennilega nema sáralítið að því magni vegna mann- eklu. Það er auðvitað mjög erfitt að ætla að stöðva fikniefnainnflutning og annað smygl inn I landið við þau skilyrði sem verið hafa. Það hefur mörgu verið lofað í gegnum tíðina til að styrkja toll- gæslu. Nú undanfarið hefur okkur verið lofað peningastyrkjum og ég vona svo sannarlega að það gangi eftir. Ég hef reyndar ástæðu til að ætla að þessi loforð verði uppfyllt og ég segi að það er svo sannarlega kominn tími til,“ segir Sveinbjöm. -RR Valentínusardagurinn SNYRTISTOFAN HELENA FAGRA Snyrtistofan HELENA FAGRA 3 ára IGildir tii 28.2 '97) ★ Vaxuppáhné kr. 1500 ★ Húðhreinsun kr. 1500 ★ Handsnyrting kr. 1500 Munið gjafabréfin - Nýtt kortatímabil Vinnumarkadur og jafnróttí * k Verður launamunur kynjanna leiðréttur í komandi kj ar as amningfum? Sjálfstæðar konur halda oplnn fund um mögulegar lelölr tll að útrýma launamun kynjanna á Lltlu-Brekku (á mótl Lækjarbrekku) í dag, fímmtudag kl. 20.30. Frummælendur verða: Friörik Sophusson fjármálarábherra Ari Skúlason framkvæmdastjórl ASÍ Rannvelg Slguröardóttlr HJördís Ásberg hagfræölngur BSRB •tarHmannattjðrl Bmskjpa hf. Fundarstjórl: Áslaug Magnúsdóttlr Sjálfstæöar konur SJálfstæðar konur kynrut aöritr áhcrslur i kvennapólltik cn veriö Itafa i k vcnnabarattu untianfarinna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.