Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 Utlönd Flugverkfall yfirvofandi í Bandaríkjunum Flugmenn bandaríska flugfé- lagsins American Airlines hafa hótaö að efna til verkfalls á mið- nætti í nótt náist ekki sam- komulag í vinnudeilu. Þar sem verkfall er yfirvofandi var 129 flugferðum aflýst í dag. Fljúga átti þó 14 ferðir til Englands. Heimferðum á morgun hefur einnig verið frestað vegna vinnudeilunnar. Daglega fljúga um 200 þúsund farþegar með flugfélaginu víða um heim. Flugmennimir krefjast 11,5 prósenta launahækkunar en flugfélagið hefur boðið þeim 6 prósenta launahækkun. Breskur her- maður skotinn til bana á N-írlandi Talið er aö liðsmaður IRA, írska lýðveldishersins, hafi skot- ið til bana breskan hermann sem var við varðstöö fýrir utan bæinn Bessbrook á N-írlandi í gær. Hermaðurinn var aö tala við konu í bíl þegar hann var skotinn. Konan særðist lítillega í skotárásinni. Enginn hafði lýst tilræðinu á hendur sér í gær en bæði bresk og írsk yfirvöld sökuðu IRA um skotárásina. Sérfræöingar telja að IRA sé að reyna að skapa öngþveiti í N- írlandi til þess að sú stjórn, sem sigrar í kosningunum í Bret- landi í maí, ákveði skjótt að kalla Sinn Fein, stjórnmála- væng IRA, að samningaborðinu. Reuter Einn hugmyndafræðinga Kim Jong-ils flúinn og er í Peking: Kínverjar beðnir að tryggja för til Seoul Yoo Chong-ha, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, hyggst fá Kínveija til að tryggja að Hwang Jang-yop, einn aðalhugmyndafræðingur norður- kóreska kommúnistaflokksins, sem flúinn er land, komist áfram til Suð- ur-Kóreu. Utanríkisráðherrann mun halda til Singapore síðar í dag til viðræðna við Quian Quichen, ut- anríkisráðherra Kína. Þar verður haldinn fundur embættismanna frá Suðaustur-Asíu og Evrópu í þeim tilgangi að leysa þann hnút sem myndaðist við flótta Hwangs. Að- stoðarmaður utanríkisráðherrans er farinn til Peking þar sem hann ræðir viö kínverska ráðamenn. Samkvæmt suður-kóreskum emb- ættismönnum er Hwang, 73 ára og einn helstu ráðgjafa Kim Jong-ils, leiðtoga Norður-Kóreu, í sendiráði Suður-Kóreu í Peking þar sem hann hefur leitað hælis sem pólitískur flóttamaður. Þangað kom hann í gær í leigubíl ásamt aðstoðarmanni sínum. Fjöldi kínverskra hermanna girti sendiráðsbygginguna af þegar frétt- ist af veru Hwangs þar. Suður- Kóreumenn eru vissir um að stjórn- völd í Norður-Kóreu muni biðja Kínverja, eina af fáum bandamönn- inn sínum, um að hindra fór Hwangs til Suður-Kóreu. Þá þykir sú fúllyrðing Norður-Kóreumanna að Suður- Kóreumenn hafl rænt Hwang benda til þess að þeir ætli ekki að láta hann sleppa átakalaust. Suður-Kóreumenn hafna fullyrðing- um um rán sem fáránlegum. Aðalfundur Landssamtökin Iþróttir fyrir alla halda aðalfund sinn í fundarsal íþróttasambands íslands, íþróttamiðstöðinni Laugardal, miðvikudaginn 12. mars næstkomandi klukkan 17.15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, _____________Reykjavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum:_____________________ Ásgarður 29, þingl. eig. Valgerður Ámadóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verslun- armanna og Samvinnulífeyrissjóðurinn, mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 10.00. Blesugróf 17. ehl. 50%, þingl. eig. Margrét Auðunsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavfloir og nágrennis, mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 10.00. Fróðengi 14,50% ehl. í 4 herb. íbúð, merkt 0202 m.m., þingl. eig. Anna Margrét Ólafs- dóttir, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 10.00.___________________________________________________________________________ Gnoðarvogur 34, íbúð á 1. hæð t.v., þingl. eig. Dýrleif Tryggvadóttir, gerðarbeiðendur Kreditkort hf., Lífeyrissjóður verslunarmanna og Sparisjóður vélstjóra, mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 10.00._________________________________________________________ Hraunbær 190, íbúð á 1. hæð vinstri, þingl. eig. Jónína Valgerður Reynisdóttir, gerðar- beiðendur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar og Lífeyrissjóður lækna, mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 10.00. Hraunteigur 8, hluti, þingl. eig. db. Emu Amardóttur, bt. Steinunnar Guðbjartsd. hdl., gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavflc, mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 13.30. Hvassaleiti 18, 4ra herb. íbúð á 1. hæð t.h. og bflskúr, þingl. eig. Guðmundur Sveins- son, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 10.00.___________________________________________________________________________ Hverafold 21,50% ehl. í íbúð 04-02, þingl. eig. Marinó Marinósson, gerðarbeiðandi Ör- lygur Kristmundsson, mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 10.00. Jörfabakki 30, 50% ehl. í 4ra herb. íbúð á 3. hæð t.h., þingl. eig. Ingólfur Karl Sigurðs- son, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan íReykjavík, mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 10.00. Mánagata 24, hluti í íbúð á 1. hæð, þingl. eig. Elías Rúnar Elíasson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 10.00.___________________________________________________________________________ Seljabraut 36, 50% ehl. 1. hæð til hægri + bflstæði nr. 7, þingl. eig. Pétur W. Kristjáns- tiægn son, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Isla daginn 17. febrúar 1997, kl. 10.00. ilands og þrotabú Steinar ehf., Kópavogi, mánu- Suðurhlíð 35, 43,2 fm íbúð á 1. hæð t.v. m.m., merkt 0103, íbúð D, þingl. eig. Hanna Jómnn Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 10.00. Aivarlegur flótti er brostinn I liö Kim Jong-ils, leiðtoga Norður-Kóreu. Embættismenn í Seoul segja Hwang vera 24. i valdaröðinni i Py- ongyang og eirrn ellefu hugmynda- fræðinga kommúnistaflokksins. Suður-kóreskur embættismaður sagði viðbrögð Norður-Kóreumanna ekki koma á óvart en þeir hefðu far- ið svipaðar leiðir áður. Kínverjar eiga ekki auðvelt upp- dráttar þar sem þeir þurfa að huga að pólitískum bandamanni sínum í norðri og sífellt öflugri viðsskipta- aðila í suðri. Suður-Kóreumenn fullyrtu að út- sendarar Norður-Kóreu í Peking hefðu reynt að þröngva sér inn í sendiráð þeirra þar en kínverskir hermenn hindrað þá. Her Suður- Kóreu er í viðbragðsstöðu en Norð- ur-Kóreumenn þykja til alls líklegir í stöðunni. Flótti Hwangs þykir benda til að brestur sé kominn í stjóm Kim Jong- ils en efnahagsástandið þar nyrðra er afar bágborið og skortur á nauðsynjum mikill. Er landið ein- angraö frá öörum ríkjum. Suður-Kórea og Norður-Kórea eru formlega i stríði en Kóreustríðinu á fyrri hluta sjötta áratugarins lauk með vopnahléi en ekki friðarsamn- ingum. Reuter SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Mótmælendur í Vlore í Albaníu hrópa slagorð gegn stjórnvöldum. Sfmamynd Reuter Fjárglæfrafyrirtækin í Albaníu: Italska mafían talin ábyrg Lögreglumaður var skotinn til bana í gær í hafnarborginni Vlore í Albaniu. Fjöldi borgarbúa hefur efnt til mótmæla að undanfornu í kjölfar þess að fjárglæfrafyrirtæki rændu stóran hluta landsmanna öllu sparifé sínu. í höfuðborginni Tirana kom óeirðalögregla í veg fyr- ir mótmæli. í Vlore hrópuðu þúsundir borg- arbúa að þeir hygðust eflia til mót- mæla aftur í dag. Mótmælendur fógnuðu leiðtogum stjómarandstöð- unnar sem komu til borgarinnar og tilkynntu að þeir væru að reyna að fá verkalýðsfélögin til að mynda þverpólitískt bandalag til að steypa stjóminni. ítalska lögreglan og sérfræöingar telja að mafían á Ítalíu geti tengst fjárglæfrafyrirtækjunum í Albaníu. „Við höfum upplýsingar undir höndum um að ítalskir glæpahring- ir tengist fjárglæfrunum í Albaníu," höfðu ítölsk dagblöð eftir Pier Luigi Vigna saksóknara. „Peningar mafí- unnar hafa farið inn í fjárglæfrafyr- irtækin," sagði saksóknarinn. Sér- fræðingar telja að allt að 140 millj- aröar islenskra króna hafí verið settir í fyrirtækin. Tilgangúrinn hafi verið að þvo illa fengið fé. Mafíósar frá Ítalíu em í tengslum viö undirheima Albaníu vegna sölu á vopnum og fikniefnum og ólöglegs innflutnings á albönskum innflytj- endum til ítaliu. Fullyrt er að Álb- anir séu að reyna að rækta kókaínp- löntur og að þeir séu framarlega í maríúanarækt. Ólöglegir innflytjendur frá Alban- íu fást við vændi, fikniefnasölu og barnaþrælkun á Ítalíu. Reuter Stuttar fréttir dv Lausn möguleg Bandarísk stjómvöld sögðu að viðræður milli skæruliða og stjórn- valda í Perú sýndu fram á að frið- samleg lausn gísladeilunnar væri möguleg. Bandaríkjamenn segja enga eftirgjöf gagnvart skærulið- unum þó mögulega. Lofar sjálfstæöi Fyrsti forseti Tsjetsjeníu eftir stríð, Aslan Maskhadov, hét að láta draum- inn um sjálf- stæði rætast er hann tók við embætti í gær. Skæruliðar í Tsjetsjeníu voru í friðsamlegu skapi í gær og kváð- ust ekki hafa í hyggju að beijast meir. Brot samkomulags Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Breta, segir að fyrirætlanir Kínverja um að setja upp bráða- birgðastjóm til að hafa stjóm á málum í Hong Kong eftir yfirtök- una í sumar brjóti alvarlega í bága við loforð Kínverja. Samkomulag Sambandsstjóm múslíma og Króata í Bosníu komst að sam- komulagi um lausn deilunnar í bænum Mostar. Fagna viðurkenningu Bandaríkjameim fognuðu því að serbneska þingið skyldi viður- kenna kosningasigra lýðræðis- sinna en varaði sósíalista við því að taka ráðin af bæjar- og sveitar- stjómum. Neita samvinnu Fjögur lykilvitni í rannsókn á meintri misnotkun kosningasjóða demókrata í Bandaríkjunum hafa neitað að láta skjöl af hendi til rannsóknaraðfla og verður gefin út stefna tU að þeir hlýöi. Banvæn gleöi Fjórir létu lífíð og yfír 300 manns slösuöust á kjötkveðjuhátíð á Haítí. í heimsókn Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, hóf fjögurra daga heimsókn tU Bandaríkjanna. Búist er við að hann og Clinton forseti geri áætl- un um hvaða skref skuli tekin í átt tU friðar í Miöausturlöndum. Fordæma morö Þing Argentínu fordæmdi morð- ið á blaðamanninum Jose Luis Cabezas en lögregla er komin á spor morðingjans. Hafnar ásökunum Hertogaynjan af York hafnar ásökunum þess efnis að hún saurgi heiður bresku konungsfjölskyld- unnar með því að þiggja fé fyrir að koma fram í auglýsingum. Hún segist aldrei munu skaða konung- dæmið. Drottningu rænt Skautadrottningin Tonya Harding tU- kynnti lögreglu að henni hefði verið rænt í gær og hún neydd tU að aka talsverða vegalengd. Henni hefði hins vegar tekist að flýja með því að aka bU sínum á tré. Mútumál í S-Kóreu Fyrrum ráðherra og tveir þing- menn í S-Kóreu liggja undir grun um að vera viðriðnir stórt mútu- mál. 500 saknaö Yfirvöld á Madagaskar sögðu í gær að 500 manns væri saknað og að 34 væru látnir eftir óveður. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.