Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 24
32 +' FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 Sviðsljós Dóttir Paulu með hrollvekj- andi bamahúfu Þeim brá í brún sem sáu húf- una á sex mánaða gamalli dóttur Paulu Yates er mæðgumar voru í búðarferð í London. Á húfunni var hauskúpa og þótti ýmsvun mynstrið ekki hæfa ungbami. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem dóttirin, Heavenly Hiraani Tiger Lily, ber undarleg höfuöföt. Flestir giska á að það sé smekkur móðurinnar sem ráöi þegar um klæðnað bamsins er að ræða. Fergie gætir þess að Andrés haldi í við sig Andrés prins og hertogi af Jórvík náði af sér 10 kílóum á tveimur vik- um. Slúðurblöðin fullyrða að það hafi verið fyrrverandi eiginkona hans, Fergie, sem hafi skipað Andr- ési að fara í strangan megmnarkúr. Hann á ekki að hafa fengið annað en sveskjur í morgunmat, hráar gulrætur í hádegismat og súpudisk í kvöldmat. Það urðu ekki nema 600 kaloríur samtals yfir daginn. Haldi prinsinn áfram verður hann orðinn tággrannur á 37. afmælisdaginn sinn 19. febrúar. Andrés verður þar með góð aug- lýsing fyrir hið nýja starf fyrrver- andi eiginkonunnar en hún er tals- maður alþjóðlegra samtaka, The Weight Watchers, sem berjast við aukakílóin. Samtökin greiða hertogaynjunni 1,5 milljónir dollara fyrir að koma fram fyrir þeirra hönd eða um 105 milijónir íslenskra króna. Og það er óhætt að nota Fergie sem kynn- ingaraðila því að hún hefúr sjálf náð frábærum árangri í baráttunni við aukakílóin. Hún er ekki nema 65 kíló en var, þegar hún tók sér tak, orðin 92 kiló. Bresku slúður- blöðin létu hana ekki friði og gerðu Fergie og Andrés hafa náfi af sér tugum kílóa samtals. sér að leik að birta myndir þar sem spikið sást sem best. En það eru ekki bara Andrés sem Fergie hefúr eftirlit með þessa dag- ana, ef marka má fféttir erlendis frá. Dætur þeirra, Beatrice og Eu- genie, fá heilsufæði. Sælgæti og kók er komið á bannlista. Eldabuskan, Denis Lewthwaite, er sögð hafa sagt upp starfi sínu. Hún er fimmta eldabuskan sem yfir- gefúr Fergie. Þeim þykir ekki nógu spennandi að gera lítið annað en að skera niður grænmeti í salat og rista brauð. Jafnvel þó að Andrés sakni þess stundum að fá ekki að borða ham- borgara, kæfu og ffanskar kartöflur er hann sagður ánægður með að hafa losnað við öll aukakílóin. En Bretar eru sagðir hafa áhyggjur yfir því hvað hann grennist mikið. Mað- ur, sem er jafnstór og prinsinn, þarf 2.500 kaloríur á dag og minnst 1.600 ef megrunin á að vera heilsusamleg, að því er þeir fullyrða. Því er spáð að hann komi til með að skófla í sig mat þegar Fergie sleppir af honum beislinu og þyngist og léttist til skiptis, nákvæmlega eins og eigin- konan fyrrverandi. Fyrirsætan Tyra Banks var kynnir er Espy-verðlaunin voru afhent í New York i vikunni. Verfilaunin eru veitt afreksmönnum í íþróttum. Sfmamynd Reuter Peter Andre á leið til # Hollywood Söngvarinn Peter Andre stendur nú í samningaviðræðum við kvik- myndafyrirtæki i Hollywood og er , að sögn búinn að fá tvö tilboö. Ann- að er hlutverk í hasarmynd með Tommy Cruise. Hin myndin er um pilt úr fátækrahverfi sem dreymir um að verða frægur. Peter er enn ekki búinn að ákveða sig hvort hlutverkið hann velur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.