Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 7 pv__________________________________________________________________________________Fréttir Ferðamálaráð bauð upp á átta ára gamalt hvalkjöt í veislu: Menn mjög ánægöir enda fínar steikur - segir matreiðslumeistari - gæti geymst í áratugi, segir Úlfar Eysteinsson „Ferðamálaráð borðaði hval- kjötið hjá okkur og var mjög ánægt enda voru þetta finar steik- ur. Við skárum 2 millímetra utan af kjötinu og það var sem nýtt,“ segir Guðmundur Guðmundsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu, sem í fyrrakvöld matreiddi kjöt af langreyði sem Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari á Þremur Frökkum útvegaði. Eins og fram kom í DV í gær vildi Magnús Oddsson ferðamála- stjóri ekki staðfesta að hvalkjöt hefði verið á borðum í veislu á vegum ferðamálaráðs; í samtali við DV sagðist hann ekki hafa „á nokkum hátt borðað hvalkjöt lengi“. Hér skal ekki fullyrt að Magnús hafi lagt sér langreyðina til munns en ljóst er að ferðamála- ráð, sem ekki vill láta veiða hvali samkvæmt ályktim frá því fyrr í vikunni, óskaði sérstaklega eftir slíku kjöti. Kjötið sem um ræðir er hluti af sendingu sem fór í gámum til meg- inlands Evrópu á leið til Japans. í Hamhorg spunnust miklar deilur um kjötið og hlekkjuðu grænfirið- ungar sig við gámana í því skyni að stöðva útflutning þess. I fram- haldinu var kjötið sent aftur til ís- lands þar sem Úlfar Eysteinsson samdi um kaup á einum þriggja gáma. Það vekur sérstaka athygli að Úlfar býr enn að kjötinu, sem er af langreyði, nú átta árum síð- ar. Úlfar sagði í samtali við DV að kjötið væri sem nýtt enda hefði það fengið slíka meðhöndlvm í upphafi geymslutímans. „Kjötið var íshúðað í tvígang og þannig varið með tvöföldu lagi. Síðan hefur þetta verið geymt í 27 til 30 stiga frosti. Kjötið er sem nýtt enda laust við alla hormóna og í því er ekkert penisillín. Þá er ekki hætta á kúariðu við neyslu þessa kjöts,“ segir Úlfar. Hann segist eiga nægar birgðir af kjöti næstu árin. „Þetta er besta kjötið á mark- aðnum og heldur algjörlega gæð- um sínum. Það má geyma kjöt með þessum hætti í áratugi ef ekk- ert óhapp kemur fyrir. Ég á birgð- ir af þessu sem nægja mér næstu tvö til þrjú árin,“ segir Úlfar. -rt Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari með hluta af hvalkjötinu sem hann hefur átt í tæp átta ár. Hann lagöi m.a. feröa- málaráði til kjöt í veisiu sem ráöiö hélt I fyrrakvöld. Forsetahjónin á öðrum degi Noregsheimsóknarinnar: Ólafur Ragnar renndi sér í Smuguna - í hádegisverðarræðu - fékk meðmæli sem skíðamaður DV, Ósló: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, fékk meðmæli stallara Nor- egskonungs eftir frækilega skíða- göngu frá Fomgardseli til Hólma- kolls ofan Óslóar í gær. Ólafur Ragnar notaði siðan tæki- færiö í veislu hjá norsku ríkis- stjóminni í gær til að skora á Thor- bjöm Jagland forsætisráðherra í kappgöngu. Var forsetinn þess albú- inn að mæta Norðmönnum á heima- velli þeirra í þjóðaríþróttinni. Ólafur setti sig ekki heldur úr færi að renna sér í Smuguna í ræðu sinni undir hádegisverðinum. Taldi hann við liggja að þessar tvær bræ&raþjóðir næðu samkomulagi um veiðamar þar norður frá. Norð- menn era raunar sammála þessu því síðar lýsti Bjöm Tore Godal ut- anríkisráðherra því yfir að það væri algert gjaldþrot í samskiptum þjóðanna ef þær næðu ekki saman í Smugumálinu. Skíðaferð Ólafs Ragnars í gær- morgun var utan dagskrár en í all- an gærdag hafa hann og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fylgt strangri dagskrá þar sem m.a. var tekið á móti íslendingum, búsettum i Ósló, og norska jarðfræðistofnunin, þjóð- minjasafnið og tónleikahöllin heim- sótt. Seint í gærkvöld var svo boð í ráðhúsinu hjá borgarstjóra Óslóar. Áður höfðu borgarstjóri og forseti borgarstjómar sýnt forsetahjónun- um ráðhúsið sem er mjög sérstæð bygging og mikiö skreytt, bæði ut- andyra og innan. í morgun var haldið til Björgvinj- ar þar sem fjölbreytt dagskrá bíður áður en haldið verður til Óslóar á ný og í kvöld er röðin komin að for- setahjónunum að bjóða til kvöld- verðar. Verður hann á Grand Hotel í glæsilegasta og sögufrægasta veit- ingasal borgarinnar. Þar tæmdi m.a. Henrik Ibsen, höfúöskáld Norð- manna, ölkrús daglega. Heimsókn forsetahjónanna til Noregs lýkur annað kvöld. -GK Ólafur Ragnar Grímsson, forseti fslands, og stallari Noregskonungs sjást hér á skíöagöngu fyrir ofan Ósló á öörum degi Noregsheimsóknar forsetans í gær. DV-mynd Guölaugur Tryggvl Enginn þorramatur í Kaupmannahöfn: Stemningin góð þótt hrútspungana vanti - segir formaöur íslendingafélagsins „Við höfum reynt allt sem við gátum en það er nú orðið ljóst að það verður enginn þorramatur á boðstólnum á þorrablótinu hjá okkur. Engu að siður verður stemningin góð þótt hrútspungana vanti,“ segir Haraldur Gunnlaugs- son, formaður íslendingafélagsins í Kaupmannahöfti. Danir hafa hert mjög reglur um innflutning á matvörum frá ís- landi en Haraldur segir að aðeins sé miðað við unnar matvömr og því verði hægt að bjóða upp á ís- lenskan mat, þótt ekki sé hann af þorrakyni. „Kokkamir munu sjá um að við fáum lambalæri aö hætti mömmu allra og fisk má ílytja inn. Síðan verður brennivínið á sínum stað og ég óttast ekki að stemningin verði ekki í lagi,“ segir Haraldur. Hann sagði að húsið tæki um 400 manns og reiknaöi með að troðið yrði út úr dyrum. Þorrblót íslendingafélagsins í Kaupmannahöfh verður haldið 15. febrúar næstkomandi og það verð- ur hljómsveitin Karma sem spilar fyrir dansi. Samkvæmt heimildum DV náði íslendingafélagið að smygla hangi- kjöti til landsins en öll von er úti hvað varðar þorramatinn. Pétur Kjartansson er einn þeirra íslendinga sem býr í Kaup- mannahöfh og ætlar aö mæta á þorrablót um helgina þrátt fyrir að þorramatinn vanti. „Þetta ástand lyktar af því að um sé að ræða hefndargerðir Dana vegna þess aö þefr fá ekki að flytja inn svínakjöt til íslands. Það er mjög einkennilegt að við skul- um ekki fá aö pjóta þorramatarins svo sem verið hefur frá því sögur hófust,“ segir Pétur Kjartansson. -sv/-rt Verkalýðsfélag Húsavíkur: Vill ráðstefnu um málefni Þingeyinga DV, Akureyri: Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur sent erindi til Atvinnuþróunarfé- lags Þingeyinga þar sem þess er óskað að haldin verði ráðsteftia um byggða- og atvinnumál í Þingeyjar- sýslum og þar verði leitað svara við þeirri spumingu hvort Þingeyingar séu tilbúnir til að standa saman og hver sé framtíðarsýn sveitarstjóm- armanna, þingmanna og hagsmuna- aðila í þessum málum. í erindi verkalýðsfélagsins segir að til umræðu sé að skera niður framlög til heilbrigðisþjónustu og skólamála á svæðinu. Stjórn Sjúkra- húss Þingeyinga berjist fyrir til- verurétti sinum, vegamál hafi verið töluvert í umræðunni og einstaka vegir standi t.d. ferðaþjónustu í N- Þingeyjarsýslu fyrir þrifum. Þetta og fleiri hagsmunamál íbúanna vill verkalýðsfélagiö að rætt verði um á ráðstefnunni. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.