Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 Afmæli_____________________ Sigurgeir ísaksson Sigurgeir ísaksson, bóndi og versl- unarstjóri í Ásbyrgi í Kelduhverfi, er sextugur í dag. Starfsferill Sigurgeir fæddist á Hóli í Keldu- hverfí en flutti sjö ára að Undirvegg í sömu sveit. Hann lauk búíræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1956. Er Sigurgeir kvæntist hófu þau hjónin fyrst búskap að Undirvegg. Þau fluttu síðan í Ásbyrgi 1961 og hafa rekið þar bú siðan. Þó hætti Sig- urgeir búskap fyrir ári. Sigurgeir var eftirlitsmaöur með eignum og tjaldstæðum Skógræktar ríkisins í Ásbyrgi þar til Náttúru- vemdarráð tók við rekstri tjaldstæð- isins 1975. Þá starfræktu þau hjónin bensínafgreiðslu og sölutum í Ás- byrgi á árunum 1966-74 er Kaupfélag Norður-Þingeyinga byggði útibú í Ás- byrgi. Sigurgeir var útibússtjóri kaupfélagsins þar 1974-90 en hefur síðan rekið sjálfur verslunina í Ás- byrgi ásamt syni sínum. Sigurgeir var um langt árabil for- maður Skógræktar Norður-Þingey- inga, sat lengi í sýslunefhd og á nú sem oftar sæti í hreppsnefnd Keldu- neshrepps. Hann hefur setið i stjóm Búnaðarfé- lags Keldhverfinga, í stjórn Ungmennafélagsins Leifs heppna, gegnir nú formennsku í Hesta- mannafélaginu Feyki og hefur setið í fjölda nefiida, m.a. á sviði ferðamála. Fjölskylda Sigurgeir kvæntist 26.10. 1958 Sveininnu Jónsdóttur, f. 7.5. 1937, húsfreyju. Hún er dóttir Jóns Árna- sonar, og k.h., Kristjönu Þorsteins- dóttur, bókakaupmanna á Melum á Kópaskeri, auk þess sem Jón er starfsmaður Kaupfélags Norður- Þingeyinga. Böm Sigurgeirs og Sveininnu era Jón Skúli Sigurgeirsson, f. 2.7. 1958, sjómaður á Húsavík, og á hann einn son með Elísabetu B. Bjömsdóttm- auk þess sem hún á son sem er upp- eldissonur Jóns Skúla; Ævar ísak Sigurgeirsson, f. 22.8. 1961, verslun- armaður í Reykjavík; Kristjana Sig- urgeirsdóttir, f. 4.9.1965, búsett á Ak- ureyri, gift Vésteini Aðalgeirssyni sjómanni og eiga þau tvo syni; Sævar Sigurgeirsson, f. 27.7.1969, verslunarmaður í Reykja- vik, i sambúð með Her- borgu Eðvaldsdóttur og eiga þau einn son. Hálfbróðir Sigurgeirs, sammæðra, er Sigvaldi Gunnarsson, f. 5.1. 1928, starfsmaður Fiskiðjusam- lags Húsavíkur. Alsystkini Sigurgeirs eru Haflgrímur ísaksson, f. 25.2. 1935, d. í ágúst 1935; Tryggvi ísaksson, f. 5.9. 1938, bóndi á Hóli í Keldu- hverfi; Sigurbjörg Isaksdóttir, f. 8.10. 1940, nuddari i Reykjavík; Kristrún ísaksdóttir, f. 3.9. 1946, deildarsér- fræðingur í menntamálaráðuneyt- inu. Foreldrar Sigurgeirs em ísak Sig- urgeirsson, f. 9.5.1910, fyrrv. bóndi á Hóli og Undirvegg en á Húsavík frá 1983, og k.h., Klara Tryggvadóttir, f. 7.2.1908, húsfreyja. Ætt ísak er sonur Sigurgeirs einhenta, b. á Hóli, bróður Sigurbjargar, ömmu Stefáns Jónssonar, alþm. og rithöf- undar. Önnur systir Sigurgeirs var Helga, amma Thors Vilhjálmssonar rithöfundar, foður Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar. Sig- urgeir var sonur ísaks, b. á Auð- bjargarstöðum í Kelduhverfi, Sig- urðssonar, b. í Brekkukoti, Guð- brandssonar, b. á Sultum, Pálssonar, bróður Þórarins, afa Ólafar, langömmu Guðmundar Benedikts- sonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra, og Bjama Benediktssonar forsætisráð- herra, fóður Bjöms menntamálaráð- herra. Systir Guðbrands var Ingunn, langamma Sveins, forfóður Hall- bjamarstaðaættarinnar, afa Krist- jáns Fjallaskálds. Klara er systir Helga, bókbindara á Vopnafirði, afa Heimis Sindrason- ar, tannlæknis og tónskálds. Klara er dóttir Tryggva, frá Hauksstöðum i Vopnafirði, Helgasonar, b. í Steindyr- um, Guðlaugssonar. Móðir Klöra var Kristrún Sig- valdadóttir, b. á Mánárseli á Tjör- nesi, Sigurðssonar, og Guðrúnar frá Mánárseli Pétursdóttur. Sigurgeir og Sveininna taka á móti gestum i félagsheimilinu Skúlagarði, laugardaginn 15.2. eftir kl. 18.00. Sigurgeir ísaksson. Aðalsteinn ísfjörð Sigurpálsson Aðalsteinn ísfjörð Sigurpálsson verktaki, Baughóli 19, Húsavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Aðalsteinn fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hann lærði múrverk, lauk sveinsprófi á Húsavík og öðlað- ist meistararéttindi 1978. Aðalsteinn stundaði múrverk til 1979, kenndi við Tónlistarskóla Húsavíkur 1979-83 en hefur síðan unnið við steypusögun, kjamabor- un og múrverk. Aðalsteinn hefur spilað í dans- hljómsveitum á Húsavík frá 1965, spilaði í Lúðrasveit Húsavíkur 1961-69, er stofnandi Harmoníkufélags Þingey- inga 1978 og formaður þess 1987-89. Þá hefur hann spilað á harmoníku við ýmis tækifæri um allt land. Fjölskylda Eiginkona Aðalsteins er Unnur Sigfúsdóttir, f. 22.3. 1948, aðstoðarmaður sjúkraþjálfara. Hún er dóttir Sigfúsar Þórs Bald- vinssonar, fyrrv. bónda á Sandhólum á Tjömesi, nú á Húsa- vík, og Kristbjargar Haraldsdóttur, Aðalsteinn ísfjörð Sigurpálsson. húsmóðm- í Reykjavík. Börn Aðalsteins og Unn ar: óskírt stúlkuham, 2.2. 1968, d. 5.2. 1968; Sig urpáll Þór Aðalsteins son, f. 8.11. 1970, híl stjóri, var í sambúð með Ernu Hauksdóttur og eiga þau eina dóttur, Brynju Dögg, f. 28.10 1993; Linda Rós Aðal steinsdóttir, f. 31.3. 1973, í sambúð með Magnúsi Georg Hrafnssyni og eiga þau eina dóttur, Tönju Mjöll, f. 26.2. 1995 andvana stúlkubam, f. 8.12. 1982; Ása Bima Aðalsteinsdóttir, f. 21.2. 1984. Systkini Aðalsteins era Ólafur V. Sigurpálsson, f. 24.3.1943, bllstjóri á Húsavík; Gylfi Þór Sigurpálsson, f. 18.8. 1951, verslunarmaður í Kópa- vogi; Ámi Amar Sigurpálsson, f. 28.2. 1955, bilasali í Reykjavík; Hólmfríður Ása Sigurpálsdóttir, f. 17.7. 1958, húsmóðir í Vestmanna- eyjmn; Símon Sigurpálsson, f. 4.1. 1961, verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Aðalsteins: Sigurpáll ísfjörð Aðalsteinsson, f. 6.4. 1922, múrarameistari og klæðskerameist- ari á Húsavík, nú í Kópavogi, og Anna Hulda Símonardóttir, f. 17.8. 1923, d. 10.8.1984, saumakona. Ilse W. Árnason Ilse Wallman Ámason, húsfreyja að Oddgeirshólum II, Hraungerðis- hreppi, er sjötiu og fimm ára í dag. Starfsferill Ilse fæddist í Travemunde í Þýskalandi og ólst þar upp. Hún stundaði þar bamaskólanám og tók sjúkraliðapróf 1941 og starfaði við þaö til 1946. Ilse kom til íslands 1949 og hóf þá störf að Oddgeirshólum. Eftir að hún gifti sig hefur hún verið hús- freyja á Oddgeirshólum II. Auk þess hefur hún unnið í sláturhúsi á Sel- fossi, við fiskvinnslu í Þorlákshöfn og á Stokkseyri og starfað við heimilshjálp. Ilse sat í stjóm Þýsk-is- lenska vinafélagsins í tuttugu ár. Fjölskylda Ilse giftist 26.11. 1949 Guðmundi Ámasyni, f. 27.8. 1916, bónda á Odd- geirshólum H. Hann er sonur Árna Árnasonar, bónda þar, og k.h., Elínar Briem húsfreyju. Börn Hse og Guðmmid- ar era Angilika Guðmundsdóttir, llse Wallman Árnason. húsmóðir í Reykjavik, gift Ásgeiri Gunnarssyni og eiga þau fjögur böm, Guðlaugu Elsu sem er gift Jóhannesi Kjartans- syni og eiga þau tvö börn, Fjólu Kristínu, Gunni Guðnýju og Hflyn Þór; Ámi Oddgeir Guð- mundsson, byggingar- meistari á Selfossi, kvæntur Guðrúnu Guð- mundsdóttur og eignuð- ust þau þrjú böm, Guð- mund sem fórst af slys- foram, Jóhann og Ámýju Hse; Magnús Guðmann, búfræðing- ur og bóndi að Oddgeirshólum H, kvæntur Margréti Einarsdóttur og eiga þau fjögur böm, Hörpu, Bryn- hildi, Elínu og Einar; Steinþór, bif- vélavirki og bóndi á Oddgeirshólum U, kvæntur Þuríði Einarsdóttur og eiga þau þrjú höm, Söndra, Áma Stein og Kristrúnu. Foreldrar Hse vora Otto Wallman, skipstjóri í Travemunde, og k.h., Elsa Waflman, f. Rúvóld, matreiðslumeistari. Ilse og Guðmundur verða að heiman á afmælisdaginn. og greiöslukortaafsláttur a\\t mil// him/nx og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000 DV Til hamingju með afmælið 13. febrúar 95 ára Sæbjörg K. Beck, Sunnugerði 7, Reyðarfirði. 75 ára Gunnar Guðmundsson, Lindarbrekku 1, Djúpavogi. Guðrún Jóhannesdóttir, Ljósheimum 2, Reykjavík. Helgi Eiríksson, Grænuhlíð 7, Reykjavík. 70 ára Agnar Guðnason, Byggðarenda 2, Reykjavík. Inga Guðbrandsdóttir, Lindargötu 61, Reykjavík. Jón S. HaUdórsson, Skarðshlíð 27A, Akureyri. Kristbjörg J. Björgólfsdóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. 60 ára Þórir Hans Ottósson, bifreiðastjóri, Ármúla 32, Reykjavík. Hann dvelur á Hótel íslandi á af- mælisdaginn. 50 ára Þórdis Richter, Grenibyggð 6, Mosfellsbæ. Bjami Jónsson, Stekkjarhvammi 54, Hafnarfirði. Einar Matthíasson, byggingarfræðingur, Unnarstíg 2, Reykjavík. Guðrún Ástdís Ólafsdóttir, Freyjugötu 1, Reykjavík. 40 ára Guðrún Ólafsdóttir, Ásbrún Vin, Andakílshreppi. Þóra Gylfadóttir, Grenimel 49, Reykjavik. Kristinn Már Þorsteinsson, Huldubraut 34, Kópavogi. Jón Þór Högnason, Kambaseli 31, Reykjavík. Kristin Högnadóttir, Veghúsum 21, Reykjavík. PáU Heimir Einarsson, Laugamesvegi 42, Reykjavík. Baldvina Sigrún Sverrisdótt- ir, Stuðlabergi 78, Hafnarfirði. Rafh Gislason, húsasmiður, Meistaravöllum 5, Reykjavík. Þorsteinn Pétursson, Lindasmára 30, Kópavogi. Kristbjörg Traustadóttir, Tjamargötu 16, Reykjavík. Hjálmar Kristinsson, Hólsgötu 6, Neskaupstað. Þóra Björg Jónsdóttir, Hólavegi 17, Siglufirði. Jóhannes Þormar, Víðihvammi 1, Hafnarfirði. Dagný Ósk Guðmundsdóttir, GrænuhUð, Torfalækjarhreppi. Anna Jónína Sigurbergsdótt- ir, Móabarði 14, Hafnarfirði. Sigriður Kristin Bjamadóttir, Grænumýri 9, Akureyri. Atli Rúnar Aðalsteinsson, Bleiksárhlíð 22, Eskifirði. Jón Þorvaldur Bjamason, Ljósalandi 24, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.