Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Side 10
10 lenning FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1997 Yæntingar og veruleiki Katrín Hall hafði verið einn af aðaldönsurum Tanz-Forum í Köln í átta ár og var að dansa aðal- hlutverk í ballettinum Get up Early eftir dans- stjórann Jochen Ulrich, sem var frumsýndur í Vínarborg í fyrra, þegar hún frétti að hún hefði fengið stöðu listdansstjóra íslenska dansflokks- ins. Hún tók við starfinu en slapp þó ekki svo auðveldlega frá hlutverki sínu í Get up Early því Jochen samdi það fyrir hana og hún flýgur utan og dansar það þegar ballettinn er sýndur víðs vegar um Evrópu. Hann er ekki sýndur án henn- ar. „Jochen semur oft í kringum dansarana sína, fær hugmyndir út frá þeim sem persónum og það er afskaplega gaman,“ segir Katrín. Gróskuna heim - Fannst þér ekkert fráleitt að fara heim eigin- lega beint ofan af tindinum sem dansari? „Nei, mér fannst það ekki. Þó var ég alls ekki orðin leið. En þetta er afar lýjandi starf, sérstak- lega þegar maður hefur mikið að gera, og það var mikið að gera hjá Tanz-Forum. Við þekkjum það eiginlega ekki hér því hér eru svo fáar sýningar. Úti er maður stanslaust að sýna og æfa upp önn- ur verk um leið, auk þess sem flokkurinn ferðað- ist töluvert. Svo var ég iðulega í stórum hlutverk- um og þeim fylgir ábyrgð. Ég var líka með barn- ið mitt með mér en það bjargaði mér hvað ég var heppin með au-pair stelpur. Því maður verður að dansa hvað sem á dynur þó að barnið manns sé með 40 stiga hita.“ - Hvað dreymdi þig fyrir hönd dansflokksins þegar þú ákvaðst að taka starfið? „Mig dreymdi um að gera flokkinn sýnilegri og koma honum ofar í áliti þessa samfélags sem við búum í. Sýna fram á að þessi listgrein er nauð- synleg meðal annarra listgreina. Listdansinn hef- ur þróast hratt undanfama áratugi og gróskan er mikil úti í Evrópu. Mér hefur ekki fundist sú gróska ná alla leið hingað. Því miður er áhorf- endahópur okkar ekki stór og hefur ekki farið stækkandi. Ég veit ekki hverju er um að kenna. Þjóðin er fámenn og ekki hægt að miða aðsókn- ina við það sem best gerist er- lendis, en ég held að það sé hægt að gera betur en gert hef- ur verið.“ - Og hefurðu ennþá von um að þér takist þetta? „Já, vonin stækkar alltaf!" - En var veruleikinn hér heima öðruvísi en þú bjóst við? „Ég renndi auðvitað alveg blint í sjóinn þegar ég tók starf- ið að mér. Ég hef fyrst og fremst starfað sem dansari þó að ég hafi líka kennt og tekið þátt í mótun Tanz-Forum vegna þess hvað maður var gerður ábyrgur þar á útfærslu hlut- verks og sýningar." Listræn ábyrgð - I hverju er starf þitt hér fólgið? „Fyrst og fremst að móta flokknum listræna linu og út- færa hana eftir því sem fjárráð leyfa. Svo kemur auðvitað hinn daglegi rekstur, þjálfun dansar- anna sem við ballettmeistarinn minn, Lauren Hauser, skipt- umst á um en ég tek ábyrgð á að flokkurinn sé í góðri þjálfun til að takast á við sérstök verkefni. Ég vel fólk í hlut- verk og vel þá sem hingað koma til að dansa og ber ábyrgð á þeim listrænt. Allt þarf að gera með lág- marksfjár- magni en við erum svo heppin hér á íslandi að fólk hefur ennþá áhuga á að koma hingað til starfa fyrir minni pen- inga en það gerir annars staðar. Það nýtum við okkur. Þeir sem hsifa komið hingað hafa ekki orð- ið fyrir von- brigðum og hafa iðulega viljað koma aftur. Maður siglir ansi langt á því. Ég var að ljúka samn- ingi sem dans- Katrín Hall - vonin stækkar alltaf. ari alveg fram í júní og tók ekki við hér fyrr en i september þannig að tím- inn var skammur til að ákveða heilt leikár. En allt hefur gengið vonum framar. Þó var verið að gera spamaðarráðstafanir þegar ég kom þannig að nokkrum dönsurum varð að segja upp og ég hef minni flokk en hefur ver- ið. Fyrsta verkefnið var barnasýning sem var sett upp í samvinnu við Borg- arleikhúsið og sýnd öllum tíu ára bömum á höfuð- borgarsvæðinu. Mér finnst ofsalega mikilvægt að byrja hjá börnunum, okk- ar framtíðaráhorfendum, og sýningin mæltist afar vel fyrir. Hún var erfið fyrir dansarana af því að hún var að morgunlagi og þeir þurftu að byrja að hita upp mun fyrr en lík- amsklukkan þeirra sættir sig við. Eftir sýninguna fórum við svo beint inn á Engjateig að æfa verkið sem á að fara að framsýna núna. En þetta skapaði góðan anda því það er svo mikilvægt fyrir dansara að hafa mikið að gera. Ef ekkert er framundan er hætt við að aginn minnki og hann er okkur bráð- nauðsynlegur. 1 og með hef ég verið að móta þriðju sýningu leik- ársins sem ég vona að komi upp í vor. Ég hef líka verið að hugsa fram í tímann, fyrir 25 ára afmæli flokksins 1998. Mig langar að hafa það svolít- ið veglegt. Ég er byijuð að ræða við Ed Wubbe sem setti upp Stöðuga ferða- langa 1986. Sú sýning fékk einmitt Menn- ingarverðlaun DV fyrir það ár. Ed er listrænn stjómandi Scapino í Rott- erdam sem hef- ur vegnað mjög vel undir hans stjórn. Það er erfitt að ná hon- um en hann hefur áhuga.“ Toppsýn- Katrín í Ég dansa við þig eftir Jochen Ulrich í Þjóðleikhúsinu fyrir tíu árum. mg Stefnirðu DV-mynd GVA þá að þrem stórum verk- efrium á leikár- inu 1997-98? „Já, ég sætti mig ekki við færri og óskandi að hægt væri að hafa minni verkefni inni á milli, vera ekki eingöngu með þessar stóra uppfærslur heldur gefa ungum danshöfundum tækifæri til að spreyta sig á minni sýningum í minni sölum. Mig langar til að sýna fólki hvað þessi listgrein hefur upp á að bjóða og koma flokknum sem við- ast að. Sjónvarpið er kjörinn vettvangur en það eina sem það gerir er að sýna Svanavatnið og Þyrnirós til skiptis á jólunum. Ég talaði við Sig- urð Valgeirsson dagskrárstjóra um daginn og stakk upp á að þeir nýttu sér tækifærið að hafa svona frægan mann á landinu eins og Jochen Ul- rich og gerðu heimildarmynd um æflngatímabil- ið, frá upphafi til enda. Fólk veit ekkert hvemig þetta ferli er, samspilið milli danshöfundar og dansara, og það er mjög spennandi myndefni. En hann sýndi efninu því miður engan áhuga. Oft senda þessir frægu danshöfundar aðstoðar- menn sína út um heimsbyggðina til að kenna baUettana en mér finnst mikils virði að geta boð- ið dönsurunum mínum upp á að hafa danshöf- undinn sjálfan svona lengi með sér, auk þess sem hann semur annan ballettinn sérstaklega handa þeim. Ekkert er eins gefandi fyrir dansara. Þetta verður spennandi og ofsalega falleg sýn- ing. Ljósahönnunin er yndisleg, búningamir líka - og fínir dansarar. Allt í toppi! Ég held að ég geti lofað að þetta verði sýning sem skilur eitthvað eftir sig.“ Ballettamir „Ein“ og „La Cabina 26“ eftir Jochen Ulrich verða frumsýndir á stóra sviði Borgarleikhússins annað kvöld, fostudagskvöldið 14. febrúar. Við óskiun Katrínu HaU, listdans- stjóra íslenska dansflokksins, góðs gengis með sýninguna og framtíðina. Þriðji Serrahafinn Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður varð „Serrahafi nr. 3“ í vikunni, það er að segja þriðji listamaðurinn sem viðurkenningu hlýtur úr sjóði bandariska myndhöggvarans Richards Serra sem var stofnaður 1990. Ekki er veitt samkvæmt um- sóknum heldur velur stjóm sjóðsins einn lista- mann annað hvert ár. Þetta eru peningaverðlaun upp á 400 þúsund krónur, og Þorvaldur var að vonum hæstánægður með að vera valinn. En heldur hann mikið upp á Serra? „Þetta er viðkvæm spurning - en jú, hann er fínn,“ svarar Þorvaldur og hlær. „Mjög öflugur listamaður. Hann er ekki alveg í stjömuflokki hjá mér en honum er alveg sama um það, og það fer ekki fram viðhorfskönnun hjá listamönnum fyrir valið.“ - Hefur viðurkeimingin einhverja sérstaka þýðingu fyrir þig? „Einna helst er hætt við því að maður fari loks- ins að taka sig alvarlega sem listamann. Ég hef alltaf haft svo lauslegar hugmyndir um mig sem myndlistarmann, eins og mig sem rithöfund, að þrátt fyrir starfslaun og allt hef ég alltaf tilfinn- ingu um að ég sé hálfvegis að svíkjast um. En þetta er hrein viðurkenning fyrir það sem ég hef gert og ég tek hana mjög alvarlega. Og ég er ekki aðeins stoltur fyrir hönd verk- anna minna heldur er þetta mikilvæg viðurkenn- ing fyrir þann hóp myndlistarmanna sem er að vinna á þessum óljósu mörkum myndlistarinnar. Það er svo mikið íhald í þessu samfélagi í menn- ingarumræðunni, að viðurkenning fyrir það sem ég er að gera er um leið viðurkenning fyrir giska stóran hóp listamanna sem er að vinna af mikilli alvöra við að kanna mörkin milli listar og hvers- dagsleika. Skilningurinn sem ég fæ styður við það sem aðrir era að gera í kringum mig.“ - Hvað ætlarðu að gera við féð? „Þetta er ferðasjóður næstu tveggja ára.“ - Hvert ætlarðu fyrst? „Næsta ferðalag verður raunar á eigin kostnað. Ég fer til Riga í Lettlandi í apríl til að fylgjast með æfingum á Skila- boðaskjóðunni. Það á að setja hana upp í einhverju voða fínu leikhúsi með fullt af ungum leikur- um sem eiga enga peninga en ætla að setja upp far- andsýningu á leikritinu af tómri ást á því.“ Þorvaldur Þor- steinsson og Bera Nordal, einn stjórnar- manna Sjóös Richards Serra Schubert fjórhent Á laugardaginn kl. 17 eru þriðju tónleikar Schubert-hátíð- arinnar í Garðabæ. Þá leika Jónas Ingimundarson og Gerrit Schuil nokkur verk meistarans fjórhent á píanó, meðal annars Divertissement í ungverskum stíl, Grand Rondeau í A-dúr og j hina frægu Fantasíu í f-moll, sem 'öngum hefur verið talið eitt mesta píanó- rerk sem samið íefur verið fyr- * tvær hendur. „Alltof sjaldan gefst tækifæri til að hlýða á píanóleikara leika fjórhent á opinberum tón- leikum," segir og algeng bábilja Franz Schubert á unga aldri. Gerrit Schuil, að það séu aðeins áköfustu ama- törar sem sækja í þennan mikla sjóð til að hamra á píanóið heima í stofu. Það er auðvitað kostulegt að sjá tvo fulloröna menn troða sér að sama hljómborðinu sem B einn maður ætti að ráða ágætlega við. Olnbogaskot era óhjákvæmi- leg og sumir eiga til að slást um pedalana og hvor eigi að fletta nótnabókinni. En mörg tónskáld hafa komið auga á möguleika píanódúetta og samið píanóverk sérstaklega fyrir fjórar hendur til þess að nýta tón- svið hljóðfærisins til fullnustu. Það var svo Schubert sem gaf þessu tónlistarformi fulla reisn og dýpt og fyrir fjórar hendur samdi hann mörg af bestu og fegurstu píanóverkum allra tíma.“ Tónleikamir eru í Kirkjuhvoli við Vídalinskirkju í Garðabæ. Doktorsvörn við heimspekideild Dagný Kristjánsdóttir, dósent við Háskóla íslands, ver á laugar- daginn doktorsritgerð sína, Kona verður til. Um skáldsögur Ragn- heiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna. Þetta er í fyrsta skipti sem varin er doktorsritgerð um íslenskar nútímabókmenntir við Háskóla íslands og er skemmtilegt að hún skuli einnig vera fyrsta doktors- ritgerðin um íslenskar kvenna- bókmenntir. Andmælendur verða dr. Ástráður Eysteinsson prófess- or og dr. Sigríöur Þorgeirsdóttir lektor en auk þeirra sat í dóm- nefndinni Erik Skyum- Nielsen, bókmenntafræðingur í Kaup- mannahöfn. Forseti heimspeki- deildar, dr. Páll Skúlason prófess- or, stýrir athöfninni. Dagný Kristjánsdóttlr. Kona verður til kom út síöast- liðið haust og var tilnefnd til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. í ritdómi í DV 15. janúar sagði Ármann Jakobsson meðal ann- ars: „Þetta verk Dagnýjar er rækilegasta athugun sem birst hefur á íslensku um íslenskar bókmenntir eftir stríð. Þó að í forgrunni séu skáldsögur Ragn- heiðar Jónsdóttur er hið stærra viðfangsefhi bókmenntir kvenna á áranum 1945-1965 og raunar ís- lensk bókmenntasaga þessa skeiðs í heild sinni.“ Athöfnin fer fram í hátíðasal háskólans og hefst kl. 14. Öllum , er heimill aðgangur. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir IM—8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.