Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1997 íþróttir NBA í nótt: Góður sigur hjá Lakers þrátt fyrir meiðsli Shaqs Flest úrslitin í NBA-deildinni í nótt voru eftir bókinni. LA Lakers gerði góða ferð til Minnesota og varð þar fyrir blóðtöku. Shaquille O’Neal meiddist og verður frá keppni í tíu daga. Úrslit leikjanna í nótt: Charlotte-New Jersey .......113-100 Atlanta-Toronto .............106-84 Detroit-Orlando ..............96-87 Minnesota-LA Lakers..........84-100 Indiana-Cleveland ............75-83 , San Antonio-Vancouver ........101-106 Phoenix-Boston..............131-100 Shaq varö að yfírgefa völlinn strax í fyrsta leikhluta vegna hnjámeiðsla. Hnéð hefur verið að angra hann í vetur og hef- ur hann af þeim sökum misst úr tvo leiki í deildinni og svo stjömuleikinn um síð- ustu helgi. Shaq var búinn að skora 12 stig þegar meiðslin tóku sig upp. Elden Campbell leysti hann af hólmi. „Ég var hræddur um að brotthvarf Shaq myndi slá okkur út af laginu en til þess kom ekki sem betur fer. Strákamir .A sýndu styrk sinn og mátt,“ sagðu Del Harris, þjálfari Lakers, í nótt. Eddie Jo- nes skoraði 19 stig fyrir Lakers í leikn- um. Kevin Gamett skoraði 17 stig fyrir Minnesota. Glen Rice lék manna best þegar Charlotte lagði New Jersey. Þessi sterki leikmaður skoraði 27 stig og Anthony Mason gerði 21 stig. Vlade Divac var einnig í stuði með sín 18 stig og blokkaöi 12 skot sem er met innan Homets. Kendall Gill skoraði 26 stig fyrir Nets. Atlanta var miklu betra gegn Toronto og vann sinn 20. sigur í röð á heimavelli. Dikembe Mutombo skoraði 22 stig og tók 11 fráköst. Mookie Blaylock gerði 19 stig og var með 11 stoðsendingar. Grant Hill náði sinni þriðju þrennu á tímabilinu gegn Orlando, skoraði 31 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Nick And- erson var stigahæstur hjá Orlando með 20 stig og Horace Grant gerði 17 stig og tók átta fráköst. Cleveland vann góðan sigur á Nuggets í Indianapolis. Terrell Brandon fór fyrir liði Cleveland með 22 stig og 12 fráköst sem er persónulegt met hjá kappanum. Reggie Miller skoraði 22 stig fyrir Indi- ana. Phoenix Suns lék Boston-liðið sundur og saman i nótt. Wesley Person skoraði 33 stig fyrir Suns en aldrei áður hefur hann skora jafhmikiö í einum leik. Kevin Johnson lék einnig vel og náði þrennu í leiknum en alls voru stigin sem hann skoraði 22 að tölu. Antoine Walker skoraði 29 stig fyrir Boston en útkoma liösins á útivöllum i vetur er afleit. Vancouver skellti San Antonio á útivelli. Abdur-Rahim skoraði 19 stig fyrir Vancouver. Vemon Maxwell skoraði 19 stig fyrir San Antonio. -JKS Greg Anthony hjá Vancouver, sá grænklæddi, lék skínandi vel fyrir lið sitt gegn San Antonio í nótt. Vancouver gerði sér lítið fyrir og sigraði og gerði Anthony 24 stig í leiknum. Súnamynd-Reuter Von Griinigen meistari - Kristinn og Tomba féllu í fyrri ferðinni Michael Von Griinigen frá Sviss varð i gær heimsmeistari í stórsvigi karla i Sestriere á Ítalíu. Lasse Kjus frá Noregi varð annar og hlaut sitt þriðja silfur á móinu og Andreas Schifferer frá Austurríki varð þriðji. Þetta er fyrsti HM-titill Svisslendinga í stórsviginu í tíu ár. Kristinn Björnsson var á meðal keppenda en féO i fyrri ferð og var þar með úr leik. Hann fékk góðan félagsskap því hinn eini og sanni Alberto Tomba frá Ítalíu hlaut sömu örlög. -VS Júlíus Hafstein: Öll gögn hjá Ólympíunefnd Að gefnu tOefni og til að forða frekari deOum vegna brotthvarfs ' míns frá Ólympíunefnd íslands vO ég taka fram að öO gögn, sem ég hafði undir höndum og tengd- ust undirbúningi Smáþjóðaleik- anna, eru til staðar á skrifstofu Ólympíunefndar. Hér er um að ræða bréf, samninga og annað tilheyrandi. Jafhframt hef ég skrifað Ólympíunefnd íslands bréf þar sem ég lista upp öO þau fyrirtæki, stofnanir svo og nöfn einstaklinga í viðkomandi fyrir- tækjum og stofnunum sem ég hef verið í viðræðum við um stuðn- ing eða samstarf vegna smá- þjóðaleikanna. Hvað varðar min persónulegu sambönd við aðOa þar sem QaOað hefur verið um t ýmsar hugmyndir varðandi leik- ana og eru tveggja manna samtöl get ég ekki gefið um sérstakar skýrslu. Undirbúningur vegna smáþjóðaleikanna var vel á veg kominn og auðvitað mun mín vinna nýtast við leikana þó að aðrir uppskeri að leikslokum. Þeir sem við tóku verða að afla þess fjár sem á vantar. Þeir gátu engan veginn reiknað með því að ég myndi starfa áfram að und- irbúningi leikanna eins og brott- hvarfi mínu var háttað úr Ólympíunefndinni. v Júlíus Hafstein ívar hljóp vel í LasVegas ívar Jósafatsson, Ármanni, stórbætti árangur sinn í hálf- maraþoni í Las Vegas nýverið. Hann hljóp á 1:11,49 klst. en átti best áður 1:15,26 klst. ívar hóf að æfa hlaup fyrir alvöru fyrir að- *» eins þremur árum. -JKS Tölulegar staðreyndir úr NBA: Michael Jordan í algjörum sérflokki - er langstigahæstur í deildinni Michael Jordan á engan sinn fíka, hvaö sem sföar veröur. Michael Jordan hjá Chicago BuOs er langstigahæstur leik- manna í NBA-deOdinni. Jordan hefur skorað 1519 stig í 49 leikjum sem segir að hann er að skora um 30 stig að meðaltali í leik. Það er ekki ónýtt fyrir Chicago að hafa slíkan leikmann innan sinna raða. Hátt i þrjú hundruð stig er í næsta mann en það er Karl Malone hjá Utah Jazz. Malone hefur skor- að 1274 stig í 48 leikjum sem er um 26 stig að meðaltali í leik. ShaquiBe O’Neal, LA Lakers, er í þriðja sæti með 1177 stig í 45 leikj- um. Mitch Richmond, Sacramento, er í fjórða sæti meö 1291 stig í 50 leikjum og LatreO SpreweO, Golden State, er siðan í fimmta sætinu með 1182 stig í 48 leikjum. Dennis Rodman er harðastur í fráköstunum. Hann hefur til þessa tekið 592 slík sem eru 16 fráköst i leik að meðaltali. Jayson WiOiams, New Jersey, hefúr tekið 504 i 34 leikjum og í þriðja sætinu kemur Charles Barkley, Houston, með aOs 506 í 35 leikjum. Þeir Barkley og Rodman hafa verið mikið frá vegna leikbanna og meiðsla en eru mest á meðal efstu manna. Bradley blokkar mest Shawn Bradley, New Jersey, hef- ur blokkað 150 fráköst í 46 leikjum. Dikembe Mutombo, Atlanta, hefur hirt 156 í 45 leikjum og ShaquiOe O’Neal, LA Lakers, er I þriðja sæt- inu með 140 fráköst í 45 leikjum. -JKS Áfram hjá Liverpool Steve McManaman lýsti þvi yfir í viðtali í vikunni að hann ætli að enda ferOinn hjá Liver- pool. Lið frá Spáni, Ítalíu og Þýskalandi hafa verið á höttun- um eftir þessum snjaOi leik- manni. „Ég hef ekki áhuga á að leika utan Englands. Ég ætla að leika eins lengi og ég get með Liver- pool. Mér líður vel þar. Ég er heimamaður og elska félagið mitt. Leikskipulagið hjá Liver- pool hentar mér vel og fótboltinn á Englandi er í stöðugri sókn,“ sagði McManaman. Skipti á leikmönnum Svo kann að fara að Manchest- er City og Nottingham Forest skipti á leikmönnum á næstu dögum. Frank Clark, hinn nýráðni stjóri hjá City sem áður var hjá Nottingham Forest, viO ólmur fá Chris Bart WiOiams og vara- markvörðinn Tommy Wright og í staöinn myndi Nottingham Forest fá Nigel Clough. Þar með væri Clough kominn á æsku- stöðvar sínar aftur. Blaðið The Sun segir að Stuart Pearce, stjóri Forest, hcdi sam- þykkt þessi leikmannaskipti. Öll vilja þau Thern Sænski landsliðsmaðurinn Jonas Them er vinsæO hjá nokkram félögum en kappinn leikur með ítalska liðinu Roma. Hann hefur leikið vel í vetur með liðinu og kemur áhugi liða ekki á óvart. Walter Smith hefur lengi hrif- ist af Them og er nú svo komið að hann hefur boöið um 300 miOjónir í kappann. Thern hefur lýst yfir að hann myndi skoða það gaumgæfilega ef tfiboð bærist í hann. Benfica í Portúgal og Fiorentina hugsa einnig gott tO glóðarinnar Knattspyrna: Afmælismót Fylkis haldið í Reiðhöllinni Fylkismenn standa fyrir af- mælismóti um helgina í Reið- höOinni í Víðidal en í ár era 30 ár frá stofhun félagsins. Átta lið taka þátt í mótinu og er þeim skipt í tvo riðla. í A-riðli leika Þróttur, Fylkir, KR og Reynir frá Sandgerði. í B-riðli leika ÍA, Valur, Leiftur og Leiknir, R. Mótið verður sett á laugardagsmorguninn klukkan 10.20 en fyrsti leikurinn verður flautaður á tíu mínútum síðar. Riðlakeppninni lýkur um 15.30 og tekur þá við úrslitakeppni og er áætlað að mótinu ljúki um klukkan 18.30. -JKS Auknar líkur að Birkir verði með? Norska blaðið Dagbladet gaf í skyn í gær að nú væri meiri von til þess en áður að Birkir Krist- insson og Jan Ove Pedersen fengju að spOa með Brann gegn Liverpool i Evrópukeppni bikar- hafa í knattspymu í næsta mán- uði. Stjórnarmenn Brann eru staddir í Genf þar sem þeir ræða viö forystumenn UEFA, Knatt- spymusambands Evrópu. Tals- maður UEFA, Thomas Kurth, neitaði að segja af eða á við Dag- bladet en blaðið segist hafa heimOdir fyrir því að Brann- menn hafi átt mjög jákvæðar viðræður við Kurth sem sé lykO- maður í málinu. Það verði tekið fyrir hjá UEFA í næstu viku. Eins og DV hefur áður sagt frá vora Birkir og Pedersen ekki skráðir leikmenn Brann þann 15. janúar og era samkvæmt því ólöglegir í Evrópukeppni. -VS Leutershausen eitt á toppnum Jason Ólafsson og félagar í Leutershausen náðu í gærkvöldi 2ja stiga forystu í suðurriðli þýsku 2. deOdarinnar í hand- bolta með útisigri á Wiesbaden, 26-27. Leutershausen er með 38 stig en næstu tvö lið era með 36. Kiel vann Magdeburg, 29-21, í úrvalsdeOdinni í gærkvöldi og komst með því í fjórða sætið. Bad Schwartau vann Alten- holz, 25-19, í norðurriðli 2. deOd- ar og náði þriggja stiga forskoti á íslendingaliðið Wuppertal sem á leik tO góða. -VS Kinkladze eftirsóttur Leeds United hefur bæst í hóp þeirra liða sem lýst hafa yfir miklum áhuga á Georgíumann- inn Kinkladze hjá Manchester City. Newcastle, Arsenal og Manchester United hafa lengi haft þennan snjaOa leikmann undir smásjánni. Ekki er víst að City geti öBu lengur haldið hon- um en hann er félaginu mjög dýr. Del Piero næstur? Fjölmiðlar á Englandi segjast hafa heimOdir fyrir því að Arsenal sé búið að vera í nokkurn tíma á eftir Alessandro Del Piero hjá Juventus. Þeir ganga svo langt að segja að Arsenal hafi boðið Juventus tíu mOljónir punda. Del Piero er með samning við Juve tO alda- móta. -JKS Enskir sigruðu England vann Ítalíu, 1-0, í Evrópukeppni 21-árs landsliða í knattspymu í Bristol í gærkvöld. Darren Eadie frá Norwich skor- aði sigurmarkið. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.