Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Neyzludýrin Þegar Rússar fögnuðu hruni kommúnismans og inn- reið nýrra stjómarhátta, vom þeir ekki að fagna lýðræð- isformunum, svo sem þrískiptingu valdsins, tjáningar- frelsi, lagaöryggi og markaðsbúskap. Þeir vom að fagna gosi og hamborgurum, síbylju og gervihnattarásum. Það kom í ljós, að þeir höföu tekið trú á ímyndir úr sjónvarpi af vestrænum lifnaðarháttum, þar sem fólk virtist ekki þurfa annað fýrir lífinu að hafa en að valsa um fín hús í sápuóperum, segja einnar línu brandara, neyta ruslfæðis og kaupa óþarfan vaming. Kók og hamborgarar komu til Rússlands, svo og aðr- ar ímyndir úr stjónvarpsauglýsingum. Nokkur hundmð þúsund manns hafa notfært sér þessar meintu guðaveig- ar, en 250 milljónir manna hafa ekki ráð á því og munu ekki hafa ráð á því um ófyrirsjáanlega framtíð. Eftir hrun kommúnismans kom enn stærra hrun efna- hagslífsins. Við tóku lögmál villta vestursins, þar sem menn hirtu það, sem þeir gátu náð í, sumir álver og aðr- ir vodkaflösku. Öllu var stolið steini léttara og sett á svartan markað. Lög og réttur vom fótum troðin. Hámenningin hrundi líka. Rithöfundar, sem vom lesn- ir á tíma kommúnismans, af því að verk þeirra gengu milli manna í handritum, liggja nú óbættir í bókaskemm- um. Fáir vilja lesa fyrrverandi neðanjarðarhöfunda með- an nóg er til af vestrænni og innihaldslausri sápu. Yfirgnæfandi meirihluti Rússa býr nú við mun lakari kjör en á lokaskeiði kommúnismans. Draumurinn um vestræna lifnaðarhætti reyndist vera tálsýn, framleidd fyrir sjónvarp. Lífið í sápuóperunum og bíómyndunum reyndist ekki vera í tengslum við veruleikann. Tálsýnin hefur leikið fleiri grátt en Rússa eina. Sömu óra hefur gætt í öðrum löndum Austur-Evrópu, í mis- jöfnum mæli að vísu og minnst í löndum eins og Tékk- landi, þar sem menn vissu meira um vestrænan veru- leika, þegar þeir steyptu kommúnismanum af stóli. Þriðji heimurinn hefúr líka haft aukinn aðgang að hinni vestrænu ímynd sjónvarps og kvikmynda. Þar halda tugmilljónir, að frelsi og lýðræði felist í Nike og Pepsi, Levi’s og MacDonalds, Calvin Klein og Kentucky Fried Chicken, Rambó, Madonnu og Disneylandi. Lýðræði felst samt ekki í rétti til að velja milli tíu tannkremstegunda, sem menn hafa ekki efni á að kaupa. Það felst í ábyrgð og skyldum, sem fólk tekur af herðum fyrrverandi valdhafa, kónga og keisara, einræðisherra og aðalsmanna, og setur á sínar eigin herðar. í kjamalöndum vestursins gætir i vaxandi mæli sama ruglings á veruleika og ímyndum, sem hefur leikið Rússa einna verst allra þjóða. Fólk er að breytast í neyzludýr, sem lætur stjórnast af auglýsingum, vörumerkjum, markaðsbrögðum og skammlífum tízkufyrirbærum. íslendingar hafa ekki farið varhluta af ruglinu, svo sem sýna fótanuddtækin og segularmböndin, vörumerk- in á fatnaði fólks og almennur áhugi á síbyju og sápu- óperum. Fæstir átta sig á, að unnt er að lifa miklu betra og heilsteyptara lífi með því að hafna þessu öllu. Því meiri neyzludýr, sem fólk verður, þeim mun minna sinnir það borgaralegum skyldum sínum. Fólk samlagast sjónvarpsskjánum og heyrnartólunum. Þannig grefur neyzluþjóðfélagið ýmist undan lýðræðinu eins og hér á landi eða hindrar innreið þess eins og í Rússlandi. Þegar lýðræðið hrynur, verður það ekki fyrir meint- um ytri óvinum, svo sem kommúnisma eða íslam, held- ur fyrir sjálfvirkum og óviljandi innri markaðsöflum. Jónas Kristjánsson Frá ÍSAL í Straumsvík. - Mánaöarlaun iðnaöarmanns í dagvinnu rúmlega 170.000 kr., segir m.a. í grein Árna. Störfin í stóriðjunni Atvinna fyrir 3.000 manns, álíka og í 500 fyrirtækjum af meðal- stærð! Miðað við þau stóru orð sem fallið hafa i umræðunni um stóriðju að undan- fbmu mætti ætla að reynsla íslendinga af henni væri slæm, að umhverfi verksmiðj- anna hefði skaðast og starfsfólk greitt fyrir störf sín með heilsu- bresti. Álverið í Straumsvík er dæmi um hið gagnstæða því stækkun þess virðist í sátt við þá sem em í nábýli við það. Rétt er að um tíma var meng- unin frá álverinu í Straumsvík meiri en æskilegt er en með vaxandi vitimd fólks irni gildi umhverfisvemdar hefur þar verið lyft grettistaki. Niðurstöður mælinga sýna að mengun í jarðvegi umhverfis álver- ið hefur ekki aukist frá því það hóf starfsemi sína. Þá staðfesta upplýsing- ar frá Vinnueftirliti rikisins að ný ál- ver, þar sem vand- að er til verka, eru ekki slæmir vinnu- staðir þótt flnna megi ákveðna fylgni milli vissra öndunarfærasjúk- dóma og vinnu á slíkum vinnustað. Flest störf fela hins vegar í sér hættu á sjúkdóm- um, allt frá heyverkun að vinnu við tölvuskjái, svo að eitthvað sé nefnt. Borga betri laun Skýrslur OECD sýna að fyrirtæki sem starfa í öðm landi en þeirra eigin greiða undantekningalaust hærri laun að meðaltali en sam- bærileg fyrirtæki i eigu heima- manna og þar er ís- land engin undantekn- ing. Hjá ÍSAL eru mánaðarlaun iðnaðar- manns í dagvinnu rúmlega 170.000 kr., í Jámblendiverksmiðj- unni em þau rúmlega 160.000 en samkvæmt upplýsingum Kjara- rannsóknamefndar fá iðnaðarmenn á höfuð- borgarsvæðinu að meðaltali tæplega 120.000 kr. í. laun á mánuði fyrir dag- vinnu. Hár meðalstarfsaldur starfsmanna í álver- inu í Straumsvík skýrist eflaust að hluta af þessum launa- mun en hann er 19 ár, sem er mjög hátt hjá fyrirtæki sem er þó ekki eldra og þess má geta að fimm fyrstu starfsmenn álversins starfa þar enn eftir rúm 30 ár. Veröum aö nýta tækifærin Um allan heim eru það litlu og meðalstóru fyrirtækin sem skapa flest störiin, mestu verðmætin og þar verða helstu nýjungarnar tiL Á íslandi eins og í Evrópu eru lítil og meðalstór fyrirtæki meira en 99% allra starfandi fyrirtækja. Þótt áhersla stjómvalda beinist af þess- um sökum fyrst og fremst að því að bæta rekstrarumhverfi þessara fyr- irtækja og auka samkeppnishæfni þeirra er einnig mikilvægt að auka hér erlenda fjárfestingu, ekki sist m.t.t. atvinnumála. Nú em mörg þau erlendu fyrir- tæki, sem helga sig rekstri stóriðju- vera, að íhuga frekari umsvif. Það verðum við íslendingar að nýta okkur, ekki síst vegna þess fjölda starfa sem slík fyrirtæki skapa með beinum og óbeinum hætti. Eins og 500 fyrirtæki af meöalstærö! Nú starfa um 430 manns hjá ÍSAL en gert er ráð fyrir að sá fjöldi verði um 500 þegar stækkun lýkrn-. Áætlaður starfsmannafjöldi i fyrsta áfanga álversins á Grandartanga er 150 en um 400 þegar það hefúr náð fullri stærð. í Jámblendiverksmiðj- unni starfa um 130 manns en verða 160 eftir stækkun um einn ofn, verði af henni. Samtals má því ætla að um 1.060 manns hafi beina at- vinnu af þessum stóriðjuverum þegar og ef þau komast í þá stærð sem vonir standa til. Að því hefur verið látið liggja að þetta sé hreint ekki svo mikið og alls ekki þess virði, án þess kannski að rökstuðningur fylgi slíkum full- yrðingum. í því sambandi má benda á að meðalfjöldi starfsmanna í evrópskum fyrirtækjum er 6 manns. Þessi þrjú stóriðjuver jafn- gOda því 176 evrópskum fyrirtækj- um að þessu leyti. Þá hefur verið bent á að hvert starf í stóriðju skap- ar tvö störf í litlu og meðalstóra fyrirtækjunum. Því má gera ráð fýrir að fyrirtækin þrjú veiti um 3.000 manns vinnu eða eins og 500 fyrirtæki af meðalstærð! Hafandi kynnst vandarhöggum atvinnuleysisvofunnar dreg ég það stórlega í efa að íslendingar vilji í raun varpa fyrir róða þeim at- vinnutækifæram sem búa í stóriðj- unni! Árni Magnússon Kjallarinn Árni Magnússon aöstoðarmaöur iönaöar- og viöskiptaráöherra og stjórnarmaöur í MIL „Hafandi kynnst vandarhöggum atvinnuleysisvofunnar dreg ég það stórlega í efa að íslendingar vilji í raun varpa fyrir róða þeim atvinnutækifærum sem búa í stór- iðjunni!“ Skoðanir annarra Meira en vonin blíö „Nú er enn lagt í ferðalag fyrir hönd Alþýðublaðs- ins. Um tíma leit út fyrir að ferill þess yrði ekki lengri, en sú umhyggja og virðing sem blaðið nýtur vegna sögu sinnar, og ekki síst vegna frammistöðu þess á síðustu árum er nú gerð úrslitatilraun til að láta það enn um sinn beita brandi sínum í þágu jafn- aðarstefnunnar. Um þessar mundir hillir undir kaflaskil i íslenskum stjómmálum, þar sem lang- þráð samvinna og sameining á vinstri væng stjórn- málanna er nú meira en vonin blíð.“ Úr forystugrein Alþbl. 12. febr. Auövaldur og Blásnauöur „Það er fróðlegt að fylgjast með yfirlýsingum verkalýðsforingjanna þessa dagana. Hlusta á þá tala sig og sína upp í nauðsyn þess að gera verkfóll tU þess að sækja kjarabætur í hendur auðvaldsins, sem liggur á digrum sjóðum eins og fyrri daginn meðan cdmúginn sveltur. Já, hann Auðvaldur er að neyða hann Blásnauðan tU þessarar baráttu, alsaklausan og ófúsan að sjálfsögðu. ... Af hverju afnema verka- lýðsforingjamir ekki verðtrygginguna um leið og þeir breyta skattkerfmu, sem þetta heimska Alþingi bjó hvorttveggja tU?“ Halldór Jónsosn 1 Mbl. 11. febr. Lægstu launin... „Nú er mikU þörf á pólitískri forystu sem tekst á við það þjóðfélagslega mikilvæga verkefni að hækka lægstu launin svo um muni. ... Það væri hægt að sætta sig við miklu meiri launamun í landinu ef lægstu launin væra ekki svona fáránleg. Með því að horfast ekki í augu við þennan vanda nú, þegar öU efni standa tU að leysa hann, era rikisstjóm og at- vinnurekendur að segja við láglaunafólkið: Það er al- veg sama hversu vel ykkur gengur, ykkur mun aldrei líða vel.“ Stefán Jón Hafstein í Degi-Tímanum 12. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.