Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 15 Nóbelsskáld fer vestur Nú hefur íslenskur höfundur vakið athygli í Bandaríkjunum og það nóbelsskáldið sjálft. Það mætti halda að eftir nóbelinn væri meiri upphefð óhugsandi. En Banda- ríkjamenn skipta nóbelsskáldum í tvennt, þau frægu og smámennin sem fengu verðlaunin vegna hás aldurs eða kunningsskapar við einhvern í nefndinni. Ég minnist áfallsins þegar ég sá í bandarísku riti lista yfir sniil- inga sem ekki fengu nóbelsverð- laun en aftast voru talin upp öll nóboddíin sem hafa fengið verð- launin og Laxness þar á meðal. Úthýst En nú tala menn vestra um að Halldór eigi heima meðal alvöru- höfundanna og fyrir það eitt er óhætt að kalla Sjálfstætt fólk skáldsögu aldarinnar á íslandi. Jafnvel heimsveldiö hefur upp- götvað hana. Á sama tíma og sú skoðun heyrist á íslandi að réttast sé að hætta að halda sumum skáld- sögum Halldórs Laxness að ung- mennum, þar á meðal Sjálfstæðu fólki, þar sem í þeim séu „úreltar skoðanir". Ég mun víkja að þeirri hug- mynd um einkarétt á nútímanum sem felst í hugtakinu „úreltar skoðanir" í annarri grein. En minna má á að Sjálfstætt fólk kom áður út í Bandaríkjunum, fékk góða dóma og seldist vel en vegna hugmynda í henni og í öðrum verkum skáldsins var henni úthýst af Banda- ríkjamarkaði á tímabilinu sem ................ kennt er við McCarthy, þegar skoðanafrelsi var atlagt í landi frelsisins. Lífseig goðsögn Nú á að vera önnur öldin, en þó er sú goðsögn lífseig að eitthvað sé „úrelt“ í verk- um Halldórs Laxness enda hljóti verk sem skírskoti ákaft til samtíma og samfélags síns að úreldast hraðar en önn- ur. Þau geti ekki orðið sí- gild á sama hátt og skáld- verk um sálar- líf einstaklings og hið eilífa manneðli enda ekki hafin yfir stað og stund. En ekkert verk manns er hafið yfir stað og stund. Þau eru öll skrifuð í ákveðnu sam- hengi og þau sem endast best eru einmitt þau sem fanga samtíma sinn og færa komandi kynslóöum. Raunsæisskáld 19. aldar litu á verk sín sem innlegg í samtímann, þau settu „problemer under debat“, eins og Halldór Laxness „Nú á að vera önnur öldin, en þó er sú goðsögn lífseig að eitthvað sé „úrelt" í verkum Hall- dórs Laxness." - Skáldið áritar bækur í verslun árið 1987. „Hugmyndin um hreinfagurfræði- legt listaverk óháð tíma og rúmi sem saurgast ef það kemst í snertingu við mannlífið og sam- féiagið er og var aldrei neitt ann- að en bull.“ gerir. Þess vegna eru verk þeirra ekki úrelt. Mál gærdagsins eiga alltaf erindi við kynslóðir dagsins í dag. Þær bækur sem ekki snerta taug í samtímanum eða leggja eitt- hvað fram til umræðu i samfélag- inu, þær úreldast og gleymast. Það sem ekki kemur samtíð- inni við mun ekki koma framtíðinni við. Nákvæmlega þess vegna lifa verk nóbelsskáldsins með þjóðinni fremur en verk nokkurs annars íslensk höfundar. Þau náðu að fanga samtímann. Mál málanna á okkar tíö Af íslenskum skáldsögum seinasta áratugar hafa þrjár orkað sterkast á mig. Allar sefja þær „problemer under debat“, ræða málin. heimsins eftir Einar Kjallarinn Armann Jakobsson íslenskufræðingur Englar al- Má Guð- mundsson er ein þeirra, saga um árekstur einstaklings og samfé- lags. Önnur er Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardótt- ur, viðbót við íslands- söguna þar sem konur fá sinn sess. Gunnlað- ar saga eftir Svövu Jakobsdóttur gerir á sama hátt upp við goð- sögnina um karla og konur, mál málanna á okkar tíð. Þannig á skáldskapur- inn að slá í takt við hjarta samfélagsins en breyta um leið þeim hjartslætti. Hug- myndin um hreinfag- urfræðilegt listaverk __________ óháð tíma og rúmi sem saurgast ef það kemst í snertingu við mannlíflð og samfélagið er og var aldrei neitt annað en bull. Ármann Jakobsson Vörugjöld - tilfinningar eða geðþótti í kvöldfréttum sjónvarps á Stöð 1 sunnudaginn 9. febrúar var m.a. rætt við framkvæmdastjóra Versl- unarráðs íslands - alþingismann- inn Vilhjálm Egilsson, sem einnig er formaður efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis. Umræðan var um vörugjöld og hugsanlegar ástæður fyrir þvl að vörugjöld væru mismunandi eftir vöruteg- undum. Flokkum allt Af mikilli reynslu sinni sagði Vilhjálmur orðrétt: „að það væri nú þannig með þessi blessuðu vörugjöld að þetta byggist nú oftar á tilfinningum og geðþótta frekar en á einhverjum útpældum efnis- legum rökum"! Fáir eða enginn sem ég þekki hafa farið aðra eins kollsteypu í þess- um vörugjalds- málum en blessað- ur framkvæmda- stjóri Verslunar- ráðsins og „kollegi hans“ alþingis- maðurinn og nefndarformaður- inn. Mætti halda að hér væri um tvo algjörlega að- skilda aðila að ræða, því fram- kvæmdastjóri Verslunarráðsins hefur á öllum fundum ráðsins ver- ið algjörlega á móti öllum vöru- gjöldum og ávallt lýst þeirri skoð- un sinni á þeim fundmn að þessi vörugjöld verði einfaldlega að hverfa og því fyrr, því betra. En síðan bregður þessi sami maður sér á fund hjá efnahags- og viðskiptanefnd því þar stýrir hann nefndinni sem formaður og þá fara nú tilfumingamar og geðþótt- inn að koma til skjalanna eins og hann lýsti svo vel í viðtalinu. Þá þarf að fara að taka tillit til ýmissa annarra atriða eins og að komast nú ekki upp á kant við formann eða varaformann flokksins, að maður nú ekki tali um embættis- mannakerfið í ljármálaráðuneyt- inu, sem öllu virðist ráða í skatt- lagningu hér á landi, og virðist gefa alþjóðasamningum langt nef og ekkert fara eftir því sem þar var skrifað undir. Þá koma einnig fýrmefhdu til- finningamar til skjalanna um það hvort menn sitji nú á næsta þingi ef ekki er farið að flokksaga eða geðþótta þeirra sem virðast ráða lögum og lofum innan flokksins. Og þá er .nú bara betra að taka geðþóttaákvörðun jafnvel þótt hún sé þvert á fyrri yfirlýsingar og eig- in sannfæringu. Flokknum aRt - og allt frekar en að detta út úr áhrifastöðum á þingi og í nefndum - skítt með sannfæringuna og eið- stafmn um að greiða aðeins at- kvæði samkvæmt því sem sam- viska og sannfæring kalla á. Hali er alltaf hali í fyrrgreindu við- tali kemur svo nefhd- arformaðurinn og al- þingismaðurinn inn á rafmagns- heimilis- tækin og nefnir þau sem mjög vinsælan skattstofn enda hefur hann átt drjúgan þátt í því að gera þau að slíkum. í viðtalinu segir nefhdarformað- urinn: „Þetta er fyrst og fremst að verða skattur á fólk sem ekki ferðast, því að fólk sem ferðast það getur keypt þessar vömr í útlöndum - verslunin fær- ist út úr landinu en eftir situr skattlagning á fólkið sem ekki get- ur farið neitt" Þvílíkt og annað eins bull. Nú þarf nefndarformaðurinn að fá viðtal hjá framkvæmdastjóra Verslunarráðsins, því sá aðili vissi í þaö minnsta að það var búið að fella niður svo til öll vöru- gjöld af smærri tækjum, en eftir sitja ofurgjöld á stærri heimilis- tæki eins og þvottavélar, kælis- kápa, sjónvörp o.s.frv. Að vísu bætti nefndarformaðurinn líka eldavélum inn í hóp skattlagðra heimilistækja sl. sumar, en áður höfðu eldunartæki verið undan- þegin vörugjöldum. Framkvæmda- stjórinn vissi þetta allt mjög vel og getur vafalaust upplýst skattglaða nefndarformanninn um að ferða- menn komi yfirleitt ekki með þessi stóru tæki í far- angri sínum úr ferða- lögmn til útlanda. Skattglaða formann- inum var að vísu bent oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum á að vörugjöld væru lögð á brauðristar sem rista brauðið lárétt, en engar álögur væru á brauðristar sem rista brauðið lóðrétt, en skítt með það - fjár- málaráðuneytið hafði tekið sínar geðþótta- ákvarðanir og þeim vildi nefndarformað- urinn ekki breyta. Hann vissi nefnilega og veit enn hvenær tilfinningar og hvenær geðþótta- ákvarðanir eiga að ráða. Það væri e.t.v. hollt að minna skattglaða nefhdarformanninn á sögu, sem ég held að sé heimfærð upp á Abraham Lincoln, sem einu sinni spurði einn af herforingjum sínum hve marga fætur kýr hefði ef halinn væri líka kallaður fótur. Hershöfðinginn svaraði 5, en þá svaraði Lincoln að þetta væri að sjálfsögðu rangt - það væri sama hvað halinn væri kallaður - hann væri alltaf hali. Það sama gildir nefnilega einnig um vörugjöld, magngjöld, kílóa- gjöld, lítragjöld o.s.frv. Það er hægt að kalla þau hvað sem er, en þau verða ekkert annað en tollar. Vona að þeir nái saman fram- kvæmdastjórinn og skattglaði nefndarformaðurinn Kristmann Magnússon „Fjármálaráðuneytið hafði tekið sínar geðþóttaákvarðanir og þeim vildi formaðurinn ekki breyta. Hann vissi nefnilega og veit enn hvenær tiifínningar og hvenær geðþóttaákvarðanir eiga að ráða.u Kjallarinn Kristmann Magnússon stjórnarform. PFAFF hf. Með og á móti Meiri háttar íþróttavið- burðir í opinni dagskrá sjónvarps Jóhannes Gunnars- son, framkvœmda- stjóri Noytenda- samtakanna. Eiga að standa öll- um til boða „Neytendasamtökin á íslandi, eins og neytendasamtök í öðrum Evrópulöndum, hafa verið að skoða þessi mál. Það er ljóst að það er mjög mikil óánægja á meðal neyt- enda þegar ákveðnir stór- viðburðir í íþróttaheimin- um eru sendir út í læstri dag- skrá og það er engin tilviljun að Evrópusam- bandið íhugar tilskipun á þessu sviði. Við munum fyrst og fremst fylgjast mjög grannt með hvemig framkvæmd þessa verð- ur í nágrannalöndum okkar vegna þess að hvert land mun hafa heimild til þess að fram- kvæma þetta miðað við vinsæld- ir einstakra íþróttagreina. Þegar um er að ræða þjóðaríþrótt hjá ákveðinni þjóð er það skoðun okkar að meiri háttar viðburðir þar eigi að standa öllum til boða og þess vegna eigi að senda þá út í opinni dagskrá. Það er alveg ljóst að við erum ekki að tala um galopna dagskrá hvað varðar íþróttir. Við erum að tala um helstu viðburði sem á dagskrá eru.“ Tillagan dæmd til að falla „Tillaga fyrir framkvæmda- nefnd Evrópusambandsins á langa leið fýrir höndum áður en hún kemur til samþykktar og framkvæmda. Spyrja má hvers vegna íþróttahreyf- ingin þarf að sætta sig við miðstýringar- vald af þessu tagi. Ef emb- ættismanna- nefndir eiga að skera úr um hvaða viðburð- ir hafa slíka sérstöðu að þeim beri að sjón- varpa ókeypis til almennings hvernig verður þá skorið úr álitamálum? Hverjir skipa þær nefndir? Verður það kannski kontóristi í stjórnarráðinu sem raðar leikjum á dagskrá RÚV í beinni útsendingu og skikkar sjónvarpið til greiðslna? Þessi til- laga er á skjön við alla þróun í framleiðslu og dreifmgu íþrótta- efnis í heiminum í dag. Hún er dæmd til að falla sökum þess að hún tekur ekki mið af raunveru- legum aðstæðum. Hvers vegna ætti sá hluti skattborgara sem hefur engan áhuga á knatt- spyrnu, boxi, tennis eða íslenskri glímu að niðurgreiða þá skemmt- un fyrir hina sem hafa brenn- andi áhuga á slíku efni?“ -ilk Páll Baldvin Bald- vlnason, fram- kvaomdastjórl dag- skrársvl&s íslenska Útvarpsfélagslns. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekiö við greinum í blaöið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.