Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1997, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 9 r O.J. Simpson gefiö tækifæri til að losna viö miskabætur: Neitar tilboði um að játa sekt sína O.J. Simpson neitaöi í gær að játa á sig morðin á Nicole Brown Simp- son, fymim eiginkonu sinni, og unnusta hennar, Ronald Goldman, og bætti við að hann mundi aldrei játa að hann væri sekur um glæp sem hann hefði ekki framið. Tilefnið var tilboö frá föður Ronalds Gold- mans sem sagðist vera reiðubúinn að falla frá kröfum um greiðslu 1,4 milljarða króna miskabóta sem hon- um voru dæmdar ef Simpson játaði á sig morðin á syni sínum og Nicole. Kviðdómur dæmdi Simspon í síð- ustu viku sekan um morðin sem framin voru 12. júní 1994. Nicole og Ronald voru stungin til bana fyrir utan heimili henncu:. Simpson var sýknaður af morðákærum í opin- beru sakamáli í október 1995. „Ef aðilinn, sem myrti son minn, er reiðubúinn að skrifa fullkomna játningu á blað og birta hana í dag- blöðum um allt land þá skal ég glað- ur horfa hjá niðurstöðu dómsins um miskabætur," sagði Fred Gold- man i útvarpsviðtali í gær. í yfirlýsingu, sem Simpson gaf út skömmu eftir útvarpsviðtalið, sagði: „Það gildir einu hve miklir pening- ar eru í boði, ég mun aldrei játa á mig glæp sem ég framdi ekki.“ En þar með var málinu ekki lok- ið. Lögmaður Freds Goldmans fýlgdi málinu eftir í viðtalsþætti Larrys Kings á CNN-sjónvarpsstöð- inni þar sem hann sagði: „Hóum verður að játa að hann hafi myrt Nicole Brown og Ronald Goldman. Hann verður að segja umheiminum frá því hvað hann gerði, hvemig hann gerði það og skrifa undir játn- ingu þess efhis.“ En Goldman virðist ekki trúaður á að Simpson játi eitt né neitt: „Þessi maður hefur aldrei þurft að bera ábyrgð á nokkrum hlut allt sitt lif.“ Reuter Söngvarinn David Bowie hefur nú bæst í hóp þeirra frægu leikara og skemmtikrafta og fleiri sem fengið hafa gang- stéttarhellu sér til heiöurs við Hollywood Bouievard í Hollywood. Á myndinni bendir Bowie á helluna góöu og held- ur á skjali meö stjörnu sem vottar aö honum hafi hlotnast þessl heiöur. Bowie leikur annars á als oddi þessa dag- ana enda meö nýja plötu sem nefnist Earthling eöa Jaröarbúi. Sfmamynd Reuter Er Michael Jackson orðinn pabbi? Sjónvai-psstöð í Los Angeles greindi frá því í gær að kona, sem kynnti sig sem eigin- konu Michaels Jacksons, hefði tii- kynnt að hún væri búin að fæða son. Aðr- ar fréttastofur sögðu að eiginkona söngvar- ans, Debbie Rowe, heföi verið flutt á frægt sjúkrahús en að hún væri enn ekki búin að fæða. Talsmaður Jacksons vildi ekki staðfesta í gær að Rowe væri á sjúkrahúsi en lofaði að senda fljót- lega út yfirlýsingu. Mikill öryggisviðbúnaður var í kringum umrætt sjúkrahús en talsmaður þess neitaði að stað- festa að Jackson og eiginkona hans væru þar. Orðrómur hefúr veriö á kreiki um að Rowe ætlaði að eignast barnið í Sviss en von er á því um miöjan febrúar. Jackson og Rowe gengu í hjónaband í Ástralíu í nóvember síðastliðnum, aðeins tíu dögum eftir að Jackson tilkynnti að Rowe, sem er hjúkrunarkona, ætti von á barni þeirra. Jackson hefur neitað orðrómi um að um gervifrjóvgun hefði verið að ræða og að hann hefði greitt Rowe um 35 milljónir íslenskra króna fyrir að ganga með barn hans. Reuter Barnafatnaður fannst í hús- um Dutroux Rannsóknarlögreglan í Belgiu hefur fundið fatnað sem hún telur að hafi tilheyrt átta bömum í hús- um bamaníðingsins Marcs Dutroux sem handtekinn var í ágúst síðastliðnum. Nokkrum dög- um eftir handtöku hans bjargaði lögreglan tveimur telpum úr einu húsa hans. Lögreglan fann svo síð- ar lík fjögurra bama sem saknað var. Foreldrar þeirra bama, sem enn er saknað, eiga eftir að skoða þá hluti sem lögreglan hefúr fund- ið. ftT H. NVJAN omiiMARTIMA rílcstrarvara iboðiðhf. tARJÁTN/JV Café Óperu VALENTÍNUSARDAGURINN U.febrúar (Iiiilli 23-01) MATSEOLL HVITLAUKSLEGID5jAVARFANG A SALATBEO DIJONBORINN LAMUAVÖLV! MED KAMPAVÍNSBÆTTRI SlNNEl’SSÓSU BORID FRAM MEÐBÖKUIU JARÐEPLI. "ÁSTARJÁTNING" EFTIRRÉn UR ELSKENDA VERDKR. 2.490 Á I’ARID BORIAPANTANIR f SÍMA 552-9499 OG 562-4045 Café Opera lifandi veitingastaður - aetíð spennandi - alltaf best iQNEER PtONEER PION^fR .... -þö'M N-760 • Magnari: 2x1 OOw (RMS, 1kHz, 8Q) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Tekur UflilHiCT • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Þrískiptir 100w (DIN) :S PIONaSR í'iONEcr :ONE£R FF > Magnari: 2x30w (RMS, 1 kHz, 6Í1) ■ Útvarp: FM/AM, 30 slöðva minni • Geislaspilari: I38M'4W.I'ET > SegulbandstæidTY vötalt > Hátalarar: Tvískiptir 30w (DIN) N-ZBO ■ Magnari: 2x70w (RMS, 1kHz, 6Í2) 1 Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Einfaldur „Slot ln“ ■ Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Tvískiptir 70w (DiN) Umbadsmenn om land allt Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búðardal Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafver, Bolungarvík.Hljómborg, ísafiröi. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Hóraðsbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavlk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.