Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 Fréttir ^ Skoðanakönnun DV á viðhorfi kjósenda í garð nýs forseta íslands: Atta af hverjum tíu eru ánægðir með Ólaf Ragnar - hrifningin minnst í röðum sjálfstæðismanna en mest innan Alþýðubandalagsins Langflestum kjósendum, eða nærri átta af hverjum tíu, finnst Ólafur Ragnar Grímsson hafa staðið sig vel á Bessastöðum eftir rúmlega hálft ár í embætti forseta íslands. Fimmtungur kjósenda telur frammistöðu hans sæmilega en ein- ungis rúm 2 prósent segja hann hafa staðið sig illa. Þetta eru helstu nið- urstöður nýrrar skoðanakönnunar DV á viðhorfl kjósenda í garð nýs forseta íslands. Könnunin fór fram í vikunni og var gerð af markaðs- deild Frjálsrar íjölmiðlunar hf. Úrtakið í könnuninni var 1200 manns, jafht skipt á miili höfúðborg- arsvæðis og landsbyggðar og á milli kynja. Spumingin sem lögð var fram var eftirfarandi: „Hvemig finnst þér forseti íslands hafa staðið sig í emb- ætti; vel, sæmilega eða illa?“ Nær allir taka afstööu Kjósendur höfðu greinilega tekið afstöðu til forsetans því aðeins 2,3 prósent af 1200 manna úrtaki vom óákveðin eða neituðu að svara spum- ingunni. Alls tóku því 97,7 prósent af- stöðu til spumingarinnar. Er varla hægt aö fara fram á mikið betri þátt- töku í skoðanakönnun sem þessari. Af úrtakinu öllu sögðu 75,3 pró- sent forsetann hafa staðið sig vel, sæmflega sögðu 20,1 prósent, 2,3 pró- sent töldu hann hafa staðið sig illa, 1,2 prósent vora óákveðin og 1,1 pró- sent vfldu ekki svara spumingunni. Af aöeins era teknir þeir sem af- stöðu tóku töldu 77,1 prósent Ólaf Ragnar hafa staðið sig vel í forseta- embættinu, 20,5 prósent sæmUega og 2,4 prósent Ula. Búseta og kyn skipta litlu Forsetinn má vera ánægður meö þessar niðurstöður sem sýna að þjóðin hefur sameinast um hann. í kosningunum 29. júní sl. hlaut hann fylgi ríflega 41 prósents kjósenda þannig að óbeint má orða það svo aö hann hafi nærri tvöfaldað fylgið. Álit á frammistöðu Ólafs er svip- uð eftir kyni og búsetu kjósenda. Aðeins fleiri konum en körlum fannst hann hafa staðið sig vel en heldur fleiri körlum fannst frammi- staöan slæm. Nánast enginn munur er eftir búsetu hjá þeim sem voru ánægðastir með forsetann. Óánægð- ir vora ívið fleiri á höfuðborgar- svæöinu en landsbyggðinni. 62 prósent sjálfstæöis- manna ánægö Sé viðhorf kjósenda skoðað eftir því hvaða stjórnmálaflokka þeir sögðust styðja tU Alþingis kemur margt fróðlegt í ljós. Greining af því tagi getur þó vart talist marktæk hjá Þjóðvaka og Kvennalista sökum lítils fylgis við þá flokka. Viðhorfið er yfirleitt nokkuð já- kvætt í öUum flokkum, líkt og nið- urstaða sjálfrar könnunarinnar sýn- ir, en mismunandi mikið þó. Hrifh- ingin er minnst í röðum sjálfstæðis- manna þar sem 61,9 prósent flokks- manna sögðu forsetann hafa staðið sig vel, 31,1 prósent sæmUega, 4,1 prósent Ula og 2,8 prósent sjálfstæð- ismanna voru óákveðnir í afstöðu sinni tU Ólafs Ragnars eða neituðu að svara. Mest var ánægjan í röðum Alþýðubandalagsmanna, fyrrum flokkssystkina Ólafs Ragnars. Að mati 88,6 prósenta flokksmanna hef- ur forsetinn staðið sig vel, sæmUega sögðu 8,2 prósent og 1,9 prósent Ula. Álit framsóknarmanna var svip- að og í Alþýðubandalaginu. Rúm 86 prósent flokksmanna sögðu forset- ann hafa staðið sig vel, 11,5 prósent sæmUega, 1,4 prósent Ula og 0,7 pró- sent tóku ekki afstöðu eða vUdu ekki svara spumingunni. Heldur minni var ánægjan hjá krötum. Af kjósendum Alþýðuflokksins sögöu 78,4 prósent Ólaf Ragnar hafa staðið sig vel, 19 prósent sæmUega og 1,7 prósent Ula. Eins og áður sagði telst greiningin á fylgismönnum Þjóðvaka og Kvennalista vart marktæk en hana má þó sjá á meðfylgjandi grafi. -bjb Hvernig hefur Ólafur Ragnar Grímsson staðið sig sem forseti Jslands? - niöurstaöa skoöanakönnunar DV 25.-26. febrúar 1997 - ■ Vel Sæmilega II llla Óðkveönir svara ekkl Niðurstöður skoðanakönnunarinnar Ef aðeins eni teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðumar þessar DV Viðhorf til forsetans eftir flokkum |Vel SiSæmilega BE llla óðkv./ sv. ekki 44 2,8_____ inum var tilkynnt aö boöun verkfalls f Mjólkursamsölunni og Emmess-ís- geröinni komi til framkvæmda 9. mars hafi samningar ekki tekist fyrir þann tfma. Fleiri atkvæöagreiöslur um verkfallsboöun veröa hjó verkalýösfélög- unum næstu daga. DV-mynd ÞÖK einkasjónvarpsstöðvarnar? Lögreglan á ísafirði: Handtökur vegna þjófnaða og skemmdarverka Undanfamar vikur hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni á ísa- firði nokkur mál er varða þjófhað á ýmsum hlutum, s.s. hljómtækjum og hlutum úr bifreiðum og tölu- verðu magni af harðfiski. Þá hafa einnig verið til rannsóknar mál er varða skemmdarverk á Ijósastaur- um á Óshlíðarvegi og mannvirkjum i eigu Orkubús Vestfjarða í Vest- fjarðagöngum. Skotið hafði verið með haglabyssu á þessa hluti og hlotist af töluvert tjón. Á þriðjudaginn óskaöi lögreglan á ísafirði eftir aðstoð lögreglunnar á Hólmavík mn að stöðvaður yrði bíll á leið suður vegna grans um að í honum væri þýfi. Þrír menn á aldr- inum 16-20 ára vora í bílnum og nokkuð af þýfi, þar á meðal t.d. 40 kg af harðfiski sem útbúin höfðu verið til sölu. Tveir mannanna vora handteknir og við yfirheyrslur viðurkenndu þeir m.a. að hafa skotið með hagla- byssu á ljósastaura á Óshlíðarvegi og að hafa stoliö ýmsum hlutum úr bifreiðum á ísafirði, Flateyri og í Bolungarvík. Hluti þýfisins hefur komið fram. Mönnunum hefur veriö sleppt en rannsókn málanna heldur áfram þar sem talið er að fleiri tengist þeim. Þjófnaðurinn á harðfiski úr hjalli á Þingeyri frá því um miðjan febrúar hefur ekki verið upplýstur en tveir menn á fimmtugsaldri hafa verið yfirheyrðir vegna þess máls. Við húsleit á heimfli þeirra var lagt hald á skotvopn sem þeir viður- kenndu að hafa notað við skemmd- arverkin á Óshlíðarvegi. -sv Innbrot í bíla Um klukkan þrjú í fyrrinótt barst ljós að þeir sem henni óku höfðu lögreglunni í Reykjavík tilkynning brotist inn í bOa við GuOengi og um gransamlega bifreið á ferð í Fróðengi. Þeir voru teknir ásamt Grafarvogi. Þegar hún fannst kom í þýfi og vistaðir í geymslum lögregl- Stuttar fréttir Skotveiðimenn sárir Aðalfundur Skotveiöifélags ís- lands mótmælir óréttlæti sem skotveiðimenn eru beittir af fjár- málaráöuneyti með háum vöra- gjöldum á veiðibúnað, mun hærri en annað útvistarfólk þarf að greiða af sínum búnaði. Stækkun járnblendifélagsins FuOtrúar ísl. jámblendifélags- ins og Landsvirkjunar hafa undir- ritað framlengingu á rafmagns- samningi fyrirtækjanna um raf- orkusölu næstu 20 árin. í þessum viðbótarsamningi er heimOd tO aö geyma rétt tO meiri orkukaupa ef verksmiðjan veröur stækkuð. 532 miljjóna hagnaður Eimskips Eimskip hagnaðist um 532 millj- ónir áriö 1996 og nam hagnaður- inn 4% af veltu. Rekstrartekjur jukust um 26% og eiginíjárhlutfaO reyndist 38%, arðsemi eigin fjár eftir reiknaöa skatta varð 9%. Húsnæðisstofnun burt Ungir sjálfstæðismenn segja að 7 af hverjum 10, sem þátt tóku í skoðanakönnun á þeirra vegum, vOji leggja niður Húsnæðisstofn- un ríkisins. Landsbyggðarfólk sé fremur á þessari skoðun en íbúar höfuðhorgarsvæðisins. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.