Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 Ætla að vekja mesta athygli „Ég ætla mér að vekja mesta athygli áhorfenda og skemmta mér konunglega ... Það er ekkert mál að troða upp fyrir framan 500 milljónir. Mér líður betur eft- ir því sem milljónirnar eru fleiri.“ Páll Óskar, sem verður fulltrúi íslands í Eurovision, í Morgun- blaðinu. Þvers og kruss „Kröfur okkar eru reiknaðar þvers og krass, upp og niður og við getum ekki haldið svona áfram.“ Björn Grétar Sveinsson, form. Verkamannasambandsins, í Al- þýðublaðinu. Engin bardagavígi „Það verða engin bardagavigi hér fyrir utan bæ til að stöðva mjólkurflutninga til borgarinnar eins og var í gamla daga.“ Halldór Björnsson, form. Dags- brúnar, í DV. Ummæli Að auðgast á aðstöðu sinni „Hér sitja menn í mikilvægum embættum út um allt þjóðfélag, á þingi sem annars staðar, sem hafa auðgast á aðstöðu sinni í opinberum sjóðum." Guðrún Helgadóttir rithöfund- ur, í Degi-Tímanum. Neðanjarðarstarfsemi „Þetta er eins og lítil mafía, allt gengur út á persónulegan kunningsskap og neðanjarðar- starfsemi. Utanaðkomandi aðil- um er fljótlega úthýst.“ Tryggvi Sveinbjörnsson, einn eigenda Meistarans, í Við- skiptablaðinu. Hæsta stigatalan í körfubolta Hæsta samanlagða stigatala í leik í NBA-deildinni bandarisku í körfubolta er 370 stig. Þessi stigafjöldi var skoraður í leik á milli Detroit Pi- stons og Denver Nuggets í Denver 13. desember 1983. Detroit sigraði 186-184. Leikurinn var fram- lengdur er staðan var jöfn, 145-145, eftir venjulegan leik- tíma. Metið í venjulegum leik- tíma er 318 stig, þegar Denver Nuggets sigraði San Antonio Spurs 163-155,11. janúar 1984. Hæsta stigatala einstaklings Sá leikmaður sem hefur skor- að flest stig í einum leik í NBA- deildinni er Wilton Norman (Wilt) Chamberlain. Þetta met setti hann 2. mars 1962 er hann lék með Philadelphia gegn New York. Blessuð veröldin Hávöxnustu körfubolta- mennirnir Hæsti körfuboltamaður allra tíma er sagður Suleiman Ali Nashnush (f. 1943), sem lék með líbýska landsliðinu 1962, var hann 2,45 m á hæð. Aleksandr Sizonenko, sem lék með sovéska landsliðinu var 2,39 metra hár. Hæsta kona sem leikið hefur körfubolta er Iuliana Semenove (f. 1952), hún var 2,18 metrar á hæð. Víða hvassviðri eða stormur Út af Melrakkasléttu er 952 mb lægð á leið norðnorðaustur. Skammt suður af Reykjanesi er 956 mb lægð á leið austur og síðan norðaustur. í dag verður vaxandi norðanátt, fyrst vestan til. Víða hvassviðri eða Veðrið í dag stormur um norðanvert landið en allhvasst eða hvasst suðvestanlands en heldur hægari suðaustanlands. É1 norðanlands en úrkomulítið verður sunnan til. Kólnandi veður. Á höfuðborgarsvæðinu verður vaxandi norðanátt, allhvöss eða hvöss og skýjað með köflum síðdeg- is. Norðankaldi í nótt. Frystir í dag. Sólarlag í Reykjavík: 18.43 Sólarupprás á morgun: 08.35 Síðdegisflóð 1 Reykjavlk: 22.09 Árdegisflóð á morgun: 10.32 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaóir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Helsinki Kaupmannah. Ósló snjókoma -1 léttskýjaö 2 snjókoma -0 snjókoma -4 skýjað 2 skýjað 0 skúr 1 snjókoma -0 alskýiað 1 slydduél 2 léttskýjaö -4 þokumóða 2 súld 3 Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca Miami París Róm New York Orlando Nuuk Vín Winnipeg skúr á síð.kls. skýiað heiðskírt alskýjað skýjað skúr á síð.kls. skýjað hálfskýjað léttskýjaó þokumóða þokumóða 6 7 8 1 3 6 6 8 1 10 2 skýjaó 4 léttskýjað 4 léttskýjaó 15 hálfskýjaó 22 alskýjaö 22 léttskýjað 2 alskyjað -14 Sigfús Steindórsson hagyrðingur: Sýnist að kverið ætli að seljast aftur upp DV, Fljótum: „Ég er ákaflega ánægður með hvað þetta litla kver hefur fengið góðar viðtökur. Það var prentað í fjórða skiptið nú fyrir stuttu og mér sýnist að það muni fljótlega seljast upp eins og þau fyrri,“ sagði Sigfús Steindórsson, hagyrð- ingur á Sauðárkróki, í samtali vi fréttamann. Sigfús, sem er frá Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi, er vel þekktur á Norðurlandi fyrir hreysti og hagmælsku. Hann hefur skrifað margar eftirtektarverðar Maður dagsins greinar í blöð um hin ýmsu þjóð- mál. Árið 1994 gaf hann út ljóða- kverið „Fýkur í hendingum hjá Fúsa“ og hefur það selst upp nán- ast jafnóðum og það hefur komið út. Sigfús var bóndi í Lýtingsstaða- hreppi í mörg ár en fluttist til Sauðárkróks árið 1980. Hann held- ur þó enn góðum tengslum við Sigfús Steindórsson. DV mynd Örn sveitina og fer til átthaganna í Lýt- ingsstaðahreppnum oft í viku og sest á hestbak því hann hefur ver- ið hestamaður aUt frá bamsaldri. Hann segist hafa byrjað að setja saman vísur þegar hann var átta ára gamall og hafi haldið því áfram síðan. Það hafi hins vegar verið fyrir hvatningu vina og kunnihgja að hann gaf brot af kveðskapnum út. Sigfús varð sjötíu og fimm ára þann 7. júní 1996 en var þá að heiman ásamt konu sinni, frú Jór- unni Guðmundsdóttur. Margir vina þeirra ágætu hjóna gripu því í tómt þegar þeir hringdu heim til þeirra með það í huga að færa þeim heillaóskir. En heillaóskirn- ar bárust þeim siðar og flýtur ein þeirra hér með sem Ingvar Gýgjar Jónsson sendi: Heill þér hálfáttræðum, ungi maður sem æsku, reisn og hreysti berð. Viljann sterka og vinskap fastan er varðar þina gæfuferð. Ávallt naust þú greiða að gera grannanum sem veist var að þorðir að segja, þorðir að vera þú ert hetja vor í dag. -ÖÞ Stingur sér í sjóinn Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. KFÍ-Keflavík í körfuboltanum Það er frekar rólegt í innlend- um íþróttum i kvöld og er það lognið á undan storminum því um helgina er keppt í mörgum íþróttagreinum. í körfuboltanum er einn leikur á dagskrá kvölds- ins og fer hann fram á ísafirði. Þar leika heimamenn i KFÍ við íþróttir hið sterka lið Keflavíkur. Leik- m'inn hefst kl. 20. Keflvíkingar stnada einnig í stórræðum í handboltanum i kvöld, en í 2. deildinni fer fram í Laugardals- höll viðureign Ögra og Keflavík- ur og hefst hann kl. 21. Hughrif ís- lenskrar náttúru í tUefni fimmtugsafmælis sins um síðustu helgi opnaði Jóhann G. Jóhanns- son, myndlist- ar- og tónlist- armaður sýn- ingu i Gallerí Borg við Ing- ólfstorg og lýk- ur henni nú um helgina. Jóhann er Jóhann Q Jó. longu orðinn hannsson. landsþekktur, bæði í tónlistinni og myndlist- inni. Á síðustu misseram hefur hann unnið jöfnum höndum að myndlistinni og tónsmíðum. Jó- hann sýnir í GaUerí Borg um 35 Sýningar verk sem unnin era með vatns- litum og blandaðri tækni, þar sem hann leitast við að túlka andstæður og mikilfengleika hinnar islensku náttúra. Sýning- in er opin um helgina kl. 14-18. Bridge Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur er nú lokið og sveit Gylfa Baldurssonar stóð uppi sem sigurveg- ari í lokin (Gylfl, Jón Hjaltason, Helgi Sigurðsson, Sigurður B. Þorsteinsson, Jón Ingi Björnsson). SpUuð voru for- gefin spil og spUaramir vora sammála um að skipting spUanna hafi verið óvenju viUt í síðustu umferðinni. Skoðum hér eitt af þeim viUtari, eng- inn á hættu og suður gjafari: « K1052 * K8742 * K987 * — * 843 V 5 * ÁDG10632 * ÁD 4 D 3 ♦ 4 4 G109876543 í leik Roche og Símonar Símonar- sonar gengu sagnir þannig í opnum sal: Suður Vestur Norður Austur Jón Þ. Simon Haukur Páll B. 5* Dobl pass 5G pass 64- Dobl 6«4 pass 6G Dobl p/h Sannarlega fjörugar sagnir. Jón var svo óheppinn að spUa út tigli og sagn- hafi gat ekki annað en unnið spUið í þessari legu. Hann tók á ásinn og hélt áfram tígulsókninni og Haukur spUaði spaða þegar hann tók á kónginn í þriðja slag. Sagnhafi fór upp með ás og norður var siðan þvingaður í hálitun- um. Sagnhafl fær hins vegar ekki nema 10 slagi ef útspUið er lauf, því það klippir á samgang handanna. Á hinu borðinu vora spUuð 5 hjörtu dobluð sem fóru einn niður vegna hinnar slæmu legu í hjartanu. í leik Eurocards og Sigmundar Stefánssonar gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norður Austur Sævin Guðm.Sv.Guðm.B. Valur 2* 54- p/h Sævin Bjamason ákvað að bregða á leik og opna á alkröfu á laufsleggjuna. Guðmundur Sveinsson ákvað eftir langa umhugsun að stökkva í 5 tígla, pass Guðmundar Baldurssonar neitaði ás. Valur Sigurðsson gat litla hug- mynd gert sér um spilin og passaði, enda fást ekki nema 11 slagir með bestu vörn. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.