Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 7 Préttir Unglingar í starfi hjá borginni i sumar: Gert ráð fyrir um 5% fækkun DV Sandkorn Innri maðurinn Séra Karl Sig- urbjörnsson hefur um þess- ar mundir lang mest fylgi meðal þjóðar- innar sem næsti biskup íslands ef marka má skoðanakann- anir. Hann virðist vera sá maður sem fólk telur að geti raðað saman þeim brotum sem kirkjan er sögð vera i. Séra Karl fékk flestar tilnefhingar í nýrri skoðanakönnun DV og vegna þess fór ijósmyndari blaðsins á fund séra Karls til að mynda hann. Hann tók Ijósmyndara ljúfmannlega eins og hans er von og vísa. Séra Karl sagði ljósmyndaran- um að hann hefði orðið fyrir óhappi og væri axlarbrotinn. Þess vegna hefði hann þurft að fara í röntgen- myndatöku. „Getið þið ekki bara notað þá mynd?“ spurði séra Karl, „hún er nefnilega af mínum innri manni.“ Löng atrenna Það er ekki aHtaf hefðbund- in lýsing á knattspyrnu- kappleik hjá þeim Her- manni Gunn- arssyni og Loga Ólafssyni landsliðsþjálf- ara þegar þeir lýsa leikjum á Sýn eða Stöð 2 og 1/2, eins og gárungar kalla hana. Það fer í taugamar á mörgum knattspymuáhugamanninum þegar þeir era að tala út og suður um efni sem kemur hvorki leiknum, sem í gangi er, né knattspymu yfir höfuð nokkuð við. Samt læðast stundum út úr þeim góðir brandarar. Her- mann sagði einn í lýsingunni á miðvikudag. Hann sagöi sögu af tveimur mönnum sem voru að dást að Jóni Amari Magnússyni tug- þrautarkappa og íþróttaafrekum hans. „Fyrst hleypur hann 1500 metrana og svo stekkur hann á eftir 4.50 metra í stangarstökki eins og ekkert sé,“ sagði annar. „Það þykir mér nú ekki mikið eftir svona langt tilhlaup," svaraði hinn. Roðskórnir Enn er leitað i sögubrunn KnútsHaf- steinssonar menntaskóla- kennara. Hann segir að afstæði tímans hafi mörgum kenn- aranum reynst erfitt að koma nemendum sín- um f skilning um. Þetta hefði Sig- ríöur Hlíðar stærðfræðikennari lika mátti reyna í óvenju erfiðri glimu við andhverf foll sem þó em svo einfold að sögn. „Sko, elskumar mínar, maður fer fyrst í sokkana og svo í skóna og svo fer maður úr skónum og síðan úr sokkunum. Ég hef bara einu sinni heyrt talað um konu sem fór í sokkana utan yfir skó, en þaö var langömmusystir mín á síðustu öld, svo hún rynni ekki á hálkunni milli bæja. Skiljið þið nú hvemig þetta er, elskumar mínar?“ Það varð löng, löng þögn í bekknum. Svo var eins og bamsleg- ur roði færðist í kinnar að baki farðanum hjá einni stúlkunni og hún rétti upp höndina eins og áfjáð- ur krakki í 6 ára bekk að upplýsa kennara sinn. „Ég veit af hverju. Þeir vom svo hálir þessir roðskór sem þið notuðuð í gamla daga." Verði Ijós Guðni Ágústs- son alþingís- maður er mikill áhugamaður um að lýsa upp veginn yfir Helhsheiði. Á dögunum var þetta mál rætt á Alþingi og talaði Guðni þar fyrir því að lýsing yrði sett upp á Hellisheiðinni. Jón Kristjáns- son samþingmaöur Guöna orti þá i orðastað hans: í borginni er lélegt leiði leiðist mér í Reykjavlk Verði ljós á Hellisheiöi heimvon mi'n er nokkuö rík Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson Vinnuhópur um sumarvinnu ungmenna hefur komið saman og farið yfir skýrslur varðandi fjölda þeirra sem hófu störf hjá hinum ýmsum deildum og fyrirtækjum borgarinnar á síðasta ári. Borgar- ráð samþykkti samhljóða tiilög- urnar fyrir árið 1997. í ljós kemur að ráðningum hjá Vinnumiðlun skólafólks hefur fækkað síðustu tvö ár eins og sést á fylgiskjali 2. Þær voru 2.480 árið 1996, 2.799 árið 1995 og 3.124 árið 1994. Starfsáætlun Vinnuskólans mið- ar við óbreyttan starfstíma hjá 14 og 15 ára árgöngum, óbreytt kaup og spá um 5% færri starfandi ung- Dómur í Bandaríkjunum: Flugleiöir dæmdar til að greiða rúman miiljarð Kviðdómur í Bandaríkjunum felldi í fyrrakvöld þann úrskurð i máli Freds Pittmans gegn Flug- leiðum að félaginu bæri að greiða honum um 700 milljónir íslenskra króna á þeirri forsendu að félagið hefði tekið þátt í að flytja dóttur hans og Ernu Eyjólfsdóttur frá Bandaríkjunum til íslands með ólögmætum hætti 1. mars 1992. Jafnframt var niðurstaða kvið- dómsins að félaginu bæri að greiða Elísabetu dóttur Pittmans um 350 milljónir króna. Flugleiðir eru tryggðar fyrir skaðabótakröfu í þessu dómsmáli. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum er málinu ekki lokið á þessu dómstigi með þessum kvið- dómsúrskurði. Dómari í málinu hefur fengið úrskurðinn til um- fjöllunar og getur fellt hann úr gildi, lækkað bótafjárhæð eða fyr- irskipað ný réttarhöld. Trygginga- félagið, sem ber kostnaðinn af bótakröfu, verði hún staðfest i ein- hverju formi, hefur haldið uppi vömum í málinu og mun fylgja því eftir. -sv Stórstjarnan Björk meö stórstjörnum í Washington DV, Akranesi: Nú er allt útlit fyrir að sams kon- ar tónleikar meö stórstjömum, sem haldnir vora á síðasta ári, verði aft- ur á þessu ári. Um er að ræða tón- leikana Frelsum Tíbet en Björk Guðmundsdóttir var á meðal flytj- enda á þessum tónleikum á síðasta ári. Bassaleikari Beastie Boys, Adam Yauh, er að undirbúa tónleika sem á að halda 7.-8. júní i sumar á Ro- bert F. Kennedy vellinum í Was- hington og verða kallaðir Frelsum Tíbet. Það era engin smá nöfn sem þama koma fram og hafa gefið sam- þykki sitt auk Bjarkar. Þar má nefna U2, R.E.M., Neil Young, David Bowie, Stewie Wonder, Bob Dylan, Public Enemy, Race Agains the Machine, the Beastie Boys auk fleiri frægra tónlistarmanna. DVÓ LÍF- 0G SÖFNUNARTRYGGINGAR Löggilt vátryggingamiðlun Guðjón Styrkársson hrl. Aðalstræti 9 - Reykjavík Sími 551 8354 Fullgiltur söluaðili SUN LIFE LÍF- OG SÖFNUNARTRYGGINGAR linga. Sama gildi um 16 ára ár- ganginn en þar er miðað við óbreytt kaup og spá um 5% fækk- im frá síðasta ári. Hjá garðyrkjudeild innifelur starfsáætlun nú 90 störf við aíleys- ingar og 200 við sumarstörf. Þessi fjöldi var 120 og 260 og því er hér um fækkun um 90 manns að ræða. Óbreytt vinnufyrirkomulag er ráð- gert hjá gatnadeild, þ.e. sumar- störfln eru í skiptivinnu og 5% færri ungmenni við störf. Þá er reiknað með 148 færri ungmennum við sumarstörf hjá ÍTR en í fyrra. Er þar einkum um að ræða störf hjá íþróttafélögunum og störf við sumarnámskeið fyrir börn. í starfsáætlun nú eru 260 störf fyrir skólafólk en þau voru 408 í fýrra, þar af 148 vegna aukafjárveitingar. í Vinnuskólanum er gert ráð fyr- ir 6 vikna starfstíma í 7 tima á dag fyrir 15 ára, 3,5 tímar á dag fyrir 14 ára, 4 dagar verða teknir í fræðslu. Sextán ára krakkar vinna 7 tíma á dag, 5 daga vikunnar í 7 vikur og sama gildi um 17 og 18 ára krakka nema hvað þeir fá vinnu í 8 vikur. Aðeins 19 ára og eldri verða ráðnir í afleysingastörf hjá vinnu- flokkum gatnadeildar, garðyrkju- deildar og veitustofnunum, há- mark yfireitt 10 vikur. Þá er heim- ild til að ráða 17-19 ára ungmenni af atvinnuleysisskrá í afleysinga- störf eða til starfa sem stofnað er til vegna fjárveitinga vegna sumar- vinnu skólafólks. Hjá ÍTR verða ekki ráðnir yngri en 20 ára leiðbeinendur við sum- arnámskeið barna. Krakkar á aldr- inum 17-19 ára verða ráðnir sem aðstoðarfólk á námskeiðum og við almenn störf hjá ÍTR, hámark yfir- leitt 10 vikur. Einungis 22 ára og eldri verða ráðnir í störf leiðbein- enda hjá Vinnuskólanum. Um- sóknir um sumarstörf verða til 30. apríl. -sv standa undir nafni! EUR0 og VISA raðgreiðslur Lógmúla 8 • Sími 533 2800 -fetiframar Umboðsmenn: Reykjavík: Hagkaup. Byggt & Búið, Kringlunni.Magasín. BYKO. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni E. Hallgrímsson, Grundarfiröi.Versun Einars Stefánssonar, Búðardal. Heimahornið, Stykkishólmi. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauöárkróki.KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. KEA Siglufirði. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Lónið, Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson.Egilsstöðum. Versiunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík. Fjarðarkaup, Hafnarfiröi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.