Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 28
40 -I" FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 sviðsljós Daður í fríi kostaði 1 milljarð Kevin Costner hefur viður- kennt að vera faðir lítils drengs sem auðmannsdóttirin Bridget Rooney eignaöist í nóvember síðastliðnum. Þau höfðu hist þegar leikarinn var í fríi í Aspen í Colorado. Þrátt fyrir að faðir Rooneys sé milljónamær- ingur verður Costner að greiða 1 milljarð islenskra króna fyrir uppeldi og menntun sonarins. Danski kvikmyndaleikstjórinn Bille August: Sér fjölskylduna bara; þrjá daga í mánuði Kvimyndaleikstjórinn Bille Aug- ust er fremur óhress þessa dagana því að danskir gagnrýnendur hafa farið miður fallegum orðum um kvikmynd hans um grænlensku stúlkuna Smillu sem Julia Ormond leikur. En August er reyndur og veit að við slíku má alltaf búast. Hann er reyndar orðinn vel stæð- ur eftir alla velgengnina hingað til en leikstjórastarflð tekur sinn toll. August þarf að ferðast mikið og hann saknar fjölskyldunnar hræði- lega. „Ég sé fjölskylduna bara þrjá til flóra daga í hverjum mánuði," Bille August. sagði hann nýlega í tímaritsviðtali. Fjölskyldan hittist þá ýmist í Stokkhólmi, í Hombæk eða í íbúð í London. Þá er reynt að hóa öllum saman. Bille August, sem er 48 ára, er kvæntur sænsku leikkonunni Pemillu August sem nýlega er orð- in 39 ára. Þau eiga tvær dætur sam- an, þriggja og fimm ára. August á einnig tvo stráka á táningsaldri, fjórtán og áfján ára, frá fyrra hjóna- bandi. Pemilla á tólf ára dóttur frá fyrra hjónabandi og býr hún hjá foð- ur sínum. Leikstjórinn kveðst ætla að halda áfram að búa til þær myndir sem hann trúir á og sem hann getur út- vegað fjármagn til. Það þýðir náttúrlega að samverustundunum með fjölskyldunni fjölgar ekki en hann segir að þar sem Pernilla sé sjálf leikkona viti hún hvemig mál- in séu. Þau reyni hins vegar að hafa þær stundir sem þau eiga saman sem ánægjulegastar. Bille August leggur áherslu á að hann verði alltaf danskur þrátt fyr- ir tengslin við Hollywood. % A) ullt af Úrvalsefni: Skynfæriii á ferð og flugi Jóhanna Jóhannsdóttir spjallar létt um utanferðir íslendinga og gefur góð ráð. Endalaust flug Flugvélar með tveggja hestafla hreyfla og sólarrafhlöður fara á loft innan skamms. Ceimverubær, Bandaríkjunum Við íslendingar eigum okkar Snæfellsjökul og umhverfi hans. En Bandaríkjamenn hafa komið upp geimverubæ þar sem þær sýna sig tíðast. Cóðu veirumar Sumar veirur lifa á því að teríum sem valda Hveraig er orðaforðinn? Prófaðu bara sjálf/ur orða þinn og íslenskukunnáttu V Söngkonan Toni Braxton flytur þakkarræðu eftir að hafa verið kjörin besta poppsöngkonan á Grammy-tónlistarhá- tiðinni í New York. Braxton fékk verðlaunin fyrir lagið Un-Break My Heart. Sfmamynd Reuter Ætluðu að myrða Elenu Spánarprinsessu Hryðjverkamenn aðskilnaðar- hreyfmgar Baska á Spáni, ETA, ráð- gerðu að ræna spænsku prinses- sunni Elenu eða myrða hana í ein- um af reiðskólum hennar í suður- hluta Frakklands. Franskur sér- fræðingur í baráttunni gegn hryðju- verkum sagði frá þessu í viðtali við franskt dagblað nú í vikunni. Elena gekk að eiga spænska að- alsmanninn Jaime de Marichalar fyrir tveimur árum. Jóhann Karl Spánarkonungur leiddi dóttur sfna, Elenu, upp að altarinu f dómkirkjunni f Sevilla fyrir tveimur árum. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.