Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 36
LT3 Þórshöfn: Meirihluti sveitar- stjórnar sprunginn - vegna ósættis um sölu hlutabréfa hreppsins í HÞ „Þetta var dropinn sem fyllti mælinn hér og ég er alveg búinn að fá nóg af þessu. Það er margt sem er í ólestri hér og má nefna m.a. byggingu íþróttahússins sem er allt of stórt fyrir svona lítið bæjarfé- lag,“ segir Jónas Jóhannsson, sem verið hefur einn þriggja aðila í meirihluta sveitarstjómar Þórs- hafhar. Meirihluti sveitarstjórnarinnar sprakk sl. þriðjudagskvöld þegar Jónas sagði sig úr stjóminni eftir að deilur komu þar upp um sölu 11,3% af hlutafé sem hreppurinn á í Hraðfrystistöð Þórshafnar. Einkahlutafélagið Hængur ehf., sem Jóhann A. Jónsson, oddviti og framkvæmdstjóri HÞ og fleiri hátt- settir menn innan HÞ eiga, vildi kaupa þessi 11,3% hlutabréfa sem hreppurinn ætlar að selja og eru að nafnvirði rúmar 33 milljónir króna. Jónas og Jón Gunnþórsson, sem er í minnihluta hreppsnefnd- ar, vildu hins vegar láta auglýsa sölu þessara hlutabréfa þannig að þau færu á opinn markað og hæsta tilboði í þau yrði tekið. Einkahlutafélag Jóhanns A. Jónssonar, bræðra hans og félaga, Hængur ehf. sem stofhaö var í febr- úar 1995, á þegar um fjórðung í HÞ og hefur undanfarið sankað að sér hlutabréfum í fyrirtækinu. Jóhann og tveir bræður hans eiga persónu- lega tæp 10%. Því er alls rúmlega þriðjungur hlutafjár i fyrirtækinu í eign þeirra. Hlutabréfm hafa Hængsmenn í flestum tilfellum keypt á nafnverði eða því sem næst samkvæmt heimildum DV. Miðað við gengi bréfanna á markaði nú er verðmæti þeirra margfalt meira en Hængsmenn borguðu fyrir á sínum tíma. Þórshafnarhreppur er stærsti einstaki hluthaflnn en þar sem Jó- hann er líka oddviti hefur hann ítök í um 70% hlutafjár eða ríflega tvöföldum meirihluta. Ef Hængur hf. nær nú að kaupa þessi 11,3%, sem hreppurinn ætlar að selja, aukast ítökin enn frekar. Jóhann A. Jónsson oddviti og framkvæmdastjóri HÞ, segir að búið sé að fela bæjarstjóranum að ganga frá sölu 11,3% af hlutafénu til Hængs. Jóhann segir ekkert óeðlilegt við að Hængur kaupi hlutabréfin af hreppnum. „Hreppurinn er að reyna að fjár- magna byggingu íþróttahúss og lækkun skulda og meirihlutinn er hlynntur því. Það er ástæðan að verið er að selja þetta hlutafé í HÞ sem hreppurinn á. Við höfum byggt upp HÞ og tekið áhættu en fyrirtækið spjarar sig ágætlega. Við höfúm háleit markmið og erum að reyna að rífa upp atvinnulífið hér á Þórshöfh. Það er mjög slæmt að finna að ýmsir hér í bæjarfélag- inu geta ekki glaðst yfir því þegar vel gengur," segir Jóhann. -RR Veðrið á morgun: Skýjað með köflum Á morgun er gert ráð fyrir norðankalda og frosti um mestallt land, él við norðausturströndina en skýjað með köflum annars staðar. Veðriö í dag er á bls. 44 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 ^AImera öryggisins vegna ®lngvar Helgason hf. Simi 525 8000 100 menn leit- uöu tveggja skíðamanna Hjálpar- og björgunarsveitir af höf- uðborgarsvæðinu leituðu tveggja skíðamanna sem höfðu orðið viðskila við sjö félaga sína á Botnssúlum í gærdag. För fundust eftir mennina tvo um kl. 2.40 og mennirnir sjálfir síðan tæpum tveimur tímum síðar. Þeir voru villtir, heilir á húfi en nokk- uð þrekaðir. Hundrað menn með fjóra hunda leituðu á 20 bílum. -sv Haneshjónin fá að dvelja lengur Davið Oddsson hefur fallist á málaleitan Donalds og Conniear Hanes um að þau fái að dvelja allt að einum mánuði lengur hér á landi, en þau höfðu áður gert sam- komulag við íslensk stjórnvöld um að yfirgefa ísland eigi síðar en á morgun. -Ótt Formaöur grænlensku landsstjórnarinnar, Lars Emil Johansen, kom i opinbera heimsókn til Islands í gær. Þá ritaði hann meöal annars nafn sitt í gestabók Alþingis og fundaöi með Davíö Oddssyni forsætisráöherra. Lars Emil hitti íslensku forsetahjónin nú i morgun og fer síðan til Akureyrar þar sem honum veröa sýnd helstu fiskvinnslufyrirtæki bæjarins. DV-mynd ÞÖK Sjötíu þúsundin á röngum stað - segir Björn Grétar „Okkar krafa er að byrjunarlaun verði 70 þúsund krónur og síðan bygg- ist hæsta kaupið upp á því. Þess vegna hafa þeir sett sjötíu þúsund kallinn á rangan stað með því að hann náist ekki fyrr en í lok samn- ingstímabilsins. Þá leggja þeir til að yfirvinnuálagið verði lækkað sem þýðir einfaldlega að yfirvinnukaupið verður lækkað og þessu höfum við áður hafhað. Síðan eru þeir með samningatímann fram yfir næstu al- þingiskosningar," sagði Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambandsins, í morgun. Vinnuveitendur hafa lagt fram nýja útfærslu á því sem þeir hafa áður ver- ið að tala um. Nú leggja þeir til að laun hækki um tæplega 11 prósent í þremur áföngum, 3,85, 3,5 og 3,5 pró- sent í hvert sinn. í lok samningstíma- bilsins verði lægstu laun komin í 70 þúsund krónur. Samningstíminn verði til 1. október eða 1. nóvember 1999. -S.dór Fanginn fundinn Lögreglan í Reykjavík handtók í gær manninn sem strauk úr Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir um 65 dögum og sagði DV sögu sína í blaðinu gær, þá „frjáls" maður. -sv f-L'* KEMST DAV\Ð ÞÁ í HEILAGRA MANNA TÖLU? Helgarblað DV: Björk og þeir ’ bestu Helgarblað DV á morgun er efnis- mikið og yfirfúllt af skemmtilegu efni úr öllum áttum. Viðtöl eru við hand- hafa menningarverðlauna DV 1997 sem afhent voru í gær. Einkaviðtal er við Björk Guðmundsdóttur sem nk. þriðjudag tekur við Tónlistarverð- launum Norðurlandaráðs. Rætt er við Friðrik Karlsson gítar- leikara sem nú starfar við góðan orðstir í London og hefur komist í íb^ náðina hjá stórstiminu Madonnu. Spjallað er við heitasta leikaraparið í bænum, Baltasar Kormák og Margréti Vilhjálmsdóttur, sem er að fara að leika saman í Ketti á heitu blikkþaki i Þjóðleikhúsinu. Haukur Dór lista- maður er heimsóttur á Stokkseyri en hann hefur höndlað hamingjuna á ný eftir sáran konumissi og eignast barn, kominn vel á sextugsaldur. -em/bjb Þrefjaldur i. vinningur FRÉTTASK 0 TIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.