Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 11 Fréttir Bændur í Qötrum sérstakrar lagaverndar og sérvisku: Ein lög og einn siður fýrir alla verður að gilda - segir Jón Eiríksson bóndi, Arnarfelli „Þegar EES-samningurinn var gerður voru bændur teknir út úr og sérstök lög látin gilda inn þá, æðri öðrum lögum ,“ segir Jón Eiriksson, bóndi að Amarfelli í Eyjafjarðarsveit. Jón segir að bændur starfi í skjóli búvörulaga sem eru æðri samkeppn- islögum og bijóti í raun í bága við þau. Samkvæmt búvörulögum er bæði verð og magn búvara ákveðið af sérstökum aðilum meðan verðlagn- ing annarra vara ákvarðast af fram- boði og eftirspum í samræmi við samkeppnislög. Bændur séu þannig vemdaðir fyrir raunveruleikanum af sérstökum lögum eins og þeir séu fatlaðir, enda þótt fótlun þeirra sé ekki sýnilega fólgin í öðm en því að þeir em bændur. Jón segir að svo alvarlega sé nú komið fyrir elsta atvinnuvegi þjóðar- innar að forysta bænda og fulltrúar þeirra á búnaðarþingi, sem nú stend- ur yfír, geti ekki lengur vikist undan því að fara að dæmi Þorgeirs Ljós- vetningagoða og leggjast undir feld og hugsa sitt ráð. Eftir það hljóti þeim Jón Eiríksson, bóndi að Arnarfelli í Eyjafjaröarsveit, segir sérstök lög gilda um bændur sem æöri séu öörum lögum. Þeir séu þvi sérstaklega verndaöir. Ari Teitsson, formaöur Bændasamtakanna, segir bændur feta sig smátt og smátt í frjálsræðisátt. Formaður Bændasamtakanna: Fetum okkur í átt til frjálsræðis - háskalegt að fleygja öllu fyrir róða strax, segir Ari Teitsson „í drögum að kjaramálaáætlun búnaðarþings kemur fram að við geram okkur grein fyrir því að ffamtíð okkar liggur í markaðn- um,“ sagöi Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, þegar DV bar undir hann gagnrýni Jóns Eiríks- sonar um að bændur sætu fastir I viöjum sérlaga sem veija þá fyrir markaöslögmálunum og hindra þá í því að taka þátt í markaðsþjóðfélag- inu á sömu forsendum og aðrar at- vinnugreinar. Ari Teitsson segir þessa gagnrýni ekki sanngjama þar sem verulegar breytingar I frjálsræðisátt hafl ver- ið gerðar á landbúnaðinum og sé verið að gera jafht og þétt. „Við höf- um verið í dálítið lokuðu umhverfi, með sérlög, -reglur og miðstýringu undanfama áratugi. Þetta var líka svona í Sovétríkjunum þegar Gor- batsjov ákvað að fleygja því öllu út í hafsauga og hver var niðurstaðan? þaö hrundi allt. Við viijum ekki fara þá leið en erum sammála honum um að það þurfi að losa um hlutina og þróa þá en ekki að fleygja öllu fyrir borð. Ég held þannig að sauð- fjársamningurinn, sem við gerðum fyrir rúmu ári, sé dæmi um hvem- ig er verið að reyna að þróa hlutina. í honum var skilið að verulegu leyti milli stuðnings og framleiðslu og framleiðslustýring í raun afnumin og ákveðið að verðlagningin yrði gefin öjáls eftir tvö ár. Við erum því að feta okkur í þessa átt,“ segir Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna. -SÁ að verða ljóst eins og Þorgeiri að ekki gengur annað en að hafa ein lög og einn sið í landinu. „Stéttin er búin að múra sig inni með sérlögum og reglum og mun með sama áffamhaldi einangrast æ meir eins og einhvers konar sértrúarsöfh- uður þar sem príoramir boöa sjálfsaf- neitun þegnanna og sjálfsagt fyrir- gefiiingu syndanna sjálfum sér til handa, í stað þess að stéttin takist á við lífið eins og það er.“ Jón gagnrýnir þann málflutning forystu Bændasamtakanna við upp- haf Búnaðarþings að bændur hafi fært miklar fómir vegna þjóðarsátt- ar sem þeir þurfi að endurheimta, m.a. með aukinni innflutnings- og tollavemd og opinberum styrkjum. Bændur hafi vissulega fómað sér en fyrst og fremst á altari sérvisku og haldið dauðahaldi í úrelt kerfi sem algerlega sé úr takti við allar breyt- ingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu. Litlar breytingar hafi þar komist að í átt til markaðsfrelsis, hagræðingar og hagkvæmni eins og í öðrum at- vinnugreinum. Takmarkaður skiln- ingur hafi komist að hjá forystu- sveit bænda á því að landbúnaður- inn sé hluti af samfélaginu og verð- ur að þróast og breytast með því Skóviðgerðir—Töskuviðgerðir—Lyklasmíði Opið 10-16 á laugardaginn Grettisgötu 3 - Sími 552-1785 - Bak við SPRON - góð bílastæði BEKO fékk viðurkenningu í hinu virta breska tímanti WHATVIDEO sem bestu sjónvarpskaupin. M • Myndlampi Black Matrix • 100 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • Aukatengi f. hátalara • íslenskt textavarp R Æ Ð U R N I R Umboðsmenn: ími 533 2800 Lá g m ú Reykjavík: Byggt & Búið, Kringlunni. Vesturiand: Méiningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Helllssandi. Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin, 1 Patreksfirði. Ratverk,Bolungarv(k.Straumur,fsatirði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. 5 KEA.Dalvlk. Kf. Þingeyinga, Húsavik. Austurland: KHB, Egilsstððum. Verslunin Vfk, 1 Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Kf. Stððfirðimga, Stöðvarfirði. ° Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavik. Rafborg.Grindavfk. §

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.