Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 20
32 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 íþróttir DV Alþjóölegt mót í skvassi í Veggsporti í dag hefst alþjóðlegt mót í skvassi í Veggsporti við Stór- höfða. Mótinu lýkur á morgun, laugardag. Þetta er í þriðja skipti sem þetta mót er haldið en það hefur fengið nafnið Norðurljósamótið. Að þessu sinni koma um 30 er- lendir keppendur á mótið, flestir frá Norðurlöndum en einnig nokkrir frá Luxemburg og Þýskalandi. Glæsileg verðlaun gefa Nói- Síríus en úrslitaleikir mótsins hefjast um klukkan þrjú á laug- ardag. Áhugamenn um skvass eiga kost á að fylgjast með í fremsta gæðaflokki í dag og á morgun en allar nánari upplýs- ingar um mótið eru veittar í Veggsporti í síma 5775555. -SK Lést í miðri við- ureign í Karate 23 ára gamall rússneskur karatemaður lést á dögunum í miðri viðureign á rússneska meistaramótinu. Rússinn, Vadim Kafarov, fékk gríðarlegt högg á hálsinn og af- leiðingarnar urðu þær að allt súrefhisstreymi til heilans stöðv- aðist samstundis. Kafarov lést skömmu seinna og tilraunir til að bjarga lífi hans skiluðu ekki árangri. -SK Neitað um rík- isborgararétt Bandarísk yfirvöld hafa neitað einum besta langhlaupara heims, John Ngugi frá Kenýa, um bandarískan ríkisborgara- rétt. Ngugi fór fram á að gerast bandarískur rikisborgari í gær en það hefði tryggt honum þátt- tökurétt á hinu þekkta maraþon- hlaupi í Los Angeles á sunnu- daginn. Engar skýringar fylgdu neit- uninni en Ngugu hafði ætlað sér að setjast að i Bandaríkjunum til frambúðar. Hann er fyrrverandi ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi og fimm sinnum hefur hann borið sigur úr býtum á heimsmeistaramótinu í víða- vangshlaupi. -SK í banastuði Elden Campbell hefur tekið við miðherjastööunni hjá Lakers af Shaquille O’Neal eftir aö hann meiddist illa. Campbell hefur stað’iö sig afburðavel og ekki gefið O’Neal neitt eftir. Margir telja að O'Neal eigi margt eftir ólært í NBA-deildinni og geta hans séu engan veginn í samræmi við launin sem Lakers verður aö greiða honum. Campbell skoraði 38 stig fyrir Lakers í nótt gegn Washington. Símamynd Reuter Fimm leikir í NBA-deildinni í nótt: Cleveland í fyrradag var gengið fró stofnun hlutafélags um íslandsmeistarann f golfi, Birgi Leif Hafþórsson, GL, en fyrst var grefnt frá þessum áætlunum í DV. Alls nemur hlutaféð f dag rúmum tfu milljónum og er reiknaö meö að það verði um fimmtán milljonir þegar upp veröur staðið. Með stofnun félagsins eru Birgi Leifi, sem sést hér við hliö móður sfnnari á stofnfundinum, skapaðar mjög góöar og óvenjulegar aðstæöur. DV-mynd PS - og Chicago skoraði aðems 70 stig Fimm leikir fóru fram í NBA- deildinni í körfuknattleik í nótt. Úr- slit urðu sem hér segir: Washington-LA Lakers .......107-122 Cleveland-Chicago.............73-70 Dallas-Minnesota ...........105-107 Houston-Charlotte ...........95-106 Utah Jazz-Toronto...........118-114 Meistarar Chicago fengu að finna fyrir feiknalega öflugum varnarleik Cleveland í nótt og ekki á færi margra liða að halda Chicago í 70 stigum. Michael Jordan skoraði 23 stig en Dennis Rodman var með 16 stig og 16 fráköst. „Þetta var ekki okkar dagur. Við hittum illa og það var í raun merkilegt að við skildum þó ná að vera með í leiknum til leilsoka," sagði Jordan eftir leikinn, en hann reyndi að jafna metin með 3ja stiga skoti á síðustu sekúnd- unni. Chicago hefur ekki skorað færri stig í deildinni í tvö ár eða síð- an liðið tapaði fyrir Sacramento, 88-68. Karl Malone skoraði 32 stig, að vanda liggur manni við að segja, fyrir Utah gegn Toronto, tók 13 frá- köst og gaf 10 stoðsendingar og var maðurinn á bak við nauman sigur- inn. John Stockton skoraði 19 stig og gaf 13 stoðsendingar. Walt Willi- ams var stigahæstur hjá Toronto með 32 stig. Það var mikið fjör í Dallas þar sem Minnesota sigraði heimamenn eftir tvær framlengingar. Það var Tom Gugliotta sem tryggði Minnesota sigurinn með langskoti þegar rúmar tvær sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni. Kevin Gamett skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Gugliotta 22. Erick Strickland skoraði 25 stig fyrir Dallas. Glen Rice skoraði 24 stig fyrir Charlotte gegn Houston. Dell Curry var með 17 stig og Ricky Pierce 13. Mario Elie skoraði 23 stig fyrir Hou- ston og Hakeem Olajuwon 22. -SK „Veitekki hvern- igéghefþað• Enski kylfingurinn David Carter varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu á þriðju- daginn er hann lék golf fyrir mót atvinnumanna sem hófst í Dubai í gær. Carter fór að líða einkennilega og hætti hann leik á æfingu. Hann fór til hótels sins og fannst þar meðvitundarlaus skömmu síðar. Þegar komið var með Carter á sjúkrahús kom í ljós að blætt hafði inn á heilann og hann var þvi umsvifalaust skorinn upp. Talið er að hann nái fullum bata en þurfi að dveljast á sjúkrahúsinu í fjóra til fimm daga til viðbótar. Hann er enn frekar ruglaður í kollinum eins og eftirfarandi ummæli hans í gær gefa til kynna. „Það eina sem ég veit í raun og veru er að ég er í Dubai. Ég veit ekkert hvað gerðist eða af hverju ég er hér eða hvernig ég komst á sjúkrahúsið. Ég hef heldur ekki hugmynd um það hvemig mér líður,“ sagði Carter í gær. Hann er mjög snjall kylfíngur, hafnaði í 33. sæti á peningalistanum í Evrópu eftir síðasta tímabil og varð í ööm sæti á teimur mótum atvinnumanna. -SK Olazabal byrjar ótrúlega vel ' Jose Maria Olazabal frá Spáni byrjaði mjög vel á mótinu í Dubai en hann hefur ekki leikiö golf vegna meiðsla í 18 mánuði. Olazabal, sem er mjög vinsæll kylfingur, lék fyrstu 18 holur mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Olazabal var ekki spáð glæstri framtíð er hann fór að finna fyr- ir slæmum verkjum í öðrum fæt- inum og um tíma leit út fyrir að hann yrði i hjólastól það sem eft- ir væri. Það var svo þýskur læknir sem kom Spánverjanum á beinu brautina á ný og í dag hefur hann náð sér ótrúlega vel. „Ég er ánægður með þessa byrjun en einbeitingin er ekki eins góð og hún var fyrir meiöslin," sagði Olazabal í gær. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.