Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 45 r>v Árni Björnsson er sögumaöur. íslenskt kvöld KaíFileikhúsið 1 Hlaðvarp- anum státar iðulega af skemmti- legum og oft óvenjulegum uppá- komum. Nú er verið að sýna þar um helgar íslenskt kvöld ... með Þorra, Góu og þrælum og er næsta sýning í kvöld. Dagskráin er kvöldskemmtun þar sem leit- ast er við, með frásögn, leikat- riðum og tónlist, að varpa Ijósi á foma og nýja þorra- og góusiði á fræðandi og sprellfyndinn hátt. Ýmsar persónur, sem allir hafa heyrt um en fáir þekkja og eng- inn hefur séð, skjóta upp kollin- um. Hér er stillt saman list leik- aranna og tónlistarmannsins og frásögn fræðimannsins. Leikhús Sögumaður sýningarinnar og jafnframt höfundur ffásagnar- innar er Ámi Bjömsson. Harald G. Haralds og Vala Þórsdóttir eru leikaramir en það var Vala sem samdi leikatriðin. Diddi fiðla er tónlistarmaðurinn og hann er sá sem samdi og útsetti sönglögin. Nauðgun Málþing gegn kynferðisof- beldi heldur áfram í Háskóla- bíói í fyrramálið kl. 10.00-13.00. Yfirskrift þessa fundar er Nauðgun. Meðal fyrirlesara em Eyrún Jónsdóttir, Theódóra Þórarinsdóttir, Anna Einars- dóttir, Steingerður Steinarsdótt- ir, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Sigríður Friðjónsdóttir. Að- gangseyrir er enginn. Pottablóm og matjurtagarður í fyrramálið kl. 10.00 hefst í Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi námskeið, sem ætlað er almenningi, um allt sem viðkemur pottablóm- um/inniblómum og matjurtum í heimilisgarðinum. Fyrirlesarar eru kennaramir Gunnþór Guð- fmnsson og Björk Jónsdóttir. Samkomur Ferðakynning í tilefni af útkomu Ferðaáætl- unar Útivistar verður haldin ferðakynning á ferðum félagsins fyrir árið 1997 í Ráðhúsinu á morgun kl. 13.00-16.00. Félagsvist og ganga Félag eldri borga í Reykjavik verður með félagsvist i Risinu kl. 14.00 í dag. í fyrramálið fara Göngu-Hrólfar í létta göngu um borgina kl. 10.00. Aðalfundur fé- lagsins verður á sunnudaginn kl. 13.30 á Hótel Sögu. Gaukur á Stöng: Rokkað á Gauknum Undanfarnar vik- ur hefur rokksveit- in Dead Sea Apple verið á ferðalagi um landið og spilað víða. Um helgina verður hljómsveitin í bænum og ætlar að skemmta gestum á Gauki á Stöng í kvöld og annað kvöld. Aðalefni sveitarinnar eru lög af plötunni Crush, sem kom út fýrir jólin. Meðlimir Dead Sea Apple eru Arnþór G„ bassi, Carl J„ gítar, Hann- es H„ trommur, Haraldur V„ gítar og Steinarr L„ söngur. Abdoulaye Camera á Nelly's Á miðnætti í kvöld stíga á stokk í Nelly’s danshöfundurinn og mun troða upp á síðdegis- tónleikum Hins hússins í dag kl. 17. Þetta er sann- kölluð stórsveit því í henni eru sautján manns. Skemmtaxúr Todmobile í Vest- mannaeyjum Hljómsveitin Todmobile leikur á tveimur dans- leikjum um helgina. í kvöld spilar sveitin á veg- um Framhaldsskólans í Höfðanum en á opnum dansleik á sama stað annað kvöld. Todmobile skipa Andrea Gylfa- dóttir, Þorvaldur Bjami Þorvalds- son, Kjartan Valdemarsson, Vil- hjálmur Goði, Eiður Amarsson og Matthías Hemstock. Dead Sea Apple leikur fyrir gesti á Gauki á Stöng um helg- ina. eldspúarinn Abdoulaye Camara og félagar hans. Aögangur er ókeypis. Fallega gulrótin á síð- degistónleikum Hljómsveitin Fallega gulrótin Jch, é:Œr SÉI eTK'K'T BÉTUr? ezcsl F=Æ> 'V'JO S>árc3M MEE>) p=n_i_rr okktftir: e=í? Snjór og hálka á vegum Fært er um Mosfellsheiði, Hellis- heiði og Þrengsli og með suður- ströndinni austur á firði, en þar er snjór og hálka á vegum. Á sunnan- verðu Snæfellsnesi er þungfært og ófært um Kerlingarskarð og Fróðár- heiði. Fært er um Heydal í Búðard- al, en ófært í Reykhóla. Á norður- Færð á vegum leiðinni er ófært um Holtavörðu- heiði. Á Vestfjörðum er fært frá Brú til Hólmavíkur. Fyrir austan Akur- eyri er fært til Húsavíkur, en ófært þar fyrir austan. Á Austfjörðum er verið að moka Oddsskarð, Fjaröar- heiði, en ófært um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. O Hálka og snjór @ Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir Q} Lokaö^00^ ® Þungfært (g) Fært fjallabílum Ásland vega Guðný og Skafti eignast Litla stúlkan á mynd- inni, sem hlotið hefur nafnið Júlíana Lind, fæddist 9. febrúar á Isa- firði. Þegar hún var vigt- Barn dagsins dóttur uð reyndist hún vera 3540 grömm að þyngd og mældist 50 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Guðný Kristín Bjamadóttir og Skafti Elí- asson og er Júlíana Lind fyrsta barn þeirra. Whoopi Goldberg leikur konu sem er snjöll i viðskiptum en á ekki upp á pallborðið hjá karl- mönnum. Meðeigandinn Háskólabíó hefur sýnt að und- anförnu Meðeigandann (The Associate), sem er nýjasta kvik- mynd Whoopi Goldberg. Leikur hún hina bráðgreindu Laurel Ayres sem er fjármálaráðgjafi hjá fyrirtæki í Wall Street. Hún hefur lengi gert sér vonir um stöðuhækkun og þegar ein staða losnar telur hún sig eiga rétt á henni en keppinautur hennar, sem er karlmaður, fær stöðuna. Við þessi tímamót gerir Laurel sér grein fyrir því að hún muni aldrei fá stöðuhækkun innan fyrirtækisins þar sem hún er kona. Hún verður því að beita brögðum til að komast áfram i hinum harða heimi íjármálanna ^ og það gerir hún svo sannarlega á mjög eftirminnilegan hátt. Auk Whoopi Goldberg leika Kvikmyndir margir þekktir leikarar í mynd- inni. Má nefna Dianne Wiest, Eli Wallach, Tim Daly, Bebe Neuwirth, Austin Pendleton og Lainie Kazan. Nýjar myndir: Háskólabíó: The Ghost and the Darkness Laugarásbíó: The Crow 2: Borg englanna Kringlubíó: Þrumugnýr Saga-bíó: Ævintýraflakkarinn Bíóhöllin: Space Jam Bíóborgin: Að lifa Picasso Regnboginn: Englendingurinn Stjörnubíó: Málið gegn Larry Krossgátan Lárétt: 1 þarmar, 5 baröi, 8 fjallið, 9 lag- ast, 10 gelti, 11 ílátið, 14 löðrið, 15 kvein- stafi, 17 úrgangur, 19 skömm. Lóðrétt: 1 komumann, 2 óp, 3 fitla, 4 syst- ur, 5 fátækum, 6 leikni, 7 þrjótur, 12 sæl- gæti, 13 stétt, 14 skordýr, 16 mynni, 18 umdæmisstafir. Lausn á siðustu krossgátu: Lárétt: 1 hvönn, 6 gá, 8 lita, 9 aur, 10 öf- ugum, 11 sál, 13 iðka, 15 skæru, 17 ró, 19 fót, 20 ágæt, 21 æfir, 22 oft. Lóðrétt: 1 hlöss, 2 vía, 3 ötul, 4 nagar, 5 nauðug, 6 gum, 7 árla, 12 áköf, 14 kræf, 16*" æti, 18 ótt, 19 fæ, 20 ár. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 66 28.02.1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 70,660 71,020 67,130 Pund 114,580 115,170 113,420 Kan. dollar 51,600 51,920 49,080 Dönsk kr. 10,9360 10,9940 11,2880 Norsk kr 10,4860 10,5440 10,4110 Sænsk kr. 9,4210 9,4730 9,7740 Fi. mark 14,0130 14,0960 14,4550 Fra. franki 12,3570 12,4280 12,8020 Belg. franki 2,0207 2,0329 2,0958 t Sviss. franki 47,7800 48,0500 49,6600 Holl. gyllini 37,0700 37,2900 38,4800 Þýskt mark 41,7000 41,9100 43,1800 ít. líra 0,04182 0,04208 0,04396 Aust. sch. 5,9220 5,9590 6,1380 Port. escudo 0,4150 0,4176 0,4292 Spá. peseti 0,4913 0,4943 0,5126 Jap. yen 0,58420 0,58770 0,57890 írskt pund 111,290 111,980 112,310 SDR 97,04000 97,63000 96,41000 ECU 80,9100 81,4000 83,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.