Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 Spurningin Hver finnst þér að eigi aö vera lágmarkslaun í landinu? Hulda Magnúsdóttir húsmóðir: Ekki undir 120-130 þúsund krónum. Ari Hólmsteinsson símsmiða- meistari: Svona 85 þúsund krónur. Guðmundur Benjaminsson bíl- stjóri: 100 þúsund krónur. Þór Hauksson verslunarmaður: 150 þúsund krónur. Það er ekki spuming. Lesendur Sauðkindin „klón- uö“ í Skotlandi - og allt verður vitlaust Hjörtur skrifar: Skoskir vísindamenn hafa tíðum staðið framarlega. Nú síðast með því að tvöfalda kind („klóna“ hana eins og farið er að kalla þetta). Ég er heldur ekki hrifmn af orðinu „einrækta" því málið er einfalt; þeir hafa tvöfaldað eina kind, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Og það er mörgum sem líkar þetta afar illa. Það mátti heyra á næstum grátklökkum körlum og kerlingum sem teknar voru tali af útvarpsstöð hér daginn sem fréttin barst. Fólkið kveinkaði sér óskap- lega og sagði sem svo að nú væri fulllangt gengið ef vísindin ætluðu að taka sér vald skaparans. En vissi þetta fólk eitthvað frekar um skaparann? Er ekki þetta sama fólk að dá- sama glasafrjóvgun, tæknifrjógvun eða hvað þetta allt heitir? Og fólk bíður í röðum eftir eins konar ann- ars foreldris bami! Það em góðu Dr. lan Wilmut sem fór fyrir hópi skosku vísindamannanna. málin, ekki satt? En „klónun- in“, eða tvöföldunin, hún er slæm! Hvemig var ekki þegar dr. Bamard framkvæmdi fyrsta hjartaflutninginn? AOt varð vit- laust og honum boðnar bölbæn- ir fyrir vikið! Síðan hefur þetta þróast eins og annað og sjúkt fólk bíður eftir hjörtum, nýram, lungum og lifrum um allan heim. - Hvað er að því að tvö- falda kind? Era ekki bændur sjálfir að streitast við að kyn- bæta bústofnana? Vilja þeir ekki fá einn góðan, samstæðan stofn? Og svo segir fólk: Enginn ein- staklingur er eins, við viljum bara hafa það þannig. Og bæta svo við: aOir eru fæddir jafnir! Já, er það? Hvaða rök em nú í þessu? Auðvitað eru ekki aOir fæddir jafnir. Það var líka það eina sem við vissum, þar til skosku vísindamennimir tvö- folduðu kindina DoOý. Röskleg framganga í forræðismálinu Sigurjón H. Kristjánsson skrifar: Fyrir stuttu birtist í Morgunblað- inu lesendabréf þar sem hvatt er til að „barnaræningjunum" (nafngift mín hér) yrði veitt landvistarleyfi. Á þvi timabOi sem hér hefur verið kaOað landnámsöld, kom óaldarlýð- ur hingað hvaðanæva að tO aö setj- ast hér að, þar sem engir vOdu hýsa þá. Síðan hefur liðið langur tími og mikO breyting átt sér stað. I bréfinu var ekki tekið fram að amma umrædds bams (fósturmóðir- in) stakk af frá bami sínu á tánings- aldri, á meðan hún naut lífsins með þáverandi sambýlismanni. Á meðan mátti barnið ganga sjálfala. Ekki er Til hvers Gunnlaugur Valdimarsson skrif- ar: Eftir að hafa lesið grein í Mbl. þann 19. þ.m. eftir Ragnhildi Hjalta- dóttur þar sem hún ræðir sjóslysið er Æsa ÍS fórst í rjómablíðu á Am- arfirði, þótti mér mál til komið að senda þetta frá mér. - í greininni segir að ekki verði mörgum spurn- ingum svarað í sambandi við slysið, sem ekki er von, og lætur liggja að því að svör fengjust ekki sökum þess að báturinn var ekki tekinn upp. TO hvers er sjóslysanefnd ef ekki til að afla aOra þeirra upplýsinga, sem mögulegt er að afla, og sem gætu leitt í ljós hvað skeði er slysið varð? Ég tel að sjóslysanefnd hefði borið að sjá til þess að hlutur trygg- ingafjár skipsins hefði verið notað- ur til að ná skipinu upp, þar sem það er talið mögulegt. Þá hefði þjónusta allan sólarhringinn heldur tekið fram, að hitt barnabar- nið varð eftir hjá móður sinni sem sökuð er um að vera vanhæf. Var því barni engin hætta búin þá að vera eftir hjá móður sinni? Ekki kemur heldur fram sú stað- reynd sem getið var í fjölmiðlum, aö barnið var búið aö vera níu mánuði í umsjá móður sinnar þegar því var rænt. Staðreyndin er sú, að hin raunverulega móðir er fullfær um að ala bæði bömin. Hún hefur góð- ar tekjur, og sýnir bömum sínum meiri móðurást en amman gerir. - Amman kýs frekar að sóa þúsund- um doOara í málskostnað en að njóta samveru við „fjölskyldu" sína. nefndin líka haft eitthvað að byggja á. - Lá tryggingarfélaginu svo mik- ið á að greiða skipið, að ekki mætti kanna orsök slyssins? Eða rak eitt- hvað annað á eftir? Ef einhver möguleiki er að ná upp skipi á einskis að láta ófreistað tO að framkvæma hlutinn. Þetta tel ég vera í verkahring sjóslysanefnd- ar. Að öðrum kosti tel ég störf sjó- slysanefndar lítOvæg og næsta óþörf. Hvað á sjómannastéttin að gera með skrifstofu í Reykjavík þar sem engin haldbær svör fást á or- Er kona sem yfirgefur bam sitt, þegar hún er orðin leið á húsmóð- urstörfunum, sú manngerð sem hún kýs að ala upp barn? Viljum við að ísland verði þekkt um aOan henn sem landið sem hylmir yfir óþjóðalýð, líkt og gert var tO foma? Að hvaða hyski sem er komist hing- að, einkum og sér í lagi ef það kem- ur á „folskum forsendum"? - Ég vO þakka Þorsteini Pálssyni fyrir rösk- lega framgöngu í forræðismálinu margnefnda. Hann ætti fálkaorð- una skilið fyrir að halda uppi heiðri lands og þjóðar, ásamt þeim góðu orðum: Með lögum skal land byggja. sökum sjóslysa? Hver er trygging fyrir því að skýrslur sem nefndin hefur framleitt séu tO nokkurs gagns styðjist þær ekki að fuOu við það sem skeði? Nauðsynlegt er að sjóslysanefnd geri hreint fyrir sínum dyrum og reki af sér slyðruorðið og útvegi fé til að taka flak Æsu ís af hafsbotni, svo orsakir slyssins skýrist. Með því kynni að vera hægt að fyrir- byggja aö slíkt slys endurætæki sig, því nú em fleiri skip við svipaðar veiðar hér við land. er sjóslysanef nd? Fleiri skip en Æsa ÍS eru á svipuöum veiöum hér viö land. DV Líka yngri bæklaðir Ragnh. Guðmundsd. hringdi: Eg tek undir bréf Svölu sem skrifaði í DV sl. miðvikudag um bið bæklaðra eftir aðgerðum. En það eru ekki einungis hinir eldri sem bíða, þeir sem yngri eru og þurfa aðgerða við á bæklunar- defldum bíða líka. Ég er ein þeirra og af því ég er útivinn- andi var mér tjáð að ég hlyti að hafa forgang. Það er ekki málið, þvi það er aðstaða læknanna sem stendur í vegi bæklunarað- gerða í landinu. Álversmengun Gunnar Ö. Knútsson skrifar: Fróðlegt væri að vita hvað stóriðja á borð við álver, jám- blendi o. fl. mengar samanborið við eldfjöOin og gosin úr þeim. Hvað skyldi mikið af flúor t.d., koltvísýringi og annarri mengun hafa komið með síðasta Grims- vatnagosi? Eða þá gosinu í Heklu, Kröflu, Vestmannaeyjum og Surtsey, að ekki sé talað um Skaftárelda, mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tíma. Mengunin sem þvi fylgdi var svo mikfl að ekki sást tO sólar lengi vel og móða lá yfir landinu og fólk dó úr hungri. Talið er að franska byltingin hafi verið gerð í kjölfar móðuharðindanna vegna harðnandi tíðarfars og uppskerubrests, ekki bara hér á landi heldur líka á meginland- inu. Mér sýnist sem mengun frá Grundartanga verði smámunir miðaö við mengun af völdum náttúrunnar. Fróölegt væri ef einhver gerði nú samanburð á þessum mengunarvöldum. Má ekki klóna manneskjuna? Sigurbjöm skrifar: Mér finnst aOtof mikið veður gert út af hinu frábæra afreki skoskra vísindamanna sem tókst að einrækta eða klóna eina kind eftir margi’a ára tihaunfr. Þetta er afrek og það mikið og engin hætta er á að þessir vísinda- menn né aðrir fari offari í þessa vera. En spyrja má: Hvers vegna má ekki klóna manneskjuna? Er ekki fuO þörf á að bæta kynstofn manna jafnt og annarra lífvera? Ég læt svo staðar numið í þess- um hugleiðingum en hvet menn tfl að taka sönsum, vitandi að þróunin heldur áfram án þess að mannskepnan hafi þar nokkuð um að segja. Þurfa hús- mæður sér- stakt orlof? Hulda skrifar: Ég sé að farið er að auglýsa takmarkaðar bókanir í vor- og sumarferðir Orlofsnefndar hús- mæðra í Reykjavík út á lands- hyggðina og tfl útlanda. Er ein- hver þörf á þessu sérstaka orlofi húsmæðra? Og það í takmörkuð- um mæli. Hveijir fá svona með- höndlun? Ekki ég, og myndi heldur ekki sækja um þetta, og aOra síst ef þetta er niðurgreitt af hinu opinbera. Sólstjörnur og orkubúskapur Bjarni Valdimarsson hringdi: Engin sólstjama (og þá aOar stjömur) er með jafna útgeislun. Um það eru stjömufræðingar sammála. - Þetta eru mjög sár vonbrigði fyrfr mannvitsbrekk- ur sem vOja jafnvægi veðráttu hér á jörð. Því miður eru sveifl- ur sólarinnar lítt sýnilegar al- menningi því þær eru á „últraó- sýnOega" bylgjusviðinu. Við stórt sólgos vex orkuútgeislun sólar hundraðfalt. Golfstraumur- inn er í takt við orkubúskap sól- arinnar en gagnvart sólinni hef- ur maðurinn engin áhrif.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.