Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 Fréttir Öryggi fiskiskipa rætt utan dagskrár á Alþingi: Fjöldi skipa hreinar dauðagildrur - haffærniskírteini gefin út þótt skipin væru vart sjófær, sagði Kristján Pálsson „Það hefur lengi verið máltæki íslenskra sjómanna, „Flýtur á með- an ekki sekkur.“ Á það að sýna hetjulund sjómanna sem alla tíma hafa sýnt ótrúlegt afskiptaleysi þegar kemur að því að vemda sitt eigið líf og öryggi. Það hefur lítið breyst enda allt of mörg sjóslys sem rekja má beint til þess að ör- yggi var ábótavant og eftirlit ekki sem skyldi. Ég hef verið spuröur að því hvort ég geti staðfest töluna um 100 skipin. (sem ekki standast öryggiskröfur) Þaö vill svo til að Siglingastofnun íslands er nýbúin að gera úttekt á stöðugleika 728 skipa af 2525 skipum á skipaskrá. í könnuninni kom í ljós að 80 pró- sent tréskipa undir 15 metrum að lengd stóðust ekki kröfur um stöð- ugleika. Um 52 prósent tréskipa 15 til 24 metra löng stóðust ekki kröf- ur og um 28 prósent málmskipa 15 til 24 metra löng stóðust ekki kröf- ur um stöðugleika. Af þessum 728 skipum sem skoðuð voru stóðst 191 skip ekki kröfurnar um stöðug- leika. Mín tala um 100 skipin er því allt of lág. í þessum tölum er ekki tekið tilliti tU skipa sem hafa haf- fæmiskírteini með athugasemdum vegna annarra óuppfyUtra krafha um öryggi eins og neyðarútganga úr vél og káetu, breytinga vegna vélaskipta, skilrúmabreytinga og fleira," sagði Kristján Pálsson al- þingismaður en hann tók öryggi fiskiskipa upp utan dagskrár á Al- Öryggi fiskiskipa - úttekt gerð á stöðugleika skipa - Stóðust ekkl skoðun Kristján Pólsson alþingismaður beinir oröum sínum til Halldórs Blöndal samgönguróðherra við umræðuna um ör- yggismál sjómanna. DV-mynd Hilmar Þór þingi í gær. Hann sagöi þetta einhverjar verstu fréttir sem hann hefði feng- iö um ástand íslenska fiskiskipa- flotans. „Fjöldi skipa eru hreinar dauða- gUdrur þar sem endalausar undan- þágur frá eðlUegum öryggiskröfum hafa tíðkast ár eftir ár. Og haf- fæmiskírteini jafnvel gefin út þótt skipin væru vart sjófær," sagði Kristján Pálsson. HaUdór Blöndal samgönguráð- herra var tU andsvara og sagðist hann undrast málflutning Krist- jáns Pálssonar og þeim áfeflisdómi sem í orðum hans fólst tU þeirra sem unnið hafa að öryggismálum sjómanna gengnum árum. Hann sagðist hafa haldið að fuU- yrðingar eins og sú að hér væm 100 skip og 500 sjómenn í hættu vegna j«ss að skipin standast ekki öryggispróf heyrði fortíðinni tU. HaUdór fúUyrti að öryggismál sjó- manna hér á landi væm meiri og betri en í öðram löndum en játaði þó að tU væm hér skip á sjó sem ekki standast stöðugleikapróf. Margir þingmenn tóku tU máls og voru flestir undrandi á ástandinu. Ásta R. Jóhannesdóttir sagði að I öðrum löndum hefði samgöngumála- ráðherra oröið að segja af sér emb- ætti eftir aðrar eins upplýsingar og hér hefðu komið fram. -S.dór Staða aldraðra í skatta- og tryggingakerfinu rædd utan dagskrár: Skylda okkar að hugsa um hag gamla fólksins - sagði Ágúst Einarsson alþingismaður „Þaö er þrengt að hag eldri borgara og óöryggi skapað og því eðlUegt að málefni þeirra séu tek- in tU umræöu á Alþingi. Hér á landi eru um 65 þúsund manns 50 ára og eldri og 27 þúsund manns yfir 67 ára,“ sagði Ágúst Einarsson þegar hann hóf umræður utan dagskrár um stööu eldri borgara í skatta- og tryggingakerfinu," sagði Ágúst Einarsson í utandag- skráramræðum um bág kjör aldr- aðra á Alþingi í gær. Hann sagði þetta fólk hafa skU- að sínu lífsstarfi og skapað þau lífskjör sem við nú lifum viö. Því væri það samfélagsleg skylda stjómmálamanna og annarra að veita öldruðum öryggi og gott við- urværi í eUinni. „Það er skammarlegt að það skuli vera ástæða fyrir aldraða að fyUast réttlátri gremju gagnvart stjómvöldum. Þessi hópur á ekki margra kosta völ tU að þrýsta á stjórnvöld tU aö leiðrétta kjör sín. Það er ekki rætt viö þennan hóp í Karphúsinu og ekki fer hann í verkfaU," sagði Ágúst. Hann spurði fjármálaráðherra hvort hann ætlaði aö beita sér fyr- ir úrbótum á öUum því ófremdarás- standi sem ríki varðandi kjör eldri borgara. Nefndi hann hækkun eUi- lífeyris, að eUUífeyrir, tekjutrygg- ing og tengdar bætur fyrir árið 1997 hækkuðu, afnámi eða minnkun tekjutengingar, ellUífeyris, tekju- trygginga og tengdra bóta. Friðrik Sophusson sagði að líf- eyrir almannatryggingakerfisins hefði verið hækkaöur um 2 pró- sent í takt viö verðlagshækkanir um síöustu áramót þótt engar launahækkanir ættu sér þá stað á vinnumarkaði. „Eins og margoft hefur komið fram verður lífeyririnn endur- skoöaður þegar kjarasamningar liggja fyrir. í lögum um bætur al- mannatrygginga segir að þær skuli breytast árlega í sambandi við fjárlög hverju sinni,“ sagði Friðrik Sophusson, íjármálaráð- herra. Honum var tíðrætt um trygg- ingakerfið og þá endurskoðun sem stendur yfir á því en vék aldrei beint að þeirri slæmu stööu sem Ágúst og fleiri þingmenn sögðu eldri borgara vera í fjár- hagslega vegna lítilla bóta og ei- lífra skerðinga sem verið er að gera á þeim. Friðrik nefndi þó að skoða yrði betur svokölluð jaðaráhrif í lífeyr- ismálum gamla fólksins sem gætu oröið meiri en í skattkerfinu. -S.dór Aldraðir fylgdust með skattaumræðunni á þingpöllum. Lögreglumenn að- stoðuðu þá sem á þurftu að halda til þess að komast á pallana. DV-mynd Hllmar Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.