Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 19
18 31 + FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 íþróttir ~___________________________________pv dv________________________________________________________________________________________________________________íþróttir Matthías í bam Aganeöid HSÍ úrskuröaöi á fundi sínum í gær Matthías Matthiasson, þjáifera og leikmann ÍR, í eins leiks bann og tekur það gildi i dag. Matt- hías veröur því fjairi góðu gamni þegar ÍR-ingar mæta FH-ingum í Seljaskóla á sunnudagskvöldið. Rússar sigruöu Rússar fögnuðu sigri í 4x5 km boðgöngu kvenna á heimsmeistara- mótinu í norrænum greinum í Þrándheimi í gær. Það var Jelena Velbe sem tryggði rússnesku sveit- inni sigurinn en hún gekk síðustu 5 km. Þetta voru fjórðu gullverölaun hennar á mótinu en henni var dæmdur sigurinn í 10 og 15 km göngunni eftir að landa hennar, Lju- bov Jegorva, var nöppuö á lyfja- prófi. Keflavík meistari Með sigri sínum á KR í fyrra- kvöld tn'ggðu íslands- og bikar- meistarar Keflvíkinga sér deilda- meistaratitilinn í 1. deild kvenna. Eitthvað skoluðust til stig KR-ing- anna í blaðinu í gær en Guöbjörg Norðfjörð skoraði 17 stig, Kristín Jónsdóttir 15, Helga Þorvaldsdóttir 15 og Linda Sfefansdóttir 12. Scifo til Anderlecht Belgíski landsliðsmaðurinn Enzo Scifo, sem leikið hefúr með Monaco í Frakkalandi undanfarin ár, mun ganga í raðir Anderlecht í Belgíu á næsta tímabili en 10 ár eru síðan hann lék með liðinu. KR-ingar sigruöu KR sigraði Ármann, 43-32, í 2. deild karla í handknattleik í gær. -GH ÚRVALSDEILDIN Keflavík 20 17 3 1964-1656 34 Grindavík 21 16 5 1950-1833 32 ÍA 21 14 7 1663-1593 28 Haukar 20 13 7 1663-1602 26 Njarövík 21 13 8 1786-1722 26 KR 21 11 9 1841-1734 22 Skallagr. 21 10 11 1739-1791 20 ÍR 21 9 12 1790-1782 18 KFÍ 20 8 12 1629-1672 16 Tindastóll 20 7 13 1627-1679 14 Þór, A. 21 6 15 1698-1878 12 Breiðablik 21 0 21 1496-1894 0 Keflvíkingar tryggðu sér deildameistaratitilinn í gær í kjölfar ósigurs Grindvíkinga. Það ræðst í lokaumferðinni á sunnudaginn hvaða lið mætast í 1. umferð úrslitakeppn- innar. Eins og staðan er í dag leika: Keflavík-ÍR, Grindavik-Skallagrím- ur, Akranes-KR og Haukar-Njarðvík. Þetta getur hæglega breyst enda deildin mjög jöfn. ísfirðingar eygja enn von um að komast i úrslitin en til þess þurfa þeir að vinna báða leiki sina og stóla á að ÍR tapi. Jón Júlíus Árnason er hættur að leika með Njarövíkingum en hann hefur ekki gefið sér tíma til að stunda íþróttina vegna náms. Ástþór Ingason, þjálfari Njarð- vikinga, kom á óvart í gær og mætti í splunkunýjum jakkafötum. „Ég vildi slá Frikka út af laginu,“ sagði Ástþór og átti viö Frirðik Inga, kollega sinn hjá Grindavík, sem um árabil hefur borið titilinn „best klæddi þjálfari deildarinnar". Tindastóll og Hatikar gátu ekki leikið i gær þar sem Haukamir gátu ekki flogið á Krókinn vegna veð- urs. Leikurinn hefur verið settur á klukkan 20 í kvöld og á sama tima leika KFÍ og Keflavík á ísafirði. „Besti leikur okkar á þessu tímabili" - Grindvlkingar töpuöu og þar með urðu KeflvHdngar deildameistarar DV; Suðumesjum: „Þetta var flábær leikur hjá okkur og sá besti í vetur. Strákamir voru stór- kosttegir í sókn og vöm og við erum greinilega á réttri leið,“ sagði Ástþór Ingason, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sig- ur á Grindvíkingum á útivelli. Það vom ekki aðeins Njarðvíkingar sem fögnuðu í leikslok því Keflvíkingar tryggðu sér deildameistaratitilinn með þessum ósigri Grindvíkinga. Njarðvíkingar léku geysilega vel í gær og em greinilega í mikilli sókn. Þeir léku sterkan vamarleik og náðu að loka á hinar öflugu þriggja stiga skytt- ur Grindvíkinga. Herman Myers var mjög sterkur í fyrri hálfleik og skoraði þá 22 stig en í síðari hálfleik tók Krist- inn Einarsson hann úr umferð og við það náðu Njarðvíkingar góðum tökum á leiknum. Þegar 7 mínútur vom til leiksloka má segja að Grindvíkingar hafi kastaö hvíta handklæðinu til merkis um uppgjöf en þá var Myers tekinn af velli og spilaði hann ekki meira eftir það. Eins og Njarðvíkingar léku í gær em þeir til alls liklegir í úrslitakeppninni sem er fram undan. Liðsheildin var mjög jöfn en besti maður liðsins var Torrey John sem átti frábæran leik. Kristinn Einarsson mjög sterkur i vöminni og hélt Hermani Myers algjörlega í skefjum í seinni hálfleik. Friðrik Ragnarsson kom mjög sterkur inn í síðari hálfleik og skoraöi öfl 14 stigin sín. Þá átti Rúnar Ámason góðar rispur í síðari hálfleik. Biö stuöningsmenn okkar afsökunar „Við fengum fifllt af fríum skotum en hittum ekki úr þeim. Njarðvíkingamir vom hungraðri en við í sigur og við lék- um langt undir geta Ég vil biðja stuðn- ingsmenn okkar afsökunar og lofa þeim að viö munum faka okkur saman í and- litinu fyrir úrslitakeppnina," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálferi Grind- víkinga. Myers var þeirra bestur maður og Páll Vilbergsson átti ágætan leik -ÆMK Barátta Þórsara dugöi ekki til í Borgarnesi DV, Borgarnesi: „Það var byrjunin öðru fremur sem lagði grunninn að sigrinum. Þaö vom allir liðsmenn vel stilltir inn á þennan leik sem var okkur mikilvægur. Þórs- arar eiga heiður skilið fyrir góða bar- áttu en þeir gáfust aldrei upp, en leik- urinn var þeim ekki eins mikilvægur og Borgnesingum,“ sagði Tómas Holton, þjálfari Skallagríms, við DV eftir sigur á Þór í Borgamesi í gær- kvöldi. Það er hægt að taka undir orð Tómasar að Skallagrímur geröi út um leikinn strax í byrjun. Þórsarar reyndu allt hvað þeir gátu til hanga í heima- mönnum og tókst það með ágætum. Undir lok leiksins, þegar sigurinn var kominn í ömgga höfn hjá Skallagrími, fengu óreyndari menn að reyna sig og reyndar gerðu Þórsarar það sama einnig. Skallagrímur vann leikinn á sterkri liðsheild en Ari Gunnarsson átti mjög góöan leik og átti 12 stoðsendingar. Þórsarar eiga hrós skilið fyrir góða baráttu en yfirburðamaöur hjá þeim eins og fyrri daginn var Fred Williams. Það væri gaman að sjá þennan snjalla leikmann í sterkari liði. -EP Marel Guölaugsson og félagar hans ■ Grindavík máttu þola tap á heimavelli fyrir Kristni Einarssyni og samherjum hans í Njarövík í gær. í kjölfar ósigurs Grindvíkinga tryggöu Keflvíkingar sér deildameistaratitilinn. „Mjög ánægöur meö strákana" - sagði Hrannar Hólm, þjálfari KR KR-ingar sigruðu ÍR-inga í Selja- skóla, 86-100, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. KR-ing- ar hófu leikinn af miklum krafti, vom mjög grimmir í öflum aðgerð- um, en það sama verður ekki sagt um ÍR-inga. Þeir náðu þó að rétta úr kútnum og um miðjan fyrri hálfleik náðu þeir að jafna og komast yfir. Síðari hálfleikur þróaðist með svipuðum hætti og sá fyrri nema að KR-ingar héldu lengur út og unnu mjög sannfærandi sigur. Leikurinn var hraður og skemmtilegur fyrir áhorfendur. Roney Eford átti góðan leik fyrir KR og hitti vel. Hermann Hauksson barðist eins og ljón í fráköstunum. Baráttan var allsráðandi hjá KR í leiknum og uppskeran eftir því. Hjá ÍR-ingum stóð Eggert Garðarsson upp úr. „Við höfúm verið að leika upp og niður í vetur. Það er eins og vissan stöðugleika hafl vantað. Okkur hef- ur ekki gengið vel á útivöllum í vet- ur og því var gott að vinna sigur hér í Seljaskóla þar sem ÍR-ingar hafa verið sterkir. Ég var einnig ánægður með að sjá hvað liðinu tókst að rífa sig upp eftir ósigurinn vestur á ísafirði á dögunum. Þaö var gaman að sjá til Efords í þess- um leik en snjall leikur hans má segja að hafi smitað út frá sér. Þetta er allt saman á réttri braut hjá okk- ur,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari KR-inga, í samtali við DV eftir leik- inn í Seljaskóla. -RS Oruggt á Skaganum DV, Akranesi: „Það var erfitt að ná sér upp eft- ir sigurleikinn gegn Grindavík. Við hrukkum í gang i síðari hálf- leik en það var fyrir öllu að vinna,“ sagði Alexander Ermol- inski eftir sigur Akumesinga á Breiðabliki, 88-74, á Skaganum i gærkvöldi. Breiðablik leiddi í hálfleik en það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem heimamenn hristu af sér slenið og sigu fram úr. Blikamir mættu aðeins með sjö leikmenn til leiksins. Áhuga- leysið er orðið algjört enda fallnir fyrir löngu í 1. deild. Bestir hjá Skagamönnum í leiknum vom Alexander Ermol- inski, Haraldur Leifsson og Ron- ald Baileys. Hjá Blikum var Clifton Bush áberandi bestur og einnig átti Pétur Sigurgeirsson ágætan leik. Síðasti leikur Skagamanna gegn Njarðvíkingum er mikilvæg- ur því með sigri ná þeir þriðja sætinu í deildinni. -DVÓ Grindavík (43)83 Njarðvík (49)98 2-0,8-12,16-16,24-16,29-38,35-38 (43-49), 50-59,58-72, 62-83, 79-90,83-98. Stíg Grindavlkur: Myers 26, Marel Guðlaugsson 18, Páll Vilbergsson 18, Helgi Guðfmnsson 17, Jón Kr. 2, Pétur Guðmundsson 2. Stíg Njarðvíkun Torrey 29, Frirðik Ragnarsson 14, Sverrir Þór 12, Rúnar Ámason 12, Kristlnn Einarsson 12, Jó- hannes Kristbjömsson 6, Páll Kristins- son 5, Ragnar Ragnarsson 4, Guðjón Gylfáson 2, Örvar Kristjánsson 2. Fráköst: Grindavlk 20, Njarðvik 37. 3ja stíga körfúr: Grindavík 1/22, Njarðvfk 5/14. Vítanýting: Grindavfk 23/26, Njarð- vík 25/32. Dómarar: Leifúr S. Garöarsson og Helgi Bragason, ágætir. Áhorfendur: 250. Maður leiksins: Torrey John. Akranes (37)88 BreiðabL (38) 74 6-10, 20-21, 27-25 (37-38). 4341, 71-58, 77-67, 88-74 Stíg ÍA: Ronald Baileys 25, Dagur Þórisson 18, Alexander Ermolinski 17, Haraldur Leifsson 11, Bjami Magnússon 10, Brynjar Sigurðsson 4, Brynjar Karl Sigurðsson 3. Stig Breiðabliks: Cliflon Bush 28, Pálmi Sigurgeirsson 15, Einar Hann- eson 14, ðskar Pétursson 10, Erling S. Erlingsson 5, Baldur Steinarsson 2. Fráköst: ÍA 29, Breiðablik 21. 3ja stíga körfur: ÍA 9, Breiðabiik 14. Dómarar: Einar Skarphéðinsson og Rögnvaldur Hreiðarsson, ágætir. Áhorfendur: Um 200. Maður leiksins: Ronald Baileys, ÍA. ÍR (46)86 KR (44) 100 0-3, 5-5, 6-15, 9-21, 18-25, 22-29, 32-33, 35-35 (46-44). 53-57, 56-63, 65-73, 71-78, 73-82, 77-86, 86-100. Stíg ÍR: Tito Baker 29, Eggert Garðarsson 21, Eiríkur Önundarson 20, Atli Þorbjömsson 9, Guðni Einars- son 4, Hjörleifur Sigurþórsson 3. Stíg KR: Roney Eford 40, Her- mann Hauksson 28, Jónatan Bow 13, Hinrik Gunnarsson 8, Ingvar Orm- arsson 6, Gunnar örlygsson 5. Fráköst: ÍR 31, KR 36. 3ja stiga körfur: ÍR 5, KR 3. Vítanýting: ÍR 14/10, KR 23/19. Dómarar: Kristinn Albertsson og Kristinn Óskarsson, sæmilegir. Áhorfendur: Rúmlega 200. Maöur leiksins: Hermann Hauksson, KR. Skallagr.(60) 108 Þór (38) 87 7-2, 20-7, 30-18, 45-22, 54-34 (60-38). 7043, 81-59, 98-71, 102-81, 108-87. Stig Skallagríms: Joe Rett 24, Bragi Magnússon 24, Ari Gunnarsson 18, Grétar Guðlaugsson 15, Tómas Holton 13, Þórður Helgason 8, Egill Egilsson 4, Kristinn Guðmundsson 2. Stig Þórs: Fred Willimas 32, Haf- steinn Lúðvíksson 14, Konráð Óskars- son 13, Þórður Steinþórsson 10, Böðv- ar Kristjánsson 10, Einar Valbergs- son 2, Högni Friðriksson 2, Bjöm Sveinsson 2, Joe Cariglia 2. Fráköst: Skallagrímur 36, Þór 21. 3ja stíga körfur: Skallagr. 12/6, Þór 22/7. Dómarar: Jón Bender og Georg Andersen, sæmilegir. Áhorfendur: 303. Maður leiksins: Ari Gunnars- son, Skallagrími. Reynir Reynisson: Draumur lengi að spila landsleik „Það var frábært að fá að koma inn á og spila sinn fyrsta landsleik. Það er bú- inn að vera draumur hjá mér lengi að spila landsleik eða síðan maður var polli aö horfa á þessa kalla í sjónvarp- inu. Ég get ekki verið annað en sáttur við mína frammistöðu. Ég vissi í raun- ininni ekkert hvar ég stóð þar sem ég hef ekki spilað landsleik áður svo þetta var prófraun fyrir mig hvar ég stend. Ég fann mig vel í leiknum enda vömin mjög góð fyrir framan mig. Það hjálpaði mér líka að verja vítið i upphafi síðari hálfleiks. Auðvitað ætlar maður að reyna að halda í landsliðssætið en núna hugsa ég um að standa mig með Fram og gera góða hluti í úrslitakeppninni," sagði Reynir Þór Reynisson, sem var að leika sinn fyrsta landsleik í gær og það er ekki hægt að segja annað en að byrjun- in lofi góðu hjá honum. -GH Leikið gegn Kína í byrjun apríl Næsta verkefni íslenska landsliðsins em tveir leikir gegn Kínverjum hér á landi 2. og 3. apríl. Leikimir verða háð- ir á ísafirði og á Selfossi. Þrír meiddir hjá Aftureldingu Þrir af lykilmönnum Aftureldingar, Gunnar Andrésson, Einar Gunnar Sig- urðsson og Sigurður Sveinsson, eru á sjúkralistanum og verða væntanlega fjarri góðu gamni þegar Afturelding sækir Gróttu heim á Seltjamames á morgun. Sigurður Sveinsson var valinn í landsliðshópinn í leikina gegn Egypt- um en gat ekki leikið sökum meiðslna. -GH Júlíus skoraði sexmörk Júlíus Jónasson átti stórleik þegar Suhr tapaði naumlega fyrir Borba Luz- em á útivelli, 24-23. Júlíus skoraði sex mörk og átti að auki góðan leik í vöm- inni að sögn svissneskra blaða. Eftir átta umferðir í úrslitakeppninni er Pfa- di Winterthur með 19 stig og St. Otmar er í öðru sæti með 12 stig. Suhr er í neðsta sæti með 4 stig. -DVÓ/JKS Róbert Duranona undirbýr þrumufleyg gegn Egyptum í gær. Á minni myndinni á Gústaf Bjarnason sendingu á Bjarka sem skilaöi boltanum í netið. -BG Allt á réttri leið Islendingar léku oft vel í Smáranum í gær og lögðu Egypta „Þessi leikur var mun betri hjá okkur en sá fyrri og þá sérstaklega vamarleikurinn. Vörnin var mjög hreyfanleg og við réðum vel við þá þrátt fyrir snerpu þeirra. Þá gekk okkur betur að ráða við framliggj- andi vörn þeirra. Menn voru hreyf- anlegri og duglegir við að gera klippingar. Ég ánægðastur með að við skuluum vera búnir að reka þá grýlu af okkur að geta ekki spilað á móti hreyfanlegri vöm. Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust upp á fram- haldið. Ég tel okkur vera á góðu róli fyrir HM og mér sýnist þetta vera á réttri leið,“ sagöi Þorbjöm Jensson, þjálfari íslendinga, eftir sigur á Eg- yptum, 27-22, í Smáranum í gær- kvöldi. Lokatölur leiksins gefa þó ekki rétta mynd af leiknum því hann var lengstum í járnum en íslendingar áttu frábæran endasprett og unnu sætan og sanngjaman sigur. Það var einkum og sér í lagi góð- ur vamarleikur íslenska liðsins sem skóp sigurinn. Framan af fyrri hálfleik fengu hinar öflugu skyttur Egypta aö leika lausum hala og var Hlynur Jóhannesson, sem byrjaði inn á í markinu, ekki öfundsverður af hlutverki sínu. Þegar leið á fyrri hálfleik náðu íslendingar að þétta vömina og í síðari hálfleik áttu Eg- yptar oft í stökustu vandræðum með að brjóta sér leið fram hjá is- lensku vöminni. Sóknarleikurinn var á köflum nokkuð mistækur í fyrri hálfleik en hann lagaðist í þeim síðari. Egyptar komu oft mjög framarlega út í vöm- inni en strákamir leystu þaö oft mjög vel með góðum hlaupum og klippingum og oftar en ekki einu sinni opnaði Gústaf Bjamason leið fyrir félaga sína með blokkeringum. íslenska liðiö var nokkuð jafnt í þessum leik. Hornamennimir Bjarki Sigurðsson og Björgvin Björgvinsson léku báðir mjög vel, Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðs- son vom drjúgir og Gústaf Bjama- son skilaði hlutverki sínu með sóma. Duranona var mjög mistækur í fyrri hálfleik, missti oft boltann og var ragur, en hann vann á þegar leið á leikinn. í sterkri vöm léku Ingi Rafn Jónsson og Rúnar Sig- tryggsson lykilhlutverk og gaman hefði verið að sjá Rúnar spreyta sig í sókninni. Hlynur Jóhannesson stóð í markinu mestallan fyrri hálf- leikinn en náði sér ekki á strik en Reynir Þór Reynisson kom sterkur inn í síðari hálfleikinn og varði oft mjög vel í sínum fyrsta landsleik. -GH Island (12) 27 Egyptal. (12)22 0-1, 2-2, 4-3, 6-7, 9-9 (12-12), 14-12, 16-15, 20-17, 20-20, 23-22, 27-22. Mörk íslands: Bjarki Sigurðsson 6, Ólafur Stefánsson 6/2, Róbert Duranona 6/1, Björgvin Björgvinsson 3, Dagur Sigurðsson 2, Gústaf Bjamason 2, Rúnar Sigtryggsson 1, Ingi Rafn Jónsson 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 2/1, Reynir Þ. Reynisson 10/1. Mörk Egyptalands: Sameh E1 Waress 6, Ahmed E1 Attar 3, Ashraf Awad 3, Hazem Awad 2, Gohar Nabil 2, Saber Hussein 2, Magdy E1 Magd 1, Aser Kasaby 1, Marwan Ragab 1, Sherif Hegazy 1/1. Varin skot: Mohamed Ibrahim 10/2, Mohamed Nakib 1. Brottvísanir: fsland 6 mín., Egyptaland 2 mínútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigui'geir Sveinsson, sluppu ágætlega frá leiknum. Áhorfendur: Um 1500. Maður leiksins: Bjarki Sigurðsson, íslandi. Engir þjóðsöngvar Þjóðsöngvar landanna voru ekki spilaðir fyrir leikinn í gær eins og tíðkast. Ástæðan var sú aö Egyptar eru nýbúnir að skipta um þjóðsöng og hafði hann ekki borist til landsins. Vernharð farinn úr landi Einn sterkasti júdómaður lands- ins pakkaði niður í tösku um síð- ustu helgi og hélt áleiðis til Noregs þar sem hann hyggst setjast að og stunda sina íþrótt. Hér er átt við Vemharð Þorleifsson frá Akur- eyri sem keppti á Ólympíuleikun- um í Atlanta á sl. sumri. Vemharð sagði í samtali við DV í gærkvöldi það hafa legið beinast við aö fara út fýrir landsteinana til að getað iðkað júdóið af alvöru. Hann ætli sér að komast lengra en honum hafi ekki verið sköpuð skil- yrði til þess heima á íslandi. „Norömennirnir brugöust skjótt viö“ „Ég hafði samband við norska júdósambandið og sagði þeim hvemig málum háttaði hjá mér. Þeir bmgðust skjótt við, útveguðu mér atvinnu og húsnæðismálin verða komin í höfn innan skamms. Ég verð hér í Bergen til að byrja með en stefnt er að því að ég verði með aðsetur í Ósló. Þessi ákvörðun snýst að mestu leyti um peninga. Ég fékk lítinn stuðning á Islandi en þar var litið á mig sem efnileg- an íþróttamann en að minu áliti hef ég tekið miklum framfömm á sl. tveimur árum. Ég stefhdi lengra en það var ekki skilningur fyrir því á íslandi. Ég stóð einnig frammi fyrir þeirri staöreynd að sökkva enn dýpra í skuldum en ég hef kostað töluverðu úr eigin vasa vegna æfinga og keppni fyrir ís- lands hönd. Úr þvi sem komið var sá ég þann kost vænstan að pakka niður og leita fyrir mér erlendis. Það hefur verið vel tekið á móti okkur hér í Bergen,“ sagði Vem- harð í samtali við DV en hann fór utan sl. sunnudag ásamt kærustu sinni. „Mér bauöst styrkur heima en hann hrökk skammt. Ef ég hefði þegið hann var ég áfram í fjár- hagskröggum. Vemharð sagði enn fremur að hann stefndi að því að fá norskan ríkisborgararétt svo hann gæti keppt á Ólympíuleikunum i Sydn- ey árið 2000 en þangað stefndi hann leynt og ljóst. „Ákveðinn í aö standa mig“ „Eftir þriggja ára búsetu í Nor- egi er góð von um að ég öðlist norskan ríkisborgararétt en fram að því get ég ekki keppt undir norskum fána á Evrópu- og heims- meistaramótum. Ef ég stend migg vel hér i Noregi og eins á alþjóðleg- um mótum gæti verið að málinu yrði flýtt innan norska kerfisins. Ég er ákveðinn i að standa mig, er spenntur og hlakka til framtíðar- innar,“ sagði Vemharð að lokum. -JKS NBA í nótt og fleiri íþróttafréttir bls. 32 og 33 v íT V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.