Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 13 DV Fréttir Reykholt í Borgarfiröi: Ekki grundvollur fyrir skola hald þar í núverandi mynd DV, Vesturlandi: Hagsýslustofnun rlkisins hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri á skólahaldi eins og Fjöl- brautaskóli Vesturlands hefur haft með höndum í Reykholti í Borgar- firði síðan 1995. Reksturinn þykir of dýr miðað við fjölda nemenda. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða starfsemi verði í framtíð- inni í Reykholti. Ríkir því óvissa um atvinnu íbúa í Reykholtsdal því að um 18% íbúa á heimilum í daln- um hafa beina atvinnu af rekstri skólans. Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra sagði á fundi í Logalandi um helgina að hann myndi taka ákvörð- un um endanlega framtíð skólans, byggða á skýrslu Hagsýslu ríkisins. Hann taldi æskilegt að nám á há- skólastigi yrði í Reykholti í framtíð- inni og kæmi þar til greina fræða- stofnun í miðaldafræðum. Enn fremur lýsti hann sig reiðubúinn til viðræðna við heimamenn um fram- haldið og taldi að hægt væri að leggja grunn að framtíð Reykholts með metnaðarfullu átaki heima- manna og stuðningi ríkisins. Ljóst er að þessi hugmynd og aðrar kom- ast ekki í framkvæmd á næsta skólaári og jafnvel ekki fyrir en eft- ir nokkur ár. Getur það verið af- drifaríkt fyrir byggðina. Þama búa um 350 manns. -DVÓ Patreksfjörður: Oddi keypti sláturhúsið firæga DV, Patreksfirði: Á siðara uppboði á sláturhúsinu á Patreksfirði á dögunum átti fyr- irtækið Nyko í Reykjavik hæsta tilboðið en Oddi á Patreksfirði það næsthæsta. Ekki gat reykvíska fyrirtækið staðið við sitt tilboö og því gafst Odda kostur á að ganga inn í málið og keypti fyrirtækið húsnæðið á 4,5 milljónir króna. Sigurður Viggósson, fram- kvæmdastjóri Odda, sagði að ekki væri endanlega búið að ákveða nýtingu húsnæðisins. Þó sagði hann ákveðið að þar yrði mat- vælavinnsla, hvort sem hún verð- ur á vegum Odda eða einhverra annarra. Sagði hann aö stjórn Odda væri jákvæð gagnvart því að áfram yrði rekið þarna sláturhús og bjóða ætti bændum að skoða það dæmi. -HKr. Starfsfólk á stofunum. Talið frá vinstri: Þórarinn Þórhallsson sölustjóri, Guðný Þórdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fasteignasölu, Gísli M. Auðbergsson, Þetra J. Vignisdóttir ritari, og Jónas A. Þ. Jónsson. DV-mynd Emii Lögfræðistofa í fyrsta sinn á Eskifirði DV; Eskifiröi: Lögfræðiskrifstofa hefur í fyrsta sinn hafið rekstur hér á Eskifirði, - Lögfræðistofa Gísla M. Auðbergs- sonar að Strandgötu 53, eða 1 gömlu heilsugæslustöðinni, sem er nú í eigu bæjarsjóðs Eskifjarðar. Gísli er þrítugur Eskfirðingur, sonur Auð- bergs Jónssonar héraðslæknis og Katrinar Gísladóttur. Samhliða almennum lögfræði- störfum hefur Gísli stofnað Fast- eigna- og skipasölu Austurlands, ásamt svila sínum, Jónasi A. Þ. Jónassyni hdl. Bæði fyrirtækin eru á Eskifirði. Bæjarsjóður kostaði breytingar á húsnæðinu og leigir það til fimm ára. Þetta er liður bæj- aryfirvalda til nýsköpunar í at- vinnumálum á Eskifirði. Vilja þau með þessu leggja sitt af mörkum til að auka breidd í fremur einhæfum atvinnumálum staðarins; fiskveið- um og vinnslu sjávarafurða. Með opnun lögfræði- og fasteigna- sölunnar hafa skapast 4-5 ný störf, sem ekki voru hér fyrir hendi áður. í samtali við DV sagði Gísli að starf- semin legðist mjög vel í sig og næg verkefni væru fyrir hendi. „Starfsemin kemur til með að standa og falla með viðskiptmn, fyrst og fremst frá miðfjörðunum, Neskaupstað, Eskifirði og Reyðar- firði,“ sagði Gísli. Aldrei fyrr hefur almenn lögfræðisþjónusta verið starfrækt á Eskifirði. Er ánægjulegt til þess að vita að unga fólkið, sem hefur sótt menntun til Reykjavíkur, skuli koma aftrn- og starfa í sinni heimabyggð við störf sem svo sann- arlega hefur skort í dreifbýlinu. E.T. 1 BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR I BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Laugavegur 86 og 86B St.gr. 1.174 Breyting á skipulagi Samþykkt hefur verið í skipulagsnefnd breyting á skipulagi við Laugaveg 86 og 86B. Gert er ráð fyrir að húsið við Laugaveg 86 verði flutt en húsið nr. 86B verði rifið. Tillögur um uppbyggingu eru til sýnis í kynningarsal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa að Borgartúni 3. 1. hæð, kl. 9:00-16:00 virka daga frá 28. febrúar - 26. mars. Sauðárkrókur: Metþátttaka í dægurlagakeppni DV, Sauðárkróki: Alls bárust 94 lög í dægurlaga- keppni Kvenfélags Sauðárkróks og er það um þrisvar sinnum fleiri lög en á síðasta ári. Valin hafa verið 10 lög í úrslit og sú keppni verður á stór- skemmtim í íþróttahúsinu 2. maí nk. Að sögn Guðmundar Ragnarsson- ar, framkvæmdastjóra keppninnar, er þegar farið að útsetja lögin. Eirik- ur Hiimisson sér um það og stjómar einnig upptöku á iögunum. Þau verða gefin út á geisladiski sem kem- ur út á úrslitakvöldinu. Lögin 94 eru frá um 80 lagahöfundum sem skiluðu inn lögum undir duinefnum. Hulunni verður svipt af þessum höfúndanöfn- um á úrslitakvöldinu. Því er lítið vitað um lagahöf- undana nema að þeir eru hvaðanæva að af landinu. Guðmundur Ragnars- son kveðst hins vegar hafa ffétt að á meðal söngvara og flytjenda sé þekkt tóniistarfólk. Eiríkur Hilmisson stjómar hljómsveit sem leikur á úr- slitakvöldinu og sveitin verður ein- göngu skipuð heimamönnum. Dóm- nefnd valdi lögin 10 og heldur hún álfam störfum á úrslitakvöldinu, ásamt áhorfendum úr sal. ÞÁ Aukin ökuréttindi Næsta námskeið í Reykjavík verður sett mánudaginn 3. mars kl. 18.00 í húsnæði skólans að Suðurlandsbraut 16. ÖKUSKÖLI Wn i j ‘ fl LEIGIIBIFRBII) - VflRIJRIFHHIfJ - IIÓPBIFRBID Landsbyggðarmenn ath! Ökuskóli S.G. hyggst bjóða upp á nýjungar í kennslutilhögun utan Reykjavíkur. Kynnið ykkur málið! Byrjað verður í Vestmannaeyjum og Höfn í Homafirði. Nánar auglýst síðar. Aukin réttindi - Auknir möguleikar Okuskóli S.G. Suðurlandsbraut 16 Símar: 5811919 og 892 4124 Netfang: okuskol@itn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.