Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 17
JOfT ’ FOSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 nnmg: Friðrik Pór Friðriksson er eiginlega fastagestur. Þetta var í fjórða sinn sem hann tók við Menningarverðlaunum DV. íslenska kvikmyndasamsteypan - kvikmyndir: Gnæfði yfir annað Friðrik Þór Friðriksson tók við verðlaunum fyrir kvikmyndagerð úr hendi Hilmars Karlssonar, tákn- rænu ljóni frá Páli á Húsafelli. Það var íslenska kvikmyndasamsteypan sem viðurkenninguna hlaut fyrir Djöflaeyjuna, sem líklega kemur fáum á óvart, því hún gnæfði yfir annað á árinu að mati nefndarinn- ar. „Það er mikið afrek að koma á myndmál skáldsögum Einars Kára- sonar, sem nær öll þjóðin þekkir og dáir. Og það að Djöflaeyjan skyldi vera vinsælasta kvikmyndin sem sýnd var á íslandi í fyrra segir sina sögu um það hvemig þjóðin tók myndinni," sagði Hilmar. Djöflaeyjan hefur þegar hafið ferðalag um erlendar kvikmyndahá- tíðir með glæsibrag og er skemmst að minnast undirtekta á kvik- myndahátíðinni i Berlín. Með Hilmari í nefndinni voru Þorfinnur Guðnason kvikmynda- gerðarmaður og Baldur Hjaltason forstjóri. Ólafur Gíslason afhendir Steinu Vasulka myndlistarverölaunin. Hún hélt aö fslendingar heföu séð í gegnum hana - en þaö höfðu þeir greinilega ekki gert úr því aö hún fékk þessi verölaun! Steina Yasulka - myndlist: Brautryðjandi í nýrri tækni Steina Vasulka hefur dvalist er- lendis lengst af sinni starfsævi og gerðist þar brautryðjandi í nýrri tækni á sviði myndlistar, eins og Ólafur Gíslason kynnti viðstöddum þegar hann afhenti Steinu sauðnaut Páls á Húsafelli í myndlistarverð- laun. Hún hefur unnið að tilraunum í gerð myndbanda og samþættingu myndbandatækni við tónlist og aðra rafræna margmiðlun. „Það fór vart framhjá neinum sem sá sýningu Steinu á Kjarvals- stöðum í fyrra að þar var á ferð ný- sköpun," sagði Ólafur, „þar sem efniviður listakonunnar var ekki bara frumefhi á borð við íslenska náttúru og orku og tíma, heldur líka miðillinn sjálfur, tæknilegir mögu- leikar hans og eiginleikar, sem og skynjun okkar á þessum miðli. Með verkum sínum hefur Steina víkkað svið myndlistarinnar." Með Ólafl í nefndinni voru Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur og Harpa Bjömsdóttir myndlistarmað- ur. Jón Ásgeirsson - tónlist: Samfellt tónmál og magnaðar senur Sigfríður Björnsdóttir greip til þjóðsagnastílsins þegar hún kynnti verðlaunahafann í tónlist, Jón Ás- geirsson, og færði honum styttu Páls á Húsafelli af fugli með silfur- berg í vængjum - „því það er eins og í Jóni persónugerist öfl og eðli sem maður almennt tengir við nátt- úmna eða þjóðsagnapersónur." Hún sagði hann hafa fylgst álengdar með módernískum sveiflum tónlistar á öldinni án þess að hafa gerst liðs- maður neinnar þeirra tískustefna sem fram hafa komið; þess i stað hefði hann sökkt sér í þjóðararfinn og þróað persónulegan og þjóðlegan stíl. Um verðlaunaverkið sagði Sig- fríður: „Óperan Galdra-Loftur er stórvirki í íslenskri tónlistarsögu. Samspil texta og tónlistar er sterkt. - Samfellt tónmál, áhrifamiklar lín- ur og magnaðar senur einkenna hana. Þetta er áhrifamikil ópera byggð á íslenskum efniviði í ís- lenskum stíl.“ Með Sigfríði sátu í nefndinni Anna Guðný Guðmundsdóttir pi- anóleikari og Lára Halla Maack geð- læknir. Svitanum sló út á Jóni þegar hann hlustaði á Sigfríöi halda ræöuna. Hér tek- ur hann viö tónlistarverölaununum úr hendi hennar. Studio Granda - byggingarlist: Veigamikið framlag Verðlaun í byggingarlist fengu hönnuðir Dómhúss Hæstaréttar, arkitektamir Margrét Harðardóttir og Steve Christer sem standa saman að arkitektastofunni Studio Granda. Dr. Maggi Jónsson afhenti Margr- éti og Steve styttu Páls á Húsafelli af fll og sagði meðal annars: „Dóm- nefndin telur verkið vandaða og ag- aða byggingarlist. Þar haldast í hendur útlit sem styður við um- hverfið, gott innra skipulag og markviss efnismeðferð. Höfundar taka á næman og hógværan hátt til- lit til sögulegs umhverfis og tekst að auðga samspil þeima húsa sem fyr- ir eru og gera úr svæðinu heild- stæðari borgarmynd. Skipulag hússins er einfalt og rökrétt. Hvert smáatriði hugsað frá gnrnni af fagmennsku og vand- virkni. Húsið er samhljóma heild og veigamikið framlag síns tíma til is- lenskrar byggingarlistar.“ Með dr. Magga voru í nefndinni Richard Ólafur Briem arkitekt og Auður Ólafsdóttir listfræðingur. Dr. Maggi Jónsson afhendir Margréti Harðardóttur og Steve Christer stóra gula fílinn í verölaun fyrir Dómhús Hæstaréttar. Gyrðir Elíasson - bókmenntir: Allífið handan hversdagsleikans Gyröir Elíasson tekur viö tákni viskunnar úr hendi Jóns Karls Helgasonar. „Með Indíánasumri hefur Gyrðir Elíasson ekki aðeins aukið nými perlu við höfundarverk sitt heldur dregið skýrar fram en áður það mynstur hugmynda og merkingar sem liggja skáldskap hans til grund- vallar," sagði Jón Karl Helgason þegar hann afhenti Gyrði gula uglu Páls á Húsafelli í verðlaun fyrir bókmenntaafrek. Og Jón Karl hélt áfram: „Sögu- svið Indíánasumars er við fyrstu sýn ósköp hversdagslegt, skáldið kveikir á kaffivélinni, lítur út um eldhúsgluggann, þvottur hangir á snúru. En handan þessa hversdags- lífs er sjálft allífið með englum sin- um og reikistjörnum. Og það er þangað sem skáldið skyggnist ásamt þeim persónum - mönnum og dýr- um - sem við sögu koma.“ Með Jóni Karli í nefndinni voru bókmenntafræðingarnir Sigríður Albertsdóttir og Eiríkur Guðmunds- son.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.