Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoöarrrtstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Menningarverðlaun DV Menningarverðlaun DV voru veitt í nítjánda sinn í gær og eru líklega orðin langlífustu verðlaun fyrir list- ræn afrek sem þessi sundurlynda þjóð hefur orðið að sætta sig við. Sjálfsagt eru margar ástæður fyrir þessu langlífi en kannski sú helst að í dómnefndir hafa jaöian valist einstaklingar sem leyfðu sannfæringu sinni að ráða en létu ekki undan þrýstingi neins staðar að. Þess vegna tekur fólk mark á þeim þótt því sé það jafnvel þvert um geð. Fólkið í dómnefndunum vinnur sitt starf af áhuga á listgreinunum og löngun til að ýta undir þá einstaklinga sem vel hafa gert. Og meira en vel. Því oft verða á þessu landi listræn undur þrátt fyrir fámenni, stöðugan íjárs- kort til lista og algengt áhugaleysi ráðamanna. Það sem viðheldur áhuganum á DV-verðlaununum er líka hvað þau eru fjölbreytt. íslendingar eru vanir bók- menntaverðlaunum af ýmsu tagi, frá Fræðsluráði Reykjavíkur, bókaforlögum og samtökum útgefenda; sum eru kennd við þekkta skáldjöfra, sum eru veitt eft- ir á fyrir útgefnar bækur, önnur fyrirfram fyrir aðsend handrit. En Menningarverðlaun DV eru veitt í sjö list- greinum, og það skemmtilega við þau er ekki síst að þar koma saman aðilar ffá hinum ýmsu listgreinum, hittast og spjalla dagstund og skoða hvað hinir hafa ffam að færa. Stærsta einstaklingsverkið sem verðlaunað var í ár er Galdra-Loftur, ópera Jóns Ásgeirssonar, sem frumflutt var af íslensku óperunni á Listahátíð 1996. Frumsamin íslensk ópera í fullri lengd er sjaldgæft fyrirbæri á okk- ar landi, enn þá sjaldgæfara er að fá að sjá hana setta upp af fagmönnum. Fyrsta ópera Norðmanna, Friðkolla, var samin 1858 og sett upp í fyrsta sinn í byrjun þessa árs. Hún beið síns tíma í 140 ár! Heppinn var Jón að þurfa ekki að bíða svo lengi. Einar Kárason skapaði fjölskylduna í Gamla húsinu í þriggja binda bókaflokki sem hefur gert víðreist. ís- lenska kvikmyndasamsteypan hlaut kvikmyndaverð- laun DV fyrir kvikmyndina eftir þeim sögum, Djöflaeyj- una, sem einnig gerir víðreist um þessar mundir og dreifir hugverki Einars til enn þá fleira fólks en hefur tækifæri til að lesa bækurnar. Bókmenntaverðlaunin hlaut Gyrðir Elíasson sem einnig hefur verið þýddur á granntungur okkar en ekki kvikmyndaður enn, enda snilld hans fólgin í furðulegu valdi á máli fremur en í djörfum söguþræði sem hægt er að færa upp á tjald. Steve Christer og Margrét Harðardóttir fengu verð- laun fyrir Dómhús Hæstaréttar, sem var umdeilt áður en það reis en blasir nú við í tign sinni frá Amarhóli. Myndlistarverðlaunin hlaut Steina Vasulka sem fluttist ung að heiman og gerðist brautryðjandi í myndbanda- gerð og nýtti miðilinn á svo skapandi hátt að athygli hef- ur vakið víða um heim. Hennar verður jafnan minnst þegar fjallað er um rafræna margmiðlun í listum. Leiklistaráhuga þessarar þjóðar hefur verið við brugð- ið, og eitt yngsta atvinnuleikhúsið á landinu hlaut leik- listarverðlaunin í ár: Hafharfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör, sem hafa látið gesti sína æpa af kátínu á báð- um sýningunum sem þau hafa sett upp, Himnaríki og Birtingi. Það var ekkert minna en ofdirfska að ætla sér að setja sjálfan Birting upp á eitt svið, en það tókst svo vel að nú hafa þúsundir íslendinga kynnst þessum sér- kennilega karakter sem Voltaire bjó til fyrir nærri 240 árum. Það eru ótrúleg framfór í þessum besta heimi allra heima. Silja Aðalsteinsdóttir „Hin almenna jafnræöisregla í skattalögum felst í því aö leikreglurnar séu sem almennastar og aö ekki séu sér- reglur fyrir sérstaka hópa.“ Jafnræði og skattalög Bandaríkjanna var sett að jafnræði ætti að gilda milli hvítra og svartra. En nú eru að sjáifsögðu allir jafnir fyrir lögum í Banda- ríkjunum óháð litar- hætti. Þannig nemur jafnræðisreglan ný lönd. Jafnræðisreglan hefur að ýmsu leyti átt erfitt uppdráttar í skattalög- um. Flestum þykir sjálfsagt að þeir ein- staklingar sem hafa sömu tekjur og eru að öðru leyti í sömu stöðu greiði sama tekjuskatt og segja má að sú regla gildi stórt séð í skatta- lögum okkar. En málið „Landamæri jafnræðisreglunnar hafa veríð að færast út og ná lengra og lengra yfír á svíð skatta- laganna. Þvi er nauðsynlegt að endurskoða skattkerfíð með tilliti til jafnræðisreglunnar og bæta úr þar sem gengið er á svig við hana án nægilegs rökstuðnings.u Kjallarinn Vilhjálmur Egilsson alþm., framkvstj. Versl- unarráös íslands Hin almenna jafhræðisregla er eitt af lykilhugtök- um i löggjöf i nú- tíma réttarríki. Al- mennt þykir sú regla sjálfsögð að einstaklingamir séu jafnir fyrir lög- unum. Stjómar- skránni hefur ný- lega verið breytt og jafnræðisreglan skráð í 65. grein hennar sem orðast svo: „Allir skulu vera jafnir fyrir lög- um og njóta mann- réttinda án tillits til kynferðis, trúar- bragða, skoðana, þjóðemisuppruna, kynþáttar, litar- háttar, efnahags, ættemis, og stöðu að öðru leyti.“ Mismunun í gangi Nú mætti ætla að jafnræðisreglan í stjórnarskránni ætti líka við um skattalög. En málið er ekki alveg svo einfalt. Spumingin snýst nefnilega líka um almennan hugsunarhátt og í skattalögum hefur löngum þótt sjálfsagt að mismuna aðilum á margvíslegum gmndvelli, mis- jafnlega vel rökstuddum. Reyndar má segja að landamæri jafnræðis- reglunnar séu alltaf að breytast. Við getum tekið sem dæmi að jafn- ræðisreglan náði fyrst alvöra fót- festu í löggjöf ríkja á átjándu öld og stjómarskrá Bandaríkjanna er ein af grundvallarplöggum jafn- ræðisins. Samt datt fáum i hug á þeim tíma sem stjórnarskrá vandast þegar óbeinir skattar eiga í hlut. Það er mikil mismunun í gangi eftir því í hvaða störfum einstaklingarnir afla teknanna og eftir því hvemig þeir eyða tekjun- um. Sum mismunun er á eðlileg- um forsendum og á rétt á sér en margvísleg mismunun er á grand- velli tilfinninga og geðþótta. Mismunun óhagkvæm Hin almenna jafnræðisregla í skattalögum felst í því að leikregl- umar séu sem almennastar og að ekki séu sérreglur fyrir sérstaka hópa. Gagnvart atvinnulífinu þarf fyrst og fremst að gæta þess að skattar raski ekki samkeppnis- skilyrðum milli keppinauta og ekki heldur milli atvinnugreina. Jafhræði milli einstaklinganna og milli fyrirtækja og atvinnugreina er sanngimismál. Það getrn- ekki verið réttlátt að skattkerfi mis- muni ómálefhalega milli einstak- linga eða milli einstakra fyrir- tækja. Jafnræði er líka hagkvæmnis- mál. Það er ekki hagkvæmt fyrir samfélagið að mismuna starfsemi í atvinnulífinu með því að halda niðri fyrirtækjum sem geta lagt sitt af mörkum til þess í formi nýrra starfa, launa eða annarrar verðmætasköpunar. Samfélaginu famast best þegar atvinnulífið fær að búa við almennar leikregl- ur án mismununar og samkeppni á grundvelli jafnræðis sker úr um hvaða starfsemi þrífst. En hvernig stendur á því að jafnræðisreglunni skuli ekki beitt afdráttarlausar í skattkerfinu en reyndin sýnir? Almennur hugs- unarháttur er líklega stærsta skýringin sem endurspeglast í því að ríkisstjórn og löggjafarvald hafa í gegnum tíðina ekki lagt nægilega mikla áherslu á hin al- mennu jafnræðissjónarmið og önnur sjónarmið hafa vegið of þungt. Þessi hugsunarháttur hef- ur þó verið að breytast og nú þyk- ir mismunun á þessum sviðum ekki eins sjálfsögð og áður var. Landamæri jafnræðisreglunnar hafa verið að færast út og ná lengra og lengra yfir á svið skattalaganna. Því er nauðsynlegt að endurskoða skattkerfið með tilliti til jafnræðisreglunnar og bæta úr þar sem gengið er á svig við hana án nægilegs rökstuðn- ings. Vilhjálmur Egilsson Skoðanir annarra Lífseðillinn líkamsrækt „Þau era mörg lyfin sem fundin hafa verið upp til að bæta heilsu og til varnar gegn sjúkdómum ... Lík- amsrækt er sá lífseðill sem við viljum selja öllum, nánast ókeypis, vegna þess að kostnaðurinn þarf í rauninni ekki að vera annar en vilji og svolítill agi. Þau útlát era ekki mikil miðað við það heilbrigði sem fæst í aðra hönd, þá lífsgleði sem skapast og þá vellíðan sem fylgir þeiiri nautn að finna til máttar síns og getu.“ Ellert B. Schram í Mbl. 27. febr. Áfengi - auglýsingar bannaðar „Hveijum manni ætti að vera ljóst að þetta bann takmarkar tjáningafrelsið... Mesti galli við þetta allt saman er að auglýsingabannið hefur haft í fór með sér ákveðið siðleysi. Fjölmiðlar hafa látið draga sig út í það að gera ekki eðlilegan greinarmun á rit- stjórnarefni og auglýsingaefni og jafnvel látið sig hafa það að þiggja peninga fyrir kynningar til að sleppa undan ósanngjömum málarekstri. Þetta er vond niðurstaða fyrir þá sem trúa því að þama eigi að vera skýr greinarmunur og gengur reyndar þvert á siðareglur Blaðamannafélags íslands.“ Sigurður Már Jónsson í Viðskiptablaðinu 26. febr. Reykjavíkuflugvöllur „Augljóst hlýtur að vera að Reykjavíkurflugvöllur heldur áfram að vera þar sem hann er nú, hvort sem honum veröur haldið í nothæfu ástandi eða ekki ... En þegar Reykjavíkurflugvöllur verður loks endur- byggður verður að sjá svo til að kjördæmaráðherrar verði ekki búnir að flytja allt það sem nú er sótt til Reykjavíkur í aðra landshluta til að koma á jafnvægi í byggð landsins og Reykvíkingar komnir upp í Hvalfjörð og austur á Mosfellsheiði.“ OÓ í Degi-Tímanum 27. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.