Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 Utlönd ^ Verkamannaflokkurinn vann yfirburðasigur í aukakosningum: Ihaldsflokkur Majors kominn í minnihluta íhaldsflokkur Johns Majors, for- sætisráðherra Bretlands, galt mikið afhroð í gær þegar Verkamanna- flokkurinn vann yfirburðasigur í aukakosningum í kjördæminu Wirral South í norðvesturhluta Eng- lands. íhaldsflokkurinn hafði „átt“ kjördæmið frá þvi það var myndað árið 1983. Verkamannaflokkurinn fékk nú 53 prósent atkvæða en íhaldsflokkurinn 34 prósent. Ósigurinn í gær þýðir að íhalds- flokkurinn hefur nú aðeins 322 þing- menn í neðri deild breska þingsins, einum færri en Verkamannaflokkur- inn og allir aðrir flokkar samanlagð- ir. Major þarf því að reiða sig á ýmsa smáflokka til að koma málum sínum i gegn. Úrslitin þykja ekki boða gott fyrir almennu þingkosningarnar sem verða haldnar einhvem tímann í maí í vor. „íbúar í Wirral hafa látið í sér heyra. Boð þeirra til Johns Majors og íhaldsflokksins eru: „Nú er nóg komið. ihaldið er búið að vera allt of lengi við völd“,“ sagði Ben Chap- man, frambjóðandi Verkamanna- flokksins, við sigrihrósandi stuðn- ingsmenn sína þegar úrslitin voru lesin upp í nótt. Chapman sigraði með tæplega átta þúsund atkvæða mun en í kosning- unum árið 1992 sigraði frambjóðandi Ihaldsflokksins með rúmlega átta þúsund atkvæða mun. Boðað var til aukakosninganna vegna dauða þing- manns íhaldsflokksins í kjördæm- inu. Ben Chapman, frambjóðandi Verkamannaflokksins, og dóttir hans Bridget eru kampakát eftir sigur Verkamannaflokksins í aukakosningum í Bretlandi t gær. Frambjóöandi Ihaldsflokksins stendur við hliö Bridget, ekki mjög kátur. Símamynd Reuter Sigur Verkamannaflokksins í Wirral South er í samræmi við það forskot sem hann hefur á íhalds- flokkinn í skoðanakönnunum en það hefur verið í kringum 20 stig að und- anfórnu. Ef niðurstöður kosning- anna í maí verða í samræmi við úr- slitin nú þýddi það rúmlega eitt hundrað þingsæta meirihluta fyrir Verkamannaflokkinn. Almennt er litið á aukakosningar sem tækifæri fyrir kjósendur til að lýsa yfir óánægju sinni með stjórn- völd en margir kjósenda halda svo tryggð sinni við gamla flokkinn sinn í almennum þingkosningum. Enginn flokkur í Bretlandi hefur hins vegar á síðari tímum náð að vinna upp svona mikinn mun á jafn skömmum tíma og til stefnu er. Reuter Nýjar hugmynd- ir um fiskveiðar Framkvæmdanefnd Evrópu- sambandsins, ESB, hefur kynnt nýjar hugmyndir um niðurskurð á fiskveiðum. Fiskveiðiþjóðir ESB höfðu harðlega gagnrýnt til- lögur Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál sambandsins, frá því i fyrra. Samkvæmt nýju hugmyndunum eiga aðildarríkin sjálf að gera áætlanir um niður- skurð, eftirlit ESB með áætlun- unum á aö verða umfangsmeira og sömuleiöis eftirlit með endur- nýjun flota. Handtökur í Kína í kjölfar sprengjuárása Kínverska lögreglan hefur handtekið nokkra menn í kjölfar sprengjuárásanna í borginni Ur- umqi í Xinjianghéraði á þriðju- daginn. Fjórir létu lifið og sextíu særðust er sprengjur sprungu í þremur strætisvögnum. Yfirvöld í Kína fyrirskipuðu í gær herferð gegn ólöglegum sprengiefnum. Má nota sæði látins eigin- manns Breska ekkjan Diane Blood fékk í gær leyfi breskrar stofnun- ar, sem fer með frjósemismál, til að nota sæði úr látnum eigin- manni sínum til að reyna að eignast bam. Úrskurðaði stofn- unin að ekkjan, sem er 32 ára, mætti flytja fryst sæöið til Belgíu og gangast þar undir frjósemisað- gerð. Upphaflega hafði stofnunin neitað bón ekkjunnar þar sem eiginmaðurinn hafði ekki veitt skriflegt samþykki sitt áður en hann lést. Reuter Yasser Arafat harmar ákvörðun ísraela um byggingarframkvæmdir: Netanyahu lýsir yfir sigri í baráttunni um Jerúsalem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun halda óformlegar viðræður í dag um beiðni arabaþjóðanna um fund vegna þeirrar ákvörðunar stjórnvalda í ísrael að byggja þús- undir íbúða fyrir gyðinga i arabísk- um hluta Jerúsalem. Arabaríkin fóru fram á tafarlausan fund en ekki er gert ráð fyrir að hann verði fyrr en i næstu viku. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, lét mótmæli þjóða heims, svo og Pcdestínumanna, gegn byggingaráformunum sem vind um eyrun þjóta í gær og lýsti yflr sigri í baráttunni um Jerúsalem. „Ég veit að þið komuð til að styrkja mig en ég kom til að styrkja ykkur. Ég finn til mikils styrks,“ sagði Netanyahu á fundi með bar- áttumönnum í Likudflokki sínum. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, harmaði ákvörðun ísraels- manna en lét ekkert uppi um til Yasser Arafat er ekki hress með ísraelsmenn. Símamynd Reuler hvaða aðgerða hann mundi grípa. „Þetta er alvarlegt brot á gerðmn samningum og þetta stríðir gegn ályktunum SÞ og einnig gegn trygg- ingunum sem bandarísk stjórnvöld veittu," sagði Arafat. Eli Ishai, atvinnumálaráðherra ísraels, undirritaði byggingarleyfið í gær og í framhaldi af því geta jarð- ýtur farið að athafna sig á Jahal Abu Ghneim, skógi vaxinni hæð milli arabíska hluta Jerúsalem og borgarinnar Betlehem sem Palest- ínumenn ráða yfir. ísraelsmenn náðu hæðinni á sitt vald í sex daga stríðinu 1967. En mitt í öllum fagnaðarlátum stjórnarliða bárust þau tíðindi að ísraelska lögreglan myndi sennilega ákæra þrjá aðalmennina i rannsókn á spillingu innan stjómkerfisins. Þá hefur lögreglan í hyggju að yfir- heyra Netanyahu að nýju og mun hann verða varaður við að saka ekki sjálfan sig um refsivert athæfi. Málið snýst um meinta spillingu í skipan embættis rikislögmanns. Reuter Chelsea Clinton orðin 17 ára: Forsetahjónin buðu dótturinni og vinum hennar út að borða Chelsea Clinton, dóttir Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Hill- ary Clinton, varð sautján ára í gær og hélt hún upp á daginn með því að fara út að borða með foreldrum sínum og um 10 vinum. Núna um helgina verður meira um að vera í tilefni afmælisins því forsetahjónin ætla þá að bjóða dótt- urinni til New York til að sjá nokkrar leiksýningar og heim- sækja veitingastaði, að sögn tals- manns Hvíta hússins, Mikes McC- urrys. Á sjálfan afmælisdaginn fór Chelsea í skólann eins og venju- lega. Og um kvöldið var svo haldið til veitingastaðarins Bombay Club sem er ekki langt frá Hvíta húsinu. Chelsea á frí í skólanum nokkra daga í mars og fer hún þá með móð- ur sinni í heimsókn til nokkurra Afríkulanda. Að sögn starfsmanna Hvita húss- ins hefur stúlkan áhuga á að fara í undirbúningsnám fyrir læknis- fræði næsta vetur. Hún hefur þeg- ar skoðað nokkra skóla og meðal þeirra eru HarvEird, Brown og Yale og Stanford í Kaliforníu. Þegar dag- blaðið Los Angeles Times greindi frá því að Chelsea hefði komist að í Harvard lýsti forsetinn því yfir að dóttirin væri enn ekki búin að ákveða í hvaða skóla hún hygðist sækja um Reuter Reiðubúnir tii viðræðna Skæruliðar í Saír segjast vera reiðubúnir til viðræðna um að binda enda á borgarastríðið í land- inu. Ávarpar þjóðina Búist er við að Borís Jeltsin Rússlandsforseti muni í ávarpi til þjóðarinnar í dag ræða vanda- mál rússneska hersins. Miklar vangaveltur eru um að hann muni reka vamarmálaráðherra landsins. Schwarzkopf efast Norman Schwarskopf hershöfð- ingi segist efast um að bandarískir hermenn hafi fengið i sig íraskt stríðsgas þar sem eitt millígramm af því sé banvænt. Ráðherra dáinn Aðstoðarvamarmálaráðherra N- Kóreu, Kim Kwang-jin, lést tæpri viku eftir andlát vamarmálaráð- herra landsins. Lögmæt skotmörk Skæruliðar i Súdan segja öll er- lend olíufélög í landinu lögmæt hemaðarleg skotmörk. Lofa samvinnu Yfirvöld í Sádi-Arabíu ítrekuðu í gær loforð sitt um samvinnu við Bandaríkjamenn viö rannsókn á sprengjuárás á Bandaríkjamenn. Skjálfti í Pakistan Að minnsta kosti 35 týndu lífi í mjög öflugum jarðskjálfta sem varð í Baluchistan-héraði i Pakistan í nótt, að sögn embættismanna. Á hraðri Vinsældir Jacques Chiracs Frakklandsfor- seta og Alains Juppés forsætis- ráðherra hafa aukist mjög i kjölfar tilrauna þeirra til að koma umdeildu frumvarpi um hertar aðgeröir gegn ólöglegum innflytjendum í gegnum þingið. Ekkert gengur Ekkert miðar í viðræðum Suð- ur-Kóreu og Kína um norður- kóreskan embættismann sem leit- aði hælis í sendiráði sunnan- manna í Peking. Hermaður drepinn ísraelskur hermaður lét lífið og tveir félagar hans særðust í árás skæruliða í sunnanverðu Líbanon í morgun. Fjölmenn útför Sjö þúsund manns voru við út- för fjögurra franskra stúlkna sem voru myrtar í borginni Boulogne fyrir skömmu. Berisha í framboði Sali Berisha, forseti Albaníu, verður frambjóð- andi flokks sins þegar þing lands- ins greiðn at- kvæði um nýjan forseta á mánu- daginn kemur. Næsta vist þykir að ekkert mótframboð komi fram og Berisha muni því gegna emb- ætti næstu fimm árin. Konurnar með Hljóðfæraleikarar í Vínarfíl- harmóníunni, síðasta karlaveldinu í tónlistinni, greiddu atkvæði með inntöku kvenna í sveitina. Dauðsföllum fækkar Bandarísk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá því í gær að dauðsföll- um af völdum alnæmis hefði fækk- að í fyrra og hefur slíkt ekki gerst áður. Reuter uppieið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.