Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 16
i6 nienning FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 JjV Menningarverðlaun DV afhent í nítjánda sinn í gær Mikilvægt að beina sjónum að nútímalist í gær voru Menn- ingarverðlaun DV af- hent í nítjánda sinn við hátíðlega athöfn í Þingholti, hliðarsal Hótel Holts. Aðalsteinn Ingólfs- son var að venju veislustjóri og þakk- aði dómnefndum þeirra störf og sérstak- lega þó listamannin- um Páli Guðmunds- syni á Húsafelli sem hafði höggvið í steina úr Húsafellsgili tákn- rænt dýr fyrir hverja listgrein. „Sú staðreynd að við skulum vera hér í nitjánda sinn vitnar ekki bara um týpiska íslenska þrjósku," sagði Aðalsteinn, „heldur er það árétt- ing á því í orrahríð fjölmiðlanna að einn fjölmiðill heldur uppi reglulegri menning- arrýni og menningar- skoðun." Síðan voru dýr Páls á Húsafelli afhent hvert af öðru með til- heyrandi rökstuðn- ingi. Til dæmis talaði dr. Maggi Jónsson um hve mikilvægt það væri að beina sjónum að samtímalist. Ný- lega hefði birst á prenti valinn listi yfir fallegustu hús á landinu og einungis lítill hluti þeirra hefðu verið ný hús, reist á Gestir f nftjánda Menningarverðlaunaboði DV bfða andaktugir eftir því að allir fái ofnbakaða barrann svo hægt verði að byrja að snæða. DV-myndir BG okkar tíma. Því skipti miklu máli að DV skuli verðlauna listamenn sem eru að skapa byggingarlist á hveijum tíma. Móttakendur dýranna þökkuðu fyrir sig með ýmsum hætti. Birt- ingsmenn, sem hlutu leiklistarveiu- laun, fluttu brot úr verki Voltaires og úrvinnslu Hermóðs og Háðvarar á því. Friðrik Þór Friðriksson sagðist yngjast um nítján ár við þetta tækifæri því hann tók við myndlistarverðlaun- um DV fyrir hönd Gallerísins Suður- götu 7 árið 1979, í fyrsta skipti sem þau voru veitt. Svo hafði hann reyndar komið nokkrum sinnum síð- an! í lokin gat Jónas Kristjánsson ritstjóri áttundu listgreinar- innar, matargerðar- listarinnar. Máltíðin hefði verið, eins og venja er til, óður til íslensks sjávarfangs og franskrar matar- gerðarlistar sem er álíka gömul í landinu og Menningarverð- laun DV. Nú voru á borðum sandhverfa tartar í forrétt og ofhbakaður barri i aðalrétt. Skoð- anir voru skiptar um sandhverfuna. Annað hvort fannst mönn- um hún afbragð - og svo var um flesta - eða óæti! En allir voru sammála um að barrinn væri sjald- gæft lostæti. Auður Eydal afhendir Hilmari Jónssyni leiklistarverölaunin. Hermóður og Háðvör - leiklist: Að rækta garðinn sinn „Skyldi það ekki vera algjört met að í allan vetm: hefur mátt velja úr rúmlega tuttugu og stundum allt upp undir þrjátíu leiksýningum í viku hverri héma í Reykjavík og nágrenni?“ spurði Auður Eydal þeg- ar hún afhenti Hilmari Jónssyni leiksfjóra gráfjólubláan apa frá Páli á Húsafelli í leiklistarverðlaun. 1996 var ár hinna sterku, frumlegu og faglega unnu leiksýninga, þar sem allt hljómar saman: Leikur, um- gjörð, listræn stjórn og inntak, og ein þeirra var verðlaunahafinn, Birtingur, sem Hafnarfjarðarleik- húsið Hermóður og Háðvör hafa sýnt síðan í haust. „Sýningin einkenndist af hug- kvæmni," sagði Auður. „Stefnan var skýr, hugmyndimar vel gmnd- aðar, listræn stjómun ákveðin og öll atriði útfærslunnar rímuðu sam- an. í verki hópsins endurspeglast orð Birtings, þegar hann hefur hlustað á Altungu lærimeistara sinn um stund: „Þetta er vel mælt, en hitt veit ég líka að maöur verður að rækta garðinn sinn.“ Með Áúði í néfndinni vora Hall- dóra Friðjónsdóttir leikhúsfræðing- ur og Oddur Bjömsson, rithöfundur og leikskáld. George Hollanders - listhönnun: Vönduð og litrík þroskaleikföng „Eitt af því sem hefur ómæld áhrif á þroska mannsins era leikfongin frá æskuáranum. Sum þeirra urðu manni kærari en önnur og stuðluðu að því að draumar og þrár vöknuðu,“ sagði Torfi Jónsson þegar hann af- henti George Hollanders Menningarverðlaun DV fyrir listhönnun, hrút úr steini frá Húsafelli. George rekur Gtilla- smiðjuna Stubb norður í Eyjafirði og býr til fjöl- breytt úrval leikfanga, allt frá vögguglingri yfir í bíla, eins og Torfi sagði: „Vand- að handverk, skemmtileg og litrík form sem kveikja gleði og eftirvæntingu í litlum hjörtum. Öll era leikfongin meðhöndluð með 100% lífrænni máln- ingu sem er skaðlaus, og þeim má stinga í sérsmíö- aðan kassa sem vekur at- hygli fyrir hugvitsamlega læsingu." Með Torfa í nefndinni voru innanhússarkitekt- arnir Eyjólfur Pálsson og Baldur J. Baldursson. Torfi Jónsson afhendir George Holianders listhönnunarverðlaunin fyrir einstaklega falleg þroskaleikföng sem voru til sýnis í anddyri Þingholts.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.