Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 15 Lyklar sem opna ekkert Hér er stöðugt verið að komast að þeirri niðurstöðu, að hún hafi blasað við frá byrjun, en úr því andleysið þarf að hafa eitthvað fyrir stafni er betra að það dútli við óþarfa en það eyðileggi með bægslagangi störf hinna fáu sem geta eitthvað. Þannig hljómar lýsing á ís- lenskri samtíð. Vandinn og þroskahefting þjóð- arinnar spretta að miklu leyti af fomri gerð fjölskyldna yfir- stéttanna, sem raskaðist örlítið í heimsstyrjöldinni, þegar hingað barst afl sem þær réðu ekki við. Kjallarinn Guöbergur Bergsson rithöfundur En almenningur var fljótur að fara að lúra, í þetta sinn af frjálsum og fúsum vilja. Markaðshjal en ekki raunsæi Nú er mikið rætt um sameiningu sjónvarps- stöðva og fylgir því markaðshjal en ekki raunsæi og dirfska. Það getur varla verið hagkvæmt, ekki einu sinni á torgi þykjust- unnar, að hafa ekkert frambærilegt annað en eilífa sameiningu markaða og tilfærslur á sama fólki, Jóni og Gunnu, sömu klöttum úr sömu fjölskyldum sem hverfa bara af vettvangi um stund þegar þeir fara í meðferð. Meðferðin hefur orðið menn- ingunni mikill bölvaldur. Áður fóru ónytjungarnir í áfengissúg- inn og hurfu úr fjölskyldusögunni „Höfuðvandi íslensks markaðar er sá að hann hefur ekkert ann- að en þorskinn, sem er ágætur til sölu og sendingar suður um höf- in, en sá bacalao sem blasir við hér er varla mönnum bjóðandi. “ en nú eru þeir sendir í endur- vinnslu á manndómi og koma aft- ur til að vera á stöðugu flakki milli fyrirtækja, fjölmiðla og tímarita, með sama gæfuleysið sem fellur þeim að síðum en geta Menningarandinn, sem býöst, er svipaöur því sem heitir í Grindavík netamorkur, segir Guöbergur m.a. í greininni. leynt með glansforsíðu fenginni á Vogi. Höfuðvandi íslensks markaðar er sá að hann hefur ekkert annað en þorskinn, sem er ágætur til sölu og sendingar suð- ur um höfin, en sá bacalao sem blasir við hér er varla mönnum bjóðandi. Ekki einu sinni þó kona í hálfu starfi kalli þátt sinn Saltfisk með sultu og þyki sniðugt. Menn- ingarandinn, sem býðst, er svip- aður því sem heitir í Grindavík netamorkin-. Fjöreggið og pappírinn Ef vit væri i Jóni Ólafssyni, boð- bera myndlyklanna, myndi hann loka fyrir, en lítilþægnin hér geng- ur svo langt að heimspekingar væru vísir með að fást í þáttinn Samfélagið í nærmynd til þess að hugsa á íslensku um sveppasýk- ingu í fótum landsmanna og ræða um það, siðfræðilega séð. Við höfum aðeins listamenn og andlega reisn til þess að kasta á milli okkar klósettrúllum eins og fjöreggi í ríkissjónvarpinu svo pappírinn vefjist um dísirnar og höldum það sé frumlegt, en eftir útlendri auglýsingu haft. í henni vefur hvolpur honum um krakk- ann sem vinnur fyrsta afrek sitt, að kúka í kopp, og fær að launum mjúkan pappír. í Dagsljósi var ekki ljóst hver var hvutti og hver ofurmennið sem kúkaði þætti sínum í sjón- varpskassann. Auglýsingin hefur markaðshæfan boðskap: Skeinið yður á Scottex! En i þættinum var engin sem segir mesta sögu. Guðbergur Bergsson Jafnrétti í nánd? Ljóst er að hingað til hefur að- gangur að þekkingu verið mörg- um takmörkunum háður. Sú þekk- ing sem til að mynda hefur aðeins verið á bók hefur að sjálfsögðu ekki komist til annarra en þeirra sem hafa getað lesið bókina. Því betur sem skólakerfum þjóða hef- ur tekist að ráða bug á ólæsi, þeim mun fleiri hafa átt möguleika á að nálgast þekkinguna, en efnahags- hindranirnar hafa eftir sem áður verið margar. Því fá margir glýju í augu við að horfa til tíma þegar aðeins þarf brúklega simalínu eða rafleiðara og eitt lítið tæki, sífellt viðráðan- legra í verði, til þess að „allir“ hafi aðgang að þorra þeirrar þekkingar sem á annað borð hefur verið skráð og kerfisbundin. Og þessi tíð er ótrúlega nærri. Einmenningstölvan, sem þessi kjallaragrein er skrifuð á, getur á augabragði veitt mér aðgang um mótald og símalínu að upplýsing- um sem varðveittar eru á bóka- söfnum og stofnunum út um allan heim. Þetta er makalaus tækni og ég held að það sé rétt að aldrei hafi möguleikar til jafnréttis verið eins nærri því að vera innan seilingar og núna. En því miður er ekki allt sem sýnist. Þrándar í Götum í fyrsta lagi er ekkert sjálfsagt að menn afli sér upplýsinga og þekkingar þótt þeim standi það til boða. Við því er fjarska lítið hægt að gera annað en reyna að hvefja fólk til dáða, til dæmis í skólum. Kannski ber það árangur með tímanum. En í öðru lagi er margt sem bend- ir til þess að konur og karlar líti silfrið alls ekki sömu aug- um og kannski sé silfrið í þessu tilviki fremur karlvænt en kvenvænt, svo notað- ir séu tískustofnar í samsetning- um. Til þess að mönnum temjist að nota hina nýju upplýsingatækni þurfa þeir að venjast henni snemma. Flestir kannast við að hafa séð böm að tölvuleikjum og undrast hversu skjótt þau ná tök- um á flókinni leiktækni. Þegar grannt er skoðað virðist þó vera tals- verður munur kynja og hann kemur fljótt fram. Strákarnir end- ast miklu lengur í þeim skringilega árekstraheimi sem leikið er í. Flestir þeirra eiga auðvelt með að til- einka sér aðferðina sem kennd er á ensku við „trial and error“, en við köllum að læra af mistökun- um. Telpum finnst ekkert sérlega gaman að renna sér á stabbann eins og mannýgur hrútur þangað til opnast geil, en það á ágætlega við stráka. Kennslufræð- ingum ber ekki saman, að mér skilst, um hvort strákar læri nokkuð uppbyggilegt af þessu, því þeir nenna afar sjaldan að velta fyrir sér af hverju ein leiðin er fær, önnur ekki, þeir vita það bara næst. Stelpumar sýnast hins vegar leggja meira upp úr því að spyrja hvers vegna. Og þær vilja fá rök- rænt svar. Þeim finnst ekkert sniðugt að koma að tölvuskjá og sjá þar notendaskil sem ekki er nein skýring á eða nein augljós rökfræði á bakvið. Það þykir strákunum aftur á móti bara gam- an. Annað atriði er há- vaðinn. Tölvuleikja- framleiðendur gera greinilega ráð fyrir að notendur þeirra séu afar hrifnir af há- vaða. Uppalendur eru áreiðanlega ekki í nokkmm vafa um að fyrirgangur tölvu- leikjanna höfði að jafnaði meira til stráka en stelpna. Karlkyns fram- tíð? Og svo gildir einfald- lega að ungur nemur, gamall temur. Það sem menn tileinka sér á unga aldri verð- ur þeim sjálfsagður leikur síðar. „Það sem þið getið hangið yfir þessum tölvum!“ er algengt kvennamál, en ég hef aldrei heyrt karlmann segja þetta. Karlamir hanga nefhilega ekki yfir tölvun- um (þeir em að „fræðast", „skoða" eða „rannsaka"!). Hér er til dæmis hægt að gera þá kröfú til framleiðenda að þeir sinni báðum „tegundum" notenda. Það er hægt að beita skólakerfinu markvisst til þess að halda tölvum að stúlkum eða stúlkum aö tölv- um. En fyrst verða menn að gera sér grein fyrir að það er stór- hættulegt ef framtíðin á eftir að verða enn meira í karlkyni en for- tíðin. Heimir Pálsson „Flestir kannast við að hafa séð börn að tölvuleikjum og undrast hversu skjótt þau ná tökum á flók- inni ieiktækni. Þegar grannt er skoðað virðist þó vera talsverður munur kynja og hann kemur fljótt fram.u Kjallarinn Heimir Pálsson íslenskufræðingur Með og á móti Er Pétur Hafstein vanhæf- ur til að vera hæstaréttar- dómari eftir að hafa tekið þátt í forsetakosningum? Já „Þó hæstaréttardómarar séu kjörgengir til framhoðs í forseta- kosningum verður að lita til þess að forsetakosningar eru persónu- kosningar og snerta því mjög náið frambjóðanda sem lendir í mnróti umfjöll- unar og fjár- málatengsla með þeim af- leiðingum að verða almennt vanhæfur til að uppfylla hæfiskilyrði laga um dóm- Jón ara að kosning- um loknum. Um þetta er að fmna ákvæði í réttarfarslögum, sem og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæði og hlutleysi dóm- stóla. Þar er skýrt tekið fram að ekki sé einungis nóg að fram- fylgja réttlæti, það verði líka að vera augljóst að því verði fram- fylgt. Það er margt sem gefur ástæðu til að ætla að þátttaka Péturs í forsetakosningum geri hann vanhæfan sem dómara og það ef til vill augljósast, að eftir að kosningum lauk og hann var aftur byrjaður að dæma í Hæsta- rétti var opnaður almennur söfn- unarreikningur í banka og skor- að á almenning að greiða inn á hann til að grynnka á skuldum frambjóðandans. Ef það er orðið löglegt að bera fé á dómara með þessum hætti, þá er það nýmæli og á meðan forsvarsmaður fjár- mála framboðs Péturs neitar að gefa upp hverjir hafa lagt fé í kosningasjóð hans, þá tel ég enn ríkari ástæðu til að tortryggja hæfi Péturs Hafstein í embætti hæstaréttardómara Nei Ég studdi ekki Pétur Hafstein í forsetakjöri, en í kosningabarátt- unni þá ávann hans sér virðingu mína og flestra sem ég þekki fyr- ir einstaka mannkosti. Á forseta- framboð manns sem býður fram mannkosti sína í þágu þjóðarinnar og tapar að verða til þess að rústa feril hans í lífinu? Þeir sem vilja slíkt réttlæti lifa í heimi Össur Skarphéólns- ranglætis. Það *>" alþlnglsmaöur. er ljóst að löggjafinn heimilar hæstaréttardómurum að bjóða sig fram til forseta og ég hlýt sem fyrrverandi ráðherra að setja sjálfan mig í spor Péturs Haf- stein og spyrja hvort kosninga- baráttan geri menn óhæfa til að gegna ráðherraembætti. Alls ekki. Það er afar langsótt að taka upp mál í Hæstarétti gegn Pétri með þeim hætti sem verið er að gera, ekki síst þar sem þeir dóm- ar sem um ræðir hafa ekki oltið á atkvæði Péturs Hafstein. Ef menn segja að afstaða hans með eða móti mönnum síðan í kosn- ingabaráttunni í dómum Hæsta- réttar ráði úrslitum er um leiö verið að segja að í Hæstarétti ís- lands sitji skillitlar druslur sem Pétur Hafstein geti vélað til ákvarðana að vild sinni. Það er auðvitað fráleitt. Það er einnig út í hött að ætla það að fyrrverandi forsetaframbjóðandi fari að nota dómssal Hæstaréttar til þess að gera upp reikninga síðan í kosn- ingabaráttunni. Ég tel að um sé að ræða ósæmilega aðfor að Pétri Hafstein. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.