Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 Afmæli DV Sigurður P. Sigmimdsson Siguröur Pétur Sigmundsson, fjármálastjóri Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, Lyngmó- um 3, Garðabæ, er fertugur í dag. Starfsferill Sigurður ólst upp á Hörgslandi á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu til tólf ára aldurs en flutti þá með fjöl- skyldu sinni til Hafnarfjarðar. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborg 1977 og MA-prófi í hag- fræði frá Edinborgarháskóla vorið 1982. Sigurður var fulltrúi í sjávarút- vegsráðuneytinu 1982-84, deildar- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu 1984-87, framkvæmdastjóri Fisk- markaðs Norðurlands hf. 1987-88, stundakennari hjá Háskólanum á Akureyri 1989, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. 1988-91, framkvæmdastjóri Reykja- víkurmaraþons 1992-94, rekstrar- ráðgjafi hjá Nýsi hf. 1991-94, var ráðgjafi Atvinnumálanefndar Reykjavíkur um atvinnumál 1994-95 og er fjármálastjóri Vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytisins frá 1995. Sigurður sat í stjóm Verðjöfnun- arsjóðs fiskiðnaðarins 1984-85, var Sigurður Pétur Sigmundsson. fulltrúi íslands í fiski- málanefnd OECD 1988-87, formaður Félags- stofnunar stúdenta á Ak- ureyri 1989-91, stjórn- armaður í Össuri hf. 1995-97, hefur setið í Qölda stjórnskipaðra nefnda og gegnt fjölþætt- um nefndar- og stjórnun- arstörfum innan frjáls- íþróttahreyfingarinnar rnn árabil, s.s. stofnandi og fyrsti formaður Ung- mennafélags Akureyrar 1988-1991. Hann er vara- bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ frá 1994 og situr í íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar. Sigurður er margfaldur íslands- meistari í langhlaupum, var í lands- liðinu 1975-86 og er íslandsmethafi í maraþoni og hálfmaraþonhlaupi. Hann hefur gefið út tímaritið Hlauparann frá 1994. Fjölskylda Kona Sigurðar er Marta Jörgen- sen, f. 28.3. 1965, ritari. Hún er dótt- ir Lauritz H. Jörgensen, f. 24.10. 1930, mjólkurfræðings hjá Kjöris, og k.h., Steinu Einarsdóttur, f. 30.1. 1938, gjaldkera hjá Úrval- Útsýn. Dætur Sigurðar og Mörtu eru Diljá f. 26.12. 1993; Karítas f. 12.11. 1995. Stjúpdóttir Sigurðar og dóttir Mörtu er Steina Dröfn Snorradóttir f. 16.2. 1984. Dóttir Sigurðar með fyrri sambýliskonu, Ágústu Þórðardóttur, er Hrund f. 8.7. 1983. Hálfbróðir Sigurðar, sam- feðra, er Birgir Sig- mundsson, f. 10.8. 1952, rannsóknarlögreglumað- Hálfsystkini Sigurðar, sam- mæðra, eru Einar P. Guðmundsson, f. 30.6. 1958, iðnrekandi; Óskar H. Guðmundsson, f. 29.10. 1959, verka- maður; Björgvin S. Guðmundsson, f. 15.2. 1962, skrifstofumaður; Sigrún B. Guðmundsdóttir, f. 26.6. 1983, leikskólastarfsmaður; Elin Þ. Guð- mundsdóttir f. 2.11. 1965, þjónn; Guðmundur F. Guðmundsson, f. 15.10. 1969, sjómaður; Klara G. Guð- mundóttir, f. 14.8. 1972, verslunar- maður, - öll búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Sigurðar; Sigmundur Finnsson, f. 22.1.1934, fórst með tog- aranum Júlí 8.2. 1959, sjómaður, og Fanney Óskarsdóttir, f. 2.3. 1938, húsmóðir. Stjúpfaðir Sigurðar er Guðmund- ur Björgvinsson, f. 30.12.1933, fyrrv. bóndi á Hörgslandi og nú verkamað- ur í ísal. Ætt Sigmundur var sonur Finns, skip- stjóra ÚA á Akureyri, frá Önundar- firði, sonar Daníels Bjamasonar og Guðnýjar K. Finnsdóttur. Móðir Sigmundar var Jóhanna Jóhannes- dóttir frá Grunnavík, dóttir Jóhann- esar Jóhannessonar og Margrétar Sigmundsdóttur. Fanney er dóttir Óskars sem var sonur Finns Bjömssonar, skipstjóra á Akureyri, og Jómnnar Sigurjóns- dóttur. Móðir Fanneyjar var Sigrún Guðjónsdóttir, b. á Jökuldal Gísla- sonar, og Guðrúnar Benediktsdótt- ur. Sunnudaginn 2.3. mun Sigurður ná þeim áfanga að hafa hlaupið samtals 85.000 km á æfingum og keppni síðustu tuttugu og fimm árin og vonast hann til að sem flestir mæti við Suðurbæjarlaugina í Hafn- arflrði kl. 11 og skokki með honum síðasta spölinn. Boðið verður upp á pasta eftir skokkið. Mats Wibe Lund Mats Wibe Lund ljósmyndari, Vorsabæ 18, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Mats fæddist í Ósló í Noregi og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Riis hoyere skole í Ósló 1956, stundaði nám í loftljósmyndun við Kgl. norske flyvápen í Noregi 1958 og við Centre de l’interpréta- tion photographique í Versölum í Frakklandi 1957, lauk verslunar- prófi frá Treiders Handelsskole í Ósló 1959, sveinsprófi í ljósmyndun frá Staatliche Höhere Fachshule fúr Photographie í Köln í Þýskalandi 1962 og öðlaðist meistararéttindi í ljósmyndun í Reykjavík 1977. Þá sótti hann blaðamannanámskeið í Ósló á árunum 1954-56. Mats var ljósmyndari og blaðam- aður hjá Aftenposten í Ósló 1954-60, ljósmyndari hjá Studieselskapet for norsk industri í Ósló 1959-60, hjá Norges handels og sjofartstidende 1960-70 og hefur rekið eigin ljós- myndastofu, Studio Mats, frá 1966. Þá hefur hann starfrækt ljósmynda- safn og ljósmyndabanka frá 1961. Mats var varaformaður í stjórn Ljósmyndarafélags íslands 1974-75, var einn af stofnendum Round Table á íslandi 1970, formaður Round Table í Reykjavík 1971-72, landsformaður Round Table á ís- landi 1976-77, formaður fulltrúaráðs Myndstefs og Myndhöfundasjóðs ís- lands frá 1991 og vann að undirbún- ingi að stofnun World Council of Professional Photographers í Chicago í Bandaríkjunum 1985. Hann hefur haldið fiölda einkasýn- inga og tekið þátt í fiölda samsýn- inga, hér á landi og erlendis. Mats skrifaði á annað þúsund greinar um íslensk málefni í erlend dagblöð, tímarit og bæk- ur á árunum 1954-70, einkum á Norðurlönd- unum, og hélt fyrir- lestra um ísland í Nor- egi og Þýskalandi. Hann hefur stundað ráðgjöf um höfundarrétt ljós- myndara og er heiðurs- félagi í Round Table á íslandi. Mats Wibe Lund. Fjölskylda Eiginkona Mats er Arndís Ellertsdóttir, f. 20.9. 1938, geðhjúkrunarfræðingur. Hún er dóttir Ellerts Ág. Magnús- sonar, f. 4.8.1913, prentara í Reykja- vík, og k.h., Önnu Ársælsdóttur, f. 13.12. 1913, húsmóður. Börn Mats og Arndísar eru Margit Johanne, f. 3.3.1965, MA í al- þjóða- fiármálafræði, starfar í París, hennar maður er Christi- an Robertet; Anita Björk, f. 24.2. 1967, tölvufræðing- ur og starfar að fiölþjóð- legu margmiðlunarverk- efhi á vegum HÍ, Pósts og síma og Nýherja, sambýl- ismaður hennar er Svein- björn Jóhannesson og eiga þau einn son, Hlyn Smára, f. 1994; Carl Mathias Christopher, f. 22.8. 1973, nemi í ljósmyndun í Reykjavík, sambýliskona hans er Margrét Rúnars- dóttir. Systir Mats er Magdalena Kierulf, f. 3.3. 1940, arkitekt í Ósló. Foreldrar Mats: Mats Wibe Lund, f. 13.7. 1907, d. 29.6. 1988, viöskipta- fræðingur í Ósló, og k.h., Edith Lund, f. 14.12. 1906, húsmóðir. Mats er að heiman á afmælisdag- inn. María Bcddursdóttir María Baldursdóttir, hárgreiðslumeistari og söngkona, Skólavegi 12, Keflavík, er fimmtug í dag. Starfsferill María fæddist í Kefla- vík og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Gagn- fræðaskóla Keflavíkur og síðan við Iðnskólann í Keflavik 1963-66, lærði hárgreiðslu hjá Ingi- björgu Sigurðardóttur 1963-66 og lauk prófum grein. María Baldursdóttir. María stimdaði verslun- arstörf, var flugfreyja um skeið og stundaði síðan skrifstofustörf auk þess að vera hárgreiðslumeist- ari. María hefur sungið með danshljómsveitum, sung- ið inn á hljómplötur og unnið að tónlistargerð. Hún var kjörin ungfrú ís- land í fegurðarsamkeppni 1969. Fjölskylda í þeirri Maður Maríu frá 1968 er Rúnar Júlíusson, f. 13.4. 1945, hljómlistar- maður og útgefandi. Hann er sonur Júlíusar Eggertssonar, múrara- meistara í Keflavík, og Guðrúnar Bergmann húsmóður en þau eru bæði látin. Synir Maríu eru Baldur Þórir Guðmundsson, f. 27.7. 1964, við- skiptafræðingur, kvæntur Þor- björgu Guðnadóttur nema og eru böm þeirra Björgvin ívar, María Rún og Ástþór Sindri; Júlíus Freyr Júlíusson, f. 22.9. 1971, tæknimaður hjá RÚV, kvæntur Guðnýju Krist- jánsdóttur, leikskólastarfsmanni og formanni Leikfélags Keflavíkur, en dóttir þeirra er Kristín Rán. Systkini Maríu eru Þórir Bald- ursson, f. 29.3. 1944, tónskáld í Garðabænum; Júlíus, f. 1.7. 1952, málarameistari í Keflavík; Baldur, f. 1.2. 1956, silkiprentari í Keflavík; Ómar, f. 28.1.1958, grafikhönnuður í Keflavík. Foreldrar Maríu: Baldur Þórir Júlíusson, f. 15.9. 1919, d. 2.11. 1996, bifreiðaeftirlitsmaður og umdæmis- fulltrúi, og Margrét Hannesdóttir, f. 27.12.1921, húsmóðir. María og Rúnar taka á móti vandamönnum og vinum á Glóð- inni, Hafnargötu 62, Keflavík, í kvöld milli kl. 20.00 og 22.00. Til hamingju með afmælið 28. febrúar 80 ára Guðrún Tryggvadóttir, Svertingsstöðum I, Eyjafiarðarsveit. Guðfinna Guðleifsdóttir, Sléttuvegi 13, Reykjavík. 75 ára Jóna Ólöf Jónsdóttir, Víðimel 44, Reykjavík. Valdimar R. Jónsson, Amartanga 40, Mosfellsbæ. Ingibjörg Þórhallsdóttir, Nestúni 4, Hvammstanga. 70 ára Jón Þórmundur ísaksson, fyrrv. flugumferðarstjóri, Háaleitisbraut 38, Reykjavík. Eiginkona hans er Þóra K. Ásmundsdóttfr húsmóðir. Guðbjörg Þorbjömsdóttir, Sólbakka 6, Breiðdalsvík. Helga Gestsdóttir, Lindarflöt 30, Garðabæ. Hulda Alexandersdóttir, Kópavogsbraut 1B, Kópavogi. Hulda tekur á móti gestum hjá Guðrúnu, dóttur sinni, og tengdasyni, að Stórahjalla 7, Kópavogi, laugardaginn 1.3. eftir kl. 15.00. 60 ára Marfa Gunnarsdóttir, Mosabarði 10, Hafnarfirði. Erling Aspelund, Lækjargötu 4, Reykjavík. Inga Áróra Guðjónsdóttir, Þverholti 8, Keflavík. Jenný Marteinsdóttir, Hjaltabakka 26, Reykjavík. 50 ára Lilja Magnúsdóttir, starfar við alhlynningu aldraðra, Breiðvangi 3, Hafharfírði. Maður hennar er Þórður Sveinbjömsson útgefandi. Guðmundur Brynjar Guðlaugsson, Heiðarbraut 7F, Keflavík. Jóhanna Hannesdóttir, Reykjavíkurvegi 7B, Hafnarfirði. Kristín Ingólfsdóttir, Ásvegi 11, Breiðdalsvík. Sturla Már Jónsson, Valhúsabraut 33, Selfiamarnesi. 40 ára Vilborg Valdimarsdóttir, Reykjum, Ytri-Torfustaðahreppi. Erla Hrönn Helgadóttir, Frostafold 34, Reykjavík. Ólöf Sveinhildur Helgadóttir, Bugðulæk 3, Reykjavík. Guðlaug Daðadóttir, Vallarási 5, Reylfiavík. Gunnar Bragi Kjartansson, Gnoðarvogi 44, Reykjavík. Sigurður Snæberg Jónsson, Öldugötu 10, Hafnarfirði. Leiðrétting: Halldór Karl Ragnarsson í grein í gær um fertugsafmæli Halldórs Karls Ragnarssonar, múr- arameistara og framkvæmdastjóra Freyjuvöllum 28 Keflavík, vantaði niðurlag greinarinnar. Þar átti að koma fram að Halldór Kcirl og kona hans, Helga Sigurðardóttir taka á móti gestum í sal frímúrara við Bakkastíg i Njarðvík, laugardaginn 1. mars, kl. 20. 30. Blaðið biðst afsök- unar á mistökunum. Halldór Karl Ragnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.