Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 5 DV Fréttir Hlutafé Chase Manhattan í íú eyrnamerkt nýjum hluthöfum: Verðmæti félagsins gæti verið 3-4 milljarðar króna Þegar rætt er um viröi Stöövar 2 er taliö óhætt aö meta sjónvarpsstöðina á þrjá til fjóra milljaröa króna. Eins og DV hefur greint frá eru engin forkaupsréttarákvæði í samn- ingi íslenska útvarpsfélagsins og ís- lenskrar margmiðlunar á því hluta- fé sem kynni að losna. Hins vegar var frá því gengið við samninga- borðið að hlutafé Chase Manhattan Bank er eymamerkt nýjum eigend- um. Nýi hluthafahópurinn hefur sam- kvæmt heimildum DV engar ákvarðanir tekið um að reyna að eignast meira hlutafé en það sem nú liggur í hans höndum. Hann metur það nú hveijar horfumar séu og hvernig dæmið líti út og i næstu framtíð verður tekin um það ákvörðun hvort einhver þeirra hafi yfirleitt áhuga á því að kaupa stærri hlut í félaginu. Jón á 36% Sigurjón Sighvatsson og Jón Ólafsson hafa báðir lýst því yfir að þeir séu tilbúnir að selja sinn hlut og sá hlutur er falur þeim sem tilbú- inn er að horga vel. Samkvæmt heimildum, sem DV telur áreiðan- legar, á Jón Ólafsson 36% í hlutafé- laginu og að raunhæft sé fyrir hann að selja hann fyrir milljarð. Það seg- ir að gera megi ráð fyrir heildar- verðgildi hlutabréfa í ÍÚ upp á 2,5-3 milljarða króna. Hlutabréfin hafa vísast nokkuð hækkað eftir að frið- ur komst á markaðinn og sam- keppninni var vikið úr vegi. Óhætt getur því verið að nefha töl- ur upp á 3-A millj- arða þegar virði Stöðvar 2 er met- ið. Heimildamenn DV telja engu að síður að kaupend- ur að fyrirtækinu hérlendis myndu aldrei borga slíkt verð. Eign Jóns sé kannski raun meira an millj- arðs virði en fáir innlendir aðilar myndu tilbúnir að greiða meira fyrir hana. Árið 1995, þegar Chase Manhattan bank kom inn í dæmið, var hluta- fé i ÍÚ að nafn- virði metið á 500 milljónir króna, gengið var 4 og fyrirtækið því í heild metið á um 2 milljarða. Heimildarmaður DV spáir því að á næstu misserum megi búast við talsverðum hrókeringum eigenda að félaginu. Hvort nýir hluthafar munu nýta sér það kemur eflaust í ljós á næstu misserum. Hver veit nema þeir sem ekki treystu sér, eða fengu ekki, að kaupa íslenska út- varpsfélagið á sínum tíma hafi með því að láta kaupa sig tryggt sér þar með aðgang að meirihluta hlutafjár áður en langt um líður. Eyrnamerkt hlutafé Það sem liggur á borð- inu er að Chase Man- hattan er með ákveðinn samning og að nýju hlutha- farnir geta gengið inn f þann samning ef hankinn á einhverjum timapunkti vill hugsan- lega selja eða hópurinn hugsanlega kaupa. Þá myndu réttind- in færast yfir til nýju hlut- hafanna. Hlutafé bank- ans, um 20%, er því þannig eymamerkt nýju hluthöfunum að á næstu þrem- ur árum t.d. gæti bankinn óskað eft- ir því að selja eða nýi hópurinn að kaupa. Samningurinn gerir ráð fyr- ir að eftir ákveðinn tíma geti þetta gerst á hvorn veginn sem er. Ákvæði er síðan um það að setja fyrirtækið á hlutabréfamarkað. Á fjármálamarkaði spá menn því að eignaraðild að félaginu verði dreifð þannig að margir muni standa að því, fáir með stóran eignarhlut. Skrýtið siðferði Áberandi er sú skoðun manna í viðskiptalífinu að þeir viðskiptajöfr- ar sem stóðu að Stöð 3 hafi að nokkru misst andlitið með fram- komu sinni við fimmmenningana sem fengnir voru frá Stöð 2 til þess að koma henni á koppinn. Nú ligg- ur það fyrir að einn þeirra þiggur starf á Stöð 2, hinir fjórir geta étið það sem úti frýs. Þykir þetta við- skiptasiðferði ekki til eftirbreytni. Þá hefur það vakið sérstaka at- hygli manna, sem DV hefur rætt við úr viðskiptalífinu, að nú fyrst hafi það verið að renna upp fyrir hlut- höfum í íslenskri margmiðlum hver staðan er. Ljóst var að 5-600 milljón- ir vantaði inn í reksturinn, enginn lánaði félaginu peninga og því þurfti að borga myndlykla og allan rekstur með hlutafé. Flestir eru á því að sameiningin hafi verið það eina rétta í stöðunni og framtíðin ein mun skera úr um hvemig eigendalistinn muni koma til með að líta út. Ljóst er þó að bú- ast má við að milljónir muni skipta um hendur áður en langt um líður. -sv lítið þið ekki á samanburðartöfluna rennið yfir staðalbúnaðinn skoðið fjölbreyttu lánakjörin kíkið á aukapakkana og gaumgæfið verðið 7 InIRtt' —immrwiii S , “'l ■ ' A.. Xtra pakkar LSi vél búin: 1.3 lítra rúmmáli 12 ventlum Fjölinnsprautun 84 hestöflum UO cc 3 Cð < z Vökva- og veltistýri ^ Útv./segulb. með 4 hátölurum CQ Stafræn klukka ^ Fjarstýrð opnun á bensínloki Dagljósabúnaður <£ Litað gler H* KTi Tveggja hraða þurrkur með ^ biðrofa og rúðusprautu yj Afturrúðuhitari með tímarofa Samlitir stuðarar j— Heilir hjólkoppar JTj Tveir styrktarbitar í hurðum £l Krumpusvæði |— Barnalæsingar ____j o.m.fl. < Samanburðurinn hjáIpar þér að vejja rétt 3 dyra bílar HYUNDAl Accent LSi vw GolfCL TOYOTA Corolla XLi OPEL Astra GL NISSAN Almera IX Rúmtak vélar sm2 1341 1398 1330 1389 1392 Hestöfl 84 60 75 60 87 Lengd 4103 4020 4095 4051 4120 Breidd 1620 1696 1685 1691 1690 Vökva- og veltistýri J J J J/N J Utvarp + segulb. J J N J/N J Metallakk Innifalið 18.000 Innifalið 21.000 Innifalið VERÐ 995.000 1.220.000 1.164.000 1.199.000 1.248.000 9.742 kr. á mánuði með kaupleigu í 36 mánuði. Kaupverð 995.000 kr. Útborgun(bíll/pen.) 275.000 kr. Lokaafborgun 547.000 kr. Heildarkostnaður 1.172.712 kr. Komið svo við hjá okkur, veljið bíl og takið einn góðan hring í rólegheitum. Þá ættuð þið að hafa sannfærst um að þeir sem eignast Accent fá fólksbíl á verði smábíls. - veldu þér einn Jur VetrardeklC mottur, hliðarlistar, bónpakki. 2 Vindskeið vetrardekk, mottur, hliöarlistar, bónpakki. , GSM sími y vetrardekk, mottur, hliðarlistar, bónpakki. Geislaspilari vetrardekk, mottur, hliöarlistar, bónpakki. Meðalverðmæti pakkanna er um 80.000 kr. en þeir fást fyrir aöeins 25.000 kr. á PAKKADÖGUM við kaup á Hyundai bifreiö. Verð frá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.