Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Side 50
62 afmæli LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 T^V Haukur Pjetursson mælingaverk- fræðingur, Sólvallagötu 22, Reykja- vík, er áttatíu ára i dag. Starfsferill Haukur fæddist i Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi ffá MR 1936 og prófi í landmæl- ingaverkfræði frá Den kgl. Veter- incer og landbohojskole í Kaup- mannahöfn 1941. Haukur var verkfræðingur við mælingarstofnun O. Budts í Kaup- mannahöfn 1941-43, við Geodætisk Institut í Kaupmannahöfn 1943-46 og tók þá m.a. þátt í leiðangri til Grænlands, var deildarverkfræðing- ur hjá bæjarverkfræðingi í Reykja- vík á árunum 1947-54 og 1956-61 við mælinga- og kortagerðardeild, rak sjálfstæða verkfræðistofu í Reykja- vík 1954, stofnaði, ásamt öðrum, Forverk hf. 1956, fyrirtæki sem er sérhæft í kortagerð og myndmæling- um, stofnaði ásamt öðrum Bikarbox hf. 1960 og eftir það rak hann ásamt fleirum verkfræðistofuna Forverk ehf. Haukur var prófdómari við verk- fræðideild HÍ 1951-60. Hann sat í stjórn Verkfræðingafélags íslands 1960-62, í stjórn FÍB 1960-70 og 1971-73 og var formaður Félags ráð- gjafaverkfræðinga 1969-71. Hann var gerður að heiðursfélaga FÍB árið 1978. Fjölskylda Haukur kvæntist 2.10. 1943 Jytte Lis 0strup, f. 14.5. 1917, kennara og bókhaldara. Hún er dóttir L.C. 0strup, skylmingameistara og íþróttakennara í Kaup- mannahöfn, og konu hans, Mörtu Mariu, f. Rasmussen. Börn Hauks og Jytte Lis eru Björg, f. 2.6. 1949, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavik, gift Rúnari Sigfússyni raf- magnsverkfræðingi og eiga þau þrjú böm, Einar Þorbjörn, Mörtu Margréti og Sigrúnu Birnu; Inga, f. 23.9. 1953, búsett í Reykjavík, gift Jóni E. Egilssyni sendiherra og eiga þau fjögur börn, Egil Hauk, Björn Egg- ert, Ingibjörgu Eddu og Arnór Kon- ----- ráð; Björn Óli, f. 11.5. 1961, rekstrarverkfræð- ingur í Reykjavík. Systkini Hauks eru Ragnheiður Pétursdótt- ir, f. 13.8. 1913, kennari í Reykjavík; Örn Bjart- marz Pétursson, f. 23.12. 1927, tannlæknir og pró- fessor, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Kristínu Bjartmarz og eiga þau þrjú böm, Hönnu, Helgu og Hjördísi. Foreldrar Hauks voru Pétur Leifsson, f. 6.4. 1886, d. 17.12. 1961, ljós- myndari í Reykjavík, og Steinunn Bjartmarsdóttir, f. 10.10.1883, d. 22.5. 1972, kennari. Haukur Pjetursson. Vel sótt námskeið hjá Skákskóla íslands í vetur: | Til hamingju með afmælið IB.mars 90 ára____________________ 1 Pétur Hafsteinn Björnsson, Skriðulandi, Engihliðarhreppi. 80 ára Hulda Vilhjálmsdóttir, Víkurbraut 1, Mýrdalshreppi. Guðrún Sveinbjarnardóttir, Höfðavegi 20, Vestmannaeyj- um. 75 ára Valgerður Einarsdóttir, Núpi 1, Vestur- Eyjafjalla hreppi. Adolf Bjarnason, Vesturl.br., Arnarholti, Reykjavík. 70 ára Guðný Pétursdóttir, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi. Bragi R. Friðriksson, Faxatúni 29, Garðabæ. Hemmi Gunn lagði stórmeistarann - Jón G. Viðarsson með AM-áfanga á skákmóti TR í vor lýkur sjöunda starfsári Skákskóla íslands, sem stofnaður var með lögum frá Alþingi í maí 1990. íslensku stórmeistararnir era fastráðnir kennarar við skólann og sinna kennslu í framhaldsdeildum, þar sem efnilegustu skákmönnum okkar er boðin ókeypis skólavist. Einnig er boðið upp á skákkennslu í almennum deildum skólans þar sem bömum allt niður í 6-7 ára ald- ur er veitt leiðsögn og þjálfun. Helgi Ólafsson, stórmeistari, var ráðinn skólastjóri Skákskólans í haust og hafa námskeið verið vel sótt af öllum aldursflokkum. Yfir 120 nemendur tóku þátt í fyrri nám- skeiðum skólans í janúar og febrúar og um 100 þátttakendur sitja þau námskeið sem nú standa yfir. Að jafnaði er kennt einu sinni í viku, sex vikur í senn. Skólinn hefur að- setur í Faxafeni 12 en í tíð Helga hefur jafnframt verið bryddað upp á farandkennslu í Kópavogi, Hafnar- firði og á Selfossi. i janúar sóttu þrjátíu efnilegir unglingar nám- skeið skólans á Akureyri, undir leiðsögn Helga og Þrastar Þórhalls- sonar. Einnig hefur Skákskólinn haft milligöngu um skákkennslu í skólunum og nú hefur skákáfangi við Menntaskólann við Hamrahlíð verið endurvakinn. Oft hefúr verið erfitt að fá eldri og reyndari skákmenn til þess að setjast á skólabekk en svo virðist sem hörðustu skákáhugamenn vilji heldur tefla sjálfir en láta messa yfir sér. Viðbrögð við auglýsingu Skákskólans í janúar um „fullorð- insfræðslu" urðu þó góð. Tólf valin- kunnir skákáhugamenn sóttu nám- skeið sem skólastjórinn stýrði sjálf- ur og féll í mjög góðan jarðveg. Kennt var á fimmtudagskvöldum, námsefnið var einkum brögð og brellur í byrjunum og var farið í saumana á eitraðum vopnum, eins og „íslenska bragðinu" og „kóngs- bragði" svo eitthvað sé nefnt. Guð- mundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands íslands, hélt erindi eitt kvöldið um einvígið sögufræga milli Fischers og Spasskís, sem nú á 25 ára afmæli og auðvitað var boðið upp á kaffi og meðlæti meðan á fræðslunni - og skemmtuninni stóð. Meðal þátttakenda á námskeiðinu vora Þorsteinn Gauti Sigurðsson og Jónas Sen, pianóleikarar, Hrafn Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri, og Hermann Gunnarsson, sjónvarps- stjarna með meira, svo einungis fá- einir séu nefndir. Þegar Helgi tefldi klukkufjöltefli við hópinn komst hann að því að þetta var harðsnúið liö. Níu lágu í valnum en Þorsteinn Gauti og Bjarni Jónatansson gerðu jafntefli við stórmeistarann. Her- mann gerði sér hins vegar lítið fyr- ir og vann Helga, eftir ævintýralega skák. Hermann hefur haft umsjón með atskákmótum í Sjónvarpinu og m.a. íslandsmótinu í atskák, þar sem Helgi Ólafsson hefur sigrað tvö síð- ustu ár. Þótt Hermann hafi oft látið gáfulegar athugasemdir falla í þess- um þáttum er ekki á allra vitorði hversu sleipur hann er sjálfur við skákborðið. Skák þeirra Helga var tefld í 19. aldar stíl, með mannsfórn- um og tilheyrandi. Stórmeistarinn beitti kóngsbragði en tefldi af full- mikilli léttúð - fórnaði tveimur létt- um mönnum fyrir óljós færi. Her- mann svaraði fullum hálsi með því að fóma drottningunni og óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu. Und- ir lokin var það svo stórmeistarinn sem lék sig í mát. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Hermann Gunnarsson Kóngsbragð. 1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Rf3 g5 4. Bc4 d6 5. 0-0 Bg7 6. d4 Bg4 7. g3 Bh3 Algengasti leikmátinn var 6. - h6 og treysta stöðuna. Stórmeistarinn hyggst refsa fyrir biskupsleikina tvo með dæmigerðri fórn i þessari byrjun. 8. Bxf7+ Kxf7 9. Rxg5+ Dxg5 10. Hxf4+ Rf6 11. Rc3 Kg6!? 12. Hf5 Dxf5 Svartur gat leikið 12. - Dg4, því að ef 13. Hg5+ Dxg5 14. Bxg5 Kxg5 hef- ur hann ógrynni liðs í skiptum fyr- ir dömuna - hrók og þrjá létta menn. 13. exf5+ Bxf5 14. Re2 Rbd7 15. Rf4+ Kf7 16. c3 Hae8 Betra er 16. - Rb6 og ef 17. Db3+ d5 o.s.frv. 17. Db3+ KfB 18. Bd2 Re4 19. Hfl Áfram er teflt í anda rómantísku meistaranna. 19. - Rxd2 20. Re6+ Ke7 Eftir 20. - Kg8 virðist hvítur i vanda. T.d. 21. Rxg7+ Rxb3 22. Rxe8 Bg6 23. Rxc7 Rd2 og svartur á tvo menn til góða móti peðum. 21. Ddl Rxfl Eftir 21. - Bxe6 á svartur unnið tafl. 22. Rxg7 Re3 23. Df3 HefB Betra er 23. - Kd8 og enn virðist svartur eiga vinningsstöðu. 24. Dxe3+ Kf6 25. Dh6+ Hér er betra 25. Rxf5 Kxf5 26. Df3+ Ke6 27. De4+ Kf6 28. Dxb7 en hvítur er að berjast fyrir jafntefli. 25. - Bg6 26. d5 Re5 27. Re6 He8 28. Dg7+ Kf5 29. Dxc7 Bf7 Rétt er 29. - Ke4. 30. Rg7+ Kg4 31. Dxd6! RÍ3+ 32. Kf2 Re5 33. h3+! Kg5 Ef 33. - Kxh3 34. Dh6+ og mátar. 34. Rxe8 Þetta er stílbrot. Svartur er í hvínandi vandræðum eftir 34. h4+ Kg4 35. Kg2! sem hótar 36. Db4+ og máta. Takið eftir hvað riddarinn á g7 er mikilvægur i sókninni. 34. - Hxe8 35. c4 Rd3+ 36. Kf3 Re5+ 37. Kg2 Bg6 38. b3 Rd3 39. Dd7 He5 Jafntefli var að fá með 39. - He2+ og þráskák. 40. Kfl Hvítur á betra eftir 39. Dxb7 en nú verða óvænt endalok. 40. - Hel+ 41. Kg2 Be4+ 42. Kh2 Hhl mát! Jón G. Viðarsson náði áfanga Jón Garðar Viðarsson og Þröstur Þórhallsson deildu sigrinum á al- þjóðamóti Taflfélags Reykjavíkur, báðir með 6,5 vinninga af 9 mögu- legum. Igor Rausis varð í 3. sæti með 6 v., Mikahil Ivanov og Daniel- Umsjón Jón L. Árnason sen komu næstir með 5,5 v., síðan Jón Viktor Gunnarsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Bergsteinn Einarsson, Björgvin Víglundsson og James Burden. Árangur Jóns Garðars gefur hon- um fyrsta áfanga af þremur að titli alþjóðlegs meistara. Jón hefur oft verið nærri þessu marki en fór nú létt með það - fékk hálfum vinningi meira en tilskilið var. Þess má geta að Jón leiddi öfluga skáksveit Tafflélags Hólmavíkur i deilda- keppni Skáksambandsins á dögun- um en nafn hans féll niður í skák- þætti fyrir viku. Taflfélag Hólma- víkur ávann sér rétt til keppni í fyrstu deild að ári. Næsta verkefni TR er hið vinsæla skákmót öðlinga, 40 ára og eldri, sem hefst þriðjudagskvöldið 18. mars kl. 19.30 í Faxafeni 12. Teflt verður á þriðjudagskvöldum, 1,5 klst. til umhugsunar á 30 leiki, síö- an 30 mín. til að Ijúka skákinni. Keppninni lýkur með hraðskákmóti öðlinga og verðlaunaafhendingu 13. maí. Rósa Þórðardóttir, Höfðavegi 5a, Húsavík. Haukur Torfason, I Aðalbraut 6, Kaldrananes- Ihreppi. Guðlaugiu- Baldursson, Vanabyggð 4a, Akureyri. Stefanía Friðbjörnsdóttir, Lónabraut 20, Vopnafjaröar- hreppi. 50 ára IRagna Basilisa Veturliðason, Lækjarási 2, Reykjavík. Ingveldur Jóna Árnadóttir, Blikahólum 6, Reykjavík. Vilberg Vilbergsson, Byggðarenda 9, Reykjavík. Þórhildur Óskarsdóttir, I Dverghamri 5, Vestmannaeyj- * um. Marteinn Sverrisson, Langatanga 2, Mosfellsbæ. Margrét Kristjánsdóttir, Hofgörðum 18, Seltjarnarnesi. | Ingibjörg Kristjánsdóttir, | Ofanleiti 23, Reykjavík. Guðmundur Pétursson, i; Hrísmóum 5, Garðabæ. 40 ára Sigurður H. Garðarson, Eskiholti 19, Garðabæ. Kristján Rafn Lange, | Dalseli 31, Reykjavík. Aðalsteinn Óskarsson, Baughóli 30, Húsavík. Arinbjörn Bemharðsson, Melbæ 37, Reykjavík. Bryndís Ottósdóttir, Úthlíð 13, Reykjavík. HaUgrímur Leifur Hauks- son, | Reykjabyggð 15, Mosfellsbæ. Jóhanna Sigríður Gylfadótt- ir, Sandabraut 17, Akranesi. Bergur Garðarsson, | Fagurhólstúni 2, Grundarfirði. Magnhildur Björg Björns- dóttir, Ytri-Víðivöllum 2, Fljótsdals- | hreppi. Jón Magnús Guðmundsson, Stekkjartröð 6, Egilsstööum. Óskar Óskarsson, Lindarholti 2, Raufarhöfn. Kristján Rudolf Larsen, Imjólkurfræð- ingur hjá M.B.F., Hrísholti 22, Selfossi. Kona hans er Ragna Giss- urardóttir Larsen. Þau taka á móti gestum í Hlíðskjálfi, félags- heimili hestamanna, frá kl. 20.30 á afmælisdaginn. ----------tw; Áskrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar esi 550 5000 -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.