Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Page 51
LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 63 Til hamingju með afmæíið 16. mars 80 ára Sigurður Einarsson, Digranesvegi 16, Kópavogi. Guðríður Guðleifsdóttir, Markarflöt 28, Garðabæ. Sigurður Guðleifsson, Árskógum 8, Reykjavík. Anna María Valdimars- dóttir, Landamótsseli, Ljósavatns- hreppi. 75 ára Margrét Guðmundsdóttir, Hraunbæ 87, Reykjavík. Ingibjörg Þórðardóttir, Safamýri 67, Reykjavík. 70 ára Gísli Angantýr Magnússon, Hólum, Helgafellssveit. 60 ára Helga Hermannsdóttir fram- kvæmda- stjóri, Háarifi 25, Rifi, Snæ- fellsbæ. Helga verð- ur að heim- an á afinæl- isdaginn. 50 ára Sigurður B. Gunnarsson, Háaleiti lb, Reykjanesbæ. Sigríður Hrönn Ásgeirs- dóttir, Akurgerði 5, Hnmamanna- hreppi. Þorleifur Björgvinsson, Skálholtsbraut 17, Ölfushreppi. Sigríður Brynjúlfsdóttir, Akurgerði 46, Reykjavík. Svava Guðrún Guðjóns- dóttir, Heiðargerði la, Reykjavík. Inga Hallsdóttir, Amarhrauni 18, Hafnarfirði. Auður Eyþórsdóttir. Auður býr í Danmörku en er stödd á Kleppsvegi 56 í Reykja- vík um þessar mundir. 40 ára Kristín Liija Kjartansdóttir, Túngötu 8, Súðavík. Guðrún Halldórsdóttir, Flókagötu 49, Reykjavík. Rúnar Már Gunnarsson, Sæbakka 16, Neskaupstað. Guðrún Lilja A. Eðvarðs- dóttir, Brekkubarði 2, Eskifirði. Karl Dúi Karlsson, Aflagranda 2, Reykjavík. Amar Smári Ragnarsson, Jörundarholti 184, Akranesi. Elínrós Eyfjörð Eiríks- dóttir, Seljavogi 1, Reykjanesbæ. Þuríður Þorleifsdóttir, Hlíðarvegi 10, Hvammstangahreppi. Guðjón Rúnarsson, Markarvegi 9, Reykjavík. Ástríður Garðarsdóttir, Meistaravöllum 29, Reykjavík. Guðlaug Björk Baldurs- dóttir, Vallarhúsum 47, Reykjavík. Trausti Traustason Trausti Traustason rafmagns- tæknifræðingur, Brautarholti 12, ísafirði, varð fertugur sl. fimmtu- dag. Starfsferill Trausti fæddist í Neskaupstað og ólst upp þar og í sveit í Ártúni á Langanesi. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1977 og rafmagnsverkfræðingur frá Há- skóla íslands 1982. Hann vann á Merkjafræðistofú HÍ eftir útskrift og hefur starfað sem verkfræðingur hjá Pósti og síma frá árinu 1987, að- allega við hugbúnaðar- gerð og rekstur upplýs- ingakerfa. Trausti var búsettur í Reykjavík til ársins 1991 en fluttist þá til ísafjarðar. Hann hefur starfað með Hjálpar- sveit skáta á ísafirði og verið í stjórn sveitar- innar undanfarin ár. Fjölskylda Trausti Traustason. Trausti er kvæntur Sigríði Pálínu Arnardóttur, f. 8.7. Guðbjörg, 1963, lyfjafræðingi i ísa- fjarðarapóteki. Hún er dóttir Gunnars Amar Gunnarssonar og Ernu Guðmundsdóttur sem búa og starfa í Njarðvík. Sonur Trausta og Sig- ríðar er Björn, f. 28.7. 1989. Alsystkini Trausta eru: Björn Emil, f. 11.3. 1956, verskmiðjustjóri á Höfn, Erla Þorbjörg, f. 8.4.1958, auglýsingastjóri í Neskaupstað, Fjóla f. 8.4. 1959, leiðbeinandi á Eskifirði, Þórarinn Sigurður, f. 17.5. 1967, sjómaður á Akureyri, og Þor- björg Gunnlaug, f. 6.3. 1963, aðstoð- arstúlka á FSA Neskaupstað. Trausti á eina hálfsystm-, Margr- éti, f. 12.10. 1951, úr Hveragerði. Foreldrar Trausta eru Trausti Bjömsson, f. 6.7. 1925, vélvirkja- meistari í Neskaupstað, og Sigin-- veig Halldóra Bjömsdóttir, f. 3.10. 1933, póstgjaldkeri á Akureyri. Þau bjuggu bæði lengst af á Neskaup- staö en hún býr nú á Akureyri. Einar Páll Einarsson Einar Páll Einarsson, myndmeistari hjá Ríkissjón- varpinu, Grenibyggð 27, Mos- fellsbæ, verður fimmtugur á morgun, sunnudag. Starfsferill Einar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Lynghag- ann. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan sem rafvirki árið 1968. Að námi loknu starfaði Einar hjá Bárði Finn- bogasyni rafvirkjameistara til árs- ins 1973 er hann hóf störf á Ríkis- sjónvarpinu. Framan af starfaði hann við myndatöku og síðar sem myndmeistari. Einar sat í stjóm Flugmálafélags íslands á árunum 1973-1975. Hann stofnaði Flugmálafélagið Þyt árið 1970 og var formaður félagsins fyrstu sjö árin. Fjölskylda Einar kvæntist 3.10. 1970 Eddu Erlendsdóttur, f. 25.9. 1947, húsmóður en þau skildu. Edda er dóttir Erlendar Jónssonar skipstjóra og Ástu Jensdóttur húsmóður. Börn Einars og Eddu em: Erlendur Jón, f. 4.3.. 1971; og Steingrímur Óli, f. 23.3. 1973. Þriðji son- ur Einars er Krist- ján Þór, f. 11.1. 1988. Móðir hans var Hrafnhildur Kristín Kristjánsdóttir, f. 26.4. 1955 d. 7.12. 1995. Systkini Einars eru: Valdimar, f. 18.4. 1940, sem starfar við krufhing- ar; og Hildur, f. 25.5.1949, húsmóðir. Faðir Einars var Einar Pálsson, f. 5.4. 1914 d. 16.10. 1973, fjarskipta- fræðingur. Móðir Einars er Guðlaug Ágústa Valdimarsdóttir, f. 12.3.1916, húsmóðir. Hún býr í Reykjavík. Einar tekur á móti gestum á heimili sínu á mUli kl. 16 og 19 á af- mælisdaginn. Einar Páll Einarsson. Þorleifur Björgvinsson Þorleifur Björgvinsson út- gerðarstjóri, Skálholtsbraut 17 Þorlákshöfn, verður fimmtug- ur á morgun, sunnudag. Starfsferill Þorleifúr fæddist á Eyrar- bakka en ólst upp á Seyðis- firði. Hann var framkvæmda- stjóri Glettings hf. á Þorláks- höfn á árimum 1971-1990 og síðan útgerðarstjóri Ámess hf. frá árinu 1990. Fjölskylda Þorleifur er kvæntur Ingu Önnu Pétursdóttur, f. 24.10. 1945, hár- greiðslumeistara. Hún er dóttir Pét- urs Pálssonar, f. 28.10. 1916 d. 20.2. 1997, og Kristínar Guðlaugsdóttur, f. 15.10.1919. Kristín býr í Reykjavík. Böm Þorleifs ög Ingu em: Pétur, f. 19.11. 1969, framleiðslustjóri í Ár- nesi hf., kvæntur Jóhönnu Bene- diktsdóttur, f. 18.8. 1971, snyrtifræð- ingi og eiga þau Áróru Björk, f. 11.1. 1992; Ólína, f. 26.1. 1973, kennari, gift Jóni Páli Kristó- ferssyni, f. 22.10. 1971, rekstrarfræð- ingi; og Kristín, f. 16.11. 1978, nemi. Systkini Þorleifs eru: Hansína Á., f. 18.1. 1946, kennari í Kópavogi; Jón B„ f. 14.1. 1949, skipstjóri búsettur í Reykja- vik; Eyþór, f. 31.3. 1953, læknir í Reykjavík; Ingi- björg, f. 24.12. 1956, hjúkmnarfræðingur í Reykjavík; og Elín Ebba, f. 12.5. 1961, skrifstofu- maður búsett í Þorlákshöfn. Foreldrar Þorleifs eru Björgvin Jónsson, f. 15.11. 1925, fyrrv. fram- kvæmdastjóri, og Ólína Þorleifsdótt- ir, f. 17.3. 1927, húsmóðir. Þau búa í Kópavogi. Þorleifur og Inga vona að sem flestir vinir og vandamenn sjái sér fært að gleðja þau með nærvera sinni í félagsheimili Þorlákshafnar kl. 20 í kvöld. Þorleifur Björgvins- son. 7//////// staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur oW milli hirnj og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 5X2 550 5000 Vélsleðamennirnir fjórir í lok feröarinnar, f.v: Hallfríöur Karlsdóttir, Hafsteinn Valsson, Sveinn Sveinsson og Olafur Sigurgeirsson. DV-mynd, gk Vélsleðaferðin Reykjavík-Akureyri: Tæplega 7 þúsund krónur greiddar í vegagjald DV, Akureyri:________________________ „Við eyddum um 260 lítrum af bensíni á sleðunum fjómm í þessari ferð og greiðum tæplega sjö þúsund krónur i vegagjald af þeim pening- um,“ sagði Ólafur Sigurgeirsson leiðangursstjóri fjögurra vélsleða- manna sem fóm á sleðum sínum frá Reykjavík til Akureyrar í þeim til- gangi að vekja athygli á ákveðnum baráttumálum vélsleðaeigenda. Ferðalangamir komu til Akur- eyrar siðdegis á fimmtudag og höfðu þá verið í um 11 klukkustund- ir á akstri, en ferðin var farin á tveimur dögum. t lok ferðarinnar var stjórn Landssambands ís- lenskra vélsleðamanna afhent áskorun um að beita sér fyrir brýn- ustu hagsmunamálum vélsleða- manna, en stjóm samtakanna er staðsett á Akureyri. Þessi hagsmunamál eru afnám eða lækkun 70% innflutningsgjalda af vélsleðum og afnám vegagjalds á eldsneyti vélsleða, breytingar á um- ferðarlögum í þá átt að heimilt verði að aka vélsleðum á vegum og utan vega í þéttbýli og að breyting- ar verði gerðar á lögreglusamþykkt- um þeirra þéttbýlisstaða sem leggja hömlur á notkun vélsleða innan bæjarmarka. -gk Snýst ekki um ykkur DV, Egilsstöðum:__________________ Ungliðadeild Leikfélags Fljóts- dalshéraðs og Leikfélag Mennta- skólans á Egilsstöðum sýna nú leik- rit sem vel hefur verið tekiö. Leik- stjórinn, Gunnar Gunnsteinsson segir raunar i leikskrá: „Þetta snýst ekki um ykkur - eöa hvað“ og það er reyndar nafnið á leikritinu. Leikverkið er spunaverk þessa unga fólks og þar er tekið á mörg- um viðkvæmum málum sem angra nútímamanninn, en flestir reyna að fela fyrir sér og öðrum. En þótt undirtónninn sé harmþrunginn feluleikur tilfinn- inga og innri manns þá er verk- ið fullt af spaugi- legum tilsvörum og atvikum. Leikendur em 15 og fara margir með fleiri en eitt hlutverk. Frammistaða þessa unga fólks er glæsileg og mikill hraði í verkinu. Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur lagt mikla áherslu á að unga fólkið, fengi þjálfun og sú vinna er sannar- lega að skila sér. -SB DV-mynd Sigrún Sviðsmynd í leikritinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.