Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Qupperneq 44
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 JjV
52 Qkák
Dorfman sparar ekki stóru orðin um yngsta stórmeistara heims:
Efnilegri en Fischer og Kasparov
- Sævar Bjarnason sigraði í áskorendaflokki á Skákþingi íslands
Frakkanum unga, Etienne
Bacrot, tókst ætlunarverkið - að
verða yngsti stórmeistari skáksög-
unnar. Hann vann skák sína við
kanadíska stórmeistarann Kevin
Spraggett í síðustu umferð alþjóð-
lega mótsins í Enghien í Frakklandi
og þar með var markinu náð.
Bacrot, sem er aðeins 14 ára gamall
og Viktor Kortsnoj, 65 ára, deildu
sigrinum á mótinu. Bacrot vann
Kortsnoj í fyrstu umferð en aldurs-
forseti mótsins beit í skjaldarrendur
og leyfði aðeins þrjú jafntefli í þeim
átta skákum sem hann átti eftir.
Bacrot hefur verið nefndur „Moz-
art skákborðsins" en hann þykir
gæddur óvenjulegum hæfileikum.
Hann lærði mannganginn fjögurra
Umsjón
JónLÁmason
ára og var orðinn félagi í skák-
klúbbi hálfu öðru ári síðar. Hann
varð heimsmeistari barna, yngri en
12 ára, tefldi í landsliði Frakka i
fyrra og er nú orðinn stórmeistari.
Frá unga aldri hefur hann notið
handleiðslu færustu stórmeistara,
fyrst Lev Polugajevskys heitins, og
síðan Josefs Dorfmans, fyrrverandi
þjálfara og aðstoðarmanns Garrí
Kasparovs. Dorfman sparar ekki
stóru orðin þegar Etienne er annars
vegar: „Etienne er mun sterkari en
Kasparov var á hans aldri,“ segir
Dorfman og bætir við að Fischer
hefði heldur ekki verið svo snjall á
sama aldri. Etienne býr hjá foreldr-
um sínum og 12 ára systur í smábæ
fyrir norðan París og þykir frábær
námsmaður. Hann er ári á undan í
skóla, þó svo að mestur tími hans
fari í skákrannsóknir. Foreldrar
hans eru báðir menntaðir í raunvís-
indum og hafa sérhæft sig í um-
hverfisvemd.
Bacrot nægði jafntefli í fjórum
síðustu skákunum á mótinu tii þess
að ná síðasta áfanga að stórmeist-
aratitli en lét sér það ekki nægja og
fékk háifum vinningi betur. Þar
með hafa Frakkar fengið sinn ní-
unda stórmeistara og eiga nú jafn-
marga og íslendingar. Lokastaðan á
mótinu varð þessi:
1.-2. Bacrot (Frakklandi) og
Kortsnoj (Sviss) 6,5 v.
3. Dorfman (Frakklandi) 5,5 v.
4. -6. Rausis (Lettlandi),Nataf
(Frakklandi) og Spraggett (Kanada)
5 v.
7.-8. Chabanon (Frakklandi) og
M. Ivanov (Rússlandi) 3,5 v.
9. Fontaine (Frakklandi) 2,5 v.
10. Anic (Frakklandi) 2 v.
Hér er falleg skák frá mótinu, þar
sem stórmeistarinn ungi leikur list-
ir sínar.
Hvítt: Etienne Bacrot
Svart: Darko Anic
Drottningarbragð.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4.
Rc3 Bb4 5. Bg5 Rbd7 6. e3 c5 7.
cxd5 exd5 8. Dc2 Da5 9. Bd3 0-0
10. 0-0 c4 11. Bf5 He8 12. Rd2 g6
13. Bxd7 Rxd7 14. Hael Bxc3 15.
bxc3 Rb6 16. f3 Da4
Fram að þessu þekktir leikir en
nú fer svartur út af sporinu. Betra
er 16. - Bd7, eins og leikið var í skák
Svíans Hillarp-Perssons og Sosonko
(svart) á ólympíumótinu í Jerevan á
liðnu ári.
17. Db2 Dc6 18. e4 Be6 19. He3
Ra4 20. Dcl b5 21. Del Rb6 22.
Dh4 Rdd7 23. g4!
Beittur leikur, sem undirbýr
peðafok með e4-e5, ásamt f3-f4-f5
o.s.frv. ásamt því að opna mögu-
leika fyrir hvítan hrók á h3.
23. - b4 24. e5 bxc3
25. Dh6! Kh8
Hvítur hótaði 26. Bf6 RxfB 27. exf6
og óverjandi mát á g7, sem nú má
bjarga með 27. - Hg8. Svartur hafði
því ekki tíma til að þiggja riddara-
fómina.
26. Re4!! f5
Enn er riddarinn friðhelgur. Ef
26. - dxe4 27. fxe4 með hótuninni 28.
Hh3 og máta á h7; ekki gengur þá
27. - Bxg4 28. Hxf7, eða 27. - Hg8 28.
Dxh7+! Kxh7 29. Hh3 mát.
27. exf6 fr.hl. Hg8 28. Rxc3
Haf3?
Betra var 28. - Db6 strax. Nú kem-
ur meistarinn ungi aftur auga á
snotra leið.
29. Dh4! Db6
30. Hxe6! Dxe6 31. Hel Hxf6
Ef drottningin vikur sér undan
kemur 32. He7 og svartur er varnar-
laus.
32. Hxe6 Hxe6 33. Rxd5 Hb8 34.
Bf4
- og svartur gafst upp. Eftir að
hafa skoðað þessa skák velkist eng-
inn í vafa um það að taflið leikur i
höndum meistarans unga.
Sævar og Arnar tefla í
landsliðsflokki.
Sævar Bjarnason tryggði sér sig-
ur í áskorendaflokki á Skákþingi ís-
lands um páskana, með jafhtefli við
Braga Þorfmnsson í síðustu umferð.
Sævar varð einn efstur með 7,5 v. og
tryggði sér rétt til keppni í lands-
liðsflokki, sem fram fer á Akureyri
í september. Amar Þorsteinsson
varð einn í 2. sæti, hálfum vinningi
á eftir Sævari og náði einnig að
tryggja sér landsliðssæti með
frammistöðu sinni.
í þriðja sæti varð Sigurbjörn
Björnsson með 6,5 v. Tómas Bjöms-
son, Hrannar Baldursson og Bragi
Þorfinnsson komu næstir með 6 v.
og Magnús Örn Úlfarsson, Jóhann
H. Ragnarsson, Amar E. Gunnars-
son, Bjöm Þorflnnsson og Baldur
Möller fengu 5 v.
í opnum flokki sigraði Einar Þor-
grímsson með 8,5 v. af 9 möguleg-
um. Grétar Áss Sigurðsson - faðir-
inn í skákfjölskyldunni fræknu -
varð í 2. sæti með 7,5 v. og tryggðu
þeir sér keppnisrétt i áskorenda-
flokki að ári. Guðjón H. Valgarðs-
son varð í 3. sæti með 6,5 v. Guðni
S. Pétursson hlaut 6 v. og Harpa Ing-
ólfsdóttir og Ingi Þór Einarsson
fengu 5,5 v. Alls tefldu 54 keppendur
í áskorenda- og opnum flokki.
:%idge
^ -4? ■
Landsbankamótið í sveitakeppni 1997:
F
Sveit Antons Haraldssonar Islandsmeistari
Sveit Antons Haraldssonar frá
Akureyri sigraði sveit Landsbréfa í
hreinum úrslitaleik um íslands-
meistaratitilinn í sveita-
keppni í síðustu umferð mótsins.
Sveit Landsbréfa hafði byrjað
mótið mjög vel og allt stemmdi í sig-
ur þeirra. En sveit Antons var
aldrei langt undan og þegar Lands-
bréf töpuðu iila í næstsíðustu um-
ferð, þá var Ijóst aö síöasti leikur
mótsins yrði hreinn úrslitaleikur
um íslandsmeistaratitilinn.
Reyndar dugði Antoni jafntefli,
en þegar upp var staðið hafði hann
unnið Landsbréf 16-14.
Með Antoni spiluðu Sigurbjörn
Haraldsson, Magnús Magnússon,
Pétur Guöjónsson, Steinar Jónsson
og Jónas P. Erlingsson.
Þetta var annar íslandsmeist-
aratitill Steinars í sveitakeppni, en
hinir vora að vinna þennan eftir-
sótta titil í fyrsta sinn. Sigurbjöm
er aöeins 18 ára og er yngsti spilari
sem hefir unnið titilinn. Sveit Ant-
ons var í öðra sæti í íslandsmótinu
í fyrra þannig að sigur þeirra er síð-
ur en svo óvæntur.
Röð og stig sveitanna var annars
þessi:
1. Anton Haraldsson 168
2. Landsbréf 164
3. VÍB 152
4. Samvinnuferðir/Landsýn 152
5. Eurocard 149,5
6. Búlki 137
7. Hjólbarðahöllin 132
8. Málning ehf. 106
9. Sparisjóður Mýrasýslu 92
lO.Símon Símonarson 86,5
Þegar sigurinn hangir á bláþræði,
þá er hvert einasta spil úrslitaspil
og við skulum skoða eitt, sem hefði
getað gert Landsbréf að íslands-
meisturum.
N/0
é G98
V G86
♦ DG72
♦ D64
* KD6
95
* A7543
* A102
é A10754
«A KD1042
-
♦ G73
Þegar ofangreint spil kom á skjá-
inn í opna salnum, fylgdi með út-
koman úr lokaða salnum, en þar
höfðu Bjöm Eysteinsson og Sverrir
Ármannsson spilað fjóra tígla, sem
Magnús Magnússon hafði doblað af
miklu harðfylgi.
Sagnhafi varð að gefa einn slag á
hvem lit og varð einn niður. Það
voru 100 til Akureyringanna.
Sagnir í opna salnum vora heldur
grimmari, en þar sátu n-s Jón Bald-
ursson og Sævar Þorbjörnsson, en
a-v Jón P. Erlingsson og Steinar
Jónsson :
Norður Austur Suður Vestur
pass pass 1* 2-f
pass 2* pass 2G
pass 3G pass pass
pass
Óneitanlega hart geim, en þegar
líklegt er að annar varnarspilarinn
sé með þau háspil sem vantar, þá
má oft vinna geim á færri púnkta,
en venjulega þarf til þess.
H~
íslandsmeistararnir f sveitakeppni 1997: Talið frá vinstri: Jónas P. Erlingsson, Pétur Guðjónsson, Anton Haraldsson
fyrirliði, Magnús Magnússon, Sigurbjörn Haraldsson og Steinar Jónsson.
Það var töluverð spenna hjá
áhorfendum, þvi spiliö er tapaö með
hjarta út, en virðist unnið með
spaðaútspili. Reyndar þarf sagnhafi
að verka tígulinn rétt, þannig að
spilið hékk á bláþræði.
En Jón sér ekki í gegnum holt og
hæðir, þótt hugmyndaríkur sé og
hann spilaði eðlilega út spaðaáttu.
Lítið úr blindum, Sævar drap með
ás og skipti yfir í hjartakóng. Stein-
ar gaf, þá kom drottningin og aftur
gaf Steinar. Sævar hélt áfram með
hjartað og ásinn átti slaginn. Stein-
ar fór nú heim á spaða og spilaði
litlum tígli. Lítið frá Jóni og sexið
úr blindum. Þar með var spilið unn-
ið og Akureyringarnir bættu 400 við
árangurinn í lokaða salnum.
En glöggur áhorfandi taldi að
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
Sævar hefði ekki verið sjálfum sér
samkvæmur, þegar hann drap á
spaðaásinn og skipti yfir í hjarta.
Annað hvort á hann að spila meiri
spaða í þeirri von að Jón eigi kóng
eða drottningu, eða að gefa fyrsta
spaðaslaginn. Gefi hann fyrsta
spaða, þá er spilið tapað, þegar Jón
skiptir yfir í hjarta, þegar hann
kemst inn á tígul.
Reyndar er tígulíferðin ekki sjálf-
sögð þá og óvíst að Steinar hefði
fundið hana.
Spennandi spil, sem gat farið á
hvorn veginn sem var.