Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 B ^~\7~ Dagurinn í lífi Gústafs Bjarnasonar handboltakappa þegar hann skoraði 21 landsliðsmark gegn Kínverjum: Varð sífellt erfiðara að troða boltanum inn „Ég vaknaði eins og venjulega um hálfáttaleytið ásamt syni mín- um, Daníel ísak, sem er eins árs. Mamman, Hildur Loftsdóttir, var þá farin í skólann. Þetta var dæmi- gerður morgunn. Við byrjuðum á að bursta tennumar og fengum okkur síðan að borða. Hann fékk hafragraut og brauö og ég fékk mér morgunkom með banana. Eft- ir bara nokkuð góðan morgunmat fómm við að leika okkur, á milli þess sem ég sinnti heimilisstörfun- um og gekk frá fotunum frá lands- leiknum kvöldið áður á ísafirði. Um hálfeUefuieytið fengum við Daníel okkur lúr aftur og sváfum í um klukkutíma. Þá bjuggum við til hádegismat þar sem hann fékk sér skyr og ég brauð og fleira holi- meti. Strákurinn í aðlögun Næst fórum við klukkan eitt í leikskólann Víðivelli í Hafharfirði en Daníel er þar í aðlögun. Var hjá honum í smástund og skildi hann síðan eftir í rúman hálftíma. Á meðan skrapp ég í vinnuna í fé- lagsmiðstöðina Vitann í Hafnar- firði og gekk þar frá nokkrum lausum endum. Um þrjúleytið náði ég í Daníel á leikskólann og við fórum heim. Ég tók mig til fyrir leikinn og síðan brunuðum við af stað austur á Sel- foss. Þar á ég systkini og við fórum til eldri systur minnar, Guðbjarg- ar. Heilsað var upp á litlu frændsystkinin, við fengum kaffi og höfðum það huggulegt. Þegar klukkan var langt gengin í sjö fór ég upp í íþróttahús og syst- ir min passaði strákinn á meðan. Maður fór í búningsklefann að kiæða sig og síðan tók við þessi venjulegi undirbúningur. Við fór- um yfir stöðuria ásamt þjálfaran- um, Þorbimi Jenssyni, og hituðum upp fyrir leikinn sem hófst klukk- an átta. krakkamir á Selfossi vildu að sjálfsögðu fá eiginhandaráritanir. Ég var bara svo þreyttur að ég gat ekkert skrifað. Krakkamir urðu að bíöa þar til ég var búinn í sturt- unni og þeim fannst það allt í lagi. Afrekið var liðsins Ég fékk ógrynni af hamingjuósk- um eftir leikinn. Afrekið var fyrst og fremst liðsins. Það hefur vitan- lega verið samkeppni um stöðu og athygli í landsliðinu, stutt í HM, en „karakterinn“ var góður. Þeir tóku sig í rauninni til og bjuggu til hetju úr einum manni. Það finnst mér sýna hvað hópurinn er sterk- ur. Klukkan var að nálgast ellefu um kvöldið þegar ég komst heim til systur minnar. Þá var strákur- inn auðvitað sofnaður. Ég stoppaði þar í einar fimmtán mínútur og náði að drekka úr einni maltdós. Ég klæddi siðan strákinn og við keyrðum yfir heiðina og heim í Hafnarfjöröinn. Vorum komnir þangað um miðnættið. Loksins hittum við mömmuna Loksins hittum við mömmuna, vorum ekkert búnir að sjá hana frá þvf um morguninn. Hún tók okkur opnum örmum. Daníel fór beint að sofa og ég fékk mér smá snarl. Við Hildur kiktum aðeins á sjónvarpið en fórum að sofa þegar klukkan var að nálgast eitt um nóttina. Að baki var auðvitað einn af mínum eftirminnilegu leikjum í boltanum. Þetta gerist ekki á hverjum degi. Eftir stóð hvað fólk- ið tók mér vel á Selfossi og hvern- ig félagamir í landsliðinu komu fram. Ég er ánægður með að fá að vera í svona góðum hópi.“ Gústaf Bjarnason og sambýliskona hans, Hildur Loftsdóttir, ásamt syni þeirra, Daníel ísak. DV-mynd E.ÓI. Alinn upp í íþróttahús- inu Það er auðvitað alltaf gaman að koma og spila á Selfossi, ég var eig- inlega alinn upp í þessu íþrótta- húsi, en ég var ekkert sérstaklega vel stemmdur. Ég var með eymsli í nára og alls ekkert viss um að ég gæti spilað. En i upphituninni virt- ist þetta vera í lagi. Það var svo ekki fyrr en í leiknum sem ég fór virkilega að finna mig. Þetta gekk mjög vel, áhorfendur voru vel með á nótunum, liðsheild- in góö og það bara lak allt inn hjá mér! Stemningin í húsinu var hrikalega góð og mjög skemmtilegt að spila þennan leik. Hefði getað skorað ri ■ ■ 3 fleiri Þegar ég var búinn aö skora 18. markið vissi ég að ég væri búinn að bæta met Hermanns Gunnars- sonar þegar hann skoraði 17 mörk í landsleik gegn Bandaríkjunum 1966. Undir lok leiksins var ég orð- inn þreyttur og það varð sífellt erf- iðara að troða boltanum inn. Ég klúðraði nokkrum dauðafærum og lét markvörð Kinverja verja frá mér. Ég hefði getað skorað fleiri mörk en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Þeir segja sumir að þetta hafi bara verið nóg hjá mér! Þegar leiknum lauk lenti ég í því að tala við alla fjölmiðlana og Finnur þú fimm breytingar? 406 Ég heyri að það er heimsóknartími í dag og ég get alveg hugsað mér að heimsækja kærustuna mfna. Nafn: Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu og fjórðu getraun reyndust vera: Sunna Karen Jónsdóttir Hilmar Júlíusson Einholti Sandholti 18 755 Stöðvarfiröi 355 Ólafsvík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau meö krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Aö tveimur vikum liðnum birtum við nöfii sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir veröa sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 406 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.