Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Síða 34
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 DV
42 #íiwm_____________________
Útivistarræktin:
Gengið fyrir ánægjuna og
ferð á Hvannadalshnjúk
- allir velkomnir á æfingarnar og fá leiðbeiningar til að finna getu sína til fjallgöngu og lengri ferða
Þeir sem ekki hafa stundað reglu-
lega líkamsrækt um langt árabil og
kannski aldrei vita fæstir nokkuð
um hvað þeir mega bjóða líkama
sínum þegar taka á upp að nýju gott
og heilbrigt líferni. Þess vegna er
mikilvægt að fara varlega í byrjun,
fara hægt af stað og ætla sér ekki
um of. Þeir sem haldnir eru sjúk-
dómum eiga auðvitað að ráðfæra
sig við lækni í byrjun. Auk þess
bjóða flestar líkamsræktarstöðvam-
ar gestum sínum upp á ráðgjöf sér-
fræðinga.
Þrátt fyrir stöðugt vaxandi fjölda
sem sækir líkamsræktarstöðvar um
-* allt land og einnig vaxandi fjölda
skokkara, sem þá hlaupa ýmist
hratt eða hægt, leiða rannsóknir
sérfræðinga stöðugt í ljós að örugg-
asta leiðin og jafnframt fullnægj-
andi aðferð til að halda sér í nægi-
lega góðu líkamlegu formi em rösk-
ar gönguferðir þrisvar til fjórum
sinnum í viku. Sá sem gengur
þannig rösklega í um það bil hálf-
tíma í hvert sinn tryggir að líkam-
legt ástand hans verði nægilega
gott. í það minnsta hafa ekki enn
t komið fram neinar marktækar
rannsóknir sem sýna gildi þess að
stunda líkamsrækt eða aðra hreyf-
ingu. Að vísu em þeir fjölmargir og
þeim fer vafalaust fjölgandi sem
kjósa ánægjunnar vegna að stunda
meiri hreyfingu en röskleg ganga
gefur. Fari þeir varlega og æfi skyn-
samlega er heldur ekkert sem mæl-
ir á móti slíku. Engar kunnar rann-
sóknir benda þó til þess að þetta
bæti heilsufarið umfram reglulegar
rösklegar gönguferðir.
Útivistarræktin leiðbeinir byrj-
endum og þar er æft á jafnsléttu fyr-
ir fjallaferðirnar
Útivistarræktin var stofnuð haus-
tið 1995 af dagsferðanefnd Útivistar
og hafði staðið lengi til. Frá byrjun
vhafa reyndir göngu- og ferðamenn
frá Útivist staðið fyrir starfi Útivist-
arræktarinnar. Strax frá upphafi
voru gönguæfingar þessar vinsælar
og þá ekki síst meðal fólks sem
kanna vildi getu sína til göngu áður
en það hóf þátttöku í hinum fjöl-
mörgu fjalla- og gönguferðum sem
Útivist hýður upp á.
Útivistarhópurinn er á ferð
tvisvar í viku. Á mánudögum er
gengið frá veitingastaðnum Víbon á
horni Bústaðavegar og Breiðholts-
brautar. Lagt er af stað kl. 18. Á
fimmtudögum er síðan lagt af stað á
sama tíma en þá frá bílastæðinu við
gömlu skógræktina við Rauðavatn.
Gengnir eru 6-7 km í hvert skipti og
eru ferðimar þannig að gengið er
við allra hæfi og allir eru velkomn-
ir.
Ragnheiður Óskarsdóttir og Gunnar Hólm Hjálmarsson, félagar í Útivist,
standa fyrir starfsemi Útivistarræktarinnar. Þegar myndin var tekin voru þau
að teygja á vöðvunum fyrir gönguna.
Þau voru vel búin til rúmlega klukkustundargöngu um Eliiðaárdalinn þegar
við litum til þeirra einn mánudag fyrir stuttu. Þau eru félagar í Útivistarrækt-
inni, sem er nokkurs konar æfingadeild Útivistar fyrir þá sem vilja búa sig
vel undir erfiðaðri fjallaferðir komandi sumars.
Og hinir lengra komnu stefna á
Hvannadalshnjúk um hvítasunn-
una.
Auk þessa er Útivistarræktin að
byrja með gönguferðir fyrir þá sem
vilja leggja meira á sig enda stefna
sumir göngugarpanna á frekari
fjallaferðir og meira að segja ætla
nokkrir að ganga á Hvannadals-
hnjúk á Vatnajökli um hvítasunn-
una. Auk mánudags- og fimmtu-
dagsgangnanna verður gengið á
miðvikudögum og annan hvem
sunnudag á vegum Útivistarræktar-
innar. Á miðvikudögunum og
sunnudögum verður gengið á ýmis
fjöll í nágrenni höfuðborgarinnar:
Sunnudagur 6. apríl: Úlfarsfell,
farið frá BSÍ kl. 10.30.
Miðvikudagur 9. apríl: Hring-
ganga um Heiðmörk, frá Vibon kl.
18.30.
Miðvikudagur 16. apríl: Helgafell,
frá Vibon kl. 18.30.
Sunnudagur 20. apríl:
Grímmannsfell, Útivistarferð frá
BSÍ kl. 10.30.
Miðvikudagur 23. apríl: Keilir, frá
Víbon kl. 18.30.
Miðvikudagur 30. apríl: Esja, Ker-
hólakambur frá Víbon kl. 18.30.
Sunnudagur 4. maí: Reykjavegur-
inn, (fyrsti áfangi Reykjagöngu, sem
hefst á Þingvöllum) frá BSÍ kl. 10.30.
Miðvikudagur 7. maí: Esja, Þver-
fellshom, frá Víbon kl. 18.30.
Miðvikudagur 14. maí: Móskarðs-
hnjúkar, frá Víbon kl. 18.30.
Þátttaka í Útivistarræktinni kost-
ar ekkert og heldur ekki í ferðir
sem famar eru samkvæt listanum
hér að framan, að frátöldum þeim
þrem ferðum sem famar eru frá
BSÍ. I þær þarf að greiða venjulegt
Útivistargjald.
Árni Sigurðsson og lífsháttabreytingin:
Kílóin fara ekki
jafnt og þétt en fara þó
- fituhlutfall líkamans hefur hraðlækkað upp á síðkastið
líkamsrækt reglulega, hann hefur
breytt samsetningu þess, sem hann
borðar og auk þess minnkað það.
Ámi hefur sett sér markmið og
reynt að hafa þau raunhæf en þó
erfið. Eftir því sem liðið hefur frá
því að Árni hóf lífsháttabreytinguna
hefur hann gert sér betur og betur
grein fyrir því að árangur vinnu
eins og hann stendur í ræðst ekki
síst af þeim árangri sem hann nær
á andlega sviðinu. Hann telur eins
og svo margir aðrir að auðveldast sé
í raun að finna réttar aðferðir til að
losna við kílóin. Hitt sé aftur á móti
erfitt og sumum jafnvel ókleift að
fara eftir ráðleggingunum þannig að
varanlegur árangur náist.
Við munum fialla nánar um þessa
andlegu hlið málsins, eins og Ámi
skilur hana, auk þess sem setning
raunhæfra markmiða verður vænt-
anlega ofarlega á baugi. Á meðfylgj-
andi línuriti sjáum við að greinilegt
er að kílóin hverfa í nokkrum
Árangur okkar manns í lífshátta-
þreytingunni, Árna Sigurðssonar,
mælist auðvitað aðeins að litlum
hluta eftir því hve tölurnar á vigt-
inni breytast. Eins og svo oft hefur
komið fram á þeim tíma, sem við
höfum fylgst með honum er auk
Umsjón
Ólafur Geirsson
þess eitt meginatriðið í baráttu
^hans við ofurþyngd að hann er ekki
í megrun. Ekki nóg með það - hann
ætlar aldrei í megmn aftur. Ekki
það að með þeirri lífsháttabreyt-
ingu, sem hann hefur staðið að frá
þvi í ágúst sl. hefur kílóunum fækk-
að um rúmlega 40. Helstu atriðin í
lífsháttabreytingu Árna eru að
hann hefur stundað hreyfingu og
160 kg.
140
120
100
80
60
40
20
156,6
Lífsháttabreyting
Áma Sigurðssonar
Á línuritinu sést hvernig kílóin hafa ýmist „dottiö" hratt af Árna eöa þá aö þyngdin hefur haldist litiö breytt um skeiö.
Hægfara tímarnir, þegar allt viröist standa fast, eru erfiöastir. Þá gefast fiestir upp og fara aftur í gamla fariö.
áfongum en ekki jafnt og þétt. I
myndatexta er nánar farið ofan í
það og hugsanlegar ástæður og jafn-
vel afleiðingar þessara sveiflna.
Á línuritinu sést meðal annars að
nokkuð hefur hægt á síðustu
vikurnar. Á sama tíma er hins veg-
ar sú ánægjulega breyting að verða
að fituhlutfall líkama Árna hefur
hraðlækkað. Um miðjan janúar sl.
var það 26,8% en var komið niður í
22,2% 28. apríl sl. Líkaminn er því
að byggja upp vöðva en jafnframt að
losa sig við fituvef. Það er af hinu
góða en getur blekkt ef aðeins er
einblínt um of á árangurinn eins og
vigtin mælir hann.