Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 1997
5
Fréttir
Bílastæðaskortur hjá sendifulltrúum SÞ 1 New York:
Bílstjórinn okkar
á hrakhólum
- segir fastafulltrúi íslands hjá SÞ í samtali við DV
Aðalfundur Hólmadrangs:
50 milljóna tap
DV, Hólmavik:
„Það má segja að þessi bílamál
séu orðin nokkuð erfið, það er
margt fólk á Manhattan og lítið um
bílastæði. Fastanefnd íslands hefur
ekki enn sem komið er fengið út-
hlutað bílastæði og þess vegna er
bílstjórinn okkar á hrakhólum,"
segir Gunnar Pálsson sendiherra og
fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu
þjóðunum i New York
Borgaryfirvöld og lögregla New
Yorkborgar hafa undanfama mán-
uði skorið upp herör gegn erlendum
sendifulltrúum hjá SÞ og hafa mis-
kunnarlaust skrifað sektarmiða á
bíla þeirra sem lagt er ólöglega og
innheimt vangreiddar stöðumæla-
sektir og krafist greiðslu sektanna.
Borgaryfirvöld hóta þvi að verði
sektirnar ekki greiddar verði núm-
erin klippt af bílunum sem og sér-
stök merki á þeim sem gefa til
kynna að bílarnir séu í eigu sendi-
fulltrúa erlendra rikja sem njóta
eiga friðhelgi sem diplómatar.
Engar stöðumælasektir
Þessar hertu reglur urðu að sögn
Gunnars til þess að allsherjarnefnd
SÞ fundaði um málið og í frétta-
skeyti frá Reuter segir að nefndin
hafi komist að þeirri niðurstöðu að
nokkur atriði hinna nýju og hertu
innheimtuaðgerða borgarinnar
stangist á við lög og reglur um frið-
helgi sendifulltrúa.
SÞ hélt þá sérstakan fund með
borgaryfirvöldum sem hétu því að
úthluta fastanefndum aðildarríkja
samtakanna fleiri bílastæðum.
Hvort eða hvenær það næði fram að
ganga kvaðst Gunnar í samtali við
DV í gær ekki vita.
Aðspurður hvort bíll íslensku
sendinefndarinnar hefði fengið
margar stöðumælasektir sagði
Gunnar að svo væri ekki. „Við
erum í hópi þeirra ríkja sem gera
sér far um að virða lög og reglur og
í þau fáu skipti sem við höfum feng-
ið sektir höfum við greitt þær,“
sagði Gunnar.
Rúta Rússanna dregin burt
Samkvæmt fréttum Reuters eru
það einkum ríki fyrrum Sovétríkj-
anna sem hundsa allar sektarukk-
anir borgaryfirvalda og í þeirra
hópi eru Rússland, Úkraína og fleiri
riki sem hafa ekki greitt þúsundir
sektarmiða. Fulltrúi Rússlands, Al-
exander Zmeeevsky, hafði forgöngu
um að málið var tekið upp á fundi
Gríðarlegur umferöarþungi er á Manhattan í New York. íslenska fastanefnd-
in hjá Sameinuöu þjóöunum fær ekki bilastæði við aðalbygginguna frekar
en margar aörar þjóðir.
+
Rauði kross
íslands
Aðalfundur Hafnarfjarðardeildar RKÍ verður
haldinn kl. 17.30, þann 28. apríl að Bæjar-
hrauni 2.
Venjuleg aðalfundarstörf.
allsherjarnefndar SÞ í síðustu viku
en á meðan á umræðum stóð bárust
fréttir inn á fundinn um það að lög-
reglan væri að draga burt rútu rúss-
nesku sendinefndarinnar fulla af
farþegum og með bílstjórann við
stýrið. Rútan hafði verið stöðvuð á
sérmerktu stæði ætluðu erlendum
sendifulltrúum framan við aðal-
byggingu SÞ í New York. -SÁ
Miklar fjárfestingar vegna fram-
kvæmda við endurbætur á rækju-
verksmiðju, byggingu 260 m2
frystigeymslu og erfiða stöðu
rækjuvinnslunnar bar hæst í
starfsemi Hólmadrangs hf. á
Hólmavik á síðasta ári.
Heildarvelta félagsins nam 738
milljónum króna og var það sam-
dráttur um 11% frá árinu á undan.
Skýrist það að hluta af 3ja mánaða
vinnslustöðvun á sl. hausti meðan
unnið var við kerfisbreytingu í
sambandi við vinnsluna og mikilli
verðlækkun rækjuafurða fyrri
hluta árs.
Um 50 milljóna króna tap varð á
rekstri félagsins á árinu sem er
nær eingöngu af taprekstri í
rækjuvinnslunni. -GF
Stjórnin
heimilistæki
standa undir
nafni!
BRÆÐURNIR
VtSA
EURO og VISA raðgreiðslur
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
-fetiframar
Umboðsmenn:
Reykjavik: Hagkaup. Byggt & Búið, Kringlunni.Magasín. BYKO. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgamesi. Blómsturvellir,
Hellissandi. Guðni E. Hallgrímsson, Grundarfirði.Versun Einars Stefánssonar, Búöardal. Heimahornið, Stykkishólmi. Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi.
Rafverk.Bolungarvfk.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. Steingrímsfjaröar, Hólmavík. Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.
Skagfirðingabúð.Sauðárkróki.KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. KEA Siglufirði. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Lónið, Þórshöfn.
Austurland: Sveinn Guðmundsson.Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu.
Arvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík. Fjaröarkaup, Hafnarfirði.