Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
Toyota double cab 2500 ‘95, 5 d., 4 d., rauöur, ek. 35
þús. km. V. 2.300 þús.Toyota double cab 2400 ‘90, 5 g.,
4 d., gráblár, ek. 104 þús. km. V. 1.150 þús.Toyota
Corolla Sl 1600 '93, 5 g., 3 d., rauöur, ek. 57 þús. km. V.
1.150 þús. Álfelgur. Subaru Legacy 2000 ‘96, ssk., 5 d.,
sægrænn, ek. 20 þús. km. V. 2.100 þús. Allt rafdrifiö.
Ford Escort CLX 1400 ‘95, 5 g., 5 d., rauöur, ek. 20 þús.
km. V. 1.020 þús. MMC Colt GL 1300 '91, 5 g., 3 d.,
dökkbl. ek. 93 þús. km. V. 580 þús. Ford Taurus station
3000 ‘91, ssk., 5 d., grár, ek. 59 þús. km. V. 1.650 þús.
Góöur staögreiösluafsláttur.
---------------7//////////A
Smáauglýsingadeild DV er opin:
• vlrka daga kl. 9-22
• laugardaga kl,9-l4
• sunnudaga kl. 16-22
ið er á móti
smáauglýsingum
til kl. 22 til birtingar
omaaugiysing i
Helgarblað DV
þarf þá að berast
okkur fyrir kl. 17
á
Smáauglýsingar
ESS
550 5000
MMC Paiero 3000 ‘93, ssk., 5 d.,
grár, ek. 83 þús. km. Verð 2.550
þús. Skipti á ódýrari, einn m/öllu.
Dodge Neon 2000 ‘95, ssk., 4 d.,
rauður, ek. 46 þús. km. V. 1.450
þús. Skipti á ód.
Subaru Legacy 2000 ‘93, ssk., 5
d., rauður, ek. 78 þús. km. V. 1.480
þús. Skipti á ód. rafdr. rúöur.
Toyota Carina 2000 ‘95, ssk., 4 d.,
hvítur, ek. 20 þús. km. V. 1.630
þús. Eins og nýr.
Renault Clio ‘93, ssk., 5 d., grár,
ek. 25 þús. km. V. 880 þús. Frúar-
blll.
Hyundai Sonata 2000 ‘95, ssk., 4 d.,
svartur, ek. 46 þús. km. V. 1.450 þús.
Nissan Sunny 1600 ‘93, 5 g., 5 d.,
rauður, ek. 56 þús. km. V. 1.160
þús., 4x4, rafdr. rúður.
Opel Astra 1400 ‘95, 5 g., 5 d.,
rauöur, ek. 68 þús. km. V. 1.120
þús. Mikið keyrður í langkeyrslu.
Toyota Corolla 1800 ‘94, 5 g., 4 d.,
grænn, ek. 29 þús. km. V. 1.250
þús. rafm. í öllu, airbag ofl. Sk. á ód.
Toyota Corolla XLI 1300 ‘94, 5 g.,
5 d., grár, ek. 46 þús. km. V. 1.050
þús., rafdr. rúður.
Lögild
bllasala
Utvegum
bllalán
BILASALAN
Braut hf.
Borgartúni 26
S. 561-7510 og 561-7511
Fax 561-7513
LandRover dlsil '70, 5 g., 3 d.,
hvítur. Tilbúðinn I sveitina.
Wagoneer Limlted ‘89, 4 I, ssk., 5
d., dökkbl., ek. 118 þús. km. V.
1.480 þús. Einn með öllu.
Utlönd
Boðaö til mótmælaaðgerða í Saír í dag:
Námsmenn út á
götur Kinshasa
Búist er við að námsmenn í Kins-
hasa, höfuðborg Saírs, leggist í dag
á sveif með stjómarandstæðingum
sem vilja bola Mobutu Sese Seke
forseta frá völdum og flykkist út á
götur borgarinnar.
Andstæðingar Mobutus, sem
tókst nær alveg að lama höfuðborg-
ina í gær með því að fá íbúana til að
sitja heima, vilja sýna að það séu
þeir en ekki krabbameinssjúkur for-
setinn sem hafi tögl og haldir.
„Það er stjómarandstaðan undir
forastu Etiennes Tshisekedis sem
ræður. Ef við biðjum fólk um að sitja
heima situr það heima. Ef við biðj-
um það um að fara út á götur fer það
út á götur,“ sagði Laurent Mabyo,
talsmaður stjórnarandstöðunnar, við
Reuters fréttastofuna í gær.
Tshisekedi, fyrrum forsætisráð-
herra, er erkifjandi Mobutus. Stuðn-
ingsmenn hans hafa gripið til götu-
mótmæla til að reyna að binda enda
á 32 ára valdatíð Mobutus á sama
tíma og uppreisnarmenn Laurents
Mobutu Sese Seko, forseti Saírs.
Símamynd Reuter
Kabilas halda áfram sókn sinni úr
austurhéruðum Saírs.
Hersveitir Kabilas hafa lagt undir
sig helming Saírs, sem er á stærð
við Vestur-Evrópu, og þeir hafa lýst
því yfir að Kinshasa sé næsta tak-
mark þeirra.
Uppreisnarmenn sækja nú aftur
fram eftir þriggja daga frest sem
þeir veittu Mobutu til að fara frá
völdum með sæmd. Sá frestur rann
út á sunnudag.
Stjómmálaskýrendur segja að
með auknum aðgerðum í höfuðborg-
inni sé ætlunin að styrkja stöðu Ts-
hisekedis eftir að uppreisnarmenn
hafa lagt borgina undir sig.
„Tshisekedi gegndi lykilhlutverki
við að binda enda á einsflokksstjóm
Mobutus. Stuðningsmenn hans vilja
tryggja að þeir fái einhver áhrif eft-
ir að Mobutu fer frá,“ sagði einn
stjómmálaskýrandi við Reuters.
Bandarísk stjórnvöld sögðu í gær
að það væri „glæpur og hræðilegur
harmleikur“ ef borgarastríðið í Saír
bærist til höfuðborgarinnar. Að
sögn Nicholasar Burns, talsmanns
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
hafa stjómvöld í Washington hvatt
uppreisnarmenn og stjóm Mobutus
til að hefja á ný friðarviöræður í
Suður- Afríku. Reuter
Átök brutust út milli ísraelskra landnema og lögreglu viö gyöingabyggðina
Bet Hadassah á Vesturbakkanum er hermenn hófu aö reisa giröingu fyrir
framan svæöi gyðinga. Hrópuöu gyöingarnir aö þeir vildu ekki búa í gettói.
Símamynd Reuter
Rússneskt já, takk:
Rússar hvattir til
að kaupa innlent
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
hvatti í gær rússnesku þjóðina til að
kaupa innlendan vaming til að
skapa atvinnutækifæri og bæta
efnahag landsins. Sagði forsetinn
innlenda framleiðslu samkeppnis-
færa við mikið auglýstar erlendar
vörur.
„Er rússneskt súkkulaði verra en
innflutt súkkulaði? Nei, það er
betra. Og brauðið, pylsurnar, mjólk-
urvörurnar og bjórinn. Að ekki sé
minnst á vodkað,“ sagði forsetinn í
útvarpsávarpi.
Tilmæli forsetans í gær fylgdu í
kjölfar fyrirskipunar hans um að
embættismenn aki í rússneskum
bifreiðum en ekki í innfluttum
glæsikerrum sem hafa verið í meiri-
hluta á bOastæðum ráðamanna.
„Brátt aka embættismenn bara
rússneskum bílum,“ sagði forset-
inn.
Hann kvartaöi undan því að aug-
lýsingar á erlendum vamingi
flæddu yfír markaðinn á meðan inn-
lend fyrirtæki hefðu ekki efni á að
auglýsa. Matvælaframleiðendur
segja að af matvörunni sem fæst í
verslunum sé þriðjungur til helm-
ingur innfluttur.
Jeltsín lagði áherslu á að yflrvöld
myndu ekki takmarka innflutning.
„Það verður að vera heiöarleg sam-
keppni í Rússlandi,“ sagði hann.
Reuter
Stuttar fréttir
Hermenn mættir
Rúmlega eitt þúsund hermenn
frá Ítalíu, Frakklandi og Spáni
voru að tínast til Albaníu í morg-
un, sjó- og loftleiðina, en þeir
verða í íjölþjóðaliðinu sem á að
tryggja að hjálpargögn berist til
þurfandi.
Rætt við NATO
Leiðtogar Rússlands og NATO
hittast í dag til að ræða viðkvæm
mál eins og hvemig framtíð-
arsamskiptum þeirra verði háttað.
Norðmenn halda fund
Bjöm Tore Godal, utanríkisráð-
herra Noregs,
sagði I gær að
Norðmenn ætl-
uðu að boða til
ráðstefnu um
jarðsprengjur,
sem ætlað er að
granda fólki, í
september til
að reyna að
þvinga fram alþjóðlegt bann við
framleiðslu þeirra.
Dennis í austurveg
Bandarísk stjórnvöld ætla að
senda Dennis Ross, sérlegan
sendimann sinn, aftur til Mið-
Austurlanda til viðræðna við leiö-
toga ísraela og Palestínumanna.
Áfram samskipti
Utanríkisráðherra írans sagði í
gær að nokkur Evrópusambands-
lönd hefðu fuilvissað írönsk yfir-
völd um að heimkvaðning sendi-
herra væri ekki til að skaða sam-
skipti ríkjanna.
Pasta gegn krabba
Pasta með tómatsósu, grænu tei
og sítrónu gætu vemdað gegn
krabbameini, að því er nýjar
rannsóknir gefa til kynna.
Mótmæli í Jakarta
1500 stuðningsmenn Megawati,
dóttur Sukarnos forseta, mót-
mæltu fyrir framan þingiö í Ja-
karta í Indónesíu I gær. Megawati
hefur verið bannað að bjóða sig
fram í kosningunum 29. maí.
Repúblikanar reiðir
Dómsmálaráðherra Bandaríkj-
anna, Janet Reno, hefur egnt
repúblikana til reiði með því að
hafna óháðri rannsókn á meintri
óheiðarlegri fjáröflun Demókrata-
flokksins og Hvíta hússins fyrir
forsetakosningamar. Reuter
/