Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
9
Utlönd
James McDougal, viöskiptafélagi Clintons, dæmdur í fangelsi:
Véitti upplýsingar sem
koma illa við forsetann
James McDougal, fyrrum viö-
skiptafélagi Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta, var dæmdur til þriggja
ára betrunarhúsvistar fyrir hlut-
deild sína i svokölluðu Whitewater-
máli eftir að hann komst að sam-
komulagi við saksóknara sem hann
segir að kynni að koma forsetanum
og eiginkonu hans illa.
McDougal átti yfir höfði sér allt
að áttatíu ára fangelsisdóm en
hann var fundinn sekur um fjár-
svik og samsæri í maí 1996.
McDougal lét að því liggja við
fréttamenn að hann hefði látið
rannsóknaraöilum málsins 1 té
upplýsingar sem gætu tengt Clint-
on og Hiilary, eiginkonu hans, við
Whitewater- hneykslið og hann
hvatti alla til að fylgjast með frek-
ari framvindu mála.
„Ég mundi nú ekki éta hattinn
minn upp á það,“ sagði McDougal
þegar hann var spurður hvort hann
teldi að Clintonhjónin yrðu hreins-
uð af öllum áburði, eins og hann
hélt fram við réttarhöldin í maí sið-
astliðnum.
George Howai'd dómari lagði til
að McDougal fengi að sitja af sér
dóminn á fangelsissjúkrahúsi
vegna margvislegra kvilla sem
hrjáöu hann. Hann dæmdi
McDougal einnig í þriggja ára skil-
orðsbundna refsingu en fyrsta ár
hennar verður hann að dvelja í
stofufangelsi. McDougal hefur ver-
ið boðaöur í afplánun í júní en
hann sagöist líklega mundu áfrýja
dómnum.
Kenneth Starr saksóknari fór
fram á væga refsingu þar sem
McDougal hefði veitt upplýsingar
um margvísleg atriði, þar á meðal
James McDougal, höfuðpaurinn í
Whitewater-hneykslinu.
Símamynd Reuter
um hluti sem voru aðeins á mjög
fárra vitorði.
McDougal sagði dómaranum að
hann tæki á sig fulla ábyrgð á glæp-
um sínum og misgjörðum og að
hann hefði ekkert sér til málsbóta.
Hann hefur verið miðpunktur
Whitewater- rannsóknarinnar frá
því hún hófst en yfirvöld beindu
sjónum sinum að honum þegar
sparisjóður hans varð gjaldþrota
árið 1989. Gjaldþrotið kostaði skatt-
greiðendur á fimmta milljarð króna
að núvirði.
Frá því McDougal hóf samvinn-
una við saksóknarann ku hann
hafa staðfest fullyrðingar um að
Clinton, sem þá var rikisstjóri í
Arkansas, hefði þrýst á bankastjór-
ann David Hale að veita Susan, eig-
inkonu McDougals, ólöglegt 300
þúsund dollara lán. Reuter
Fini
loftpressur
Traustbyggðar
léttar og
meðfærilegar
Þegar gæðin skipta máli
Skeifan 11 D • Sími 568 6466
Þúsundir manna í Bangladess, margir hverjir með risastyttur a herðunum,
tóku þátt í skrúðgöngu í höfuðborginni Dhaka í gær til að fagna nýju ári þar-
lendra. Samkvæmt tímatali Bengala er nú komið árið 1404. Sfmamynd Reuter
Bretar heimta
lausn á kvótahoppi
- Qórðungur flotans í eigu útlendinga
Sjávarútvegsráöherrar Evrópu-
sambandsins, ESB, reyndu í gær að
semja um minni niðurskurð á afla-
heimildum en áætlað var. Sam-
kvæmt fyrri áætlun átti að skera
fiskveiðikvóta niður um 30 prósent.
Bresk yfirvöld tilkynntu að þau
myndu ekki samþykkja frekari nið-
urskurð fyrr en fundin hefði verið
lausn á svokölluðu kvótahoppi.
Embættismenn Evrópusambands-
ins sögðu að Frakkland og Þýska-
land hefðu lagt til 15 prósenta há-
marksniðurskurð á árunum 1997 til
1999. Lögðu ráðherrar ríkjanna
áherslu á frekari niðurskurður væri
óframkvæmanlegur. Framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins hafði
upphaflega lagt fram tillögu um 40
prósenta niðurskurð á sex árum.
Sjávarútvegsráðherra Bretlands,
Tony Baldry, sagði að nauðsynlegt
væri að finna lausn á kvótahoppinu,
það er þegar skip frá öðrum aðildar-
ríkjum Evrópusambandsins, einkum
Spáni og Hollandi, eru skráð undir
breskum fána og geta fengið breskan
kvóta.
„Þetta er fáránleg aðstaða. Fjórð-
ungur breska fiskiskipaflotans er í
eigu útlendinga og gerður út af þeim.
Við erum reiðubúnir að berjast fyrir
mikilvægum hagsmunum Breta í
Evrópu,“ sagði Baldry.
Hótaði Baldry að Bretar myndu
hindra framgang ríkjaráðstefnu, sem
beinist að endurskoðun stofnsátt-
mála Evrópusambandsins og vonast
er til að ljúki i júní, yrði ekki fyrst
fundin lausn á kvótahoppinu.
Emma Bonino, sem fer með sjáv-
arútvegsmál í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, sagði vandann
vegna kvótahopps ekki tengjast til-
lögu sinni um niðurskurð. „Það er
ekkert leyndarmál að það eru kosn-
ingar i Bretlandi," tók hún fram.
Reuter
Umsóknir um sumardvöl í
orlofshúsum og tjaldvögnum V.R.
Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumariö
1997. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu félagsins þurfa
að berast skrifstofunni, Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi miðvikudaginn
30. apríl 1997.
Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum:
Einarsstöðum á Völlum S-Múl.
Flúðum Hrunamannahreppi
Akureyri
Húsafelli í Borgarfirði
Ölfusborgum við Hveragerði
lllugastöðum í Fnjóskadal
Miðhúsaskógi í Biskupstungum
Stykkishólmi
Kirkjubæjarklaustri
Auk húsanna eru tjaldvagnar leigðir til félagsmanna.
Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 30. maí til 12. september.
Úthlutunarreglur:
Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar áfélagsaldri í V.R. að frádregnum
fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á
skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu.
Leigugjald: kr. 9.000,00 - 10.500,00 á viku í orlofshúsi
kr. 7.000,00 - í tjaldvagni í 6 daga
kr. 14.000,00 - í tjaldvagni í 13 daga
Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í
síðasta lagi 30. apríl n.k.
Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja
fyrir 9. maí n.k.
Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi
verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda
má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita nr: 588 8356.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur