Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 Spurningin Er pláss fyrir fleiri sjón- varpsstöövar? Kári Torfason Tulinius nemi: Ef hún er ódýr. Björgvin Garðarsson slökkviliðs- maður: Jú, það ætti að vera það. Pálína G. Kristinsdóttir, atvinnu- laus: Alveg hiklaust. Rúnar Matthíasson nemi: Já, já. Jóna Sigmarsdóttir sjúkraliði: Já, mér finnst það. Elín Ingvadóttir kennaranemi: Já, það er alltaf pláss fyrir fleiri sjónvarpsstöðvar. Lesendur ^ Farmgjöld og fargjöld í brennidepli: Orói sem ógn- ar samfélaginu Burt úr helsi og átthagafjötrum á séríslenskum fargjöldum. Árni Árnason skrifar: Það er varla fréttnæmt að við fs- lendingar sækjum sífellt meira eftir samskiptum við útlönd. Við erum háðir útlöndum og sambandi við þau á nánast öllum sviðum. Útflutn- ingur og innflutningur fer að mestu fram sjóðleiðis og mannflutningar flugleiðis. Undan hvoru tveggja er kvartað sáran. - Innflytjendur vöru kvarta yfir allt of háum farmgjöldum og reyna að komast undan okinu meö því að greiða ekki tryggingar af farmi sínum. Almenningur kvartar undan háum fargjöldum og sætir færis að fara í sumar- eða vetrar- leyfl í pakkaferðum sem flytja fólk á einn stað þar sem þvi er pakkað saman til dvalar lengur eða skemur. - Allt eftir þörfum skipuleggjenda pakkaferðanna. Ekki þeirra sem greiða. Á meðan eina íslenska flugfélag- ið, Flugleiðir, býður útlendingum beggja vegna Atlantsála að fljúga á kostakjörum milli heimsálfa auk dvalar hér á landi verða íslendingar að sæta ofurgjaldi fyrir eina ferð til Evrópu eða Ameríku. Á þessu máli tekur enginn, hvorki fjölmiðlar, þingmenn né ráðamenn þjóðarinn- ar. Kannski telja þeir sér betur borgið með því að efna til einka „viðskiptavildar" við Flugleiðir og kreista þannig fram hæfileg flugfar- gjöld? Eftir stendur spurningin um hvort það sé bráðnauðsynlegt að hafa farmgjöld - en þó sérstaklega flugfargjöld (en þau snúa beint að almenningi) - svo há að það sé sí- fellt stór spuming hvort einstak- lingar eða fjölskyldur kljúfi nú eina utanlandsferð með einhveiju vissu millibiii. Spumingin snýst og um það hvers vegna íslensku flugfélagi leyflst að halda fólki hér í eins kon- ar átthagafjötrum í formi einokunar og ógnargjaldskrár og viðhalda því helsi sem hér tíðkaðist á meðan þjóðin var ánauðug fyrir mörgum áratugum. Ekki er nokkur vafi á því að sá urgur sem landsmenn sýnast fullir af í garð samsteypu þeirrar sem fengið hefur nafnið „kolkrabbi" er meira og minna til kominn vegna þeirra ofurgjalda sem tvö fyrirtæki hafa sett sér að pína út úr almenn- ingi. Engin fyrirtæki hér, utan rík- isbáknið, eru jafn illa séð og þau sem hafa með höndum mannflutn- inga til og frá landinu. í ofurgjöld- unum afhjúpast nefnilega ein mesta frelsisskerðing einstaklingsins. Hana á fólk illt með að þola. Og ger- ir aldrei lengi. Kjallaragrein Guðbergs Bergssonar: Ábyrgð og aðgát í nærveru sálar Guörún Hansdóttir sjúkraliði skrifar: Þann 9. apríl birtist grein í DV eft- ir Guðberg Bergsson rithöfund. Fyr- irsögn greinarinnar er „Fjármál fífl- skaparins". Eftir að hafa lesið þessa grein er ekki óeðlilegt að menn velti fyrir sér ýmsum spurningum eins og þessari: Hvern ætlar hann að fræða með slík- um skrifum? - Hvers vegna skrifar þessi höfundur eins og hann sé að reyna að vera jókerinn i spilastokkn- um? Gerir hann sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni sem rithöfundur? Góð- ur rithöfundur særir ekki tilfinning- ar fólks. Hann er ábyrgur fyrir því að hafa aðgát í nærveru sálar. Menn tekur að gruna að höfundur þessarar greinar forðist að horfast í augu við sjálfan sig og ef hann forð- ast að taka fullt tillit til annarra stendur hann ekki undir þeirri ábyrgð að vera góður rithöfundur. Þessi blaðagrein var ekki nógu góð. Höfundur hennar þarf að forð- ast að særa tilfinningaskyn annarra, hann þarf að endurskoða sitt eigið sjálf og taka sig á. Hér er lífið enn þá saltfiskur Salfiskur er okkar fag. - Saltfiskur kynntur frönskum á kaupstefnu. Þórður skrifar: Einkennilegt hvað sumum mönn- um getur ratast satt á munn. Flestir muna orð stórskáldsins okkar sem sagði á einum stað í bókum sínum „Lífið er saltfiskur". Það mátti vita það, fiskvinnslufólkið á reitnum í gamla daga og konumar sem vösk- uðu fiskinn fyrir þurrk. Lífið hér snerist um saltfisk og útflutning hans að frátöldum þeim sem unnu við landbúnað og verslun en þeir voru í minnihluta á þeim árum. Við verkuðum saltfisk og kunn- um það og fiskurinn fór úr landi, hvítur og hreinn í strigaumbúöum sem á var málað addressa hins spánska, ítalska eða portúgalska kaupanda. Fyrsta klassa vara og eft- irsótt. Síðan hafa komið margar útgáfur af fiskútflutningi en vinnslunni sí- fellt farið hrakandi. Nú er það marningur sem settur er í blokkir og sendur til sölu á kafílhúsunum í vestrinu eða bara ýsu- og þorskflök5 in óunnin. Síðustu misserin er farið að brydda á eins konar „brauð- fiski“, þ.e. fiskstykki sem skorin eru í bita og „brauðuð" eins og þeir kalla það í frystihúsunum. Ég held að við íslendingar ættum að halda okkur við saltfiskinn í sjávarútveginum, veiða allan þann þorsk sem í næst og lítið sem ekkert annað. Smáþorskurinn (sem var kallaður „Labri“ í gamla daga) get- ur líka farið í salt þótt hann sé ekki seldur til Labrador. Saltfiskur er það sem við getum og kunnum að verka, hann er verðmætastur okkar sjávarafurða. Hann eigum við að eigna okkur sem söluvöru númer eitt á heimsmarkaðinum. Lífið gæti því enn orðið saltfiskur ef vel væri á haldið. DV Mannslífið lit- ils metið Jóhannes Jóhanness. skrifar: Maður er orðlaus yfir þeirri staðreynd sem komin er fram að mannslífið sé ekki metið hærra en skitnar 600 þúsund krónur, þ.e. sú upphæð sem eftirlifandi sambýliskona fær eftir látinn mann sinn. Mér, sem fyrrum sjó- manni til margra ára, finnst það hneyksli. Ekki síst miðað við hvað einn maður leggur í þjóðar- búið á sinni starfsævi. Væri ég ungur maður nú færi ég ekki til sjós vitandi að ég væri ekki meira virði en Opel Corsa. Þetta þarfnast endurskoðunar áður en allir sjómenn ganga í land og það ættu þeir sannarlega að gera. Vil ég hér að lokum votta ekkjum og fjölskyldum látinna sjómanna samúð mína. Tony Blair og hótun hans Vilhj. Alfreðsson skrifar: Senn dregur til kosninga á Bretlandseyjum, eða hinn 1. maí nk. Tony Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, er spáð miklum sigri. Fyrir fáeinum árum lét hann þau orð falla í ræðu að hann ætlaði sér að upp- ræta núverandi stjómmálafyrir- komulag á Bretlandi. Einn bresk- ur stjórnmálamaður reyndi þetta fyrr á þessari öld. Hann var Sir Oswald Mosley, leiðtogi breskra fasista. Allir vita hvemig það fór. Hótun Tony Blair og afleiðingar hennar em vísast sömu ættar. Handbolti handa sumum Sigurbergur hringdi: Mér er um megn að lýsa fyllstu andúð minni á ummælum þessa landsliðsþjálfara í hand- knattleik sem segir í viötali að hann sé mjög ánægður með að öðru efhi sé ýtt til hliðar til að koma íþróttunum að. Þessi mað- ur hefur ekki gott hjartalag gagn- vart fullorðnum og eldri borgur- um sem biðu t.d. í tvígang eftir einum vinsælasta sjónvarpsþætt- inum nú um stundir í Sjónvarp- inu. En Sjónvarpið og ráðamenn þar virðast sömu kvalararnir og handboltahetjan Þorbjöm. Ég lýsi frati á þessa menn en óska málsvara margra okkar, Ragn- heiði Clausen sjónvarpsþulu, allra heilla. Ráðherrar á villigötum Ellen hringdi: Ég skil ekki ráðherrana okkar tvo sem láta til leiðast aö gefa yf- irlýsingar gegn skilyrðum Sam- keppnisráðs um samruna innan- landsflugs Flugleiða og FN. Ráð- herramir vilja þó ekki ganga í berhögg við þá stofnun sem þeir áttu mestan þátt í að koma í gagn- ið. Góðu heilli. Ráðherrar eiga aldrei að þurfa að tala gegn sam- visku sinni. Þeir eru í ábyrgðar- stöðum og verða að vera réttum megin við réttlætismörkin. Leiðrétting: Vanþakklæti heimsins Arnar Sverrisson skrifar: Þar sem misfarist hefur texti i bréfi mínu, „Jákvæða Jóna og sálfræðingamir", fí-á 2. apríl sl., þannig að misskilningur yrði úr bið ég um að sá kafli verði end- urtekinn hér réttur þannig: „Mér býður í grun, að hún gæti kennt stéttinni, sem hún hleður lofi, ýmislegt þroskavænlegt um mannleg samskipti. En eins og hinir bráðsnjöllu fréttamenn Enn einnar stöðvarinnar hafa uppgötvað, eru sálfræðingar í nokkrum tilvistarvanda um þess- ar mundir. Og sannast nú eins og stundum áður, að laun heimsins em vanþakklæti."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.