Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Page 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 íþróttir NM í bogfimi: Leifur setti íslandsmet Leifur Karlsson hlaut brons- verölaun og setti íslandsmet á Norðurlandamóti fatlaðra í bog- flmi sem ffam fór í Laugardals- höllinni um helgrna. Leifur hlaut 1.026 stig, tíu stig- um minna en sigurvegarinn, Roger Eriksson frá Svíþjóð. Ole Christian Övly frá Noregi varð annar með 1.032 stig. Rúnar Þór Bjömsson varð flmmti í sama flokki (Klass B, Olympic) með 988 stig. Ester Finnsdóttir fékk brons- verðlaunin í kvennaflokki (Klass B) en hún hlaut 897 stig. Birthe Mogensen frá Danmörku sigraöi með 1.011 stig og Siv Thulin frá Svíþjóð varð önnur með 1.000 stig. -VS Skvass: ^ Kim Magnús íslandsmeistari Kim Magnús Nielsen hélt upp- teknum hætti og varð íslands- meistari karla í skvassi um helg- ina. Kim Magnús vann Albert Guðmundsson, 3-0, í úrslitaleik í Veggsporti á sunnudaginn. Magnús Helgason vann Amar Arinbjarnar, 3-2, í leik um þriöja sætið. Hrafnhildur Hreinsdóttir sigr- aði Rósmundu Baldursdóttur, 3-0, í úrslitaleik í kvennaflokki og Bára Björk Ingibergsdóttir vann Aðalheiði Gestsdóttur, 3-1, í úrslitum um þriðja sætiö. Sigurvegarar yngri flokka urðu Róbert Fannar Halldórs- son, sem vann tvo aldursflokka, Daníel Benediktsson, Ema Guð- mundsdóttir, Elsa Rut Gylfa- dóttir, Hólmfríður Pálmarsdóttir og Þórður Gissurarson. í heldri- mannaflokki, 35 ára og eldri, sigraði Sigurður Árni Gunnars- son. Framfarabikarana fengu Dag- ný Ólafsdóttir og Friðrik Ómars- son. -VS Borðtennis: Guðmundur og Lilja sigruðu /Guðmundur E. Stephensen og Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Vík- ingi sigmðu í meistaraflokkun- um á Adidas-mótinu í borðtenn- is sem fram fór í TBR-húsinu á sunnudag. Guðmundur vann Sigurð Jónsson úr Víkingi í úrslitaleik karla og Lilja Rós vann hina gamalkunnu Ástu Urbancic í úr- slitaleik í kvennaflokki. Tómas Aöalsteinsson sigraði í 1. flokki karla, Vigfús Jósefsson í 2. flokki karla, Halldór Sigurðs- son í byrjendaflokki og Pétur Ó. Stephensen í eldri flokki karla en þeir em allir úr Víkingi. -VS Noregur: íslendingarnir sátu á bekknum Birkir Kristinsson og Ágúst Gyífason máttu láta sér lynda aö sitja á varamannabekk Brann þegar liðið gerði jafntefli við meistara Rosenborg á útivelli, 1-1, í fyrstu umferö norsku úr- valsdeildarinnar í knattspymu á sunnudaginn. Birki til huggunar fékk markvörður Brann, Vidar Bahus, lægstu einkunn leik- manna liðsins í norskum blöð- um. Önnur úrslit: Stabæk-Lilleström............4-1 Haugesund-Tromsö.............1-1 Lyn-Kongsvinger..............1-2 Strömsgodset-Skeid...........4-0 Viking-Sogndal...............2-2 Boda/Glimt-Molde.........frestað -VS DV Hermann og Guðbjörg þau bestu í körfunni Lokahóf körfuknattleiksmanna var haldið um helgina. Hermann Hauksson úr KR var kjörinn besti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni og Guðbjörg Norðfjörð úr KR besti leikmaðurinn í 1. deild kvenna. Damon Johnson, Keflavík, var valinn besti erlendi leikmaðurinn í úrvalsdeildinni. Friðrik Stefánsson, KFÍ, var valinn besti nýliðinn og Þórunn Bjarnadóttir úr ÍR efnilegust í kvennaflokki. Alexander Ermolinski, lA, var útnefndur þjálfari ársins í karla- flokki og Antonio Vaflejo, ÍR, besti þjálfarinn í kvennaflokki. Besti dómarinn í úrvalsdeild var valinn Leifur Garðarsson úr Hauk- um, efnilegasti dómarinn var kjör- inn Sigmundur Herbertsson úr Njarðvík. -JKS Handknattleikur: Mihoubi hættur með Vai - leikur með Alsír á HM Alsírbúinn Aziz Mihoubi, sem lék með Valsmönnum í 1. deildinni i handknatt- leik í vetur, mun ekki leika með Hlíðar- endafélaginu á næsta keppnistímabili. Hann heldur af landi brott i vikunni en hann hefur verið valinn i landsliðshóp Al- sír sem tekm’ þátt í heimsmeistarákeppn- inni í handknattleik í Japan í næsta mán- uði. Mihoubi, sem er örvhent skytta, stóð sig vel með Valsmönnum í vetur og var oftast markahæsti leikmaður liðsins. Valsmenn söknuðu hans iflilega í leikjun- um gegn Haukum í 8-liða úrslitimum en hann gat ekki tekið þátt í þeim sökum meiðsla. Tvö 1. deildar lið hafa rætt við hann Mihoubi hefur ekki gert upp hug sinn hvar hann leikur á næsta vetri en að minnsta kosti tvö 1. deildar lið hér á landi hafa sett sig í samband viö hann. -GH Deildabikarinn í knattspyrnu: Sex komin áfram í úrslitakeppnina Sex lið eru komin í úrslitakeppni deildabikarkeppninnar í knatt- spyrnu eftir leikina um síðustu helgi. Það eru KR, FH, fA, Leiftur, Fram og Skallagrímur. Þá eru Vals- menn næsta öruggir en þeir mega tapa fyrir Létti með þremur mörk- um í síðasta leik sínum. Staðan er þessi í riðlum keppn- innar en nokkrar villur voru í stöð- unum í blaðinu í gær: A-riðill: þrðttur, R. 4 3 1 0 15-4 10 Fylkir 4 2 1 1 9-9 7 Stjaman 4 2 0 2 17-8 6 Aftureld. 4 0 0 4 2-22 0 B-riðiU: KR 4 4 0 0 14-0 12 FH 4 3 0 1 14-9 9 Keflavík 4 1 2 1 10-9 5 Þróttur, N. 4 1 1 2 6-12 4 Njarðvík 4 1 0 3 6-13 3 Sindri 4 0 1 3 4-11 1 C-riðiU: Breiðablik 4 3 1 0 15-5 10 Víkingur, R. 3 3 0 0 6-2 9 iBV 3 2 1 0 13-1 7 Völsungur 4 1 0 3 4-12 3 Ægir 4 1 0 3 2-10 3 KS 4 0 0 4 4-14 0 D-riðUl: ÍA 5 5 0 0 20-7 15 ÍR 3 1 0 2 8-6 3 Leiknir, R. 2 1 0 1 54 3 HK 3 1 0 2 8-9 3 Grindavík 2 1 0 1 4-6 3 Víkingur, Ó. 3 0 0 E-riðill: 3 3-9 0 Leiftur 5 4 0 1 23-4 12 Fram 4 3 1 0 11-3 10 KA 5 3 0 2 7-6 9 Haukar 4 1 1 2 6-10 4 Selfoss 3 0 0 3 2-12 0 Reynir S. 3 0 0 F-riðUl: 3 1-15 0 Skallagr. 4 4 0 0 13-5 12 Valur 4 3 0 1 \2-4 10 Léttir 4 2 1 1 10-10 7 Þór, A. 4 1 1 2 8-9 4 Fjölnir 4 1 0 3 6-15 3 Dalvík 4 0 0 4 3-11 0 I úrslitakeppninni er leikið í fjór- um þriggja liða riðlum. í 1. riðli verða sigurvegari A- riðils, númer tvö í C-riðli og sigur- vegari E-riöils, væntanlega Fram. í 2. riðli verða KR, númer tvö í D- riðli og væntanlega Skallagrímur. í 3. riðli verða sigurvegari C-rið- ils, númer tvö í E-riðli, væntanlega Leiftur, og númer tvö í A-riðli. í 4. riðli verða ÍA, FH og númer tvö í F-riðli, væntanlega Valur. -VS Sænska knattspyrnan: Elfsborg á toppnum - Örgryte tapaði fyrir Gautaborg Artur Takac, formaður tækninefndar smáþjóðaleikanna, og Bertis Muscat, úr tækninefndinn.i ræða við blaðamenn á fundi sem undirbúningsnefnd smáþjóðaleikanna hélt í gær. DV-mynd ÞÖK Smáþjóðaleikarnir 3.-7. júní á íslandi: Metþátttaka Það styttist óðum í smáþjóðaleikana sem haldnir verða hér á landi í fyrsta sinn dagana 3.-7. júní í sumar. Undir- búningur leikanna hefur gengið mjög vel og um helgina voru hér á landi all- ir aðalfararstjórar þátttökuþjóðanna auk alþjóða tækninefndar smáþjóða- leikanna. Þeir skoðuðu mannvirkin þar sem keppnin á að fara fram og gengu frá ýmsum lausum endum varð- andi keppnina. Það er ljóst að metþátttaka keppenda verður á leikunum en alls verða þeir 761. Erlendir keppendur verða 584, þjálfarar og aðstoðarfólk eru 192, ís- lenskir keppendur verða 177, íslenskir þjálfarar og aðstoðarfólk eru 160, er- lendir gestir og embættismenn verða 100, 70 erlendir blaðamenn hafa boðað komu sína og dómaramir verða 70. Landshlaup smáþjóðaleika hefst 1. maí Opnunarhátíð leikanna verður hald- in á Laugardalsvelli mánudaginn 2. júni og þar verður ólympíueldurinn tendraður. Þann 1. maí hefst lands- hlaup smáþjóðaleikanna. Hlaupið verð- ur með kyndil 2.500 kílómetra leið um landið og hlaupinu lýkur svo við Laug- ardalsvöflinn þann 2. júní. Ungmenna- samband íslands verður framkvæmd- araðili hlaupsins í samvinnu við und- irbúningsnefnd leikanna. Smáþjóðaleikarnir eru íþróttaleikar Evrópuþjóða sem hafa íbúatölu innan við eina milljón og leikamir hér á landi verða þeir sjöimdu í röðinni. Átta þjóðir: ísland, Andorra, Kýpur, Lichtenstein, Luxemborg, Malta, Mónakó og San Marínó mun etja kappi í tíu íþróttagreinum sem eru:blak, borðtennis, fimleikar, frjálsar íþróttir, júdó, körfúknattleikur, siglingar, skot- fimi, sund og tennis. Vemdarar leikanna verða tveir: forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og Juan A. Samranch, for- seti Alþjóða ólympíunefndarinnar, sem kemur og fylgist með leikunum. -GH DV, Svíþjóð: Nýliðar Elfsborg, lið Kristjáns Jónssonar, em í efsta sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspymu ásamt AIK þegar tveimur umferðum er lokið. Elfsborg vann í gærkvöldi útisigur á Vásterás, 0-3. Kristján lék ekki með Elfsborg en Einar Brekkan lék allan timann í framlínunni hjá Vásterás. Nýtt met hjá Ravelli Rúnar Kristinsson og félagar hans í Örgryte þurftu að sætta sig við 2-0 tap gegn meisturunum i Gautaborg og voru bæði mörkin skoruð í síðari hálfleik. Rúnar átti mjög góðan leik í fyrri hálfleik en varð að fara meiddur af leikvelli eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik. Rúnar nældi sér í gult spjald eftir viðskipti við landsliðsmarkvörðinn Tomas Ravelli sem sló nýtt met f gær með því að leika sinn 410. leik í úrvalsdeildinni. Þriðji leikurinn í gær var viðureign Trelleborg og AIK þar sem AIK hafði betur, 3-0. AIK og Elfsborg em með 6 stig í efsta sæti en Örebro kemur þar á eftir með 4 stig. -EH Eyjólfur Sverrisson skoraði síöara mark Herthu Berlín þegar liðið gerði jafntefli, 2-2, við Oldenburg á útivelli í þýsku 2. deildinni í knattspyrnu á sunnudag. Eyjólfur kom Herthu yfir á 53. mínútu, 1-2, en heimamenn, sem em nánast fallnir í 3. deild, náðu að jafna. Hertha hafði unniö sjö leiki í röð en stigamissirinn þýddi að Kaiserslautem náði toppsætinu á ný með 4-1 sigri á Leipzig. Kaiserslautem er með 48 stig og Hertha 47 en síðan kemur Wolfs burg með 39 stig. Mannheim vann dýrmætan sigur á Uerdingen, 1-0, og komst fjórum stigum frá fallsæti. Bjarki Gunnlaugsson lék ekki með Mannheim þar sem hann tók út leikbann. -VS Eyjólfur skoraði en Hertha féll af toppnum 23 Þórður Guðjónsson settur út úr hópnum hjá Bochum: Skil ekki Toppmoller - Qögur félög hafa sýnt Þórði áhuga Þórður Guðjónsson var settur út úr liði Bochum fyrir leik liðsins við Dússeldorf í þýsku 1. deildinni i knattspymu á sunnudag og er ekki ánægður með sinn hlut. „Ég á enn erfitt með að skilja ákvarðanir Toppmullers, þjálfara Bochum. Ég kom inn á sem vara- maður gegn St. Pauli í síðustu viku og stóð mig vel. Ég æfði síðan vel en var síðan settur út úr 18 manna leikmannahópi án nokkurra skýr- inga og sat og horfði á leikinn við Dússeldorf úr stúkunni,“ sagði Þórður Guðjónsson. Þórður í samtali við DV. Hann hefur mikinn hug á að yf- irgefa Bochum í sumar og segir að ýmislegt komi til greina hjá sér. „Það hafa fjögur félög sett sig í samband við mig og óskað eftir því að fá mig í sínar raðir þegar samn- ingur minn rennur út þann 30. júní næstkomandi. Ég get ekki skýrt frá því á þessari stundu hvaða lið þetta eru en tvö þeirra eru í þýsku 1. deildinni og tvö utan Þýska- lands,“ sagði Þórður Guðjónsson. -DVÓ/VS „Helmingslíkur á að ég geri samning" - segir Konráð Olavsson sem er 1 skoðun hjá Niederwiirzbach „Það má segja að það sé biðstaða í þessu hjá mér. Ég æfði með liðinu um helgina og get ekki sagt annað en að mér lítist vel á klúbbinn og þjálfarann. Forráðamönnum félags- ins leist vel á mig og ég reikna með að heyra frá þeim f vikunni hvað þeir eru að spá. Það er að mörgu að hyggja í þessu og ég er líka að stíla inn á að geta stundað nám með handboltanum. Ég met svona helm- ingslíkur á því að ganga til liðs við félagið," sagði Konráð Olavsson, landsliðsmaður úr Stjömunni, við DV í gærkvöldi en hann er þessa dagana í skoðun hjá þýska úrvals- deildarliðinu Niederwúrzbach. Niederwúrzbach er í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið og seg- ir Konráð að mikill metnaður sé i félaginu fyrir næsta keppnistímabil. -GH Handknattleikur: Guðmundur endurráðinn Guðmundur Guðmundsson hefur verið endurráðinn þjálfari 1. deildar liðs Fram í handknattleik til næstu tveggja ára. Hann hefur stýrt Fram- liðinu undanfarin tvö ár með frábærum árangri. Liðið vann 2. deildina i fyrra og í vetur varð það í 5. sæti 1. deildar og komst f undanúrslitin i úrslitakeppninni um meistaratitilinn. Framarar hafa ennfremur gengið frá samningum við alla sína leik- menn fyrir komandi tímabil. -VS Handknattleikur: Jón áfram með Valsmenn Jón Kristjánsson verður áfram við stjómvölinn hjá 1. deildar liði Vals í hand- knattleik. Að sögn Brynjars Harðarsonar, formanns handknattleiksdeildai- Vals, verður gengiö frá samningi við Jón á næstu dögum. Brynjar, sem fljótlega læt- ur af störfúm hjá Val, segist reikna með því að flestir þeir leikmenn sem léku meö liðinu í vetur veröi áfram og stefiit sé að því styrkja hópinn. Líklegt er aö Júlíus Gunnarsson komi heim frá Þýskalandi og þá eru iíkui’ á að Sigfús Sig- urðsson kom til baka frá SelfossL -GH Knattspyrna: Nýsjálendingur til Blika 2. deildar lið Breiðabliks í knattspymu hefur gert samning við Cue Bunce, 22 ára gamlan Nýsjálending. Hann er væntanlegur til landsins í dag frá Bretlandi en hann hefur leikið með Preston í 2. deildinni. Bunce er stór og stæðilegur vamarmaður sem leikið hefur með lands- liði Nýja-Sjálands og hefur tvívegis verðið kosinn knattspymumaður árs- ins þar í landi. -GH Schmeichel úr leik? Vænleg staða hjá Wupptertal Fátt getur nú komið í veg fyr- ir að íslendingaliðið Wuppertal leiki í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik á næstu leiktíð eftir að liðið sigraði Dússeldorf á útivelli, 18-16, á sunnudaginn. Wuppertal er stigi á undan Bad Schwartau þegar tveimur um- ferðum er ólokið. Þeir Dagur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson hafa leikið stórt hlutverk með liðinu í vetur ásamt Rússanum Dmirti Fil- ippov, sem lék með Stjömunni, og Viggó Sigurðsson hefur hald- ið vel utan um stjórnartaumana. Á dögunum handsalaði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, samning við Wupp- ertal og verður fróðlegt að fylgj- ast með liðinu í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. -GH Róbert og félagar á leið niður í 2. deildina Það blasir hins vegar fall í 2. deildina við Róberti Sighvats- syni og félögum hans í Schutt- erwald eftir að liðið tapaði fyrir Grosswallstadt, 29-24, um helg- ina. Róbert stóð fyrir sínu að vanda og skoraði 5 mörk. Schutterwald er í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar með 16 stig. Liðið á tvo leiki eftir, gegn Gum- mersbach heima og Kiel úti og á aðeins tölfræðilega möguleika á að halda sæti sínu. Fredenbeck á möguleika Fredenbeck, lið Héðins Gils- sonar, berst einnig um að forðast fall í 2. deild. Liðið er í næst- neðsta sæti með 18 stig en á þrjá leiki eftir. Annað kvöld mætir liðið Gummersbach á útivelli og með sigri eygir liðið möguleika á að halda sæti sínu í úrvalsdeild- inni. -GH Svo kann að fara að danski markvörðurinn Peter Schmeichel leiki ekki meira með Manchester United á þessari leiktíð. Meiðsli hans eru talin alvarlegri en haldið var í fyrstu og hefur hann misst af tveimur síðustu leikjum liðsins, gegn Dortmund og Blackburn Rovers. „Ég er mjög slæmur í bakvöðvun- um og læknar hafa ráðlagt mér að taka nokkrar vikur í frí til að fá mig góðan. Það lítur út fyrir að ég geti ekki leikið síðari leikinn gegn Dort- mund,“ sagði Daninn við frétta- menn í gær. Munum reyna allt „Við munum reyna að gera allt til að fá Schmeichel góðan fyrir leik- inn gegn Dortmund en það verður mjög erfitt og í versta falli verður hann frá út tímabilið," sagði Alex Ferguson, stjóri Manchester United. -GH íþróttir eru einnig á bls. 24 og 25 íþróttir Þrenna hjá Ronaldo Ronaldo skoraði þrjú mörk fyrir Barcelona þegar liðið sigr- aði meistara Atletico Madrid, 5-2, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Barcelona er í öðru sæti, sjö stig- um á eftir Real Madrid. Stórsigur Mexíkó Carlos Hermosillo skoraði þrennu fyrir Mexíkó sem vann Jamaika, 6-0, í undankeppni HM í knattspyrnu í fyrrinótt. Mexíkó er þar með efst í úrslitakeppni Mið- og Norður-Ameríku. Evans vill Bilic Ray Evans, knattspymustjóri hjá Liverpool, hefur mikinn áhuga á þvi að kaupa Króatann Slaven Bilic hjá West Ham. Evans telur Bilic toppvarnar- mann sem myndi styrkja Liver- pool-liðið mikið. Everton bauð 550 milljónir í Bilic í vetur en talið er að Liverpool munu bjóða enn meira. Illgner bestur á Spáni Bodo Illgner var um helgina kosinn besti markvörðinn í spænsku knattspyrnunni. 111- gner hefur aðeins fengið á sig 24 mörk í 32 leikjum. Næstur í röð- inni kom Jaques Songoo, mark- vörður Deportivo La Coruna. Bolton með takmark Bolton, lið Guðna Bergssonar, hefur sett sér takmark áður en tímabilið verður úti. Það er að ná 102 stigum sem yrði met í sögu félagsins. Bolton mun í haust flytja höfuðstöðvar sínar á nýjan leikvang í Horwich. Jafnt í Skotlandi Kilmamock og Dundee Utd. gerðu markalaust jafhtefli í undan- úrslitum skosku bikarkeppninnar í knattspymu í gær. Liðin verða því að leika að nýju svo og Celtic og Fal- kirk sem gerðu 1-1 í hinum undan- úrslitaleiknum. Anja verður kyrr Danska handknattleikskonan Anja Anderson hjá norska liðinu Bakkelaget hefur hætt við að fara til Spánar og leika þar með Valencia. Anja snerist hugur um helgina. Ferð á Anfield Road Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hefur tryggt sér 30 miða á leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fer á Anfield Road i Liverpool 3. maí. Því hefur verið ákveðið að setja upp ferð á leik- inn. Farið verður út snemma dags þann 3. maí en leikurinn fer fram síðdegis sama dag. Kom- ið verður heim á sunnudeginum. Verðið í ferðina er krónur 37.500, innifalið er flug, gisting, rútuferðir og miði á völlinn. Nánari upplýsing- ar um ferðina fast hjá Úrval-Útsýn í sima 569-9300. Knattspyrnuskóli KB Hinn vinsæli og virti knatt- spymuskóli KBí Belgíu mun eins og undanfarin ár bjóða upp á nám- skeið fyrir 1316 ára drengi í sumar eða dagana 24. maí til 31. maí. Þeir sem hafa í hyggju að sækja nám- skeiðið ættu að drífa í því að láta skrá sig hjá íþróttadeild Úrvals-Út- sýnar í síma 569-9300. íkvöld Deildabikar karla: Grindavik-Leiknir, R. . . Hafn. 19.30 Deildabikar kvenna: Valur-Haukar..........Leikn. 18.30 KR-Reynir, S..........Leikn. 20.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.