Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Síða 21
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 25 DV 5 NBA-DEIIDIN Úrslitin í fyrrinótt: Detroit-Chicago .........108-91 Mihs 29, Hill 27, Thorpe 14, Dumars 10 - Pippen 21, Jordan 18, Caffey 15. Milwaukee-New Jersey .. 132-123 Robinson 25, Newman 20, Allen 18 - Kittles 40, Gill 26, Jackson 24. Houston-Seattle .........113-73 Drexler 20, Barkley 17, Maloney 15, Elie 12 - Payton 22, Wingate 8. LA Lakers-Utah ..........100-98 Shaq 39, Jones 20, Bryant 12 - Stockton 30, Malone 26, Russell 8. Golden State-Phoenix .... 97-105 Booker 16, DeClercq 14, Smith 13 - Chapman 26, Johnson 26, Manning 18. Úrslitin í nótt: Miami-Minnesota.........87-95 Mouming 20, Hardaway 15 - Mar- bury 17, K.Gamett 16, Porter 16. Orlando-Detroit ........100-91 Hardaway 21, Seikaly 18, Armstrong 15 - Hunter 17, Mckie 16, Ratliff 14. Philadelphia-Washington 110-131 Iverson 40, Stackhouse 24, Overton 13 - Howard 27, Webber 27, Murray 20. Charlotte-Cleveland......94-82 Rice 25, Pierce 17, Curry 11 - Brandon 20, Sura 20, Mills 14. Indiana-New York . (frl.) 110-107 Miller 24, D.Davis 23, Smits 21, Rose 20 - Starks 31, Ewing 26, Houston 14. Chicago-Toronto.........117-100 Jordan 30, Pippen 19, Caffey 16, Kerr 11 - Stoudamire 29, Slater 17, Christie 15. Dallas-LA Clippers........93-99 Bradley 32, Pack 18, Finley 13 - D.Martin 21, Sealy 15, Vaught 14. Denver-Golden State .... 93-103 McDyess 24, D.Ellis 24, Hammonds 19 - Mullin 20, Fuller 14, Marshall 13. Sacramento-San Antonio 120-106 Richmond 33, Grant 20, Rauf 17 - Del Negro 29, Johnson 19, Herrera 17. Austurdeild: Chicago 69 11 86,3% Miami 59 20 74,7% Atlanta 54 24 69,2% New York 54 25 68,4% Charlotte 53 26 67,1% Detroit 52 27 65,8% Orlando 45 34 57,0% Washington 41 38 51,9% Cleveland 40 39 50.6% Indiana 39 40 49,4% Milwaukee 31 47 39,7% Toronto 28 51 35,4% New Jersey 24 54 30,8% Philadelphia 21 58 26,6% Boston 14 65 17,7% Úrslitakeppnin: Chicago-Washingt./Clevel./Indiana Miami-Orlando New York-Charlotte/Detroit Atlanta-Detroit/Charlotte Vesturdeild: Utah 60 18 76,9% Seattle 54 25 68,4% Houston 54 25 68,4% LA Lakers 54 25 68,4% Portland 46 33 58,2% Phoenix 39 40 49,4% Minnesota 39 40 49,4% LA Clippers 36 43 45,6% Sacramento 33 46 41,8% Golden State 30 50 37,5% Dallas 23 56 29,1% San Antonio 20 58 25,6% Denver 20 59 25,3% Vancouver 13 67 16,3% Úrslitakeppnin: Utah- LA Clippers Seattle/Lakers-Minn./Phoen./Portl. Lakers/Seattle-Minn./Phoen./Portl. Houston-Minn./Phoenix/Portland Besta meöalskor í leik: Michael Jordan, Chicago........29,7 Karl Malone, Utah .............27,6 Glen Rice, Charlotte...........26,8 Shaquille O’Neal, Lakers.......26,1 Mitch Richmond, Sacramento . . 25,8 Latrell Sprewell, Golden St....24,4 Hakeem Olajuwon, Houstson . . . 23,2 Allen Iverson, Philadelphia .... 23,0 Patrick Ewing, New York........22,3 LaPhonso Ellis, Denver.........21,9 Reggie Miller, Indiana.........21,7 Kendall Gill, New Jersey........21,7 Gary Payton, Seattle...........21,7 Grant Hill, Detroit ...........21,4 Glénn Robinson, Milwaukee ... 21,3 íþróttir nick i-aiao, sigurveqarinn a us Masters 1996, klæðir Tiger Woods í græna jakkann, hiö fræga sigurtákn motsins. Símamynd Reuter Undrabarniö Tiger Woods: „Hlýði alltaf mommu - sló öll met í sögu US Masters Undrabamið Tiger Woods sló öll met í fyrrinótt þegar hann tryggði sér glæsilegan sigur á bandaríska meist- aramótinu í golfi, US Masters. Woods er aðeins 21 árs og er yngsti sigurvegarinn í sögu mótsins. Hann var 12 höggum á undan næsta manni, Tom Kite, sem er met, og náði jafnframt lægsta skori í sögu mótsins, 270 höggum. Woods er enn fremur fyrsti blökkumaðurinn sem fagnar sigri á meistaramótinu. Sigurlaun hans nema 34,5 milljónum króna. Þessi ungi afreksmaður, sem hefur unnið 4 af fyrstu atvinnumótum sínum, fer ekki í launkofa með markmið sin. „Ég stefni að sjálfsögðu að því að verða sá besti. Ég veit að það er háfleygt takmark - ef það tekst er það frábært, ef það tekst ekki, þá reyndi ég þó,“ sagði Woods. Bestu kylfingar heims hlóðu lofi á þennan unga snilling sem spáð er glæstri framtíð. Mai-gir telja að hann verði fljótt ósigrandi í iþróttinni. Jack Nicklaus, „gullbjöminn” gamalkunni, setti sjálfur met með því að leika í 147. skipti á Augusta National vellinum. „Tiger er á annarri bylgjulengd en aðrir kylfingar. Hann verður einráður á þessum velli í mörg ár,“ sagði Nicklaus. Nick Faldo, meistarinn frá 1996, var sá eini sem gagnrýndi Woods og sagði að rauða golf- skyrtan hans væri of áberandi. Woods átti einfalt svar við því: „Mamma segir að rautt sé minn litur. Ég hlýði alltaf mömmu!“ Hann bætti við: „Þetta var ótrúleg vika, alveg mögnuð." Tom Kite lék á 282, Tom Watson 284, Paul Stankowski og Costantino Rocca á 285 og Jeff Sluman á 286 höggum. -VS NBA-deildin í körfuknattleik í nótt og fyrrinótt: Miller gerði útslagið - þegar Indiana lagði New York í framlengdum hasarleik Indiana vann mikilvægan sigur á New York, 110-107, í framlengdum leik í nótt. Mikið gekk á, sex tækni- víti voru dæmd í framlengingunni og þá var Patrick Ewing miðherja New York visað af leikvelli. Reggie Miller var aðalmaður hjá Indiana og hann gerði sjö dýrmæt stig í framlengingunni. Með sigrin- um eygir Indiana enn von um að komast í úrslitakeppnina, þó liðið standi höllum fæti í baráttunni við Washington og Cleveland um átt- unda sæti austurdeildar. Orlando vann sinn fjórða leik í röð og lagði nú hið sterka lið Detroit, 100-91. Detroit náði sextán stiga forystu í fyrri hálfleik en Or- lando, með Penny Hardaway í aöal- hlutverki, sýndi oft frábær tilþrif í síðari hálfleiknum. Orlando mætir grönnum sínum í Miami í úrslita- keppninni og þar stefnir allt í stór- skemmtilega leiki. Langþráð hjá Jordan Michael Jordan náði sinni fyrstu „þrefóldu tvennu“ í fimm ár þegar Chicago vann Toronto, 117-100. Hann skoraði 30 stig, tók 11 fráköst og átti 10 stoðsendingar. LA Clippers tryggði sér sæti í úr- slitakeppninni með sigri í Dallas. Þetta er í fyrsta skipti í fjögur ár sem Clippers kemst í sextán liða úr- slitin og aðeins í þriðja skiptið á 18 árum. Möguleikarnir eru þó varla miklir því Clippers mætir hinu firnasterka liði Utah. Hill var frábær í sigri Detroit á Chicago Grant Hill átti enn einn stórleik- inn i fyrrinótt þegar Detroit malaði meistarana frá Chicago með 17 stig- um. Hill, sem var kjörinn leikmaður vikunnar INBA í síðustu viku, náði sinni tólftu „þreföldu tvennu“ á tímabilinu, skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og átti 10 stoðsendingar, og var í fyrsta skipti í sigurliði gegn Chicago. Detroit hafði nefnilega tap- að 19 sinnum í röð fyrir Michael Jordan og félögum. Úrslitin þýða að Chicago getur ekki lengur jafnað met sitt frá þvi í fyrra þegar liðið vann 72 leiki af 82 í deildinni. Grant Hill var frábær í sigurleik Detroit gegn Chicago og skyggbi al- gerlega á kónginn sjálfan, Michael Jordan. Símamynd Reuter „I haust hélt ég að það yrði erfitt fyrir okkur að vinna 70 leiki á tíma- bilinu og bjóst við því að tapa sex til átta leikjum meira en í fyrra. Samt eigum við enn möguleika á að ná 70,“ sagði Jordan eftir leikinn. Shaq með flautukörfu og 39 stig gegn Utah Shaquille O’Neal er heldur betur kominn á ferðina með Lakers eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. Shaq skoraði 39 stig í sigri Lakers á Utah, 100-98, og gerði sig- urkörfuna um leið og leikurinn rann út. „Þetta er fyrsta „flautukarf- an“ mín á ferlinum,” sagði Shaq eft- ir leikinn. Löng sigurganga Útah var þarna rofin en liðið hafði unnið 15 leiki i röð. Houston vann ótrúlega auðveldan sigur á Seattle, með 40 stigum, en liðin eru hnífjöfn í vesturdeildinni. -VS Shearer aftur sá besti Alan Shearer, fyrirliði Newcastle og enska landsliðsins, var í fyrra- kvöld útnefndur leikmaður ársins í ensku knattspyrnunni annað árið i röð í kjöri leikmannanna sjálfra. Aðeins Mark Hughes hefur áður hlotið þennan titil tvisvar. David Beckham, landsliðsmaðurinn ungi hjá Manchester United, náöi einnig glæsilegri útkomu. Hann varð annar í kjörinu og var síðan út- nefndur efiiilegasti leikmaðurinn. Peter Beardsley, sóknarmaðurinn reyndi hjá Newcastle, fékk sérstök heiðursverðlaun fyrir langan og glæsilegan feril. -VS Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er afsláttur af annarri auglýsingunni. o\U nril/f hirr,jnt Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.